Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is ©2019 Disney/Pixar SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson Sýndmeð íslensku tali Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI FRÁBÆR NÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. 90% Variety Jökull Júlíusson söngvari og laga- höfundur hljóm- sveitarinnar Ka- leo og Þorleifur Gaukur Dav- íðsson munn- hörpuleikari komu í vikunni fram í banda- ríska sjónvarps- þættinum Late Night með Seth Meyers. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Kaleo kemur fram í þættinum en hljómsveitin hefur birst í mörgum vinsælum spjall- þáttum vestanhafs. Að þessu sinni voru Jökull og Þorleifur Gaukur ekki í myndveri í Bandaríkjunum heldur fluttu þeir lagið Break My Baby, sem var gefið út fyrr á árinu, í myndbandi sem var tekið upp á árabát á Elliðavatni í góðu veðri á dögunum. Jökull Júlíusson Kaleofélagar sýndir á bát á Elliðavatni Í tengslum við Skálholtshátíð verð- ur opnuð í dag kl. 11.30 sýning í Skálholti á myndverkum eftir Rósu Gísladóttur. Verkin eru sýnd við kirkjuna og skólann. Sýningin ber yfirskriftina Tilfærsla – Displace- ment – Róm í Skálholti. Um er að ræða stór geómetrísk og samhverf form úr hvítu gifsefni (Jesmonite) og auk þess verkið „Spegill tím- ans“, hringsjá úr endurunnu áli sem speglar umhverfið. Öll vísa verkin til umhverfisins á Keisara- torgunum í Róm. Verkin hafa áður verið sýnd í Hörpu, í Rómarborg og í Listasafni Árnesinga. Morgunblaðið/Einar Falur Tilfærsla Rósa Gísladóttir við eitt hina stóru verka í Hörpu árið 2013. Verk Rósu Gísla- dóttur í Skálholti TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég man hvað ég var hissa erég heyrði Fjúk því að húnvar eitthvað svo stöndug og frambærileg, miðað við að ég þekkti tónlistarkonuna ekkert. Kom í ljós að hún var vissulega eldri en tvæ- vetur í tónlistarstússi, þverflautu- kennari og með próf í djasssöng frá FÍH, þó hún hafi stigið fyrst fram þarna sem útgefin tónlist- arkona. Enda er mikið „músík- alítet“ á þeirri plötu, tónnæmi gott. Berskjaldað, á stundum sakleysis- legt þjóðlagapopp sem svífur þægi- lega áfram. Cycles & Tides viðheldur þessum gæðum meira og minna. Spila- mennska og hljóðupptaka er með miklum ágætum en stíllega er hún fjölbreyttari, þjóðlagaminnið ekki eins áberandi ef þá nokkurt. Um- fjöllunarefnið er þá tematískt, fjalla öll um reynsluheim kvenna á einn eða annan hátt og tvö laganna voru samin eftir fósturmissi sem eins konar leið til að vinna úr erfiðum til- finningum. Lokaverkefni Ingunnar Huldar frá Listaháskóla Íslands vorið 2018 var m.a. unnið í kringum lögin ásamt greinargerð um tilfinningalega úrvinnslu söngva- skálda við lagasmíðar. Arnar Guðjónsson tók upp fimm laganna og Addi 800 sá um hljóm- Og hverfa önnur sjónarmið… Ljósmynd/Alfreð Ingvar A. Pétursson jöfnun þar. Stefán Örn Gunnlaugs- son tók upp lagið „Splendid“ og hljóðblandaði en Bjarni Bragi Kjartansson sá um hljómjöfnun. Fjöldi hljóðfæraleikara og söngvara kom svo að tónlistinni sem verða ekki sérstaklega taldir upp hér. Pistilritari bar nokkrar spurn- ingar undir listamanninn og spurði m.a. hver tildrögin að þessu verki væru. „Þegar ég gaf út plötuna Fjúk voru nokkur lög sem ekki fengu að fara með á hana því hún endaði á að vera öll á íslensku,“ segir Ingunn. „Eitt af lögunum var lagið „Splend- id“ og hugmyndin var að gefa seinna út plötu sem væri þá öll á ensku. Á fyrsta árinu mínu í LHÍ varð ég ólétt en þegar ég var komin stutt á leið missti ég fóstur. Maðurinn minn var erlendis á tónleikaferðalagi þeg- ar þetta gerðist og þetta var mér mjög erfitt. Á þessum tíma var ég í kúrsi í textasmíðum og óhjákvæmi- lega fékk ég útrás fyrir hugsanir mínar og tilfinningaúrvinnslu í gegnum textasmíðar. Bæði ljóð og lagatexta.“ Ingunn segir að það kitli sig dálít- ið að halda áfram með textagerð. „Mig langar að sökkva mér aftur í smá bragfræði og sjá hvað kemur út úr því. En það er gaman að takast bæði á við það að semja á ensku og íslensku því það eru mismunandi áskoranir sem felast í að semja á móðurmálinu og svo á ensku.“ Ingunn segir kennarastarfið og skapandi starf fara vel saman og þó að kennslan útheimti auðvitað orku þá gefi hún helling líka. Börn séu mjög skapandi einstaklingar og hollt að læra af þeim. „Annars var þessi plata unnin þegar ég var ný- komin úr fæðingarorlofi og með- fram kennslu og fyrsta ári frum- burðarins á ungbarnaleikskóla með tilheyrandi veikindum og fjöri,“ lýs- ir Ingunn. „Og ég rétt næ að gefa hana út áður en næsta barn mætir núna í september. Svo ég geri mitt besta til að fylgja henni eftir en kannski verður bara til barnaplata í orlofinu – því konur hafa auðvitað ekkert að gera í svona fæðingar- „orlofum“ (hlær).“ Söngvaskáldið Ingunn Huld gaf út sex laga plötuna Cycles & Tides fyrir stuttu. Áður hefur hún gefið út plötuna Fjúk (2015) sem innihélt þekkilegt þjóðlagapopp. » Spilamennska oghljóðupptaka er með miklum ágætum en stíl- lega er hún fjölbreytt- ari, þjóðlagaminnið ekki eins áberandi ef þá nokkurt á köflum. Vatnaskil Ingunn Huld fjallar um reynsluheim kvenna á plötunni nýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.