Morgunblaðið - 13.06.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.06.2020, Qupperneq 10
Fyrri ummæli » „Veðurfar hefur verið mikið vandamál á þessu svæði. Það er mikið grjót sem gengur þarna á land á hverju ári og svo hefur gras verið að fjúka,“ sagði borgarfulltrúi Pírata. » „Hvernig borgin getur tekið allan rétt af Seltirningum og þrengt í sífellu að ferðavenjum þeirra, ég bara skil það ekki,“ sagði borgarfulltrúi Miðflokks- ins og bætti við: „ Verður það sem sagt stefnan núna þegar borgin þarf að spara viðhald og slátt að sturta niður malarbingjum?“ SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég hef áhyggjur af því að þessar hrúgur fjúki í vetur, en ítrekað gerir þarna vestanátt og þá geta sjór og steinar gengið langt á land og inn á göngustíga,“ segir Elín Björk Jónas- dóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til grjót- hrúgna sem búið er að sturta á gras- blett við Eiðsgranda í Reykjavík, eitt stærsta græna svæði Vesturbæjar. Hrúgurnar hafa vakið talsverða at- hygli að undanförnu og verið mikið til umræðu meðal íbúa á svæðinu, sem segja litla prýði vera að mölinni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra sem óskað hafa eftir skýring- um á hrúgunum og tilgangi þeirra, en borgarfulltrúi Pírata hefur sagt þær minnka viðhaldsþörf og gras- slátt á vegum borgarinnar. Elín Björk bendir á að veður geti á veturna oft orðið hressilegt við Eiðs- granda, um og yfir 20 m/s, en við slík skilyrði getur grjót farið af stað. „Gömlu 9 vindstigunum, sem eru 20,8-24,4 m/s, er lýst þannig að þá geta orðið lítils háttar skemmdir á mannvirkjum, varla er þá hægt að ráða sér á bersvæði og glórulaus byl- ur ef snjóar. Ég geri nú ráð fyrir að þegar við erum í þeirri stöðu að skemmdir verða á mannvirkjum geti möl farið af stað,“ segir hún og bend- ir á að við 10 vindstig rifni tré upp með rótum með hættu á talsverðum skemmdum á mannvirkjum. „Í vetur fóru hviður reglulega yfir 20-25 m/s á þessu svæði. Þá er ekki hægt að vera alveg viss um að grjót fari ekki af stað,“ segir hún og bend- ir á að brýnt sé að hafa í huga mögu- leg áhrif veðurs á framkvæmdir, einkum þegar þær eru í miklu návígi við vinsæla göngu- og hjólastíga. Borgin hlustar ekki á mótmæli Greint hefur verið frá því að Reykjavíkurborg vilji koma fyrir alls sex ljósastýrðum gönguþverunum yfir Eiðsgranda, sem skilgreindur er sem þjóðvegur í byggð og er önnur helsta akbrautin út á Seltjarnarnes. Magnús Örn Guðmundsson, for- seti bæjarstjórnar Seltjarnarness, segist fyrst hafa heyrt af þessum áformum Reykjavíkurborgar í Morgunblaðinu og gagnrýnir borg- ina fyrir fullkomið samráðsleysi. „Það er ótrúlegt að hlusta á kjörna fulltrúa í Reykjavík og áherslur þeirra í samgöngumálum. Þetta hlýtur að vera einn stór misskilning- ur hjá þessu fólki. Við munum ekki láta þetta ganga yfir okkur,“ segir hann og bendir á að Seltjarnarnes hafi þegar mótmælt þrengingum á Geirsgötu án viðbragða frá borginni. „Við höfum ekki heyrt neitt frá Reykjavíkurborg varðandi Geirs- götu og erum mjög ósátt. Nú þurfum við enn að leita eftir skýringum en ég er ekki bjartsýnn á að fá þær.“ Gætu farið á hreyfingu í hviðum  Veðurfræðingur hefur áhyggjur af hugsanlegu grjótfoki frá hrúgunum við Eiðsgranda í Reykjavík  Seltirningar ósáttir við boðaðar gönguþveranir og gagnrýna borgina fyrir endurtekið samráðsleysi Varasamt Bent hefur verið á að grjóthrúgurnar gætu verið hættulegar ökumönnum, gangandi og hjólandi fólki. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 Keppendur í Morgunblaðshringnum mæta keppnisþyrstari til leiks á mánudaginn en áður eftir mikla þurrð í mótum vegna kórónu- veirunnar. Um er að ræða fyrsta bikarmót sumarsins í fjallahjólreiðum en mótið fer venjulega fram í lok apríl. „Keppnin er aðeins seinna í ár út af svolitlu sem skeði,“ segir Bjarki Bjarnason, þjálfari hjá Hjólreiða- félagi Reykjavíkur sem lagði braut- ina sem hjóluð verður, kíminn. Skráningu lýkur á miðnætti á morgun en keppnin hefst klukkan sex síðdegis á mánudag. Um er að ræða sjö kílómetra hring á svæðinu við Rauðavatn, Hádegishæð og Paradísardal rétt eins og í fyrra. Keppendur hjóla einn til fjóra hringi eftir því í hvaða keppn- isflokki þeir eru. „Það sem er erfið- ast við brautina er að þú færð í raun aldrei hvíld í henni. Hún er ekki tæknilega krefjandi en menn eru í botni allan tímann. Þú þarft að halda svolítið vel á spöðunum því annars verður þú bara eftir,“ segir Bjarki. Á fimmta tug keppenda eru skráðir til leiks en reynsla móts- haldara er sú að flestir skrái sig á síðasta degi fyrir mótið. Spurður um líklega sigurvegara nefnir Bjarki í karlaflokki Ingvar Ómarsson og Hafstein Ægi Geirs- son. Hvað kvennaflokk varðar nefndir Bjarki Maríu Ögn Guð- mundsdóttur og Karen Axelsdóttur, ríkjandi bikarmeistara. „Kristín Edda Sveinsdóttir gæti líka veitt þeim mjög mikla samkeppni,“ segir Bjarki. Spurður hvaða áhrif það hafi á hjólreiðafólk að tímabilinu hafi seinkað jafn mikið og raun ber vitni segir Bjarki: „Ég held að flest- ir séu að koma sterkari og keppnis- þyrstari inn en þeir hefðu gert annars.“ ragnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjól Keppnin byrjar og endar við skrifstofur Morgunblaðsins og mbl.is. Að henni lokinni er boðið upp á veitingar. Keppnisþyrstir í kjölfar kórónuveiru  Keppendur koma sterkari í Morgunblaðshringinn en ella Þjálfari Bjarki er sjálfur skráður til keppni og hlakkar mikið til hennar. IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2020 GMC Denali Ultimate Litur: White frost/ svartur að innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Svartur/ Svartur að innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. VERÐ 12.990.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ VERÐ 12.990.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.