Morgunblaðið - 13.06.2020, Side 13

Morgunblaðið - 13.06.2020, Side 13
dóttir, eru með mér í Villikanínu- samtökunum og án þeirra hefði þetta verkefni aldrei náð jafn langt og það hefur gert. Við viljum stuðla að því að betrumbæta aðstæður fyrir villtar kanínur í borginni.“ Þær kúra uppi í rúmi Margrét segir að nú séu þær vinkonurnar á fullu að finna fóstur- heimili fyrir þær kanínur sem eftir eru og þar á meðal eru líka kanínu- ungar. „Þær kanínur sem hafa fengið heimili eru flestar kúrandi uppi í rúmi hjá fólki og orðnar kassavanar. Þær kunna vel við sig sem gæludýr. Margir þeirra sem hafa fóstrað þær eru kolfallnir fyrir þeim og ætla að ættleiða þær og hafa þær áfram hjá sér. Við erum komnar með ættleið- ingarferli, erum með samning hjá dýralækni í tengslum við bólusetn- ingar og förum þangað með kanín- urnar í hollum. Þetta hefur heldur betur vaxið og dafnað, við erum með helling af umsóknum frá fólki sem vill ættleiða kanínur. Ég er búin að stofna Instagram-reikning og Face- book-síðu undir heitinu Villikanínur. Myndir af kanínum í leit að heimili er að finna á Facebook-síðunni og þar er einnig hægt að sjá hvert á að leita til að ættleiða,“ segir Margrét, sem vill þakka frá sínum innstu hjarta- rótum öllum þeim sem hafa hjálpað henni með þetta risastóra verkefni. „Sérstaklega öllum fóstrunum sem margar fengu óvænt risaverkefni að annast og koma á legg ungum ásamt því að sjá um allan kostnað sjálfar. Margir ætluðu sér að fóstra eina kanínu sem einn daginn hafði fjölgað.“ Kærastinn stendur með henni Margrét segist ekki eiga kanínu sjálf, en hún hefur alla tíð verið mik- ið fyrir hvers konar dýr. „Ég ólst upp á Akureyri en hafði aðgang að dýrum á sveita- bænum Hóli í Sæmundarhlíð rétt hjá Sauðárkróki, þar sem langamma mín bjó. Ég var mikið þar og sá um að reka kýrnar upp í fjall og var með lömbunum í sauðburðinum. Ég er heilluð af öllum dýrum og get ekki sleppt því að heilsa upp á þau ef þau verða á vegi mínum. Kærastinn minn, Sverrir Bergmann Viktorsson, hefur stutt mig í einu og öllu og á mögulega einhver verðlaun skilið fyrir að sýna dýraóðu kærustunni sinni skilning. Hann efast til dæmis stórlega um að ég elski hann meira en kisurnar okkar,“ segir Margrét og hlær, en á heimili þeirra eru tvær kisur, ein sem kærastinn átti fyrir og ein sem Margrét tók að sér hjá Villi- köttum. Til að styrkja samtökin Villikan- ínur er hægt að leggja inn á eftir- farandi reikning, en þar er safnað fyrir kostnaði við dýralæknaheim- sóknir, bólusetningar og geldingu. „Allur kostnaður fer í kanínurnar og við viljum frekar lækna en lóga.“ 0133-26-000045, kt. 590520- 1010 DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 Á morgun sunnudag verður líf og fjör í Árbæjarsafni, en þá verður börnum og fjölskyldum þeirra boðið að kynn- ast vinnulagi fyrri tíma í smiðjum frá kl. 13-16. Yfirskrift dagsins er Verk að vinna! og í smiðjunum fá börnin að kynnast því hvernig lífið var fyrir tíma nútímaþæginda eins og renn- andi vatns úr krönum, þvottavéla og ryksuga. „Verkin sem þarf að vinna eru að sækja vatn og hrís til eldiviðar, sópa með strákústi, þvo þvott á gamla mátann og hengja upp á úti- snúrurnar og vaska saltfisk ef veður leyfir. Þótt börn hafi oft verið störfum hlaðin hér áður fyrr fundu þau sér jafnframt tíma til að leika sér og það er nóg pláss til leikja á Árbæj- arsafni. Þar er leikvöllur með rólum og vegasalti, lítill fótboltavöllur og leikfangasýning Komdu að leika! í Landakoti. Kindur og hestar eru í haga og landnámshænurnar vappa frjálsar um safnið. Þá verður tóskapur eins og vant er á lofti Árbæjar og heitt á könnunni í Dillonshúsi og heimilis- legar veitingar. Allir velkomnir sem vettlingi geta valdið,“ segir í tilkynn- ingu frá safninu. Ókeypis er fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Fjölskyldusmiðjur í Árbæjarsafni á sunnudag Börnunum boðið að sækja vatn og hrís til eldiviðar Ljósmynd/Guðrún Helga Stefánsdóttir Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is ÞAÐ ERU SPENNANDI HLUTIR AÐ GERAST Hvernig verður orka framtíðarinnar leidd í þína heimabyggð? Komdu og kynntu þér hvað verið er að gera til að tryggja leiðina inn í framtíðina sem við vitum að verður rafmagnaðri en áður. Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029, ásamt framkvæmdaáætlun 2021- 2023 og umhverfisskýrslu Landsnets eru nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 31. júlí 2020. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á uppbyggingu innviða til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir lok umsagnarfrestsins. Áætlunina ásamt fylgiskjölum má finna á landsnet.is. KERFISÁÆTLUN 2020-2029 ER KOMIN Í OPIÐ UMSAGNARFERLI Áhugasömum er boðið til opinna funda þar sem gerð verður grein fyrir helstu breytingum á áætluninni: Reykjavík Miðvikudaginn 24. júní kl. 14.00-16.00 Grand Hótel Akureyri Fimmtudaginn 25. júní kl. 16.00-18.00 KEA Hótel Ísafjörður Mánudaginn 29. júní kl. 15.00-17.00 Hótel Ísafjörður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.