Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Stærð: 74,1 fermetrar Verð: 53,5 milljónir F A S T E I G N A S A L A Til sölu er mjög falleg tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð í nýju lyftuhúsi og flottu útsýni á Seltjarnarnesi. Vandaðar innréttingar sem hannaðar eru af Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnardóttur. Með íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Í stofu og svefnherbergi er aukin lofthæð, 2,85 metrar. Fullkomið loftræstikerfi er í húsinu. Hrólfsskálamelur 5 I 170 Seltjarnarnes Lárus Ómarsson | löggiltur fasteignasali Hafið samband á nyhofn@nyhofn.is eða í síma 515 4500 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman til fundar í Brussel í gær til þess að ræða hvernig haga ætti neyðaraðstoð til aðildarríkja sambandsins vegna kórónuveiru- faraldursins. Ríki Evrópu glíma nú við verstu efnahagskreppu frá stríðslokum og leita leiðtogarnir nú samkomulags um hvernig verja eigi um 750 millj- örðum evra, sem stefnt er að því að verði í sérstökum neyðarsjóð sam- bandsins. Þeim fjármunum er ætlað að aðstoða þau ríki sem verst hafa orðið úti í faraldrinum. Ekki eru þó öll ríkin á einu máli um hvernig best sé að haga neyðar- aðstoðinni, og hafa Hollendingar og Austurríkismenn verið á því að sem minnst af henni ætti að vera í formi styrkveitinga til ríkja eins og Spánar og Ítalíu, en fyrrnefndu þjóðirnar telja að fjármálastjórnun í þeim ríkj- um hafi verið ábótavant áður en kór- ónuveirukreppan skall á. Lýsti Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, því yfir í vikunni að hann teldi að megnið af aðstoðinni ætti að vera í formi lána með ströngum skilyrðum um að ríkin sem þæðu gerðu bragar- bót á ríkisfjármálum sínum. Enn langt á milli ríkjanna Fundi leiðtoganna verður haldið áfram í dag, en þeir vildu lítið segja fyrir um hvort hægt yrði að ná sam- komulagi nú um helgina. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði til að mynda að þó að slíkt samkomulag væri æskilegt þyrfti einnig að horf- ast í augu við raunveruleikann. „Þess vegna á ég von á mjög, mjög erfiðum viðræðum.“ Emmanuel Macron Frakklands- forseti sagði að fundurinn væri „stund sannleikans“ fyrir Evrópu- sambandið, og að framtíð evrópskrar samvinnu væri undir. Aðilar kunnugir viðræðunum sögðu við AFP-fréttastofuna að þær hefðu farið vel fram, en enginn gerði ráð fyrir að neitt yrði samþykkt um helgina, heldur yrði aftur boðað til leiðtogafundar síðar í júlí. „Stund sannleikans“ fyrir ESB?  Leiðtogar aðildarríkjanna hófu tveggja daga viðræður um tilhögun neyðarsjóðs  Einkum tekist á um hvort aðstoðin eigi að vera í formi styrkja eða lána  Enn langt á milli ólíkra sjónarmiða ríkjanna AFP Afmæliskveðja Angela Merkel Þýskalandskanslari (t.v.), fagnaði 66 ára af- mæli sínu í gær, og óskuðu aðrir leiðtogar sambandsins henni til hamingju. Elísabet 2. Bretadrottning aðlaði í gær Tom Moore, kaftein í breska hernum í seinni heims- styrjöldinni, en söfnunarátak hans vegna kór- ónuveirunnar hefur skilað breska heilbrigðis- kerfinu meira en 32 milljónum sterlingspunda. Athöfnin fór fram utandyra við Windsor- kastala og notaði Elísabet sverð sem tilheyrði föður hennar, Georg 6., en hann var konungur á árum heimsstyrjaldarinnar. Ljósmynd/Breska konungsfjölskyldan „Kafteinn Tom“ aðlaður fyrir söfnunina Svo gæti farið að talsvert hökt verði á flutningi öryggisbúnaðar, sem not- ast er við í baráttunni gegn kórónu- veirunni, til Bandaríkjanna. Er ástæðan þar að baki mikil flóð í suð- urhluta Kína sem orðið gæti til þess að erfitt verði að nálgast umræddan búnað. Frá þessu greinir Reuters. Flóð eru nú á stóru svæði í Kína, en hamfarirnar eru þær verstu í ára- tugi. Nú síðast bárust flóðin til borg- arinnar Wuhan sem stendur nærri Yangtze-ánni. Yfirborð vatns á svæðinu hækkar hratt og hafa borg- aryfirvöld lýst yfir neyðarástandi í öllum nærliggjandi héröðum. Í smærri borgum nærri Wuhan fer fram framleiðsla á búnaði sem nýtt- ur hefur verið í baráttunni gegn kór- ónuveirunni. Hafa framleiðendur í Bandaríkj- unum nú áhyggjur af því að þetta kunni að valda seinkun í afhendingu á öryggisbúnaði. Heildsalar telja að töfin kunni að verða allt að þrjár vik- ur taki ástandið ekki að skána. Slíkt gæti haft slæmar afleiðingar. Miklar sumarrigningar eru ekki nýjar af nálinni í Kína, en á nær hverju ári verða fyrirtæki um heim allan vör við flóð þar í landi. Hefur það oft á tíðum tafið afhendingu búnaðar, en vörur þaðan verða sífellt mikilvægari í aðfangakeðjum heims- ins. Afhendingu búnaðar seinkar  Flóð í Kína setja strik í reikninginn  Rauð viðvörun AFP Flóð Mikið vatn hefur flætt yfir bakka Yangtze-árinnar nærri Wuhan. Olaf Scholz, fjár- málaráðherra Þýskalands, var gagnrýndur í gær eftir að skjöl komu fram í Wirecard-málinu sem sýndu að hann hefði vitað af ásökunum gegn fyrirtækinu þegar árið 2019. Wirecard, sem einkum sinnti greiðslumiðlun á netinu, þurfti að leita gjaldþrotaskipta í síðasta mán- uði eftir að í ljós kom að um 1,9 millj- arðar evra sem áttu að vera á reikn- ingum félagsins voru horfnir eða höfðu aldrei verið til. Scholz sagði fyrr í mánuðinum að Wirecard-hneykslið væri án hlið- stæðu og kallaði eftir umbótum á fjármálaeftirliti Þýskalands. Í gær kom hins vegar í ljós að Scholz var tjáð í febrúar 2019 að eft- irlitið hefði Wirecard til skoðunar vegna gruns um markaðsmisnotkun. Bernd Riexinger, leiðtogi vinstri- flokksins Die Linke, sagði að Scholz þyrfti að útskýra hvers vegna ráðu- neyti hans hefði horft framhjá við- vörunarljósunum í kringum Wire- card, og tóku Græningjar og aðrir stjórnarandstöðuflokkar undir þá gagnrýni. Vissi um ásakanir árið 2019  Scholz gagnrýndur vegna Wirecard Olaf Scholz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.