Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020
✝ Hjördís Haf-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. nóvember 1952.
Hún lést á Líkn-
ardeild LSH í
Kópavogi 24. júní
2020 eftir skamm-
vinn veikindi.
Foreldrar henn-
ar eru Hafsteinn
Hjartarson lög-
reglumaður, f. 5.9.
1908, d. 20. ágúst 1994, og Jór-
unn Sigríður Sveinbjörnsdóttir,
f. 25. mars 1925. Hún átti eina
systur, Hildu Hafsteinsdóttur, f.
17. júlí 1949, d. 4. apríl 2013.
Hálfbróðir samfeðra var Tómas
Reynir Hafsteinsson, f. 10. nóv-
ember 1935, d. 19. nóvember
2016.
Maki Hjördísar var Magnús
Ingvar Ágústsson, f. 13.6. 1953,
d. 4.3. 2012. Hjördís átti eina
stúlku af fyrra sambandi, Krist-
ínu Björk Leifsdóttur, f. 2. apríl
1971. Börn Hjördísar og Magn-
úsar eru: 1) Berglind, f. 1. októ-
ber 1972, maki Heimir Jónasson,
f. 13. apríl 1966, d.
28.3. 2020. Börn
þeirra eru Markús,
f. 1997, Áshildur
Þóra, f. 2003, og
Silja Björk, f. 2005.
2) Auður, f. 26. apr-
íl 1976, maki Þor-
bergur Auðunn
Viðarsson, f. 19.
mars 1970, d. 4.
október 2011. Barn
Auðar er Laufey
Eva Stefánsdóttir, f. 1996. Börn
Þorbergs af fyrra hjónabandi
eru Óttar Ingi, f. 1994, og El-
ísbet Huld, f. 1997. 3) Ágúst, f.
11. janúar 1978, maki Sara Alex-
andra Jónsdóttir, f. 31. maí
1988. Börn Ágústs og Söru Alex-
öndru eru: Hrafntinna Ágústs-
dóttir, 2014. Ernir Þór Stef-
ánsson, f. 2010. Börn Ágústs af
fyrra sambandi: Sylvía Sara
Ágústsdóttir, f. 2002, Elvar
Snær Ágústsson , f. 2005, og El-
ísa Sif Ágústsdóttir, f. 2008.
Útförin fór fram frá Graf-
arvogskirkju, 7. júlí 2020, í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Hjördís mín. Nú er komið að
kveðjustund. Ég kveð þig með
söknuði. Við Hjördís vorum
systradætur, og ólumst upp í
Reykjavík. Fjölskyldur okkar
bjuggu í Vogahverfinu. Það var
alla tíð samgangur á milli fjöl-
skyldna okkar. Hjördís var kát
og skemmtileg, hugmyndarík,
fljót að hugsa og vel að sér í
mörgum málum. Hún átti góðan
mann og fjölskyldu. En Bóbó,
maður hennar, lést á góðum
aldri. Þau hjónin voru dugleg og
eignuðust fallegt heimili, og
seinna byggðu þau vistlegan
sumarbústað á Suðurlandi. Gam-
an var að heimsækja þau þangað.
Hjördís og fjölskyldan voru sam-
rýnd, og var hún afar stolt af af-
komendum sínum. Hún hugsaði
mjög vel um Stellu móður sína,
sem býr nú á Hjúkrunarheim-
ilinu Eiri í Reykjavík. Einnig
voru Hjördís og fjölskylda henn-
ar mjög góð við Svövu móður-
systur okkar, og buðu henni heim
um jólin og við önnur tækifæri.
Hjördís átti ýmis áhugamál. Má
þar nefna m.a. innanhússhönnun
og allt sem viðkom tísku. Hún
hefði eflaust getað orðið góður
hönnuður. Einnig hafði hún gam-
an af ferðalögum. Eftir að Bóbó
lést seldi Hjördís húsið og keypti
sér íbúð á 3. Hæð í fjölbýlishúsi,
með góðu útsýni yfir Esjuna og
Akrafjallið.
Við Hjördís vorum alltaf í góðu
sambandi og töluðum oft saman í
síma. Hún sagði eitt sinni við mig
„Kristín, við erum svo góðar
frænkur og náum svo vel saman,“
og var ég vissulega sammála því.
Að lokum vil ég þakka Hjördísi
frænku minni fyrir góðar stundir.
Við Bjarni og fjölskylda okkar,
sendum innilegar samúðarkveðj-
ur til Stellu móður Hjördísar.
Einnig vottum við fjölskyldu
Hjördísar innilega samúð. Hið
sama gera bræður mínir Ólafur
Rúnar, Sveinbjörn, Gylfi, svo og
eiginkonur þeirra og fjölskyldur.
Hjördís mín, megi guð blessa
þig.
Þín frænka,
Kristín J. Dýrmundsdóttir.
Þakklæti er okkur efst í huga
þegar við kveðjum hana Hjördísi
vinkonu okkar. Margs er að
minnast frá þessum áratugum
sem við höfum þekkst, Korsíku-
og Ítalíuferðirnar voru yndisleg-
ar með þeim Hjördísi og Bóbó,
keyrt og skoðað en spaugið var
það sem einkenndi ferðirnar með
þeim, endalaust gat Bóbó séð
spaugilegar hliðar á öllu og Hjör-
dís hnýtti í hann, fannst hann
ganga of langt í bröndurunum.
Sumarbústaðurinn í Úthlíð
var þeirra sælustaður, þar undu
þau sér vel og tóku köttinn
Bangsímon með um hverja helgi.
Í Úthlíðina komum við oft á hús-
bílnum og svo var ferðast í
styttri ferðir þaðan, minnisstæð
er okkur ferð sem við fórum frá
Laugarvatni upp hjá Gullkistu
að Brúarárskörðum og niður í
Úthlíð aftur, ekki var Hjördís
ánægð með ökulagið hjá sínum
manni enda vegurinn varla öku-
fær.
Við keyptum okkur sumarhús
og höfðu þau mikinn áhuga á öll-
um framkvæmdum hjá okkur.
Því miður lést Bóbó langt um
aldur fram og þá var ekki hægt
að sækja í hans viskubrunn en
Hjördís fylgdist með og voru
símtöl dagleg, einnig kom hún í
heimsókn, leit yfir allt með gagn-
rýnum augum og sagði svo: Bóbó
hefði samþykkt þetta!
Nú þegar við kveðjum Hjör-
dísi viljum við þakka börnum
hennar fyrir að halda okkur upp-
lýstum um gang sjúkdómsins,
einnig að hafa fengið að vera hjá
henni síðustu stundirnar í henn-
ar lífi. Elsku Berglind, Auður og
Ágúst, mikil er sorg ykkar, þið
getið huggað ykkur við það að
það er vel tekið á móti henni þar
sem þeir Bóbó, Tobbi og Heimir
eru búnir að byggja henni höll úr
minningum.
Samúðarkveðjur til ykkar
allra og barna.
Elín og Steinþór.
Hjördís
Hafsteinsdóttir
sterk á milli heimilanna í formi
heimsókna og símtala.
Það var alltaf glatt á hjalla
þegar Snorri og Auður komu í
heimsókn. Mikið skeggrætt og
hlegið; Snorri jafnan traustur,
rólegur í fasi en með góðan húm-
or og „glimt“ í auga. Ég á aðeins
góðar minningar um Snorra allt
frá fyrstu tíð. Ein fyrsta minning
mín tengd honum er þegar hann
kenndi mér á klukku en þá var ég
fimm ára og hann og Auður í
heimsókn hjá okkur. Heimsókn-
irnar til Ísafjarðar urðu margar
og oft bjuggum við hjá Snorra og
Auði og alltaf mættum við ein-
stakri gestrisni og elskulegheit-
um af beggja hálfu og barna
þeirra.
Síðustu ár hafa verið Snorra
erfið og hefur hann verið rúm-
liggjandi í liðlega tvö ár. Hvíldin
er því kærkomin. Síðasta skiptið
sem við Björn Vignir, eiginmað-
ur minn, hittum hann og Auði
saman á heimili þeirra deildi
hann með okkur upplifun sinni af
björgunarstarfi á Súðavík og
Flateyri í snjóflóðunum miklu ár-
ið 1995. Hann hafði það erfiða
hlutverk þar að vera vettvangs-
stjóri björgunaraðgerða á báðum
stöðum. Glöggt mátti heyra af
frásögn hans hversu mjög þessi
lífsreynsla hafði gengið nærri
honum. Við sátum þögul og
hlustuðum og gleymum seint;
þakklát fyrir það traust sem
Snorri auðsýndi okkur að veita
okkur hlutdeild í þessari ótrú-
legu raun.
Elsku hjartans Auður mín. Ég
minnist Snorra með virðingu og
þakklæti og votta þér og börn-
unum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Kristín Hagalín Ólafsdóttir.
Ég kynntist Snorra Her-
mannssyni upp á nýtt þegar ég
tók við hann viðtal fyrir útvarps-
þætti sem við Björn Thors leikari
gerðum um snjóflóðin á Flateyri
og nefndust Flóð. Einn aðalvið-
mælandinn í þáttunum varð
Snorri en hann hafði stýrt björg-
unaraðgerðum í báðum flóðunum
sem féllu í Súðavík og á Flateyri
með stuttu millibili fyrir rúmum
tuttugu árum. Snorra mundi ég
auðvitað eftir frá því ég var barn,
þar sem ég kom reglulega í heim-
sókn til þeirra Auðar Hagalín
frænku minnar og fjölskyldu á
Ísafirði á leið minni út í Bolung-
arvík á hverju vori. Snorri sat oft
meðan á þessum heimsóknum
stóð kíminn við eldhúsborðið í
Silfurgötu sex, með krosslagða
handleggi og klúkkaði í honum
nær alveg hljóðlaust. Hann sagði
oft ekkert lengi vel og lét konu
sína um að tala en skaut svo
óvænt inn í samtölin bröndurum
með kankvísum, lymskulegum
hætti og samkundan við borðið
sprakk. Sá maður sem ég tók
seinna viðtal við út af hamför-
unum á Flateyri og Súðavík var
ólíkur þeim manni sem ég mundi
eftir sem barn. Þar birtist mér
grafalvarlegur yfirmaður björg-
unarsveita sem af einbeittu
æðruleysi lýsti í smáatriðum
skelfilegum atburðum flóðanna.
Af hárbeittri nákvæmni flutti
hann mann aftur inn í atvikin
sem höfðu sett mark sitt á hann
fyrir lífstíð, dró upp mynd af að-
gerðunum, hvernig þeir börðust
við kuldann, hræðsluna og ör-
væntinguna í kappi við tímann.
Hann lýsti þessu öllu með hljóð-
um, yfirveguðum hætti þó að
undir niðri kraumuðu tilfinning-
ar sem hann glímdi enn við þegar
hann rifjaði upp. Ég skynjaði
sterkt að fyrir framan mig sæti
óvenjulegur maður, hetja, sem
ætti fáa sína líka, sterkbyggður á
líkama og sál, hálfgert ofur-
menni, með minningar sem hann
hafði reynt allt til að gleyma í öll
þessi ár og þær gerðu honum
ennþá erfitt fyrir án þess að hann
léti á því bera. Nema ef vera
skyldi að maður heyrði það á
röddinni, sem stundum varð hás
og lág og brast stöku sinnum og
þá þurfti hann að stoppa og jafna
sig. „Það var engin áfallahjálp á
þessum tíma, það þekktist varla
þá, mönnum var safnað saman í
hóp í mesta lagi, fimmtíu saman,
og spurt: Vill einhver tjá sig?
Hver vill tala undir þannig kring-
umstæðum?“ sagði hann og
hnussaði í honum. „Ég er búinn
að reyna að gleyma þessu í tutt-
ugu ár en það er ekki …“ (og hló)
… „það er ekki hægt.“ Og Snorri
varð ein aðalpersónan í tíu þátta
seríunni okkar Flóð. Röddin
hans eins og leiðandi stef ásamt
fjölmörgum öðrum kollegum og
vinum sem drýgðu álíka hetju-
dáðir og hann við þessar ómögu-
legu aðstæður. Þannig minnist
ég hans nú. Hetjunnar Snorra.
Og Snorra sem sagði brandara
og hristist af hlátri við eldhús-
borðið í Silfurgötu sex án þess að
nokkuð heyrðist í honum. Bless-
uð sé minning þessa merka
manns. Elsku Auður mín og fjöl-
skylda, innilegar samúðarkveðj-
ur.
Hrafnhildur Hagalín
Guðmundsdóttir.
Nú er hann Snorri Her-
mannsson fallinn frá, þar er
genginn góður drengur.
Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast Snorra. Okkar
leiðir lágu fyrst saman í Iðnskóla
Ísafjarðar. Snorri nam þar tré-
smíði en ég málaraiðn. Þarna var
lagður góður grunnur að áratuga
góðri vináttu.
Snorri var mikill skáti og
starfaði vel með hjálpar– og
björgunarsveit skátanna. Okkar
fjölskyldur áttu langt og gott
samstarf frá því að Auður og
Maja byrjuðu sem ungar stúlkur
í saumaklúbb ásamt fleiri vin-
konum. Þegar við Maja ákváðum
að byggja okkur hús að Hjalla-
vegi 3 á Ísafirði báðum við
Snorra að vera bygginga-
meistara að húsinu sem hann
gerði fúslega. Þá gengum við á
sama tíma í Frímúrararegluna á
Ísafirði. Þar varð Snorri fljótt
áhrifa maður og stjórnandi.
Við Maja vottum Auði og fjöl-
skyldu samúðar vegna fráfalls
Snorra.
Kveðjur,
Björn Helgason og
María Gísladóttir.
Snorri Hermannsson, sá
öðlingsdrengur, hefur kvatt okk-
ur en góðverkin skilur hann eftir
fyrir aðra að njóta. Það er margs
að minnast af kynnum af honum.
Hann á uppruna sinn í Sléttu-
hreppi, nánar tiltekið á Látrum
Aðalvík, þar sem hann slítur
barnsskónum. Hann flytur 12
ára gamall með fjölskyldunni til
Ísafjarðar árið 1946 þegar byggð
var að leggjast af í Sléttuhreppi.
Það mátti með sanni segja að
þröngt máttu sáttir sitja þegar
sex manna fjölskylda þeirra Her-
manns og Maríu kom sér fyrir í
einu herbergi í kjallara á Ísafirði.
Þó er hermt að Snorri hafi deilt
herbergi með öðrum í húsinu.
Hann sótti þá Gagnfræðaskólann
á Ísafirði sem á þeim árum laut
styrkri stjórn Hannibals. Að
loknu gagnfræðanámi var lífs-
brautin mörkuð í Iðnskólanum á
Ísafirði. Þar hófst nám hans í tré-
smíðum sem hann rak síðan
smiðshöggið á í hópi frumherja í
Meistaraskólanum í Reykjavík.
Á þeim árum var Keflavíkur-
flugvöllur með stærstu vinnu-
stöðum landsins og þar starfaði
Snorri með meistaranáminu og
síðar nærri æskustöðvunum á
Straumnesfjalli. En Ísafjörður
sem tók við honum 12 ára göml-
um átti eftir að vera hans fram-
tíðarheimili. Fljótlega var ævi-
starfið ráðið þegar hann fer að
vinna hjá Timburversluninni
Björk í Mánagötu sem var þá í
eigu Óla J. Sigmundssonar sem
margir húsbyggjendur vestra
minnast að góðu fyrir lipurð og
þolinmæði við félitla húsbyggj-
endur.
Örlagahjólið snerist áfram og
Snorri kynntist framtíðar lífs-
förunaut sínum Auði Haglín,
barnabarni Vestfjarðaskáldjöf-
ursins Guðmundar G. Hagalín.
Sameiginleg lífsganga þeirra
hefur verið sérlega farsæl, þau
eignuðust saman fimm mann-
vænleg börn sem öll voru alin
upp í sönnum skátaanda því báð-
ir foreldrar gegndu forystuhlut-
verkum í skátafélögunum Ein-
herjum og Valkyrjunni, sem
stofnuð voru árið 1928 en síðan
sameinuð árið 1989. Það var ein-
mitt í Einherjum sem fundum
okkar Snorra bar saman. Þar
starfaði hann í áratugi af miklum
heilindum og dugnaði. Sérstak-
lega beitti hann sér í starfi
Hjálparsveitar Einherja og hafði
forystu um að treysta grunn
hennar með því að koma flug-
eldasölu í hendur sveitarinnar.
Margar ánægjustundir skapaði
hann okkur í Rekkasveitinni með
sínu mikla myndasafni sem
geyndi minningar um skátamót,
Hornstrandaferðir og útilegur.
Af mörgum fundum Rekkasveit-
arinnar í Valhöll, gamla skátas-
kálanum í Tungudal, var einn sá
ánægjulegasti í tilefni 80 ára af-
mælis Snorra þegar sungin var
frumsaminn bragur honum til
heiðurs.
Við Snorri sátum saman í ára-
tug í fimm manna byggingar-
stjórn Hótels Ísafjarðar þar sem
mér, þeim yngsta, var falin for-
ysta. Þar sem verkefnið var yf-
irþyrmandi erfitt er mér efst í
huga þakklæti til Snorra fyrir að
hafa staðið sem klettur að baki
mér allt þar til hótelið var risið.
Vil ég endurgera gamalt spak-
mæli af því tilefni og segja: „Ber
er hver að baki nema sér góðan
skátabróður eigi“.
Ég votta Auði, börnum þeirra,
barnabörnum og öllum ættingj-
um og vinum innilega samúð.
Minningin um góðan dreng,
sannan skáta og það skátaljós
sem hann tendraði, lifir áfram.
Ólafur Bjarni Halldórsson.
Einn af forustumönnum
björgunarmála á Vestfjörðum
um langt árabil er nú fallinn frá.
Snorri var lengi í forustuhlut-
verki hjá Hjálparsveit skáta á
Ísafirði, svæðisstjórn og síðar
hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar
(BFÍ).
Við sem yngri erum og höfum
verið starfandi í björgunarmál-
um eigum auðvelt með að sjá
Snorra fyrir okkur sem stjórn-
anda æfinga og leita sem hann
gerði nokkuð oft.
Flestir Ísfirðingar sem komn-
ir eru af léttasta skeiði muna eft-
ir Snorra stjórna flugeldasýning-
um af mikilli röggsemi með
gjallarhorn í hendi.
Snorri mætti reglulega í
þriðjudagskaffi meðan heilsan
leyfði, var oft fundarstjóri á aðal-
fundum Björgunarfélags Ísa-
fjarðar.
Eitt lítið dæmi sem er í lagi að
nefna er að mikil barátta var að
hengja upp jólaseríuna á hús
þeirra Auðar þar sem glaðningur
kom iðulega út um gluggann til
þeirra sem í körfunni voru.
Það má segja að Snorri hafi
verið með traustari félögum
Hjálparsveitar skáta á Ísafirði og
síðar Björgunarfélags Ísafjarðar
á liðnum árum.
Það væri lengi hægt að telja
upp kosti Snorra en það eru aðrir
betri til þess en við í Björgunar-
félaginu, við getum þó sagt að
þegar við leituðum ráða hjá
Snorra, báðum um aðstoð eða
hvað annað sem við þurftum þá
var ávallt brugðist vel við okkar
beiðni.
Við í Björgunarfélaginu viljum
þakka Snorra fyrir samfylgdina.
Þakka Auði fyrir hennar hjálp í
gegnum tíðina og að lofa okkur
að njóta krafta Snorra.
Auður, börn, barnabörn og
barnabarnabörn, innilegar sam-
úðarkveðjur frá okkur í Björg-
unarfélagi Ísafjarðar.
Fyrir hönd Björgunarfélags
Ísafjarðar,
Ólafur Sveinbjörn Ólafsson.
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÖNNU GUÐNÝJAR
HILDIÞÓRSDÓTTUR,
Hvassaleiti 16,
sem lést fimmtudaginn 25. júní.
Sigurður Á. Sigurjónsson Lek Kaewphanna
Kristín Júlía Sigurjónsdóttir
Aðalsteinn Sigurjónsson Kristín Sigurðardóttir
Aðalheiður Sigurjónsdóttir Daníel Guðjónsson
barnabörn og langömmubörn