Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Ef þú hefur ekki heimsótt Færeyjar nýlega skaltu láta verða að því. Þangað er heillandi að koma, stórbrotið landslag, gott vegakerfi, góður matur og rómuð gestrisni eyjaskeggja. Glæsileg ferð til Færeyja með Norrænu og umhverfis Ísland dagana 14.-20. október. Íslensk fararstjórn. Dagskrá: Þann 14. október er ekið frá Reykjavík að Seyðisfirði og þaðan siglt með Norrænu til Þórshafnar og komið þangað 15. október. Fyrsti dagurinn er frjáls en síðan verða skoðunarferðir um eyjarnar næstu 3 daga undir leiðsögn fararstjóra. Gist er á Hotel Hafnia 4* í miðbæ Þórs- hafnar. Siglt er frá Þórshöfn mánudaginn 19. október og komið til Seyðisfjarðar að morgni 20. október. Þaðan ekið til Reykjavíkur og komið þangað að kvöldi. Innifalið í verði ferðarinnar er morgunverður alla daga, kvöldverður á leið til Færeyja og á Hotel Hafnia og veitingar á leið til Seyðisfjarðar. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.hotelbokanir.is Niko ehf | Austurvegi 3 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 FÆREYJAR 14.-20. október 2020 Sérferð fyrir eldri borgara Mikil upplifun Verð 186.500 kr. á mann (m.v. einbýli eða tvíbýli) Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Að ferðast á hjóli er geggjuð leið til aðskoða landið, maður áttar sig betur áöllu þegar maður fer svona hægt yfir.Ég sé landið í öðru ljósi og kynnist því á nýjan hátt. Þetta er líka mjög umhverfisvænn ferðamáti, enginn útblástur eða brennsla á elds- neyti,“ segir Jóhanna Kristín Jóhannsdóttir en hún lagði upp fyrir viku ein á hjóli hringinn í kringum landið. „Það kom mér á óvart hvað sumir vegkaflar eru langir, til dæmis Öxnadalurinn og Hörg- árdalurinn, maður þýtur þar í gegn á bíl en mér leið eins og þetta væri endalaust á hjólinu,“ seg- ir Jóhanna og hlær en hún var í Fnjóskadalnum þegar blaðamaður náði tali af henni. „Ég var að koma niður Víkurskarðið og nú skín sólin, í fyrsta sinn hjá mér í þessari ferð. Rigningin hefur verið ráðandi en ég var svo heppin að vinkona mín á Svalbarðsströnd bauð mér gistingu þar síðustu nótt, svo nú er ég með þurrt tjald í farteskinu,“ segir Jóhanna sem annars gistir allar nætur í litla tjaldinu sem hún reiðir með sér. Aðeins tófur og fuglar á ferli Heildarvegalengdin sem Jóhanna ætlar að hjóla er 1.440 kílómetrar og hún var búin að fara tæpa 500 kílómetra þegar spjallið fór fram. „Það er mjög misjafnt hvað ég hjóla marga kílómetra á dag, en ég miða við að fara 80 kíló- metra á dag. Einn daginn fór ég tæpa 97 kíló- metra og annan dag fór ég aðeins 20; ég tók hvíldardag því systir mín var í útilegu og mig langaði að vera aðeins með þeim. Ég spila þetta af fingrum fram.“ Jóhanna segir ferðalagið hafa gengið vel fram að þessu, ekkert hafi bilað en hún býst al- veg við að það springi einhvern tímann hjá henni dekk, en hún er viðbúin því. „Ég hjóla mest þjóðveginn sem er malbik- aður og það er mikil bílaumferð, enda júlí- mánuður og margir Íslendingar í sumarfríi og á ferðalögum. Ég lagði af stað frá Reykjavík á föstudegi og hjólaði yfir nóttina Kjalarnesið, Hafnarfjallið og Borgarfjörðinn til að losna við mestu umferðina. Ég hjólaði Hvalfjörðinn, sem var algerlega geggjað, svo friðsælt og enginn á ferli nema tófur og fuglar, mikið dýralíf. Bannað er að fara á reiðhjóli í gegnum Hvalfjarðargöng og af sömu ástæðu hjólaði ég Víkurskarðið áðan en fór ekki í gegnum Vaðlaheiðargöng.“ Upphaflega ætluðu þær að vera tvær í hjólaferðinni, Jóhanna og vinkona hennar, en sú hætti við. Jóhanna lét það ekki stoppa sig og lagði ein upp í langferðina. Fílar Svalbarða í botn „Þetta er ekkert mál, mig hefur lengi lang- að til að hjóla hringinn og ég ákvað að vera í fríi í sumar til að ferðast um landið mitt,“ segir Jó- hanna, sem er í meistaranámi í jarðfræði á Sval- barða. „Þar er frábært að vera, mjög einangrað og sannarlega öðruvísi. Þarna eru margir nem- endur á svipuðum aldri og ég í háskólamiðstöð- inni, en þarna býr líka fullt af fólki með börnin sín og fjölskyldur. Um 2.500 manns búa þarna að staðaldri, þetta er eins og góður bær úti á landi á Íslandi. Á Svalbarða er mjög mikið myrkur frá nóvember og út febrúar og það er kolsvart í desember og janúar. Yfir sumarið er bjart allan sólarhringinn eins og hér. Ég var þar yfir sumar í skiptinámi í BS-náminu mínu og heillaðist af eyjunni og ákvað að fara þangað í meistaranámið. Ég fíla Svalbarða í botn.“ Jóhanna segist bíða spennt eftir að komast í nágrenni jökla á ferð sinni um landið á hjólinu, verandi meistaranemi jöklajarðfræði. „Það verður rúsínan í pylsuendanum fyrir mig. Ég er í mínu námi að skoða landform sem jöklar hafa skilið eftir sig. Jöklar taka allt sem fyrir þeim verður með sér og skilja þá eftir sig stóra jökulgarða og mörg önnur landform úr setlögum, malarása, jökulkembur og urðar- rendur. Jöklar móta landslagið og búa til alla dali og firði sem eru hér á landi. Við sjáum líka fyrir framan jökla sem enn eru virkir hverju þeir hafa rutt á undan sér.“ Jóhanna hlakkar til að hjóla áfram hring- inn á Íslandi, en enginn segist hún vera hjóla- garpur. „Ég á ekki einu sinni fínt hjól, enda hef ég verið meira að hlaupa en hjóla, ég er í utanvega- hlaupum. Ég prófaði hvort ég gæti hjólað átta- tíu kílómetra, tók nokkra þannig daga áður en ég lagði af stað og komst að því að ég gat það. Ég tek þetta hægt og rólega, „slow and steady“, ég er ekkert að púla á hjólinu eða hamast við að flýta mér. Ég fékk lánað hjól hjá kærastanum mínum og það er gott ferðahjól fyrir mig,“ segir Jóhanna, sem er með þó nokkurn farangur á hjólinu; tvær hliðartöskur sem eru fimm kíló hvor, tjaldið sem er um fjögur kíló og litla tösku framan á, samtals tæp tuttugu kíló. Engir hjólagarpar í langferð hafa orðið á vegi Jóhönnu „Ég mætti einum á hjóli á Öxnadalsheið- inni sem var á „reiser“, en hann var væntanlega í dagsferð því ekki var hann með farangur með sér,“ segir Jóhanna sem stefnir á að loka hringnum á 17 til 20 dögum. Blaðamaður heyrði aftur í henni um miðjan dag í gær, föstudag, og var hún þá stödd á Möðrudalsöræfum og var komin 634 kílómetra. Hún sagðist hafa hjólað allan daginn í hífandi roki og grenjandi rign- ingu. „Þetta hefur verið mjög langur og erfiður dagur. Ég er búin að blotna í gegn og skipta tvisvar um föt, en það er samt allt í lagi með mig.“ Ein á hjóli hringinn um landið Hún er meistaranemi í jökla- jarðfræði á Svalbarða en nýtir bjarta sumarfríið á Íslandi til að hjóla hringinn um landið. Jóhanna Kristín Jóhannsdóttir segist sjá landið í nýju ljósi við að fara hægt yfir á hjóli. Jóhanna Í Víkurskarði á leið sinni um landið sem hún sér í nýju ljósi á hjóli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.