Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þessi sýning er núið. Þetta er ekki
fortíðin og ekki framtíðin,“ segir
læknirinn og listaverkasafnarinn
Skúli Gunnlaugsson um sýninguna
Tíðaranda í Listasafni Árnesinga í
Hveragerði þar sem samtímaverk úr
safni hans eru sýnd. Skúli hefur ver-
ið afar ötull safnari undanfarna tvo
áratugi og nú telur tilkomumikið
einkasafn hans yfir 900 verk.
Á undan-
förnum árum hef-
ur Skúli sjálfur
sett upp sýningar
úr safni sínu víða,
meðal annars í
ýmsum fyrir-
tækjum á höfuð-
borgarsvæðinu.
„Hjá mér er þetta
náttúrulega
áhugastarf. Ég
samt hef lagt mig
eftir því að sýningarnar myndi, hver
og ein, fagurfræðilega heild og
standist listfræðilega skoðun.“ Hann
segir hins vegar horfa öðru vísi við
þegar um sýningu í opinberu safni sé
að ræða, þá sé nauðsynlegt að fá sýn-
ingarstjóra í verkið. Sýningunni Tíð-
aranda stýrir Vigdís Rún Jónsdóttir.
„Ég vildi bara að Vigdís fengi al-
gjörlega lausan tauminn með þetta
og að hún gerði það sem hún vildi.
Þessi sýning er þannig lagað hennar
hugverk og að sumu leyti kom mér á
óvart hvað hún valdi, en það er bara
gaman.“ Hann segist ánægður með
útkomuna.
Safneignin hefur tvöfaldast
Sýningarstjórinn Vigdís er
höfundur og ritstjóri bókar um safn-
eign Skúla sem ber vinnuheitið
„Listaverkasafnarinn“. „Skúli hafði
samband við mig í byrjun árs 2018 til
þess að skrifa bók um safneignina.
Svo í kjölfarið ákváðum við að það
yrði sett upp stór sýning samhliða
útgáfu bókarinnar,“ segir Vigdís.
Hún segir ekki enn vera komið að
þeirri útgáfu en í millitíðinni hafi
Inga Jónsdóttir, fyrrverandi safn-
stjóri Listasafnsins Árnesinga, haft
samband við hana og boðið þeim að
setja upp sýningu á safneign Skúla.
„Frá því ég kynntist Skúla, fyrir
tveimur og hálfu ári, hefur safneignin
tvöfaldast, farið úr 450 verkum yfir í
900 verk. Svo við urðum einhvern
veginn að afmarka efnið.“ Þá hafi
þeim dottið í hug að setja upp sýn-
ingu sem ætti í samtali við sýningu
sem var sett upp fyrir ári síðan á
Listasafninu. Það var sýning á stofn-
gjöf Ragnars í Smára, eins þekktasta
listaverkasafnara landsins. Þá sýn-
ingu segir Vigdís hafa varpað ljósi á
tíðaranda samtíma Ragnars. „Þá kom
upp sú hugmynd að varpa ljósi á það
sem er í gangi núna, samtímalistina
úr safneign Skúla,“ segir Vigdís.
Ungir en fullskapaðir
„Þótt safnið sé stórt þá tekur það
ekki nema ákveðinn fjölda verka svo
þá ákvað ég að fókusinn yrði settur á
yngri kynslóð listamanna og verk
sem eru unnin á síðustu tíu árum.“
Fyrir valinu urðu rúmlega 60 verk
eftir listamenn sem fæddir á tíma-
bilinu frá um 1970 til 1993.
Yngsta verkið, skúlptúr eftir Matt-
hías R. Sigurðsson, var unnið í
febrúar á þessu ári. Það ber titilinn
„Tíðarandi“ og dregur sýningin heiti
sitt af því.
„Mér fannst allt of mikið fyrir
þessu haft,“ segir Skúli og hlær þegar
hann er spurður hvernig honum hafi
þótt takast til hjá sýningarstjóranum.
Hann maldar svo í móinn: „Nei, nei,
þetta var frábærlega vel gert hjá Vig-
dísi.“
Skúli segir flesta þá listamenn sem
eiga verk á sýningunni vera milli þrí-
tugs og fertugs. „Þetta eru ekki lista-
menn sem myndu flokkast sem efni-
legir heldur eru þetta fullskapaðir
listamenn, sem eru margir hverjir á
fyrstu árunum á sínum ferli.“ Auk
þess má finna á sýningunni verk vel
þekktra listamanna á borð við Ragn-
ar Kjartansson, Libiu Castro og Ólaf
Ólafsson. „Svo er Snorri Ásmundsson
þarna með af því hann er svona
„óþekka barnið“ í listinni og fylgir
alltaf börnunum. Mér fannst þetta
ganga vel upp,“ segir Skúli.
„Mitt markmið með þessu er að
sýna hvað ég hef verið að gera undan-
farið.“ Skúli segir að í safni sínu sé að
finna öll tímabil íslenskrar mynd-
listar, þó ekki séu þar verk eftir alla
íslenska listamenn enda sé það ekki
markmiðið. „Þarna eru gömlu meist-
ararnir, módernistarnir, nýja mál-
verkið, ljósmyndir, skúlptúrar, vídeó
og allt.“ Á sýningunni Tíðaranda sé
hins vegar einblínt á samtímann en
þar sé að finna alls konar miðla.
„Þetta eru auðvitað mest málverk en
það eru þarna skúlptúrar og vídeó-
verk og svo var meira að segja
gjörningur á opnuninni,“ segir Skúli.
„Ég er stundum spurður að því
hverja ég sé að veðja á núna en ég er
nú aldrei að veðja á neinn og hef
aldrei keypt verk til þess að selja
þau strax aftur.“ Skúli segir að hins
vegar megi finna á þessari sýningu
gott yfirlit yfir þá listamenn af yngri
kynslóðinni sem hann haldi að stand-
ist tímans tönn. „Svo eru þarna
heimsþekktir listamenn líka svo
þetta er góð blanda.“
Þegar Vigdís er spurð hvort hún
hafi greint einhverja þræði sem ein-
kenni verk þessara samtímalista-
manna segir hún: „Það var einmitt
það sem ég var að reyna að skoða
með uppsetningunni á þessari sýn-
ingu, hvort mætti finna eitthvað sem
einkennir okkar tíðaranda.“ Hún
segir að greina megi ákveðinn sam-
hljóm í verkum listamannanna, þeir
séu margir að vinna með fortíðina,
bæði hvað varðar stíla og viðfangs-
efni.
Frásagnir og geómetría
Sýninguna segir hún skiptast í
tvennt. Í sal eitt sé að finna frá-
sagnarkennd verk, þar sem verið sé
að vinna með þjóðsagnararfinn,
tungumálið, myndmál Forn-Egypta
og vefnað. Í sal þrjú sé geómetrían
hins vegar einkennandi. Þetta lá
ekki fyrir þegar verkin voru valin en
þegar Vigdís fór að raða þeim niður
blöstu þessir þræðir við. „Það virðist
sem annar helmingur samtímalista-
manna sé að vinna með þessi geó-
metrísku form en hinn sé í frá-
sagnarkenndari list. Af einhverjum
ástæðum virðist geómetrían vera að
koma upp á yfirborðið aftur sem hef-
ur ekki verið í langan tíma.“
Áhugasömum gefst tækifæri á að
heyra Vigdísi kafa dýpra í þessar
vangaveltur um hvað einkenni ís-
lenska samtímalist á morgun, sunnu-
dag, kl. 14. Þá mun sýningarstjórinn
leiða gesti um safnið og fræða þá um
sýninguna. „Þar ætla ég að reyna að
útskýra þetta betur með vísun í
ákveðin hugtök sem ég er að vinna
út frá.“
Þrátt fyrir að safn Skúla sé orðið
gríðarlega stórt er hann hvergi
nærri hættur að festa kaup á verk-
um. „Ég keypti síðast verk í fyrra-
dag.“ Þá festi hann kaup á verki eftir
Jóhann Briem frá árinu 1934.
„Núna er ég bara að fylla upp í til
að búa til þetta fullkomna safn sem
auðvitað er ekki til,“ segir hann og
hlær. „Þetta er eilífðarverkefni. Það
vantar alltaf eitthvað en þetta er
samt engin árátta. Það líða stundum
tveir eða þrír mánuðir þar sem ég
nenni ekki að pæla í þessu. Síðan
bara fer maður í gang aftur. Ég
vakna ekki á morgnana hvern ein-
asta dag og segi: „Nú verð ég að
kaupa eitthvað“. Maður er alltaf að
gera meiri kröfur,“ segir safnarinn.
Skúli segir fólk eiga erfitt með að
átta sig á hvernig hann geti bæði
haft áhuga á að kaupa „speisað“
samtímaverk, til dæmis eftir Elínu
Hansdóttur, og verk eftir mynd-
listarmenn á borð við Ásgrím Jóns-
son. „Það er það sem er svo gaman
við þetta. Mér finnst gaman að
tengja þetta nýja við þetta gamla.
Við megum aldrei gera lítið úr sög-
unni. Þetta er saga. Þetta er saga
dagsins í dag í Hveragerði.“
Skúli bjó í Bandaríkjunum í tutt-
ugu ár og hóf að safna listaverkum
meðan hann dvaldi þar. Í upphafi
festi hann líka kaup á erlendri list en
segist hafa orðið að takmarka sig
einhvers staðar. „Ég hef einblínt á
íslenska list og erlenda listamenn
sem hafa unnið á Íslandi. Þeim fer
sífelt fjölgandi. Íslensk myndlist er
að verða miklu alþjóðlegri. Dieter
Roth, Kees Visser og Barbara Árna-
son eru bara Íslendingar í mínum
huga. Þetta er hrærigrautur að
verða.“
Myndlist Fjölmörg samtímaverk úr safni Skúla eru til sýnis á Listasafni Árnesinga. Hér má til að mynda sjá verk
eftir Þórdísi Aðalsteinsdóttur, Leif Ými Eyjólfsson, Guðmund Thoroddsen og Matthías R. Sigurðsson.
Morgunblaðið/Einar Falur
Safnarinn Skúli Gunnlaugsson læknir fyrir framan verk úr safneign sinni á
sýningu á þeim í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík í fyrra.
Varpa ljósi á tíðarandann
Sýningin Tíðarandi í Listasafni Árnesinga Yfir 60 samtímaverk eftir íslenska myndlistarmenn
úr safni Skúla Gunnlaugssonar Sýningarstjórinn Vigdís Rún Jónsdóttir með leiðsögn á sunnudag
Vigdís Rún
Jónsdóttir