Morgunblaðið - 06.06.2020, Síða 31

Morgunblaðið - 06.06.2020, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 ✝ Selma Kjart-ansdóttir fæddist í Fremri- Langey á Breiða- firði 30. ágúst 1924. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Silfurtúni í Búðardal 22. maí 2020, 95 ára að aldri. Foreldrar Selmu voru Júl- íana Silfá Einarsdóttir, hús- freyja og bóndi, fædd 5. apríl 1896, dáin 8. mars 1999 og Kjartan Eggertsson, bóndi og kennari, fæddur 16. maí 1898, dáinn 29. júlí 1992. Selma var næstelst sjö systkina og eru tveir bræður hennar enn á lífi. Hún ólst upp í Fremri-Langey við hin ýmsu sveitastörf þess tíma þar sem hún sinnti bæði hefðbundnum heimilisstörfum og útistörfum, s.s. við nytjar eyjanna og al- mennum búskap. Hún aðstoð- aði við uppeldi yngri systkina og fór í Húsmæðraskólann á Alda, saumakona í Reykja- vík, f. 20. apríl 1958, sambýlis- maður er Tómas Sveinbjörns- son klæðskeri, f. 18. júlí 1948. Uppeldissonur Gestur Gunn- ar Breiðfjörð, verkamaður í Reykjavík, f. 12. nóvember 1942, dáinn 23. maí 2003, gift- ur Minnie Karen Woltan, f. 30. sept. 1943 (skildu). Synir þeirra eru Hrafn Karel og Brynjar Carl. Barnabarnabörnin eru 16 og barnabarnabarnabörnin eru 8. Selma tók þátt í öllum störf- um í sveitinni, var mjög virk í félagsmálum, s.s. kórum og kvenfélögum og var formaður sóknarnefndar Dagverðarnes- kirkju í fjölda ára. Hún var mikil handavinnukona, saum- aði öll föt á dæturnar meðan þær bjuggu á Ormsstöðum og einnig fyrir marga sveitunga. Þá sá hún einnig um að klippa hárið á fjölskyldu sinni og sveitungum. Þau hjónin tóku mörg börn í sumardvöl sem voru þeim trygg eftir dvölina. Eftir andlát Baldurs dvaldi Selma á Hjúkrunarheimilinu Silfurtúni í Búðardal og undi hag sínum vel. Útför hennar fer fram frá Staðarfellskirkju í dag, 6. júní 2020, klukkan 14. Staðarfelli 1942- 1943. Þann 7. júní 1943 giftist hún Baldri Gestssyni, bónda og oddvita á Ormsstöðum í Klofningshreppi, Dalasýslu, fæddur 19. nóvember 1912, dáinn 3. febrúar 2001. Selma og Baldur bjuggu allan sinn búskap á Ormsstöðum. Þau eignuðust þrjár dætur og einn uppeldisson. Þau eru: Auður, afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 14. okt. 1947, gift Grétari Sæmundssyni, fv. rannsókn- arlögreglumanni, f. 17. mars 1943. Börn þeirra eru Baldur, Sæmundur og Selma. Unnur, kennari í Vestmannaeyjum, f. 20. apríl 1952, gift Haraldi Þór Þór- arinssyni, verslunarmanni og verkstjóra, f. 29. mars 1953, dáinn 18. janúar 2019. Dætur þeirra eru Guðríður og Júl- íana Silfá. Móðir okkar, Selma á Orms- stöðum frá Fremri-Langey á Breiðafirði, er fallin frá á 96. ald- ursári. Hún lifði tímana tvenna, fæddist í torfbæ, upplifði ýmsar tæknibreytingar og talaði oft um hvað hún hefði upplifað miklar breytingar í þjóðfélaginu t.d. hvað varðar síma, útvarp, rafmagn, sjónvarp o.fl. Síðustu árin lærði hún að leggja kapal í tölvu. Mamma var mjög mikil félags- vera, starfaði í kórum, kvenfélög- um, kirkjustarfi og fleira mætti telja. Hún var „saumakona sveitar- innar“; keypti Burdablöð og kon- urnar komu með efni, völdu snið og mamma sneið og saumaði. Við systur nutum góðs af hæfileikun- um, allt var saumað á okkur og áttum við alltaf falleg föt. Einnig átti hún tæki til að snyrta og klippa sveitungana, konur jafnt sem karla. Mamma var hörkutól, sauð- burðurinn vafðist ekki fyrir henni en hún tók á móti, sprautaði og vann allt sem skipti máli við hann. Þess má geta að um fimmtugt tók hún bílpróf, keyrði eins og herfor- ingi og vel fram yfir áttrætt sá hún sjálf um að skipta yfir á sum- ar- og vetrardekk. Foreldrar okkar voru mjög gestrisnir. Frá 1947 höfðu amma og afi í Langey vetrarsetu á Ormsstöðum og var oft margt um manninn heima hjá okkur. Þegar systkini mömmu voru flutt að heiman bjuggu þau á höfuð- borgarsvæðinu og komu á sumrin í sínum fríum og stöldruðu við á leiðinni til foreldra sinna, sem höfðu sumardvöl í eyjunni. Býsn- ast var yfir því ef einhverjir af fastagestunum voru ekki búnir að koma og rætt hvað væri eiginlega í gangi og hvort þeir ætluðu ekki að láta sjá sig. Foreldrar okkar leyfðu oft fólki sem á þurfti að halda að dvelja á heimilinu um tíma og var því oft margt um manninn á Ormsstöðum. Þangað komu einnig mörg sumardvalarbörn og fannst okkur systrum að meiri kröfur væru gerðar til okkar en þeirra og var okkur oft nóg boðið. En í þá daga átti að sýna sínum meiri aga og ekki hrósa um of. Pabbi var linari við okkur og lékum við oft þann leik ef okkur langaði í eitthvað að spyrja mömmu fyrst og benti hún okkur á að tala við hann. Við gáf- um það í skyn við pabba að hún væri alveg til í þetta og fengum við því okkar vilja fram því hann kunni ekki að segja nei. Þegar faðir okkar lést árið 2001 fór mamma á dvalarheimilið Silf- urtún í Búðardal og átti þar góða daga og hafði nóg fyrir stafni. Höfðum við systur oft á orði að hún tæki þátt í fleiri viðburðum en við. Hún dvaldi hjá okkur systrum um jól og áramót þar til hún varð 93 ára. Þá fór líkaminn að gefa sig og hún hætti að treysta sér til okkar. En það var aldrei neitt að hjá henni. Alltaf þegar við inntum hana eftir heilsunni var ekkert að, „hún var bara löt“. Á seinni árum mundi hún ekki alltaf hvort við hefðum hringt í gær, en ef við rifjuðum upp gamla tíma, t.d. eitthvað sem gerðist fyr- ir 60-70 árum, mundi hún það sem rætt var um næstum upp á mín- útu. Ef til er líf eftir þessa jarðvist hafa pabbi, Gestur og Halli tekið á móti henni með bros á vör og byrjaðir að glettast og hún aðeins að vanda um við þá. Með þökk fyrir allt gott. Auður, Unnur og Alda Bald- ursdætur frá Ormsstöðum. Nú er að vora og komin græn grös en Selma þarf ekki lengur á þeim að halda, hún er hætt að búa. Á þessum tíma árs var hún venjulega í sauðburði þegar bú- skapur stóð sem hæst. Ég var á Ormsstöðum sumarið 1954, þá var margt öðruvísi en nú. Selma bakaði öll brauð og kökur og brenndi kaffibaunir, það gera fáir nú. Það gefur á bátinn við Græn- land, Selma söng með og gerði eldhúsverkin. Það var margt fólk í kringum hana Selmu, sérstaklega á sumrin, það voru börn í sveit og svo heimilisfólk. Gestagangur var mikill, það var vel tekið á móti gestum, bæði skyldum og vandalausum, það var þessi list hjá þeim hjónum að láta alla vera velkomna. Eitt sinn komu tveir ungir menn, þeir voru að kynna sér örnefni, þegar þeir fóru af stað var þeim sagt að koma að Ormsstöðum, þar fengju þeir fyrirgreiðslu. Svona var heimilið þekkt og auðvitað var þeim boðið inn í kaffi. Selma hafði gaman af börnum og hafði lag á þeim, þess nutu systkinabörn hennar, enda þótti þeim vænt um hana. Selma var fé- lagslynd, hafði gaman af að ferðast og hitta fólk. Hún var létt í skapi og oftast glöð. Hún kvaddi sátt við lífið og tilveruna. Ég sendi dætrum hennar og þeirra fólki samúðarkveðjur. Vertu sæl, Selma mín. Hólmfríður Gísladóttir. Í Klofningshreppi var líflegt samfélag þegar ég var ungur drengur, sendur til afa Kjartans og ömmu Júlíönu út í Fremri- Langey. Vorið hófst með dún- og eggjatöku, sel- og fuglaveiðum, nýmetið vel þegið, síðan lagt í súr, saltað eða reykt. Er líða tók á sumar var sest að á Ormsstöðum hjá Baldri og Selmu frænku, hjálpað til við hey- skap og engjar slegnar, kartöflur teknar upp, rabarbari unninn í sultu, silungur veiddur í net við Fábeinsá, síðan kom sláturtíð með öllu sínu umstangi. Húsfreyjan Selma hafði í nógu að snúast, fyrst upp á morgnana og síðust til rekkju á kvöldin. Sveitastörfin voru margvísleg á þessum árum, matvælafram- leiðslan var á við gott fyrirtæki, og hvergi sló Selma af við þau störf, enda hörkudugleg. Þegar inniverkin voru búin var hún komin út til hjálpar, virtist óþreytandi, alltaf reiðubúin. Fé- lagsstörfum sinnti Selma af áhuga, hvort sem það var Slysa- varnafélagið, Dagverðarnessókn, þar sem hún söng með kórnum og hafði mikið gaman af, eða önnur verkefni sem sveitarfélagið þurfti að fá unnin, Selma ávallt tilbúin. Alltaf var hægt að treysta á Selmu; hreinskilin, bjargföst, trú og ósérhlífin, það var gott að hafa hana í sínu liði, leit á alla sem jafn- ingja, hvort sem áttu í hlut sýslu- menn, þingmenn eða fátækir förumenn. Selma var veiðimaður í eðli sínu; spennan þegar við vitjuðum fyrst um álagildruna í Ormsstaða- vatni er eftirminnileg, fullt af ið- andi ál, snæddur um kvöldið, frá- bær máltíð. Að fara í berjamó með Selmu var gaman, hún hafði lag á því að gera hlutina skemmti- lega. Á afmælisdegi hennar, 30. ágúst, var hefð fyrir því að fara í berjamó, tínd aðalbláber, bláber og fjörutíu lítra mjólkurbrúsi full- ur af krækiberjum; skyr og hrær- ingur með berjum vinsæl fæða næstu daga. Gestagangur var mikill hjá Selmu og Baldri. Bæði það að Baldur var oddviti hreppsins og starfaði í sýslumálum og svo hitt að höfuðborgarsvæðið var að byggjast upp af fólki nýfluttu af landsbyggðinni sem fór í fríið út á land, tengslin enn mikil. Allir voru velkomnir á Ormsstaði þar sem vel var veitt í mat, svo vel að seinna velti ég því fyrir mér hvort alltaf hefði verið til nægur matur, gestir komu óvænt og ekki versl- un á næstu grösum. Ég bar þetta undir Selmu fyrir nokkrum árum, hún svaraði af hógværð: „Jú, það kom fyrir að ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að snúa mér í því, en þetta bjargaðist alltaf einhvern veginn.“ Kúasmalar komu og fóru, þeir sem voru lengst fengu titilinn ráðsmaður, það var mikill heiður, allir þeir sem báru þennan titil hjá Selmu og Baldri undu sér vel, lærðu að vinna og ekki síst á lífið og tilveruna. Þegar við nú kveðjum síðasta höfðingja Klofningshrepps minn- umst við Þurý hennar með hlýju og þakklæti og sendum afkom- endum öllum samúðarkveðjur. Björn Árni Ágústsson. „Skilaðu kveðju til allra sem muna eftir mér,“ sagði Selma við mig aðeins fjórum dögum áður en hún kvaddi þetta líf. Selma var einstök kona sem ég leit upp til, hún var glaðlynd, hjálpsöm, dug- leg, áræðin, skemmtileg og kær- leiksrík. Ég man ekki eftir að hún hafi nokkurn tímann kvartað eða verið veik. Fyrir tæpum sex árum hélt hún upp á 90 ára afmælið sitt, þá var slegið upp stóru veislutjaldi á hlaðinu á Ormsstöðum þar sem inni voru borð sem svignuðu und- an kræsingum. Selma var íklædd íslenska þjóðbúningnum og sveif um hlaðið milli gesta eins og drottning og hún og bróðir henn- ar, Eggert Thorberg, stigu dans við fjörugan harmonikkuleik. Já einhvern veginn gat hún allt og vílaði ekkert fyrir sér. Það er ekki ofsögum sagt að Selma hafi verið kvenskörungur. Þá töluðum við um að þetta yrði endurtekið að 10 árum liðnum, en nú er ljóst að það verður í annarri mynd. Ég kynnt- ist Selmu og Baldri, manni henn- ar, fyrir rúmum 40 árum þegar við Kjartan, sem er bróðursonur Selmu, fluttum í Búðardal. Það var alltaf jafn notalegt að heim- sækja þau hjón á Ormsstöðum, maður var alltaf svo velkominn. Sitja í eldhúsinu hjá þeim og spjalla um allt og ekkert og gæða sér á öllum veitingunum sem þar voru ávallt á borð bornar. Við skruppum kannski í kaffi en enduðum á að vera líka í mat. Börnin okkar þrjú minnast þess- ara heimsókna með mikilli gleði. Hundurinn sem tók á móti okkur á hlaðinu, kettlingarnir í þvotta- húsinu og kýrin sem gat ekki bor- ið og Selma þurfti að sækja kálf- inn með handafli. Við fórum nokkur haust í röð og tókum upp með þeim kartöflur og þá gistum við gjarnan líka. Selma og Baldur voru okkar nánasta fjölskylda þau 15 ár sem við bjuggum í Búðardal. Ekki komu þau í heimsókn til okkar öðruvísi en færandi hendi. Þetta vissu börnin og stilltu sér upp við veskið hennar Selmu og biðu spennt þar til það var opnað. Á sumrin var mikill gestagang- ur og yfirleitt fullt út úr dyrum á Ormsstöðum. Flottari gestgjafa var ekki hægt að hugsa sér, þau voru alltaf viðbúin með fulla frystikistu og yfirfullt búr af mat. En yfir dimmustu vetrarmán- uðina kom kannski enginn svo vikum skipti. Selma hafði eitt sinn á orði við mig að það væri nú in- dælt ef hægt væri að jafna gesta- ganginn yfir árið. Þegar Baldur lést fyrir rúmum 19 árum ákvað Selma að hætta búskap og flytja í Silfurtún, dvalarheimili aldraðra í Búðardal. Þar undi hún hag sín- um vel við margs konar iðju. Fyr- ir nokkrum árum gaf hún mér mjög fallega hálsfesti sem hún hafði gert úr agnarsmáum perl- um, þetta var greinilega mikil ná- kvæmnisvinna sem kallaði á mjög góða sjón. Núna þegar ég hitti hana síðast spurði ég hana hvern- ig henni liði. „Mér líður bara vel, les svolítið og þarf ekki að nota gleraugu við það.“ Elsku Selma okkar, við munum alltaf muna eft- ir þér. Svanhvít Sigurðardóttir. Góð vinkona mín, Selma Kjart- ansdóttir frá Ormsstöðum í Döl- um, er farin til hins eilífa vors og ljóss. Mér fannst hún skemmtileg kona, alltaf kát og hress. Árið 2010 tók ég að mér stjórnarformennsku í Hlutafélag- inu Hnúksnesi í Dölum vestur. Aðsetur Hnúksness er í Klofn- ingshreppi hinum forna. Við þessi tímamót kynntist ég Selmu enn betur. Hún var hluthafi í Hnúks- nesi og bar hag félagsins mjög fyrir brjósti. Félagið átti í rekstr- arerfiðleikum um tíma. Þegar hvað harðast var sótt að því var frábært að eiga hauk í horni eins og Selmu. Hún studdi félagið með ráðum og dáð. Selma bjó yfir ríkri réttlætis- kennd og sagði skoðanir sínar umbúðalaust. Ég minnist hennar sem einstakrar konu, þakka henni af heilum hug áralöng kynni, skemmtan og samstarf. Fjöl- skyldu hennar og sveitungum sendi ég samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Selmu Kjartans- dóttur. F.h. Hnúksness, Magnús Ástvaldsson Þegar undirritaður frétti af andláti Selmu tók hugurinn ósjálfrátt að reika um farinn veg og ýmsar ljúfar minningar og at- vik rifjuðust upp. Kynni mín af Selmu og Baldri og fjölskyldunni á Ormsstöðum má rekja allt til áttunda áratugar síðustu aldar. Á sínum yngri árum var Hrefna eiginkona mín í sveit á sumrin hjá Kristínu Teitsdóttur, frænku sinni, og Jóhannesi Sig- urðssyni á Hnúki á Fellsströnd og kynntist hún þá fjölskyldunni á Ormsstöðum sem og öðrum sveit- ungum. Síðar kom undirritaður til sögunnar og við þetta fléttast svo vinátta okkar Grétars, tengda- sonar Selmu heitinnar og sam- starfsmanns míns í Rannsóknar- lögreglunni í Reykjavík og síðar RLR. Farnar voru ófáar heimsóknir vestur á Fellsströnd til að hitta heimamenn og stunda útivist; ýmsa frístundaveiði, berjatínslu og smalamennsku. Undirritaður telur það ómetanlegt, að hafa fengið tækifæri á þessum tíma til að kynnast mörgum eftirminni- legum ábúendum jarðanna á Fellsströnd sem þá voru í byggð en því miður ekki lengur. Upp í hugann kemur afar eft- irminnileg bátsferð okkar Hrefnu út í Breiðafjarðareyjar með Selmu og nokkrum fjölskyldu- meðlimum en farið var á Golu, trillu Kjartans úr Fremri-Langey og föður Selmu. Ýtt var úr vör við dagrenningu í heiðskíru veðri og fengum við að njóta sólarupprás- ar og náttúrufegurðar Breiða- fjarðar í blankalogni og spegil- sléttum sjó. Kjartan var við stjórnvölinn enda staðháttum kunnugur og þræddi hann af ör- yggi milli hólma og skerja og ljómaði af gleði og stolti líkt og þar færi konungur um ríki sitt. Æðardúnn var tíndur í eyjunum svo og svartbaksegg sem mat- reidd voru að hætti Selmu og snædd á staðnum. Mikil gestrisni ríkti á Orms- stöðum og tekið var fagnandi á móti gestum og þeir drifnir í kaffi og spjall í notalegu eldhúsinu. Selma heitin hafði þægilega ná- vist og var afar félagslynd, gest- risin, traust og hjartahlý. Hún bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og sveitungum sem og öðr- um vinum og fylgdist af áhuga með framgangi þeirra í lífinu og hvatti þá til dáða. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að njóta vináttu og samveru með Selmu og fjölskyld- unni á Ormsstöðum og með þeim orðum kveðjum við Hrefna góðan vin og færum börnum hennar og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni Stefánsson. Mig langar með örfáum orðum að minnast Selmu Kjartansdótt- ur. Ég hef þekkt Selmu frá því ég flutti í Dalina. Hin rómuðu þorra- blót á Staðarfelli voru þá að byrja og vegna tengsla við Fellsströnd- ina vorum við hjónin nærri því á öllum blótum þar í gegnum árin. Selma söng með Þorrakórnum og tók virkan þátt í skemmtiatriðum sem flutt voru. Það hve gaman fólkið í sveitinni hafði af því að skemmta gestum var einstakt. Gleðin var svo smitandi að okkur fannst allt frábært og skemmti- legt sem boðið var upp á. Seinna eftir að Selma flutti á dvalarheim- ilið Silfurtún söng hún með kirkjukór Hjarðarholtskirkju sem reyndar syngur nú orðið í flestum kirkjum prestakallsins. Selma var alltaf hress og glaðleg í viðmóti. Hún dvaldi á Ormsstöð- um á sumrin en þá voru yfirleitt einhverjir úr fjölskyldu hennar með henni þar. Hún hugsaði vel um húsið á Ormsstöðum og lét halda því vel við alla tíð. Þegar messað var í Dagverðarnesi bauð hún oftast kirkjugestum í kaffi heim að Ormsstöðum. Þar hélt hún á sínum tíma upp á níræð- isafmæli sitt af mikilli rausn og tók á móti fjölda gesta. Hún starf- aði í kvenfélaginu Hvöt og mætti oft sem fulltrúi þess á aðalfundi Sambands breiðfirskra kvenna. Selma var dugleg myndarkona. Ég vil þakka henni góð kynni og góða samfylgd gegnum árin. Blessuð sé minning hennar. Þrúður Kristjánsdóttir. Margs er að minnast þegar hugsað er til tíma okkar í sveitinni hjá ömmu og afa á Ormsstöðum. Við systkinin fengum oft frí í skól- anum snemma vors til að fara í sauðburð og mættum stundum seinna í skólann að hausti ef ljúka þurfti slætti. Í sveitinni var mikið líf og fjör og í gegnum tíðina fengu margir krakkar notið sum- ardvalar þar. Hjá ömmu og afa lærðum við rétt handtök í bú- skapnum og ömmu var mikið í mun að við kynnum til verka og ynnum þau rétt. Það var t.d. ekki í boði að bera sig rangt að við að raka hey og mikilvægt að halda rétt á hrífunni. Búskapurinn í sveitinni var ekki nýstárlegur og þurfti því margar hendur til að vinna öll verkin og höfðum við krakkarnir ákveðnum verkum að sinna daglega, s.s. að reka og mjólka kýrnar, þrífa mjólkurhús, sinna heimilisstörfum, hreinsa dún, stinga út úr fjárhúsunum og laga girðingar svo fátt eitt sé nefnt. Amma var ákveðin kona og mikill dugnaðarforkur og gætti þess að við hefðum alltaf verk að vinna líkt og hún. Um fimmtugt ákvað hún að læra á bíl svo hún væri ekki upp á aðra komin með að komast leiðar sinnar. Amma var mjög félagslynd, var í kór og kvenfélagi og leyfði hún okkur krökkunum að vera í íþróttum í sveitinni og keyrði hún okkur á frjálsíþróttaæfingar og fótbolta- æfingar þegar þess var kostur. Hún var einnig áskrifandi að Æskunni sem við krakkarnir lás- um og eignuðust sum okkar pennavini á þeim tíma. Öll áttum við okkar eigin kind og fengum við ætíð pening fyrir lömbin okk- ar á jólunum. Vinir okkar minnast á það enn í dag, hvað við vorum heppin að fá lambapening á jólum og fannst okkur við ansi rík. Einn- ig þótti okkur spennandi að fara með ömmu inn að Skriðulandi og kaupa okkur góðgæti þar án þess að greiða fyrir, því við gátum bara látið skrifa það í reikning fyrir lambapeninginn. Það var oft margt um manninn í sveitinni og fengum við öll að taka vini okkar með og koma margir þeirra enn við á Ormsstöðum á leið sinni um Dalina. Við krakkarnir gistum alltaf uppi á háalofti og má sjá á loftinu þar hverjir hafa komið við, því loftið er útkrotað með nöfnum, textum og myndum og aldrei sagði amma eitt orð um að ekki mætti skrifa þar. Háaloftið er því eins konar gestabók. Í dag kveðj- um við ömmu sem kenndi okkur svo margt og við vonum að þú sért á góðum stað og komin til afa. Minningar okkar úr sveitinni eru margar og hafa Ormsstaðir verið hluti af lífi okkar alla tíð. Minning þín lifir og það leiðarljós að segja fólkinu þínu, sem næst þér stend- ur, að þú elskir það og sért stolt af því. Baldur, Sæmundur og Selma. Selma Kjartansdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.