Morgunblaðið - 13.06.2020, Page 21

Morgunblaðið - 13.06.2020, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 AFP Hulin Styttan af Churchill hefur verið hulin vegna fyrirhugaðra mótmæla. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gagnrýndi í gær Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna, fyrir að hylja styttuna af Winston Churc- hill sem er við breska þinghúsið. Sagði Johnson að mótmæli gegn kynþáttahatri í Bretlandi hefðu ver- ið tekin yfir af öfgamönnum og hvatti fólk til þess að sitja heima um helgina frekar en að taka þátt í mót- mælum, meðal annars vegna aukinn- ar hættu á kórónuveirusmiti. Khan hvatti fólk einnig til þess að vera heima, þar sem vitað væri að hópar hægri-öfgamanna ætluðu sér að halda gagnmótmæli, sem aftur myndi auka hættu á ryskingum. Boðað hefur verið til mótmæla vítt og breitt um Bretland um helgina undir yfirskriftinni „Topple the rac- ists“, eða „fellið rasistana“, og hefur það verið skilið sem ákall um að styttur af fólki, sem talið er hafa haft rasískar skoðanir eða komið að sölu þræla á fyrri tíð, verði rifnar niður líkt og gert var við styttuna af Ed- ward Colston, kaupmanni á 17. öld, í Bristol um síðustu helgi. Borgaryfirvöld í Lundúnum ákváðu að hylja einnig nokkur önnur minnismerki, þar á meðal minnis- merkið um þá sem féllu í fyrri heimsstyrjöld, en reynt var að kveikja í breska fánanum sem þar blaktir jafnan við hún um síðustu helgi. Getum ekki breytt fortíðinni Johnson sagði að hann skildi hvers vegna fólk vildi mótmæla mis- rétti, en sagði að ekki væri hægt að breyta eða ritskoða fortíðina. „Við getum ekki látið sem sagan sé öðru- vísi,“ sagði Johnson og benti á að stytturnar hefðu verið reistar af fólki fyrri tíðar, sem hefði haft aðra sýn á hvað væri rétt og hvað rangt. „En þessar styttur kenna okkur um for- tíðina með öllum sínum göllum. Að rífa þær niður væri að ljúga um sögu okkar og veikja um leið menntun komandi kynslóða,“ sagði Johnson. Hann sagði það jafnframt vera bæði „fáránlegt og skammarlegt“ að stytta Churchills væri nú skotspónn mótmælenda, þar sem hann hefði barist gegn bæði fasisma og einræði. „Já, hann lét stundum í ljós skoðanir sem voru og eru óásættanleg fyrir okkur í dag, en hann var hetja og hann á fyllilega skilið minnismerki sitt,“ sagði Johnson, sem ritaði ævi- sögu Churchills árið 2014. Hótel Tindastóll og Penny Lane Mótmælin í Bretlandi og viðbrögð við þeim hafa ekki bara beinst að styttum og minnismerkjum. Í Liver- pool þurfti að hreinsa götuskilti fyrir götuna Penny Lane, sem Bítlarnir gerðu fræga með lagi sínu árið 1967, en gatan heitir í höfuðið á James Penny, sem var þrælasali á 18. öld. Þá hafa sumar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur brugðist við ákalli mótmælenda og látið fjarlægja efni sem talið er móðgandi. Á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á slíku er þátturinn Hótel Tindastóll, eða Fawlty Towers, þar sem gaman- leikarinn frægi John Cleese lék Basil Fawlty, úrillan hóteleiganda. Þáttur- inn sem um ræðir snýst um baráttu Fawltys við að nefna ekki síðari heimsstyrjöld og lyktir hennar við hóp Þjóðverja, en eitt atriði í þætt- inum þótti ekki viðeigandi. Cleese varði í gær umræddan þátt og sagði að atriðið sem hefði verið talið óásættanlegt snerist ekki um að auglýsa skoðanir persónunnar sem um ræddi, heldur til að gera grín að þeim. „Ef fólk er of heimskt til að sjá það, hvað er hægt að segja?“ Sakaði Cleese streymisveituna UKTV, sem er í eigu breska ríkisútvarpsins, um að reyna að friðþægja öfgar. Cleese tók þó fram að hann styddi það markmið núverandi mótmæla að draga úr misrétti í samfélaginu. Segir „öfgamenn“ hafa tekið yfir  Boris Johnson gagnrýnir harðlega ákvörðun Khans um að hylja styttuna af Winston Churchill Lífið á Ítalíu er hægt og bítandi að komast aftur í samt lag, en landið varð illa úti í kórónuveiru- faraldrinum, eins og alkunna er. gondólana sem sigla um síkin á meðan báts- mennirnir syngja í rauðröndóttum treyjum um ástina, lífið og tilveruna. Létt var á sóttvarnaraðgerðum á Ítalíu í gær, og gátu því grímuklæddir ferðamenn notið lífs- ins lystisemda í Feneyjum, sem fræg er fyrir AFP Fara grímuklædd á gondólum um síki Feneyja Þúsundir íbúa Hong Kong komu saman í gær og sungu mótmæla- söngva í tilefni af því að eitt ár var þá liðið frá upphafi átaka andófs- manna og lögreglunnar vegna and- stöðu við umdeilt framsals- frumvarp. Lögregla borgarinnar lýsti mót- mælin ólögleg og handtók 35 mót- mælendur á grundvelli samkomu- banns vegna kórónuveirunnar. Bresk stjórnvöld lýstu í fyrradag áhyggjum sínum vegna fyrirhug- aðra laga um þjóðaröryggi, en gagnrýnendur óttast að það muni í raun binda enda á þau réttindi íbúa Hong Kong, sem þeim eiga að vera tryggð fram til ársins 2047. Kínverska utanríkisráðuneytið sakaði Breta í gær um að sá fræjum ótta að ástæðulausu, og að þeir væru að skipta sér af innanríkis- málum Hong Kong. Hong Kong Fjöldi fólks fór út á götur borgarinnar og söng mótmælasöngva. Ár liðið frá upphafi framsalsátaka AFP HONG KONG Aðalstræti 2 | s. 558 0000 4ja rétta draumaveisla: • Nauta carpaccio • Tígrisrækjur Nobashi • Hægeldað Andarlæri • Jarðarber & Yuzu Kynningarverð í júní 6.990 kr. Fullt verð: 9.990 kr. DRAUMAVEISLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.