Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 34

Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 ✝ Marta BáraBjarnadóttir fæddist 4. desem- ber 1933 í Þorkels- gerði í Selvogi. Hún lést 25. maí 2020 á Landspít- alanum við Hring- braut. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Jónsson bóndi, f. 22.8. 1877, d. 22.4. 1935, og Þórunn Friðriksdóttir ljósmóðir, f. 6.10. 1889, d. 25.3. 1975. Bára var yngst af sautján systkinum. Eftirlifandi systur hennar eru: Valgerður, f. 9. september 1927, og Eydís, f. 3. desember 1928. Bára var gift Jens Þórarni Karlssyni, vélstjóra frá Stokks- eyri, f. 14. september 1925, d. 23. maí 1988. Bára og Jens eign- uðust ellefu börn. 1) Þórunn, f. 22.3. 1952. Börn: Sesselja Íris, Davíð Freyr og Unnar Þór. Barnabörnin eru sjö og barna- barnabörn tvö. 2) Bjarni Már, f. ur. Barnabörnin eru þrjú. 10) Rafnar, f. 20.4. 1970. Börn: Frosti Rafn, Fannar Yngvi og Eiður Már. 11) Silja Dögg, f. 26.8. 1975. Barn Marta María. Bára var fædd og uppalin í Selvogi en flutti til Þorláks- hafnar árið 1955 ásamt eig- inmanni og tveimur elstu börn- unum. Bára og Jens voru hluti af svonefndum frumbyggjum í Þorlákshöfn og bjuggu fyrstu tuttugu árin í B-götu 2. Bára vann ekki fasta vinnu utan heimilisins fyrstu búskaparárin, enda var heimilið stórt. Í byrjun árs 1968 slasaðist Jens við störf í Búrfellsvirkjun og var frá vinnu í marga mánuði. Þá þurfti Bára að fara að vinna meira frá heim- ilinu. Bára vann til að byrja með í fiskvinnslu og við skúringar. Um haustið byrjuðu þau hjónin að vinna við ræstingar Grunn- skóla Þorlákshafnar og unnu þar í mörg ár. Bára vann einnig í mörg ár við að skipta á kojum í Herjólfi, um tíma í þvottahúsinu í Meitlinum og seinna við þrif á skrifstofunum þar. Hún vann einnig við þrif á Heilsugæslunni í tæp 20 ár, ásamt ýmsu fleiri til- fallandi störfum. Síðustu árin bjó Bára á Egilsbraut 21. Útför Báru fer fram í Þor- lákskirkju í dag, 6. júní 2020, kl. 14. 23.8. 1953, maki Elva Hannesdóttir. Börn: Þórunn Selma og Helena Guðrún. Barna- börnin eru sex. 3) Birna Guðríður, f. 11.10. 1955. Börn: Valgeir Jens, Hólmfríður Harpa, Svavar Karl, Þór- arinn Rafn og Marta Bára. Barna- börnin eru sex. 4) Hafdís, f. 2.12. 1956, maki Haraldur Ragnar Ólafsson. Barn: Berglind Eir Magnúsdóttir. Barnabörnin eru þrjú. 5) Sesselja, f. 13.8. 1959, d. 27.6. 1968. 6) Guðmundur Karl, f. 29.7. 1961. 7) Ásta Kristjana, f. 20.7. 1963. Börn: Elfar Þór Bragason, Eva Lind og Matthías Orri Elíasbörn. Barnbarn er 1. 8) Jenný Bára, f. 26.12. 1967. Börn: Viktor Örn og Vilhelm Þór. 9) Anna Kristín, f. 26.12. 1967, maki Hermann Jónsson. Börn: Friðgerður og Jenný Kat- arína Pétursdætur, Sunna Björk og Auður Anna Hermannsdæt- Mamma og pabbi fluttu til Þorlákshafnar í janúar 1955 í hús sem þau höfðu keypt að B- götu 2. Þar byrjuðu þau form- legan búskap. Á þessum fyrstu búskaparárum var samgangur við nágrannana mikill. Þorláks- höfn var ungur bær og allir þekktu alla. Krakkarnir léku sér saman og B-gata 2 var vin- sæll viðkomustaður hjá hús- mæðrum í götunni á leiðinni í kaupfélagið. Þar var oft mikið fjör. Í minningunni sitja hús- mæðurnar saman við eldhús- borðið í hagkaupssloppum með rúllur í hári, kaffibolla í annarri hendi og sígarettu í hinni. Mamma vann ekki fasta vinnu utan heimilis fyrstu bú- skaparárin, enda var heimilið stórt og mannmargt. Herbergi var leigt út og því oft aukafólk á heimilinu utan fjölskyldumeð- lima. Á þessum árum var allt bakað heima, tekið slátur og kjöt saltað í tunnur. Alltaf var til nægur matur. Í byrjun árs 1968 slasaðist pabbi við störf í Búrfellssvirkj- un og var frá vinnu í marga mánuði. Þá þurfti mamma að fara að vinna úti, börnin voru orðin níu og tvíburarnir rétt eins mánaða gamlir. Um sumarið dó Sesselja systir okkar af slysförum og var þetta ár erfiður tími hjá fjöl- skyldunni. Um haustið byrjuðu þau hjónin að vinna við ræst- ingar við Grunnskóla Þorláks- hafnar þar sem þau unnu í mörg ár. Mamma vann einnig lengi við að skipta á kojum í Herjólfi og við þrif á Heilsugæslunni og Meitlinum, ásamt ýmsum fleiri tilfallandi störfum. Við krakk- arnir fórum oft með mömmu í vinnuna, hvort sem var í skúr- ingar eða í Herjólf. Árið 1976 flutti fjölskyldan í nýtt hús að Klébergi 12 en þá voru eldri systkinin farin að tín- ast að heiman. Árið 1988 féll pabbi frá eftir veikindi. Síðustu árin bjó mamma ein í huggu- legri íbúð að Egilsbraut 21. Mamma hafði mikinn áhuga á tónlist. Jazz var í uppáhaldi, þó hún væri nánast alæta á tónlist. Mamma las mikið í seinni tíð þegar fór að róast á heimilinu. Hún var fróðleiksfús, las alltaf blöðin, gerði krossgátur og fylgdist með fréttum. Mamma hafði alla tíð sérstaklega gaman af því að ferðast, bæði innan- lands og erlendis. Hún ferðaðist til Suður- og NorðurAmeríku og víða í Evrópu. Hún hafði alltaf gaman af því að skreppa í bíltúr og tók bíl- próf eftir fimmtugt. Í seinni tíð var fátt sem gladdi mömmu eins mikið og að skreppa í dagsferð í góðu veðri. Mamma var alltaf góð heim að sækja og því oft mikill gesta- gangur. Ekki var amalegt að fá kleinur, skonsur og pönnukökur hjá henni. Mamma var alltaf mikil pæja, ungleg og fín til fara. Ef eitthvað stóð til voru settar rúllur í hárið og hún fór ekki til læknis án þess að setja á sig varalit. Allt fram á síðustu ár tókst mamma á við lífið af einstakri ósérhlífni. Hún greindist með krabbamein fyrir rétt um ári síðan. Hún sló aldrei slöku við, fór í gönguferðir og tókst á við veikindi sín af æðruleysi. Við systkinin reyndum að njóta þessara stunda sem við fengum með mömmu síðasta árið en veikindin voru farin að taka sinn toll í lokin. Ferðin í sumarlandið var kærkomin hvíld. Það verður þó erfitt að geta ekki lengur hringt í mömmu eða skroppið í heim- sókn. Hvíl í friði elsku mamma, Fyrir hönd systkinanna, Jenný Bára. Ó, gætu þeir séð sem að syrgja og missa þá sannleikans gleði sem óhult er vissa, að bönd þau sem tengja okkur eilífð ná yfir, að allt sem við fengum og misstum það lifir. (Ólöf frá Hlöðum) Ég vildi að ég gæti sett í orð hve dásamleg kona amma mín var. Amma var ein duglegasta kona sem ég hef kynnst, hún vann mörg störf og vann þau vel, hún prjónaði, eldaði, bakaði og hjálpaði til með barnabörnin, þrátt fyrir þetta og mikinn gestagang var heimilið alltaf óaðfinnanlegt og hún tilhöfð. Hver sá sem þekkti til ömmu þekkir til gestrisni hennar, allt- af var heitt á könnunni og nóg að maula með því. Amma var iðin við bakstur og er vert að nefna kleinurnar hennar sem voru þær bestu sem hægt var að fá og skonsurnar hennar sem voru í miklu uppá- haldi hjá mér. Þegar amma vildi gera mér dagamun skellti hún í skonsur mér til ómældrar gleði. Alla tíð hef ég verið afar lán- söm því hver sá sem fær að eiga ömmu eins og Báru hlýtur að vera lánsamur. Amma átti alltaf lausa stund fyrir mig og við vor- um gott teymi. Hún tók mig oft með í vinnuna þar sem ég fékk að hjálpa við litlu verkin á með- an hún tók stóru. Aldrei kvart- aði hún þó hún hafi oft verið þreytt eftir vinnu og kvalin af mikilli gigt, það eina sem hún bað um var örlítið nudd, þá nuddaði ég lúnar hendur og fætur. Þó að hendur hennar væru afmyndaðar af gigt prjón- aði hún hverja flíkina á fætur annarri fyrir öll börnin, barna- börnin og barnabarnabörnin og er ég svo heppin að hafa fengið óteljandi sokka í gegnum tíðina. Það er svo ótalmargt sem við amma gerðum saman, ég á svo margar dýrmætar minningar. Amma var mikill bókaormur og hef ég eflaust erft það frá henni. Sem barn lásum við hvor fyrir aðra og ég hélt áfram að lesa fyrir hana fram að síðustu stundu. Bækurnar fylgdu okkur alla tíð og á fullorðinsárum ræddum við mikið þær bók- menntir sem við lásum. Hennar helsta lesefni voru ævisögur og endurminningar, hún hafði áhuga á sögulegu gildi þessara bókmennta. Amma hafði mikinn áhuga á fólki, sögu þess og ætt- artölu. Hún var afar skörp til hinstu stundar, það var varla til sá þorpsbúi sem amma kunni ekki deili á og vissi hverra manna þeir voru. Það var stórkostlegt að heyra hana rekja ættir bæj- arbúa. Hún naut þess einnig að tala um gamla tíma, það lifnaði yfir henni þegar hún talaði um uppbyggingu Þorlákshafnar og tíma sinn í Selvoginum. Mér er minnisstæðast brosið sem færð- ist yfir hana þegar hún talaði um afa, hún talaði öðruvísi um hann en nokkurn annan. Hún elskaði hann heitt og saknaði hans mikið og er það huggun í sorginni að vita að þau eru loks sameinuð á ný. Amma studdi mig alltaf, hún hvatti mig áfram, stóð við bakið á mér og var stolt af öllum mín- um afrekum. Hún var mér svo miklu meira en bara amma, hún var amma mín, aukamóðir og mín kærasta vinkona. Ég er og mun alltaf vera stolt af því að vera barnabarn Báru Bjarnadóttur og þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk með henni. Aldrei fellur á þig ryk fyrir innri sjónum mínum. Átt hef ég sælust augnablik í örmunum sterkum þínum. (Þura í Garði) Þín Jenny Katarína. Marta Bára Bjarnadóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, FRIÐRIK GUÐMUNDSSON, Lyngmóa 17, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 12. júní klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Duchenne vöðvarýrnun á Íslandi, reikningsnúmer 111-26-10315, kt. 640512-2610. Guðmundur Sigurðsson Kolbrún Geirsdóttir Gunnfríður Friðriksdóttir Antonio Manuel Goncalves Kolbrún Guðmundsdóttir Karl Kristján Davíðsson Salka Snæbrá og Kolbeinn Friður Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, lést á Landspítalanum v/Fossvog laugardaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju þriðjudaginn 16. júní klukkan 13. Guðmundur Þórðarson Pálmar Guðmundsson Kamilla Guðmundsdóttir Smári Guðmundsson Fríða Dís Guðmundsdóttir Þorsteinn Árnason Surmeli Særún Lea Guðmundsdóttir Guðjón Örn Sigurðsson og ömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRET ANNA PÁLMADÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeildinni í Kópavogi sunnudaginn 31. maí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki 11-EG og líknardeildarinnar fyrir góða umönnun. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið, Líf, Kraft eða Krabbameinsfélagið. Fjölskyldan þakkar hlýhug og vinsemd. Íris Björk Hreinsdóttir Gunnar Smári Tryggvason Pálmi Aðalbjörn Hreinsson Tryggvi Hreinn Gunnarsson Egill Pálmi Gunnarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ARNÓRSDÓTTIR, áður til heimilis að Hlíðarbraut 9, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu 2. júní. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 8. júní klukkan 13. Innilegar þakkir færum við starfsfólki Ölduhrauns, Hrafnistu fyrir góða umönnun. Árný Skúladóttir Friðrik Guðlaugsson Sólveig A. Skúladóttir Arnór Skúlason Margrjet Þórðardóttir Skúli Skúlason Katrín Guðbjartsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, afi, bróðir, frændi og vinur okkar, FRIÐMAR PÉTURSSON frá Gili, Fáskrúðsfirði, lést 9. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 12. júní klukkan 13. Una Sjöfn, Sindri Þór, Hjördís Lilja Anna Þóra Pétursdóttir Björgvin Baldursson Jóhannes Marteinn Péturs. Sigurður Ágúst Pétursson Fjóla Sesselja Þorsteinsdóttir Pétur Einar Pétursson Herdís Pétursdóttir Kristmann E. Kristmannsson Haraldur Leó Pétursson Michaela Schinnerl fjölskyldur og Hildur Ársælsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.