Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Óskar Bergsson löggiltur fasteignasali H am r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0 Getum bætt við okkur löggiltum fasteignasölum og nemum til löggildingar, með reynslu af sölu fasteigna. Góð vinnustaða og góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar gefur Óskar í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is Við eðlilegar kringumstæðurstæði nú yfir undirbún-ingur íslensku liðanna fyr-ir Ólympíuskákmótið sem átti að hefjast í Moskvu þann 5. ágúst nk. En mótinu hefur verið frestað fram á næsta ár. FIDE mun standa fyrir einhverskonar Ólymp- íumóti á netinu en keppnis- fyrirkomulag þess er með gerólíku sniði. Ef stríðsárin og næstu ár þar á eftir eru undanskilin í upptalningu hafa ólympíumótin alltaf farið fram en stundum hefur litlu munað að ekkert yrði af mótshaldi. Fyrsta opinbera ólympíumótið var haldið í London árið 1927 en Ís- lendingar voru fyrst með í Hamborg árið 1930. Mótið var haldið nánast á hverju ári allan fjórða áratuginn en árið 1936 stóð FIDE í lappirnar gagnvart kynþáttahyggju nasista og neitaði að viðurkenna Ólympíumótið 1936 sem haldið var í München. Einn þeirra sem tefldu fyrir Ís- lands hönd á þessum árum var Bald- ur Möller. Í sumar eru 70 ár síðan hann varð Norðurlandameistari öðru sinni og í tilefni þess er áhuga- vert að skoða þátttöku hans á vett- vangi ólympíumótanna. Baldur tal- aði stundum um að hann væri eiginlega tengiliður milli gamla tím- ans og hins nýja. Þegar hann varð Norðurlandameistari var hann tví- mælalaust sterkasti skákmaður Ís- lands en yngri menn tóku síðan við kyndlinum og þar fór fremstur Friðrik Ólafsson. Ef undan er skilið óopinbera ólympíumótið í München var Baldur fyrst með í Stokkhólmi árið 1937. Ís- lendingar voru að fikra sig áfram á þessum vettvangi og frammistaðan eftir því. Og hann var í sveitinni í Buenos Aires árið 1939 sem vann B- riðilinn og Copa Argentina eins og frægt varð. Jón Guðmundsson var stjarna liðsins en Baldur, sem fékk það erfiða hlutverk að tefla á 1. borði, stóð sig vel. Síðan liðu 17 ár og Baldur gaf kost á sér í lið Íslands sem tefldi á Ólympíumótinu í Moskvu haustið 1956. Liðið hefði með smá heppni getað náð sæti í A- úrslitum en tefldi í B-úrslitum. Frammistaða Friðriks á 1. borði, Guðmundar Pálmasonar á 4. borði og Baldurs Möller á 3. borði var góð en „farþeginn“ – 1. varamaður sveit- arinnar, tapaði öllum fjórum skákum sínum í úrslitakeppninni og sveitin varð í 2. sæti. Baldur hlaut 11 vinn- inga af 16 mögulegum og var það þriðji besti árangur 3. borðs manns. Lítum á tvö dæmi úr skákum Baldurs í úrslitunum: Ólympíumótið í Moskvu 1956; 5. umferð: Baldur Möller – Gotthard Back- lund ( Svíþjóð ) 51. g7+! Rxg7 52. Hxd6 Hh4 53. Bc5! Hxe4 54. Hf6+ Ke8 Eða 54. … Kg8 55. d6 og d-peðið rennur upp í borð. 55. Hf8+ Kd7 56. Hf7+ Kc8 57. Hxg7 Hc4 58. Bg1 Ha4 59. d6 Ha5 60. d7+ – og svartur gafst upp því að 60. … Kc7 má svara með 61. Bb6+ o.s.frv. Í næstsíðustu umferð tefldu Ís- lendingar við Finna og gerðu jafnt 2:2. Ólympíumótið í Moskvu 1956; 10. umferð: Baldur Möller – Toivo Salo 24. Bxf5! Dálítið óvæntur leikur sem svart- ur hefði átt að svara með 24. … gxf5. Þá gerir hvítur best í því að leika 25. He3, tvöfalda síðan hrókana á e- línunni. En Finninn gáði ekki að sér… 24. … Hxf5? 25. Rc4! Óvæntur hnykkur. Hvítur vinnur skiptamun. 25. … dxc4 Eða 25. … Dd7 26. Hxe8+ Dxe8 27. Rd6 o.s.frv. 26. Hxe8+ Kf7 27. He2 Ba6 28. De3 Dd7 29. Hd2 Hd5 30. Hfd1 hxd2 31. Dxd2 De7 32. Dd5+ Kf8 33. Dd8+ De8 34. Hd7 bb5 35. Dxe8+ – og svartur gafst upp. Ólympíuár Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Þegar orðsifjar eru annars vegar, þá segi ég sem skáld, að hafa beri það sem skemmti- legra reynist. Enda eru Íslendingar, t.d. sem vísnaþjóð, óvenju- lega uppteknir af að leika sér með tungu- málið flókna án þess að fletta mikið upp í orð- sifjabókum málfræð- inganna. Mannanöfn í fjölskyldunni Dæmi úr eigin ranni eru einfald- lega mannanöfnin í kjarnafjölskyldu minni og má vera að einhverjir hafi gaman af slíkum smámunum í kóf- inu! Þannig heiti ég Tryggvi að for- nafni. Ég álykta að það þýði hinn trúi eða hinn áreiðanlegi, fremur en hinn hundslega sauðtryggi! Þá vandast það er kemur að mið- nafninu, sem er Valtýr. Í þýsku og ensku giska ég á að það sé Walter, en það kvað þýða valdur eða sá sem hefur vald yfir fólkinu í kringum sig, samanber vald-her. Pabbi lét víst skíra mig það vegna vesturíslensks frænda okkar sem bjó í Kanada og heimsótti okkur hér en hann hét Walter Lindal. Eftir að ég gekk í Ásatrúarfélagið heyrði ég þó aðra skýringu; að Val- týr, sem eitt af heitum Óðins, þýddi guð vígvallarins eða valsins, en Týr mun þá vera grundvallarlega nafn (indó-evrópsks) guðs, samanber: Týr, Tívur, dís, dis, deus og Zeus (Seifur). Þó játa þeir að fyrri skýringin kunni að vera réttari, svo pabbi heit- inn kann að hafa haft rétt fyrir sér um að Walter sé sama nafn og Val- týr! Þá heiti ég Baldursson, en nafnið Baldur er rakið til norræna guðsins er var tengdur við sólarbirtuna, samanber orðin böllur, bolti = sól og Ballarhaf = bjartahaf, og Baltnesku löndin; Baltikum = Ljósaland. Einn bróðir minn heitir Eiríkur: Líklega merkir það nafn eilíflega voldugur eða ríkur af eyjum frekar en eigi ríkur! Ættarnafnið og önnur svipuð Þá er komið að ætt- arnafninu, Líndal. Það var lögfest frá Lækja- móti í Víðidal í V- Húnaþingi fyrir 1924. Kannski dregið af daln- um Líndal, sem er þar rétt hjá, og heitir nú aftur Línakradalur. Kenning er um að nafnið vísi til að þar bylgist grasið svo fallega í vindi að minni á lín, enda vaxi þar línurt eða klófífa sem spunnið hafi verið úr (og ber víst líka latneska ættkvíslarnafnið Linus). Önnur Líndalsætt er þekktari og ögn eldri og tengjumst við henni víst gegnum Natan Ketilsson, er var veginn 1830. (Hann átti að hafa kall- að sig Lyngdal að sænskri fyrir- mynd, ef marka má skáld-ævisögu Þorgeirs Þorgeirsonar heitins um það efni. Enda munu keimlík nöfn algeng þar og í Lindal í Noregi. Enska ættarnafnið Lindale þýðir hins vegar Linditrjáadalur.) Hver veit og nema íslenska ætt- arfylgdarnafnið Vídalín þýði Víði- dals-lín. Eða þá frá Víðidal, sam- anber: Ví-dal-ín? … Í ljóði mínu: Niðjar Natans Ketils- sonar! segi ég m.a. svo: „Ef þú snertir nú axarblaðið kemstu í snertingu við ættarsöguna er forfaðir okkar hjó höfuðin af Agnesi og Friðriki, 1830, fyrir að hafa drepið bróður hans, Natan Ketilsson „Líndal“, er var lyfsali og skáld gott!“ – segi ég nú við Önnu systur á Þjóðminjasafninu … Orðapælingar landans Eftir Tryggva V. Líndal »Þá er komið að ætt- arnafninu, Líndal. Það var lögfest frá Lækjamóti í Víðidal í V-Húnaþingi fyrir 1924. Tryggvi V. Líndal Höfundur er skáld og menningar-mannfræðingur. Fritz Weisshappel fæddist 18. júlí 1908 í Vínarborg. For- eldrar hans voru hjónin Fried- rich Weisshappel hljómlistar- maður og Anna Probst- Weisshappel söngkona. Fritz lauk stúdentsprófi í Vín, stundaði tónlistarnám og lagði helst stund á sellóleik. Hann kom til Íslands 1927, dvaldist hér að mestu leyti eft- ir það; starfaði hér fyrst sem selló- og kontrabassaleikari en tók við af Emil Thoroddsen sem píanóleikari hjá Ríkis- útvarpinu 1939 en hafði áður oft leyst hann af. Hann spilaði undir hjá söngvurum og kór- um og varð fljótlega einn mikilvirkasti og ástsælasti meðleikari íslenskra söngvara og kóra um langt árabil. Til er mikill fjöldi af upptökum, bæði hjá útvarpinu og útgefinn á plötum þar sem hann er við pí- anóið. Hann var auk þess með- leikari með Karlakór Reykja- víkur um árabil og ferðaðist víða með einsöngvurum jafnt sem kórnum. Fritz var kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá stofnun hennar 1950 til 1961 og framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar 1961 til 1962. Eiginkona Fritz var Helga Waage, f. 1914, d. 1996, og eignuðust þau þrjú börn. Fritz lést 28.1. 1964. Merkir Íslendingar Fritz Weisshappel Morgunblaðið/Helgi Ólafsson Efstur Helgi Áss Grétarsson vann með fullu húsi hraðskákmót Menningar- félagsins Miðbæjarskákar sem fór fram í Gilinu á Akureyri sl. laugardag. Hér glímir hann við Davíð Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.