Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 Varla var hægt að fá betri leik til að hefja Íslandsmót karla í fótbolta en viðureign Vals og KR á Hlíðarenda í kvöld. Ríkjandi Íslandsmeistarar verða í heimsókn hjá liðinu sem flestir spá meistaratitlinum í ár. Svo ekki sé nú minnst á aldar- langan ríg og baráttu á milli Reykjavíkurfélaganna tveggja þar sem margt hefur gengið á í viðureignum þeirra. Ekki þarf að leita nema tvö ár aftur í tímann til að finna mikla dramatík. Þá mættust Valur og KR á sama stað í fyrstu umferð- inni og Tobias Thomsen skoraði sigurmark Vals í uppbótartíma, strax eftir að Pálmi Rafn Pálma- son hafði jafnað metin fyrir KR. Thomsen sneri aftur til KR að því tímabili loknu og er búinn að vinna Íslandsmeistaratitil með báðum félögum. Vegna kórónuveirunnar verða víst ekki 2.500 manns á Hlíðar- enda í kvöld eins og á þeim leik en eflaust hefði við eðlilegar að- stæður mátt búast við slíkum fjölda á völlinn. Fyrir um sextíu árum var skrif- að í eitt dagblaðanna að KR hefði unnið Val 7:0 í jöfnum leik. Og ég man vel eftir leiknum ótrúlega á Hlíðarenda haustið 1992 þegar Ragnar Margeirsson skoraði þrennu í 9:1 sigri KR. Þá eru liðin þrettán ár síðan Rúnar Kristinsson lék fyrsta leik sinn með KR í þrettán ár, gegn Val á útivelli. Þar höfðu Vals- menn betur með tveimur mörk- um Helga Sigurðssonar. Þetta mun vera í 155. skipti sem Valur og KR mætast á Ís- landsmótinu. Hver leikur á sína stund og sína sögu. Vonandi stendur þessi undir væntingum. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Pepsi Max-deild kvenna Valur – KR ................................................ 3:0 Mjólkurbikar karla 2. umferð: Hvíti riddarinn – Selfoss.......................... 0:1 Leiknir R. – Kári ...................................... 5:0 Kórdrengir – Hamar................................ 6:0 Keflavík – Björninn.................................. 5:0 Ýmir – ÍR .................................................. 1:4 Völsungur – Þór........................................ 6:7  2:2 eftir framlengdan leik. Mídas – SR................................................ 0:4 ÍH – GG ..................................................... 3:0 Þýskaland Hoffenheim – RB Leipzig........................ 0:2 Staða efstu liða: Bayern M. 30 22 4 4 90:30 70 Dortmund 30 19 6 5 81:35 63 RB Leipzig 31 17 11 3 77:32 62 Mönchengladb. 30 17 5 8 57:36 56 Leverkusen 30 17 5 8 56:40 56 Wolfsburg 30 12 9 9 42:36 45 Hoffenheim 31 12 7 12 42:52 43 Freiburg 30 11 8 11 39:41 41 Hertha Berlín 30 10 8 12 43:51 38 Spánn Granada – Getafe...................................... 2:1 Valencia – Levante................................... 1:1 Staða efstu liða: Barcelona 27 18 4 5 63:31 58 Real Madrid 27 16 8 3 49:19 56 Sevilla 28 14 8 6 41:29 50 Real Sociedad 27 14 4 9 45:33 46 Getafe 28 13 7 8 38:27 46 Atlético Madrid 27 11 12 4 31:21 45 Valencia 28 11 10 7 39:40 43 Granada 28 12 5 11 35:33 41 Villarreal 27 11 5 11 44:38 38 Ítalía Bikarinn, undanúrslit, seinni leikur: Juventus – AC Milan................................ 0:0  Juventus áfram á marki á útivelli, 1:1 samanlagt, og mætir Napoli eða Inter Míl- anó í úrslitaleik.  spilarar voru í byrjunarliði KR sem komu til félagsins fyrir leiktíðina. Vesturbæjarliðið er með gæða- leikmenn en ljóst er að þeir þurfa að spila sig betur saman til að bíta frá sér gegn þeim allra sterkustu. KR gæti styrkst eftir því sem líður á mótið. Markadrottningarnar sáu um KR  Meistararnir byrja á öruggum sigri  Gæti tekið tíma hjá mikið breyttu liði KR Morgunblaðið/Eggert Snögg Elín Metta var ekki lengi að skora fyrsta mark Íslandsmótsins 2020. Harold Varner III er efstur eftir tvo hringi á Charles Schwab Chal- lenge-mótinu á PGA-mótaröðinni. Því fyrsta í þrjá mánuði. Er hann á 11 undir pari eftir 36 holur. Jordan Spieth og Bryson DeChambeau eru aðeins höggi á eftir. Útlit er fyrir mikla baráttu um helgina og efsti kylfingur heimslist- ans, Rory Mc Ilroy, minnti til dæmis hressilega á sig í gær og lék á 63 höggum. Er hann á 9 undir pari samtals. Justin Rose er á 8 undir pari en hann og Varner voru efstir eftir fyrsta hringinn. McIlroy snöggur að finna taktinn AFP Þögn Rory McIlroy vottar George Floyd virðingu sína í gær. Juventus leikur til úrslita í ítölsku bikarkeppninni, en ítalska knatt- spyrnan fór aftur af stað í gær þeg- ar stórveldin Juventus og AC Míl- anó mættust í undanúrslitum. Gerðu þau markalaust jafntefli í gær í síðari leik liðanna í Tórínó en fyrri leiknum í Mílanó lauk 1:1 og Juventus kemst því áfram á marki skoruðu á útivelli. AC Mílanó lenti í vandræðum snemma leiks þegar Ante Rebic fékk rauða spjaldið á 17. mínútu. Mínútu fyrr skaut Cristiano Ron- aldo í stöng úr vítaspyrnu. Juventus í úrslit bikarkeppninnar AFP Tórínó Cristiano Ronaldo á víta- punktinum gegn AC Mílanó í gær. Valur – KR 3:0 1:0 Elín Metta Jensen 2. 2:0 Elín Metta Jensen 21. 3:0 Hlín Eiríksdóttir 29. MM Hlín Eiríksdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) M Sandra Sigurðardóttir (Val) Hallbera Guðný Gísladóttir (Val) Elísa Viðarsdóttir (Val) Lillý Rut Hlynsdóttir (Val) Ásgerður S. Baldursdóttir (Val) Dóra María Lárusdóttir (Val) Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR) Thelma Lóa Hermannsdóttir (KR) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR) Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson – 8 Áhorfendur: 233. spila í neðri deildunum og finnst það vera virkilega spennandi áskorun að spila með FH í Pepsi Max deildinni,“ sagði Kristján Gauti þegar Morgun- blaðið heyrði í honum í gær. Hann kíkti á nokkrar æfingar hjá Stjörn- unni eins og hann orðaði það og fór á fyrstu æfingu sína með FH í gær. „Því fylgir virkilega góð tilfinning að vera byrjaður að spila fótbolta og snerta boltann. Ég hlakka bara til sumarsins.“ Þurfa að vera klókir Kristján er meðvitaður um að var- hugavert geti verið að fara of geyst af stað eftir fjögurra ára fjarveru frá boltanum. Hann segir hins vegar grunnþolið vera ágætt. „Ég vil auðvitað gera eins vel og ég get. Við þurfum auðvitað að vera klókir til að byrja með á meðan ég er að koma mér í gang. Svo ég fari ekki of geyst af stað heldur byrji hægt og rólega. Ég stefni fyrst á að komast í leikmannahópinn, hvenær sem það verður, en ég held að það hljóti að vera fyrsta markmiðið. Ég var virkilega duglegur í rækt- inni og gerði mikið af því að hlaupa utandyra eftir að ég hætti í fótbolt- anum. Ég hafði mjög gaman að því og ég held að grunnþolið sé til staðar. Byggja þarf ofan á það því það er annað en að vera í fótboltaformi.“ Nokkur kunnugleg andlit Kristján var marksækinn síðast þegar hann lék á Íslandsmótinu eins og fyrr segir og á ekki von á öðru en að Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sjái Kristján fyrir sér í sókninni. „Ég kann vel við mig í tíunni en get líka leyst níuna af. Ég held að hann viti alveg að ég er sterkur sókn- armaður,“ sagði Kristján og hann sér nokkur kunnugleg andlit í FH-liðinu frá því fyrir sex árum. „Já, já, þeir eru nokkrir og ég hef einnig unnið áður með Guðlaugi Baldurssyni að- stoðarþjálfara,“ sagði Kristján Gauti Emilsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Efsta deild kvenna hófst í gær og karlarnir hefja leik í dag. Fyrsti leik- ur FH verður á morgun klukkan 18 gegn HK í Kórnum.  Kristján Gauti tekur fram skóna  Leikur með FH eftir sex ára fjarveru Morgunblaðið/Styrmir Kári FH Kristján Gauti Emilsson er kominn aftur af stað með Hafnarfjarðar- liðinu eftir langt frí frá fótboltanum og gæti spilað á ný fljótlega. Virkilega góð tilfinning að vera byrjaður FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Óvæntustu tíðindin í aðdraganda Ís- landsmótsins í knattspyrnu hljóta að vera þau að Kristján Gauti Emilsson ætlar að taka fram skóna og spila með FH eftir fjögurra ára hvíld frá íþróttinni. Kristján lék síðast árið 2015 með Nijmegen í Hollandi en síð- ast með FH sumarið 2014. Setti hann þá verulega svip á FH-liðið með því að skora fimm mörk í níu leikjum í deildinni og þrjú til viðbótar í Evr- ópuleikjum. „Sú hugsun að taka fram skóna hefur komið til mín nokkrum sinnum. Ég gat ekki hætt að velta því fyrir mér og ákvað loksins að fylgja því eftir og taka fram skóna. Í raun- inni velti ég því ekkert fyrir mér að Á HLÍÐARENDA Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Titilvörn Vals hófst með 3:0-sigri á KR á Hlíðarenda í upphafsleik Pepsi Max-deildar kvenna í knatt- spyrnu í gærkvöld. Eftir langa og stranga bið er Íslandsmótið loks hafið og gefur fyrsti leikurinn góð fyrirheit fyrir það sem koma skal. Valskonur byrjuðu með látum því einni og hálfri mínútu eftir að Gunnar Freyr Róbertsson flautaði mótið á var Elín Metta Jensen búin að skora. Tæpum hálftíma síðar var Elín búin að skora aftur og Hlín Eiríksdóttir sömuleiðis. Var þá ljóst hvort liðið færi með sigur af hólmi. Það er gríðarlega jákvætt fyrir Val að Hlín og Elín Metta skuli byrja á að þenja netmöskvana, en þær voru markadrottningar síðasta sumars ásamt Berglindi Björgu Þorvalsdóttur hjá Breiðabliki. Vals- liðið er að mestu skipað sömu leik- mönnum og urðu Íslandsmeistarar á síðasta ári og markmiðið er skýrt; að verja titilinn. KR fékk sín færi í leiknum en landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir var sterk á milli stanganna hjá Val. Valsliðið er lítið breytt á milli ára en sex úti-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.