Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 11

Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 11
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is NÝ SENDING Skoðið // www.hjahrafnhildi.is Opið 11-14 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Nanni kvartbuxur Kr. 7.900.- Str. S-XXL Litir: svart, blátt og hvítt Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook SUMARJAKKAR GALLABUXUR Kr. 27,900,- Frá 12,900,- SKOÐIÐ NETVERSLUN LAXDAL.IS Við Fellsmúla | Sími: 585 2888 ÚRVAL ÚTILJÓSA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Háafell, dótturfyrirtæki Hraðfrysti- hússins – Gunnvarar (HG), hefur fengið rekstrar- og starfsleyfi til að ala regnbogasilung í sjókvíum í Ísa- fjarðardjúpi. Er þetta langþráð leyfi sem lengi hafa verið í vinnslu. Silung- urinn er að verða tilbúinn í seiðastöð fyrirtækisins og verður settur út í kvíar í Álftafirði síðar í mánuðinum. „Við erum orðnir óþreyjufullir og þetta er eitthvað til að byrja á, þótt við viljum vera í laxeldi, sem þykir arðbærara,“ segir Kristján G. Jóa- kimsson, vinnslu- og markaðsstjóri HG. Fram kemur á vef fyrirtækisins að liðin eru tæp níu ár síðan fyrir- tækið óskaði eftir stækkun á fyrri leyfum og ferlið verið hlykkjótt. Fyrirtækið hefur nú leyfi til að framleiða 6.800 tonn af regnbogasil- ungi og 200 tonn af þorski, í kyn- slóðaskiptu sjókvíaeldi. Það flutti inn silungshrogn sem klakið var út og al- in í seiðastöð Háafells á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi. Nýlega voru starfs- og rekstrarleyfi seiðastöðvarinnar stækkuð þannig að þar má nú fram- leiða 800 tonn. Regnbogasilungurinn, um 170 fiskar, verður settur út í sjókvíar í Álftafirði síðar í mánuðinum en sú staðsetning hefur öll leyfi og er tilbú- in til að taka við fiski. Reikna má með að undir lok næsta árs verði hægt að hefja slátrun og að upp úr kvíunum komi nokkur hundruð tonn. Háafell hefur sótt um leyfi til að ala lax í Ísafjarðardjúpi og er um- sóknin í umhverfismats- og leyfis- veitingaferli. Endurskoðað áhættu- mat vegna erfðablöndunar laxa- stofna sem ráðherra hefur nú staðfest gerir ráð fyrir að ekki megi ala frjóan lax innan við Æðey vegna nálægðar við laxveiðiár. Með því lenda tvær mikilvægar staðsetningar Háafells á bannsvæði. Þarf að spila saman Kristján segir að fyrirtækið muni reyna að laga sig að þessum nýju for- sendum. Áhættumatið nær ekki til regnbogasilungs þannig að hann mætti ala innan línunnar en Kristján segir að byrjað verði í Álftafirði. Spurður um framhaldið segir hann að tíminn verði að leiða það í ljós hvernig hægt verði að spila eldi sil- ungs saman við laxeldi. Það fari einn- ig eftir mörkuðum. Ekki sé ólíklegt að báðar tegundir verði aldar. Silungur í Ísafjarðardjúp  Háafell fær leyfi til að ala regnbogasilung  Fyrsti árgangur settur út í kvíar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Eldi á regnbogasilungi hefst á ný á vegum Háafells á næstunni. Landsréttur staðfesti í gær átján mánaða fangelsisdóm yfir Þór- halli Guðmundssyni miðli vegna kynferðisbrots gegn rúmlega tví- tugum manni. Þórhallur var sak- felldur fyrir að hafa fróað mann- inum án samþykkis hans. Þórhallur framdi brotið árið 2010 en maðurinn lagði fram kæru sex árum síðar. Dómurinn, sem Landsréttur staðfesti í gær, var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Dráttur á mál- inu er metinn til refsilækkunar. Maðurinn kynntist Þórhalli á miðilsfundi þremur eða fjórum árum áður en brotið var framið. Í framhaldi af öðrum fundi fór hann svo í heilun til miðilsins vegna bakverkja. Maðurinn fór reglulega í tíma til Þórhalls og fram kemur að miðillinn hafi orð- ið eins og góður vinur mannsins. Þórhallur hafi hins vegar farið að sýna af sér vafasama hegðun í byrjun árs 2010. Hann hafi tekið á móti manninum í bol og stutt- buxum eða náttbuxum og farið að taka manninn úr bolnum og teygja á honum. Fram kemur í dómnum að málin hafi þróast áfram þar til Þórhallur braut á manninum. Þórhallur neitaði sök en var sakfelldur, bæði í Héraðs- dómi Reykjaness og Landsrétti. Hann var auk þess dæmdur til að greiða manninum eina og hálfa milljón í miskabætur. Dómur um kynferð- isbrot staðfestur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.