Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 10
VIÐTAL Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Á síðustu misserum hafa umtals- verðar breytingar verið gerðar hjá Borgun, en í mars var greint frá því að félagið Salt pay hefði keypt sam- tals 96% hlut í félaginu. Endanlega var gengið frá kaupunum í síðustu viku. Þá var forstjóranum skipt út og settust tveir forstjórar í forstjórastól- inn í staðinn, þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes. Báðir eru þeir erlend- ir ríkisborgarar og að mestu óþekktir í viðskiptalífinu hér á landi. Helmingi framkvæmdastjórnarinnar var svo sagt upp auk nokkurra annarra starfsmanna, samtals 10 starfs- mönnum, en á móti ætlar Borg- un að ráða 60 nýja starfsmenn á næstu sex mán- uðum. Þetta eru nokk- uð viðamiklar breytingar hjá fyrirtæki sem tel- ur um 130 starfs- menn í dag eftir uppsagnirnar. Stjórnendur Salt pay hafa boðað mikla sókn, meðal annars á erlenda markaði, en hver er framtíðarsýn þeirra og hverjir eru þessir fjár- festar? Blaðamaður ræddi við Ali Maz- anderani, stjórnarformann Salt pay, um áskoranir í fjártæknigeiranum og hvað það er sem Salt pay telur að fyrirtækið geti gert öðruvísi í færslu- hirðingu. Byrjum samt á að skoða aðeins bakgrunn þremenninganna. Það verður ekki sagt að þeir séu óreyndir þegar kemur að fjártækni og færslu- hirðingu. Eduardo hefur stofnað nokkur fjártæknifyrirtæki í S-Ameríku, en stærsta verkefnið sem hann kom að var StoneCo. Var hann meðstofnandi og forstjóri félagsins meðan það var byggt upp, eða til ársins 2018 þegar hann flutti með fjölskyldunni til Evr- ópu skömmu fyrir skráningu á Nas- daq-markaðinn í Bandaríkjunum. Fé- lagið er nú verðmetið á 11,2 milljarða dala, eða sem nemur um 1.550 millj- örðum íslenskra króna. Til að setja það í samhengi er það um þrisvar sinnum verðmætara en Marel, stærsta skráða félag á Íslandi. StoneCo nýtti sér meðal annars farsímalausnir við greiðslumiðlun í Brasilíu, en slíkt reyndist gæfusamt í landi þar sem greiðslukort eru ekki jafn útbreidd og í Evrópu eða N- Ameríku. Það vakti meðal annars mikla athygli þegar Warren Buffett keypti 8% hlut í félaginu eftir skrán- ingu. Ali er ekki alveg ókunnugur Ís- landi, en hann settist í stjórn Credit- info fyrir nokkrum árum fyrir hönd breska fjárfestingafélagsins Actis sem hafði keypt hlut í félaginu. Sjálf- ur hefur hann jafnframt fjárfest í færsluhirðingar- og greiðslu- fyrirtækjum víða um heim og þá situr hann í stjórn fyrrnefnds StoneCo og Network International. Síðarnefnda félagið er leiðandi í greiðslumiðlun í Mið-Austurlöndunum, verðmetið á 400 milljarða íslenskra króna og er skráð á markaðinn í London. Ali kynntist Eduardo í gegnum StoneCo og þegar Eduardo flutti til Evrópu ákváðu þeir saman að stofna Salt pay með það að markmiði að byggja á hugmyndafræði StoneCo við uppbyggingu á færsluhirðingar- og greiðslumiðlunarfyrirtæki hér á landi. Það er þó ekki eini markaður- inn sem þeir horfa til heldur segir Ali að Ísland sé hugsað sem stökkpallur út á Evrópumarkaðinn þar sem félag- ið vilji verða meðal leiðandi fyrir- tækja. Eru þeir Eduardo og Ali í for- svari fyrir fjárfestahópinn á bakvið Salt pay. Í tengslum við kaupin á Borgun hefur svo Ali stigið úr stjórn Creditinfo. Marcos kom svo til liðs við Salt pay frá færsluhirðingafyrirtækinu Ba- bora í Svíþjóð, en hann sá þar um al- þjóðlega útrás þess. Er hann nú einn af yfirstjórnendum félagsins og varð sem slíkur forstjóri Borgunar ásamt Eduardo. Verða þeir samkvæmt heimildum mbl.is báðir með aðsetur hér á landi sem og erlendis. Þre- menningarnir eru allir ungir að aldri, eða um og undir fertugu. Horfa til minni fyrirtækja En að áformum Salt pay með Borgun. Hvernig meta þeir stöðuna? Ali segir að þegar horft sé til raf- rænna greiðslna sé hlutfall þeirra í Evrópu og N-Ameríku nokkuð hátt og að hér á landi megi líklegast finna lægsta hlutfall heims þegar komi að notkun seðla við kaup á vörum og þjónustu. Hann segir Evrópu þó enn eiga eftir að fara langan veg í þróun greiðsluþjónustu. Spurður hvort Salt pay horfi til þess að færa notkun frekar yfir í síma en af kortum segir Ali að í raun fari það bara eftir áhuga notenda. Segir hann kerfið þar á bak við vera eitt og hið sama og það sem Salt pay horfi fyrst og fremst til sé hvernig hægt sé að byggja upp góða þjónustu við sölu- aðila og tekur hann sérstaklega fram að fyrirtækið horfi til minni viðskipta- vina. „Við viljum vera með þjónustu sem gagnast eigendum og frum- kvöðlum sem eru að byggja upp eigin rekstur og þurfa tækni til þess að bæta reksturinn.“ Ali segir að meðal annars horfi þeir til þess að tengja greiðslulausnir við bókhaldskerfi fyrirtækjanna á ein- faldan hátt sem og við vörukerfi og lagermál. Þá segir hann að fyrirtækið horfi einnig til þess að einfalda minni fyrirtækjum að nálgast viðskiptavini í stað þess að auglýsa í gegnum hefð- bundna auglýsingamiðla. Segir hann þetta einn anga af þeirri miklu þróun sem er að verða á fjártæknimark- aðinum, sérstaklega eftir að opnað var fyrir opnara flæði upplýsinga úr bankakerfum. „Keppinauturinn er óskilvirkni“ En hver er keppinauturinn? Er Salt pay að horfa til innlendra aðila, eða eru það evrópsk færsluhirðing- arfyrirtæki og greiðslugáttir, jafnvel fyrirtæki eins og WeChat, Apple eða Facebook? Ali segist ekki vilja nefna nein sérstök nöfn í þessu samhengi. „Keppinauturinn er óskilvirkni,“ seg- ir hann. Það vakti nokkra athygli þegar fé- lagið greindi frá því að það ætlaði að ráða 60 manns á næsta hálfa árinu. Á vefsíðu félagsins kom meðal annars fram að starfsfólkið færi í þriggja mánaða „bootcamp“-þjálfun þar sem áhersla væri lögð á fjártækni, frum- kvöðlamennsku o.fl. Þá verður sér- staklega horft til þess að ráða ungt fólk beint úr háskóla. Ekki eru mörg dæmi um sambæri- lega nálgun hjá fyrirtæki hér á landi og spurður út í hugsunina á bak við þetta segir Ali að svipuð aðferðafræði hafi virkað vel hjá þeim fyrirtækjum sem þeir Eduardo hafi komið að því að byggja upp. Stórlaxar á bak við breytingar  Horfa til rafrænna greiðslna  Stjórnarformaður Salt Pay, sem keypti Borgun, stofnaði fyrirtæki sem er metið á 1.550 milljarða  Vilja ráða ungt fólk sem sent verður í „bootcamp“-þjálfun Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfuðstöðvar Borgunar Borgun sagði nýverið tíu manns upp störfum en fyrirtækið ætlar að ráða sextíu nýja starfsmenn í stað þeirra tíu sem tóku pokann sinn. Helst verður ungt fólk sem nýkomið er úr háskóla ráðið. Ali Mazanderani Lengri útgáfa af viðtalinu verður birt á mbl.is. mbl.is 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 „Landsbyggðin er full af fólki þessa dagana, Íslendingum á ferðalagi. Það er bjart yfir akkúrat í augna- blikinu. Staðreyndin er samt sú að það óttast allir haustið og veturinn og hvað gerist þá,“ sagði Aldís Haf- steinsdóttir, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Stjórnvöld settu á fót samráðs- teymi til að meta ástand og horfur vegna hruns ferðaþjónustunnar í kórónuveirufaraldrinum. Aldís sagði að sveitarfélög sem talin voru standa hvað höllustum fæti hefðu verið heimsótt í vor. Staða þeirra var mjög ólík. „Það er staðreynd að staða sveit- arfélaganna var misjöfn fyrir kór- ónuveirufaraldurinn. Það endur- speglast líka í stöðu þeirra núna. Við höfum fyrst og fremst verið að vakta og fylgjast með. Það er þá hægt að grípa inn í ef á þarf að halda. Það voru settar 150 milljónir í þessa vinnu sem er hægt að nýta. En það liggur fyrir að sum sveitarfélög þurfa kannski minna á þessari að- stoð að halda en önnur,“ sagði Aldís. Hún sagði að hafist yrði handa aftur við þessa vinnu af fullum krafti þeg- ar nær drægi hausti og sumarleyfum lyki. Ljóst er að öll sveitarfélög munu fá minni út- svarstekjur á þessu ári en gert var ráð fyrir og þannig verða fyr- ir tekjutapi. „Það er útlit fyrir að útsvar- stekjur þessa árs verði um einu prósenti hærri en við fengum árið 2019. Öll von um meiri hækkun, sem við gerðum ráð fyrir í fjárhagsáætl- unum, er farin og gott betur,“ sagði Aldís. „Við munum heldur ekki sjá hvaða áhrif langtímaatvinnuleysi hefur fyrr en seinna. Það er þegar fólk dettur út af hlutabótum og tekjutengdum atvinnuleysisbótum.“ Byggðastofnun tók saman minnis- blað í vor. Þar kom fram að sveitar- félög sem talin voru verða fyrir hvað þyngstu efnahagslegu höggi vegna hruns ferðaþjónustunnar voru Mýr- dalshreppur, Skaftárhreppur, Skútustaðahreppur, Bláskóga- byggð, Sveitarfélagið Hornafjörður, Reykjanesbær, Rangárþing eystra, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar. gudni@mbl.is Óttast haustið og veturinn  Staða sveitarfélaga er mjög misjöfn Aldís Hafsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.