Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 40

Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir laust embætti skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu loftslagsmála í ráðuneytinu. Hjá ráðuneytinu starfar samhentur hópur starfsmanna á sex skrifstofum ráðuneytisins. Ráðuneytið leggur áherslu á góðan starfsanda, góð starfsskilyrði og jafnræði kynjanna. Ráðuneytið hefur hlotið gæðavottun umhverfisstjórnunarkerfis og jafnlaunavottun. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar í embættið til fimm ára. Leitað er eftir leiðtoga til að stýra skrifstofu sem fer með viðamikið samfélagslegt og alþjóðlegt verkefni sem varðar skuldbindingar stjórnvalda á sviði loftslagmála. Um er að ræða embætti sem felur í sér mikil tækifæri til að hafa áhrif og vinna að þróun í átt að kolefnishlutleysi Íslands. Um starf skrifstofustjóra: Hlutverk skrifstofustjóra á skrifstofu loftslagsmála er að leiða starf skrifstofunnar undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra. Skrifstofustjóri ber ábyrgð á að vinna að og framfylgja helstu áætlunum, stefnum og lögbundnum verkefnum stjórnvalda á sviði loftslagsmála, í samstarfi við skrifstofur ráðuneytisins, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila. Helstu verkefni skrifstofunnar eru: • Framkvæmd verkefna á sviði loftslagsmála • Innleiðing og framfylgd áætlana stjórnvalda á sviði loftslagsmála, s.s. aðgerðaáætlunar, áætlunar um aðlögun og vegvísi að kolefnishlutleysi • Innleiðing löggjafar á sviði loftslagsmála • Málefni loftslagsráðs og loftslagssjóðs • Alþjóðastarf á málefnasviði skrifstofunnar • Umsjón loftslagsteymis ráðuneytisins Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun með meistaragráðu sem nýtist í starfi • Þekking og/eða reynsla á málefnasviði skrifstofunnar • Árangursrík reynsla af stjórnun og stefnumótun • Leiðtogahæfileikar • Hæfni til að leiða fólk til samvinnu og árangurs • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur • Mjög gott vald á íslensku og ensku og góð kunnátta í einu Norðurlandamáli Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og stutt kynningarbréf um ástæðu umsóknar auk upplýsinga um árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í embættinu. Hæfnisnefnd skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra metur hæfni umsækjenda samkvæmt reglum nr. 393/2012 og skilar greinargerð til ráðherra. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní nk. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið uar@uar.is. Nánari upplýsingar um starfið eru á Starfatorgi – starfatorg.is. Upplýsingar um embættið veitir Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (sigridur.arnardottir@uar.is). Skrifstofustjóri á skrifstofu loftslagsmála Starfsfólk í búsetuþjónustu Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir starfsfólki í sumaraf- leysingar og framtíðarstörf í búsetuþjónustu á Reyðarfirði. Um er að ræða sólarhringsþjónustu á heimilum fatlaðs fólks. Menntunar- og hæfniskröfur • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks. • Þjónustulund og jákvæðni í starfi. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi. • Mikilvægt er að starfsmenn tali og skilji íslensku. Fríðindi í starfi • Sveigjanlegan vinnutíma. • Starfshlutfall eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. júní en æskilegt er að starfsmenn geti hafið störf sem allra fyrst. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður búsetuþjónustu, Anna H. Árnadóttir anna.h.arnadottir@fjardabyggd.is 470-9000. Smáauglýsingar 569 1100 Húsnæði íboði Sendiráð óskar eftir íbúð Þýska sendiráðið óskar eftir 3-4. herb. einbýli eða 3-4 herb. íbúð án húsgagna helst m/bílskúr til leigu frá 01.07.2020 í fjögur ár í Reykjavík eða nágrenni. Upplýsingar sendist vinsamlegast á info@reykjavik.diplo.de eða í s. 530 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is VAÐNES - sumarbústaðalóðir Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Veiði Silunganet • Sjóbleikjunet Fyrirdráttarnet • Bleikjugildrur Nýtt á afmælisári Kraftaverkanet • margar tegundir 25% afmælisafsláttur af Stálplötukrókum fyrir handfæraveiðar Að auki fylgja silunganetum vettlingar í aðgerðinni Bólfæri Netpokar fyrir þyngingu Og eitthvað meira skemmtileg Heimavík 25 ára 01.05.1995 - 01.05.2020 Tveir góðir úr nýju netunum Reynsla • Þekking • Gæði heimavik.is, s. 892 8655 Húsviðhald Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.