Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 1
Hvar varst þú þegar...?
Ný tískaí kófinu
Öll þykjumst við vita hvar við vorum og með hverjum þegar við fréttum af eða urðum
vitni að stórviðburðum sögunnar og öll smáatriði eru greinileg í huga okkar. Fjölmörg
dæmi eru um að slíkar minningar geti verið alrangar og rannsóknir benda til þess að
hlutirnir hafi ekkert verið eins og þú heldur. 12
19. JÚLÍ 2020SUNNUDAGUR
Dánaraðstoðhefur sannað sig
Kórónuveiru-faraldurinnhefur getið afsér grímutískuog eru tilbrigðinaf ýmsumtoga. 18
Við aftur-eldingu
Árni Sæberg tók daginn
snemma og elti sumarbirtuna
upp í Kjós og Hvalfjörð.14
Guðlaug Einarsdóttir veitirlíknandi meðferð í Kanada. 8L A U G A R D A G U R 1 8. J Ú L Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 168. tölublað 108. árgangur
Volkswagen ID.3 1ST
Rafmögnuð framtíð
Pantaðu núna og
fáðu þinn í haust
www.volkswagen.is/ID · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA#NúGeturÞú
SAFNARINN
SKÚLI Á YFIR
900 VERK
MIKIÐ AF
NÝFLEYGUM
KRÍUUNGUM
FUGLALÍF 4SÝNINGIN ER NÚIÐ 42
Alexander Kristjánsson
Snorri Másson
Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað
til atkvæðagreiðslu um ótímabundið
verkfall flugfreyja hjá Icelandair.
Atkvæðagreiðslan hefst næstkom-
andi föstudag og stendur til mánu-
dags, en verði verkfall samþykkt
hefst það þriðjudaginn 4. ágúst.
Útspilið kemur í kjölfar þess að
Icelandair tilkynnti í gær að félagið
hefði slitið kjaraviðræðum við flug-
freyjur og hygðist semja við annað
stéttarfélag um kaup og kjör flug-
freyja. Þá var öllum flugfreyjum fé-
lagsins sagt upp og láta þær af störf-
um eftir helgi.
Því kann einhver að spyrja sig
hvaða þýðingu það hafi að boða til
verkfallsaðgerða þegar starfsmenn
eru ekki við vinnu.
Magnús Norðdahl, lögfræðingur
Alþýðusambandsins, segir í samtali
við Morgunblaðið að þegar stéttar-
félag eigi í löglegri kjaradeilu við at-
vinnurekanda og hafi boðað til lög-
legs verkfalls sé öðrum óheimilt að
ganga í störfin. Er það því mat Al-
þýðusambandsins að Icelandair geti
ekki fengið flugmenn eða aðra utan
Flugfreyjufélagsins til að starfa sem
„öryggisliða“ um borð í flugvélum
meðan á verkfalli stendur.
Um 40 flugfreyjur voru enn starf-
andi hjá félaginu þar til í gær, en 897
flugfreyjum hafði verið sagt upp
störfum í apríl. Bogi Nils Bogason,
forstjóri Icelandair, sagði í gær að
nauðsynlegt væri að semja við nýtt
stéttarfélag fyrir hlutafjárútboð um
miðjan ágúst. Hann hefði trú á að
það gæti tekist í tæka tíð, þó að enn
lægi ekki fyrir hvaða félag yrði sam-
ið við. „Ef mótaðilinn er klár í það
held ég að það sé hægt að vinna þetta
tiltölulega hratt,“ segir hann.
Vonast enn eftir samkomulagi
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, for-
maður Flugfreyjufélagsins, segir að
útspil Icelandair hafi komið á óvart
og sé félaginu til skammar.
Aðalsteinn Leifsson ríkissátta-
semjari segist enn binda vonir við að
kjaradeilu Icelandair og Flugfreyju-
félagsins ljúki með samkomulagi,
þrátt fyrir að Icelandair hafi slitið
viðræðum.
Aðspurður segist Aðalsteinn ekki
hafa vitað af því fyrirfram að það
stæði til. Hann hafi ekki fengið upp-
lýsingar um það fyrr en eftir árang-
urslausan fund Flugfreyjufélagsins
og Icelandair í gærmorgun. „Ég hef
hins vegar verið í sambandi og ráð-
fært mig við samningsaðila. Ef ég
met það svo að það verði árangurs-
ríkt að halda fundi þá boða ég þá,“
segir Aðalsteinn.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Brúnaþungur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að samið verði við nýtt félag í stað Flugfreyjufélagsins. Félagsmenn hóta verkfalli.
Verkfallsvopnið enn virkt
Öllum flugfreyjum Icelandair sagt upp í gær Atkvæði greidd um ótímabundið
verkfall Lögfræðingur ASÍ segir ólöglegt að ganga í störf fólks í verkfalli
MUppsagnir flugfreyja »2 & 8
Ali Mazanderani,
stjórnarformaður
Salt Pay, sem ný-
verið keypti 96%
hlut í Borgun, sat
áður í stjórn
Creditinfo. Hann
segir að Salt Pay
hafi valið Ísland
sem stökkpall
einfaldlega vegna
þess að landið sé
yndislegt.
Til viðbótar hafi þeir dáðst að
öðru sem þeir hafi séð hér á landi og
þeim árangri sem Íslendingar hafi
náð sem sé umfram það sem megi
búast við af fámennri þjóð. Nefnir
hann sérstaklega árangur í fótbolta,
en þetta megi sjá mun víðar í sam-
félaginu.
Þá segir Ali að landsmenn séu al-
mennt mjög tæknisinnaðir og taki
fljótt upp tækninýjungar, sem sé
einmitt það sem þeir horfi til.
Ali er afar reyndur sem og nýir
forstjórar Borgunar, þeir Eduardo
Pontes og Marcos Nunes. »10
Salt Pay
dáðist að
Íslandi
Ali
Mazanderani
Reyndir menn
taka við Borgun
Konráð S.
Guðjónsson, hag-
fræðingur Við-
skiptaráðs, telur
nú líkur á að
samdráttur í
hagkerfinu verði
við lægri mörk
efnahagsspár
Viðskiptaráðs og
Samtaka at-
vinnulífsins frá
því í maí. Grunnsviðsmyndin hljóð-
aði upp á 13% samdrátt en Konráð
telur nú líkur á því hafa aukist að
samdrátturinn verði nær 8%.
Anna Hrefna Ingimundardóttir,
forstöðumaður hjá SA, segir einka-
neyslu landsmanna ekki hafa dreg-
ist saman að því marki sem sam-
tökin óttuðust, enda séu margir að
ferðast innanlands í fríinu í stað
ferðalaga erlendis. »6
Telja nú horfur á
minni samdrætti
Konráð S.
Guðjónsson