Morgunblaðið - 06.06.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 06.06.2020, Síða 10
veiðar, eftir allrahanda undirbúning, og það komu fjórir fallegir laxar á land,“ sagði staðarhaldarinn Erik Koberling. Og hann gladdist yfir því að einn laxanna veiddist á nýjum veiðistað, Ennisflúð, efst á svæði 1 sem hann segir vera einstaklega fal- legan fluguveiðistað. „Og þetta var í fyrsta skipti sem bara er veitt á flugu í opnun Blöndu, á þessu gríðarlega fallega veiðisvæði. Veiðimennirnir eru kátir og auk lax- ins sem kom úr nýja veiðistaðnum veiddist einn á Breiðunni að sunnan og einn að norðan. Það var mjög kalt þegar veiðin hófst en sólin hefur skinið og hlýnað skarpt; nú erum við öll sólbrunnin,“ sagði hann og hló. Þegar hefur slatti af laxi farið gegnum teljarann upp á efri svæði Blöndu, sem veit á gott. Eftir tíu laxa opnunardag í Norð- urá á fimmtudag tóku veiðimenn það rólega í gærmorgun enda var hitinn við frostmark. Þeir fóru ekki til veiða fyrr en um tíuleytið, er hlýnaði, og gekk vel; var átta löxum landað fyrir hádegi, á hinum ýmsu veiðistöðum. „Í Munaðarnesi, í Stekknum, á Stokkhylsbroti, við Laxfoss og víð- ar,“ taldi Einar Sigfússon upp, ánægður með byrjunina. Sá fyrsti Inga Lind Karlsdóttir veiddi spengilega hrygnu í veiðistaðnum Örnólfi í Þverá í Borgarfirði og var það fyrsti lax sumarsins úr ánni. „Allt stórar og fallegar hrygnur“  Inga Lind Karlsdóttir veiddi fyrsta lax sumarsins í Þverá í Borgarfirði  Fjórum var landað fyrsta morguninn í Blöndu en þar en nú aðeins veitt á flugu  Áfram var fín veiði í Norðurá í kuldanum Sumarboði Reynir Sigmundsson með myndarlega hrygnu sem hann veiddi í Blöndu í gærmorgun en þar var í fyrsta skipti bara veitt á flugu í opnun. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Byrjað var að kasta fyrstu flugum sumarsins fyrir laxa í Þverá í Borg- arfirði um klukkan níu í gærmorgun en það var býsna svalt og veiðimenn urðu, að sögn Ingólfs Ásgeirssonar staðarhaldara, ekki varir fyrr en um ellefuleytið þegar hlýnað hafði. „Inga Lind Karlsdóttir fékk þá fyrsta laxinn úr Þverá í sumar. Hún var þá með Agli Kristinssyni leið- sögumanni og bónda í Örnólfsdal og við hæfi að hún veiddi laxinn í veiði- staðnum Örnólfi!“ sagði Ingólfur. „Svo komu tveir aðrir undir hádegi úr Guðnabakka, veiddir af Andrési Eyjólfssyni og Aðalsteini Péturssyni. Þá misstust aðrir þrír laxar svo það var sett í sex í morgun. Þeir hefðu ef- laust orðið fleiri hefði verið hlýrra. Þetta voru allt stórar og fallegar hrygnur, 80 til 85 cm langar.“ Rætt var við Ingólf áður en haldið var til veiða á seinni vaktina í gær og var hann bjartsýnn fyrir kvöldið, enda hafði lofthitinn stigið. Veiðar hófust líka í Blöndu í gær og þar hafa orðið breytingar á veiði- fyrirkomulagi; hjá nýjum leigutaka, Störum, er eins og áður byrjað að veiða á neðsta svæðinu en á þrjár stangir í stað fjögurra og nú er bara veitt á flugu. „Það var frábært að hefja loksins 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB)Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign, hafðu samband í síma 533 4200 eða arsalir@arsalir.is Ársalir fasteignamiðlun 533 4200 725,2 m² – Vandað og gott atvinnuhúsnæði sem skiptist í 515 m² á jarðhæð með tven- num innkeyrsluhurðum og hárri lofthæð, og 210 m² á efri hæð, sem henta vel fyrir skrifstofur og þh. Góð aðkoma og bílastæði á lóð. 374,9 m2 – Gott 375 m² atvinnuhúsnæði við Skútuvog í Reykjavík. Húsnæðið á jarðhæð sem er 256 m² með hárri og góðri innkeyrsluhurð, lofthæð ca. 4,3m Skrifsto- fur, kaffistofa og snyrting á efri hæð, eru 119 m² allt í mjög góðu ástandi. Til afhendingar við kaupsaming. Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Dragháls 10, 110 Reykjavík Skútuvogur 10B, 104 Reykjavík Til s ölu Til s ölu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fólk hefur kannski ekki mikla trú á þessu. Skiljanlega, enda ekki margir sem tengja pylsur við fisk. Þeir sem smakka hafa þó verið ánægðir,“ segir Logi Brynjarsson, matreiðslumeistari og framleiðslu- stjóri Hafsins. Fyrir skemmstu voru settar í sölu í verslunum Hafsins fiskipyls- ur sem Logi þróaði. Logi kallar þær „Pulsur“ og leggur áherslu á að þær séu öðruvísi en aðrar pyls- ur á markaði. „Við erum ekki að fara í samkeppni við SS eða aðrar kjötpylsur. Þetta er hrein viðbót á markaðinum. Þó eru þær svipaðar hefðbundnum pylsum að því leyti að þær eru forsoðnar og létt- reyktar og það er hægt að sjóða þær, grilla, djúpsteikja eða pönnu- steikja. Og auðvitað borða þær í brauði með öllu tilheyrandi.“ Fiskipylsurnar eru gerðar úr þorski og innihalda ekki egg, hveiti eða mjólk. Þess í stað er notuð kókosfita til að gera pyls- urnar meira djúsí, að sögn Loga. „Við erum með svo góðan tækja- búnað til að gera fiskibollur og hann nýtist í þetta líka. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á ákvað ég að fara á fullt í að þróa uppskriftina,“ segir Logi. Hann segist enn vera að fínpússa fram- leiðsluna og ætli því að bíða með að setja pylsurnar í sölu í stór- verslunum. Viðskiptavinir Hafsins sitja því einir að herlegheitunum enn um sinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fiskipylsur eru settar á markað hér á landi. Að sögn Nönnu Rögn- valdardóttur, sem þekkir vel til matarsögu á Íslandi, er fyrirbærið að minnsta kosti yfir 90 ára gam- alt. Að hennar sögn fengust ís- lenskar fiskipylsur, bæði óreyktar og reyktar, oft á árunum 1927- 1947 og svo aftur 1964 en þá man hún sjálf eftir að hafa smakkað þær og orðið fyrir vonbrigðum. Logi segir að hin síðustu ár hafi fiskipylsur verið framleiddar fyrir Fiskidaginn mikla á Dalvík og þá hafi þróunarverkefni sem unnið var í samstarfi við Matís ekki skil- að sér í verslanir. Ein með öllu – úr þorski  Logi hefur þróað fiskipylsur og borðar þær eins og vínar- pylsur  Voru framleiddar hér á þriðja tug síðustu aldar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýmeti Logi Brynjarsson matreiðslumeistari hefur þróað fiskipylsur og selur í fiskbúðinni Hafinu. Pylsurnar eru úr þorski og þykja ljúffengar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.