Morgunblaðið - 06.06.2020, Page 20

Morgunblaðið - 06.06.2020, Page 20
VIÐTAL Þorstein Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Fyrir átján árum flutti Jóhannes Þorsteinsson ásamt eiginkonu sinni, Ágústu Vigfúsdóttur, líftækniverk- fræðingi, til Bandaríkjanna þar sem hann hóf meistaranám í rafmagns- verkfræði. Síðar lauk hann MBA- námi og hélt út í fjármálageirann, en fyrst um sinn starfaði hann við greiningar hjá Deutsche bank í New York. Þar vann hann sig upp og varð að ráðgjafa á fyrirtækjasviði bank- ans. Kom hann meðal annars að ráð- gjöf fyrir fjarskiptafyrirtæki sem var meðalstórt á þeim tíma. Með hverjum samrunanum og kaupunum síðan hefur það fyrirtæki stækkað ört og alltaf var Jóhannes fenginn til ráðgjafar. Í kjölfar síðasta samrun- ans var honum boðin toppstaða hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið sem um ræðir er T- Mobile og fyrr á þessu ári gekk stærsti samruninn í gegn, en þar keypti T-Mobile annað fjarskipta- fyrirtæki, Sprint Nextel, og úr varð þriðja stærsta fjarskiptafyrirtæki Bandaríkjanna. Í kjölfarið á því var Jóhannesi boðið að taka við fjárstýr- ingu hins sameinaða fyrirtækis og hóf hann þar störf á mánudaginn. Mbl.is ræddi við Jóhannes í vik- unni og fór yfir feril hans og hvernig það kom til að hann endaði á þessum stað á miklum umbrotatímum hjá fyrirtækinu, sérstaklega í ljósi þess að lítið hefur farið fyrir Jóhannesi í íslenskum fjölmiðlum. Jóhannes fæddist árið 1978. Eftir menntaskóla og BS í rafmagnsverk- fræði hér á landi hélt hann til Bandaríkjanna. Áður hafði hann starfað fyrir netþróun Íslandsbanka stuttu eftir aldamót. Samhliða námi við University of Maryland bauðst honum starf hjá Deutsche bank við fjárfestingabankastarfsemi þess í New York og byrjaði þar svo í fullu starfi eftir útskrift. Jafnaðist á við herskóla Fjármálageirinn er að sögn Jó- hannesar allt annar og harðari úti en hér heima. Þannig segir hann sam- keppnina gríðarlega og í hans tilfelli að starfa hjá Deutsche bank þá séu alltaf um 10 aðrir bankar með jafn hæft starfsfólk og jafn vel búið að reyna að finna tækifæri. Þannig sé hraðinn gríðarlegur og aldrei dauð mínúta. Viðurkennir hann að vinnu- tíminn sé mjög langur, starfið kalli á gríðarlegan aga og fyrstu árin hafi í raun jafnast á við þjálfunarskóla fyr- ir hermenn. „Það hefur verið mjög algengt að borða allar þrjár máltíðir dagsins í vinnunni,“ segir hann. Jóhannes varð fljótt viðloðandi fjarskiptageirann og tæknifyrirtæki í ráðgjöf sinni hjá Deutsche bank. Þannig kom hann fljótlega að mál- efnum T-Mobile og hefur komið að flestallri ráðgjöf Deutche bank til fyrirtækisins síðan þá. Frá 2013, þegar T-Mobile var skráð á markað, var Jóhannes svo orðinn eins konar verkefnastjóri gagnvart fyrir- tækinu. „T-Mobile varð minn kúnni,“ segir hann. Á þessum tíma var fyrirtækið ekki enn orðið eitt af stóru aðilunum á fjarskiptamarkaðinum úti, og var með um 6-7% markaðshlutdeild á farsímamarkaði í Bandaríkjunum. Það hefur hins vegar breyst hratt síðustu ár og með kaupunum á Sprint verður félagið með um 30% markaðshlutdeild að sögn Jóhann- esar. Líkir hann innkomu T-Mobile á bandaríska markaðinn að einhverju leyti við komu Nova á íslenska markaðinn. Fyrir hafi verið stór fyrirtæki, en T-Mobile hafi verið minna og getað gert breytingar á skemmri tíma og brugðist þannig við síbreytilegum fjarskiptaheimi. Þá hafi fyrirtækið verið duglegt að „pönkast“ í keppinautunum á sama tíma og markmiðið hafi verið að bjóða viðskiptavinunum upp á mesta hraðann. Þannig nefnir Jóhannes að sameinað félag sé í mjög góðri stöðu varðandi eign á svokölluðum tíðni- sviðum, sem eru grunnur fyrir að geta veitt þráðlausa fjarskiptaþjón- ustu. Félagið er að stórum hluta í eigu Deutsche Telekom, en japanska stórfyrirtækið Softbank er einnig stór hluthafi. Áður hafði Softbank keypt 85% hlut í Sprint og varð stór eigandi í T-Mobile við sameininguna á þessu ári. Hafði Jóhannes einnig komið að ráðgjöf fyrir Softbank og þekkti því vel til allra hliða fyrir- tækjanna. Til að setja stærð þeirra í samhengi þá eru hjá T-Mobile um 53 þúsund starfsmenn og hjá Sprint 28 þúsund. Samanlagðar tekjur þeirra eru um 80 milljarðar dala, en það er um 3,5-föld landsframleiðsla Ís- lands. Boðin stjórnunarstaða Með þessum stóra samruna opn- uðust ný tækifæri fyrir Jóhannes, en eftir að kaupin á Sprint gengu form- lega í gegn 1. apríl á þessu ári hafi stjórnendateyminu verið skipt út. Hafi stjórnendur fyrirtækisins svo komið að máli við hann og beðið hann að taka við fjárstýringunni, en þar með heyrir hann beint undir fjármálastjóra félagsins. Hann segir að verkefnin verði ein- hver þau sömu milli starfanna tveggja, en við bætist að nú sé hann kominn beint inn í rekstur þess fyrirtækis sem hann vinni fyrir. Fram undan séu einnig spennandi tímar og miklar áskoranir við að keyra tvö fyrirtæki saman, en áformað er að fyrirtækin verði sam- einuð að nafninu til, undir merkjum T-Mobile, 1. ágúst. „Við erum að fara að umturna fyrirtækinu á næstu mánuðum,“ segir hann. „Markmiðið er að ná miklum samlegðaráhrifum, um sex milljörðum dala á ári. Þetta eru rosalega háar tölur en við munum ná því,“ segir Jóhannes bjartsýnn á komandi verkefni. Þá ætli þeir sér mikla hluti með fimmtu kynslóð far- síma. „Á næstu 3-5 árum ætlum við að gjörbylta markaðinum og áhersla verður á hvað fimmta kynslóðin get- ur gert.“ Vísar hann til góðrar stöðu fyrirtækisins með eign á tíðnirófum og segir að þar með geti fyrirtækið boðið þessa þjónustu á lægra verði. Þreföld lands- framleiðsla Íslands Fjárstýringin sem Jóhannes mun stýra er ekki mjög fjölmenn deild, um 30-40 starfsmenn. Hins vegar stýrir hún gríðarlega háum fjár- hæðum sem erfitt er að setja í sam- hengi við íslenskt viðskiptalíf. Deild- in sér um alla fjármögnun fyrir- tækisins, tryggingarstarfsemi, markaðsviðskipti og fjárstýringu og þá segir hann að taka eigi öll upplýs- ingakerfi fyrirtækjanna í gegn frá grunni og þar muni væntanlega verkfræðigrunnur hans koma að góðum notum. Jóhannes segir að skulda- fjármögnun fyrirtækisins sé um 70 milljarðar dala og til viðbótar við það komi vafningar og afleiðusamningar ýmiss konar. Áætlar hann að árlega verði 4-5 milljarðar dala endur- fjármagnaðir. Öllu þessu ber deildin ábyrgð á. 70 milljarðar dala jafn- gilda um 9.650 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar er lands- framleiðsla Íslands um 2.965 millj- arðar og markaðsvirði skráðra hlutabréfa á aðallista Kauphallar- innar um 1.180 milljarðar. Skrítinn vinnutími En það er ekki bara nýtt starf sem tekur við hjá Jóhannesi og Ágústu. Samhliða breytingunni munu þau flytja frá New York, þar sem þau hafa búið síðustu 18 ár og börn þeirra þrjú fæddust öll. Stefnan er tekin á Seattle í ágúst, en fram að því er fjölskyldan stödd hér á landi og reyndar í sóttkví sem stendur. Segir Jóhannes að vinnudagurinn sé því frekar skrítinn sem stendur, en hann vinnur á vesturstrandartíma og er því um sjö klukkustunda tíma- mismunur. „Maður vinnur því fram að miðnætti alla daga,“ segir Jó- hannes hlæjandi, en yfir þessa mán- uði hér á landi getur hann allavega gert ráð fyrir að vinna í björtu þótt vinnutíminn nái fram á nótt. Með 70 milljarða dala í stýringu  Jóhannes Þorsteinsson tekur við fjárstýringu hjá þriðja stærsta fjarskiptafélagi Bandaríkjanna Skuldafjármögnun * 70milljarðar USD eru u.þ.b. 9.650milljarðar ISK.Verg landsframleiðsla Íslands 2019 var 2.965milljarðar ISK. ** Markaðsverð allra skráðra hlutafélaga á aðallista Kauphallarinnar er um 1.180milljarðar ISK. Þreföld verg landsframleiðsla Íslands 2019 * Áttfalt markaðsvirði allra skráðra hlutafélaga á aðallista Kauphallarinnar ** milljarðar USD Morgunblaðið/Eggert Fjárstýring „Á næstu 3-5 árum ætlum við að gjörbylta markaðnum,“ segir Jóhannes Þorsteinsson, sem hefur tekið við fjárstýringu hjá T-Mobile, þriðja stærsta fjarskiptafyrirtæki í Bandaríkjunum, og horfir til 5. kynslóðar farsíma. Lengri útgáfu af viðtalinu má lesa á mbl.is. mbl.is 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Komdu í BÍLÓ! VWPASSAT VARIANT GTE PANORAMA nýskr. 07/2018, ekinn 22 Þ.km, bensín & rafmagn, sjálfskiptur, glerþak, sportsæti, stafræntmælaborð, dráttarkrókur, þakbogar o.fl.Verð 5.150.000 kr. Raðnúmer 250066 VW PASSAT GTE PREMIUM nýskr. 02/2018, ekinn 20 Þ.km, bensín & rafmagn, sjálfskiptur, leður, glerþak, stafræntmælaborð, dráttarkrókur o.fl. Verð 4.950.000 kr. Raðnúmer 259884 VW PASSAT GTE PREMIUM nýskr. 05/2018, ekinn aðeins 9 Þ.km, bensín & rafmagn, sjálfskiptur, leður, glerþak, stafrænt mælaborð, dráttarkrókur, 18“ álfelgur o.fl.Verð 5.390.000 kr. Raðnúmer 380708 M.BENZ CLA 200 AMG nýskr. 12/2018, ekinn 19 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. AMG styling. Geggjað flottur! Verð 5.990.000 kr. Raðnúmer 250923 M.BENZ GLE 500E 4MATIC nýskr. 11/2016, ekinn 53 Þ.km, bensín/ rafmagn, sjálfskiptur. Hlaðinn aukabúnaði! Tveir felgugangar. Verð 7.690.000 kr. Raðnúmer 380793 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 –

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.