Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðar- gjafir eru meðal efnis í blaðinu. - meira fyrir áskrifendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 15. júní. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is BRÚÐKAUPSBLAÐ Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 19. júní SÉRBLAÐ AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Fermd verða fimm börn. Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Jón Ragnarsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sig- rún Magna Þórsteinsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11 á ljúf- um og léttum nótum. Sr. Þór Hauksson þjónar. Organisti er Krisztina Kalló Szklanér. Kaffi og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta á sjómannadaginn kl. 11. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur. Org- anisti Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni í Ási á eftir. Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli á sjó- mannadaginn kl. 13. Sigurður Jónsson sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Org- anisti Bjartur Logi Guðnason. ÁSKIRKJA í Fellum | Guðsþjónusta á sjó- mannadag kl. 11. Fermd verða tvö börn. Prest- ur er Ólöf Margrét Snorradóttir, organisti er Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju syngur. BAKKAGERÐISKIRKJA | Sjómannadags- messa kl. 11 í nýja þjónustuhúsinu við Borgar- fjarðarhöfn. Prestur er Þorgeir Arason. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta verður kl. 11 og kl. 14. Kl. 11 þjónar sr. Magnús Björn Björnsson fyrir altari. Organistinn Örn Magn- ússon leiðir almennan safnaðarsöng. Kl. 14 þjónar sr. Toshiki Toma fyrir altari í Alþjóðlega söfnuðinum í Breiðholtskirkju. Kaffi eftir guðs- þjónusturnar. Eftir helgi hefst viðgerð á þaki Breiðholtskirkju. Þá flytjast allar helgistundir á jarðhæð kirkjunnar. BÚSTAÐAKIRKJA | Nú skiptum við yfir í kvöldmessur. Breytt snið og form í tali og tónum á sunnudagskvöldum í allt sumar. Kvöldmessa sunnudag 7. júní kl. 20. Einsöngv- ari Marteinn Snævar Sigurðsson. Messuþjónar og sr Pálmi Matthíasson annast þjónustu. DIGRANESKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Sr. Gunnar Sigurjónsson leiðir stundina ásamt Sólveigu Sigríði Einarsdóttur organista. Sjó- mannamessa í Kópavogskirkju á sama tíma. DÓMKIRKJA KRISTS konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku kl. 19. DÓMKIRKJAN | Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, pré- dikar séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkór- inn, Kári Þormar, dómorganisti. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngur einsöng. Eiríkur Örn Páls- son og Jóhann Stefánsson leika á trompeta. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta á sjó- mannadaginn kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Sjómannadagurinn. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðar- prestur leiðir stundina. Barn verður borið til skírnar. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni. GARÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Ferming. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Boðið verður upp á kaffi og prins polo og kók í gleri í messukaffinu í Hlöðunni við hliðina á bænum Krók á Garðaholtinu. GLERÁRKIRKJA | Sjómannadagsguðsþjón- usta 7. júní kl. 11. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir leiðir stundina. Klukkan 12 er stund við minn- isvarðann um týnda og drukknaða sjómenn. GRAFARVOGSKIRKJA | Fyrsta kaffihúsa- guðsþjónusta sumarsins verður 7. júní í Grafar- vogskirkju kl. 11. Prestur er Arna Ýrr Sigurð- ardóttir. Organisti er Hákon Leifsson og kór Grafarvogskirkju leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Organisti er Ásta Haraldsdóttir, félagar úr kór Grensáskirkju syngja og þjóna ásamt messuþjónum. Prestur er sr. Pálmi Matthías- son. GRINDAVÍKURKIRKJA | Sjómannadags- messa kl. 11. Forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, verður ræðumaður. Berta Dröfn Ómarsdóttir söngkona syngur ásamt Kór Grindavíkurkirkju undir stjórn Erlu Rutar Kára- dóttur organista. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari. Helgistund í Víðihlíð kl. 12.30. Guðni Th. Jóhannesson flytur ræðu. Einsöngur: Berta Dröfn Ómarsdóttir. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sjómanna- daginn. Prestur er Karl V. Matthíasson. Ásbjörg Jónsdóttir sér um tónlistarflutninginn. Kirkju- vörður Lovísa Guðmundsdóttir. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti er Björn Steinar Sólbergsson. Bæna- stundir kl. 12 miðvikudaga til föstudaga. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sameiginleg helgistund Kópavogs-, Digranes- og Hjallakirkju á sjómannadag kl. 11 í safnaðarheimili Kópa- vogskirkju Borgum. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur, verður með hugleiðingu. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Tónlistin ber merki sjómannadagsins og munu þeir Páll Elí- asson og Hannes Sigurgeirsson leika á harm- onikkur. Hjúkrunarheimilið Skjól | Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli á sjómannadaginn kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur pré- dikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Sjó- mannadagsmessa kl. 11. Steindór Runiberg Haraldsson verður ræðumaður dagsins. Hinn rómaði Sjómannadagskór Skagastrandar syng- ur við undirleik hljómsveitar hússins og Hug- rúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, organista og kór- stjóra. Séra Bryndís Valbjarnardóttir þjónar í mess- unni. Að athöfn lokinni verður lagður blóm- sveigur við minnisvarðann um drukknaða sjó- menn frá Skagaströnd. HVALSNESKIRKJA | Helgistund við minn- isvarðann um drukknaða sjómenn í Hvals- neskirkjugarði kl. 13. Almennur söngur, hug- vekja, ritningarlestur, bæn, blómsveigur lagður að minnisvarðanum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Service. Translation into English. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma á spænsku kl. 16. Reuniónes en español. KÓPAVOGSKIRKJA | Sameiginleg helgistund Kópavogs-, Digranes- og Hjallakirkju á sjó- mannadag kl. 11 í safnaðarheimili Kópavogs- kirkju Borgum. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur, flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Tónlistin ber merki sjómannadagsins og munu þeir Páll Elíasson og Hannes Sigurgeirsson leika á harmonikkur. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Aldís Rut Gísladóttir prestur þjónar. Magnús Ragn- arsson er organisti. Félagar úr Fílharmóníunni syngja. Barn verður fermt í messu. Léttur há- degisverður að lokinni athöfn. MOSFELLSKIRKJA | Kirkjureið að Mosfelli og guðsþjónusta í Mosfellskirkju 7. júní kl. 14. Hestamenn úr hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ koma ríðandi til guðsþjónustu. Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu í Mos- fellsbæ. Ræðumaður verður Jóhannes Krist- jánsson skemmtikraftur. Félagar úr Karlakór Kjalnesinga syngja. Þóður Sigurðarson kór- stjóri og organisti. Prestur er Ragnheiður Jóns- dóttir. Kirkjuvörður: Bryndís Böðvarsdóttir. Kirkjukaffi í Harðarbóli að athöfn lokinni. NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Árni Friðrik Guð- mundsson og Kjarta Hugi Rúnarsson leika á saxófóna. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Sam- félag og kaffi á Torginu eftir messu. SELJAKIRKJA | Fermingarmessa kl. 10.30. Prestar kirkjunnar þjóna, félagar úr Kór Selja- kirkju leiða söng. Organisti: Tómas Guðni Egg- ertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 á sjómannadegi. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er org- anisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnar- neskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safn- aðarheimilinu. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta að kveldi sjómannadags, sunnudaginn 7. júní kl. 20. Rusa Petriashvili og kór Seyðisfjarðarkirkju leiða tónlistina. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. Messan er tileinkuð sjómönnum á deginum þeirra. Við þetta tilfefni verður útskrift ungmenna úr farskólanum en í vetur hafa sjö unglingar úr æskulýðsstarfi Seyðisfjarðarkirkju tekið þátt í farskólanum. Kaffi og konfekt eftir messu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. TORFASTAÐAKIRKJA Biskupstungum | Fermingarmessa kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Org- anisti er Jón Bjarnason. ÚTSKÁLAKIRKJA | Helgistund við minn- isvarðann um drukknaða sjómenn í Útskála- kirkjugarði kl. 11. Almennur söngur, hugvekja, bæn, ritningarorð, blómsveigur lagður að minn- isvarðanum. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Minning- arstund kl. 10:45 við altari sjómannsins. Blóm- sveigur lagður að minnismerkinu. Sjó- mannadagsmessa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmunds- dóttur og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknar- prestur þjónar fyrir altari. ORÐ DAGSINS: „Hver getur þá orðið hólpinn?“ (Lúk. 18.25-27) Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breiðabólstaðarkirkja í Fljótshlíð. Mér finnst einhvern veginn eins og fyrri hálfleik sé lokið í bar- áttunni við CO- VID-19-veiruna. Og heilt yfir litið tókst okkur vel til og við erum yfir í leiknum. Vissulega urðum við Hvergerðingar fyrir miklu áfalli vegna frá- falls góðra hjóna hér í bæ og margir urðu mikið veikir. En að teknu tilliti til þess hversu fáir létu lífið á Íslandi miðað við víða annars staðar út í heimi, þá getum við mjög vel við unað. Landið virðist vera nær smit- laust og daglegt líf að komast í samt lag. Heimsóknarbanni hefur nú algjörlega verið aflétt af hjúkr- unarheimilunum og þá komast allir í crossfit sem það kjósa. Þetta hef- ur tekist með feikna-samstilltu átaki allra sem að þessum málum koma. Til að móðga nú engan, til dæmis ónafngreinda vísindamenn, þá vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa komið að framangreindum málum kærlega fyrir þeirra góða framlag. Sam- vinna og samkennd eru orð sem koma fyrst upp í hugann, svona fljótlega á eftir hand- þvotti. En eins og áður sagði, þá tel ég að við séum í hálfleik. Seinni hálfleikur hefst líklega þegar ný smit greinast við komu erlendra ferðamanna til lands- ins, væntanlega í lok júní. Þá ríður á að við séum aftur tilbúin í leikinn, sem er reyndar ekki leikur, heldur dauð- ans alvara. Njótum hálfleiksins en verum tilbúin með vel reimaða takkaskó og hreinar hendur þegar sá seinni hefst. Með vel reimaða takkaskó í seinni hálfleik Eftir Gísla Pál Pálsson Gísli Páll Pálsson »Njótum hálfleiksins, en verum tilbúin með vel reimaða takka- skó og hreinar hendur þegar sá seinni hefst. Höfundur er forstjóri Grundar- heimilanna og íbúi í Hveragerði. gisli@grund.is Þarftu að láta gera við? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.