Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020
Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að
hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is
og panta tíma til skoðunar.
Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is
Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis
á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi.
STILLHOLT 21 - AKRANESI
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar
án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi
flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í
eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð.
Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH
Innhurðir og flísar frá Parka
Heimilistæki frá Ormsson
Eggert Ólafsson ferðaðist um Ísland 1752-1757 og lagðimeðal annars mat á málfar fólks. Hann taldi sýnilegarétt og gerlegt að gera greinarmun á hreinni og miðurhreinni íslensku. Eggert taldi málfarið nokkuð hreint inn
til sveita en blandað erlendum orðum við sjávarsíðuna, einkum
verslunarhafnirnar. Talsmenn málhreinsunar, á Íslandi sem víðar í
Evrópu, færðu meðal annars þau rök fyrir innlendum orðaforða að
slíkt væri beinlínis hagkvæmara (í anda upplýsingarstefnunnar) en
að nota erlenda orðstofna
vegna þess hve innlend orð-
myndun væri merkingar-
lega gagnsæ. Fyrir vikið
ætti almenningur auðveld-
ara með að skilja og nýta
sér fræðslurit um t.d. land-
búnað og heilbrigðismál en
ef ritin væru morandi í er-
lendum heitum. Jafnframt
hefur verið bent á að í
mörgum tilvikum getur
reynst auðveldara að rita og
beygja orð úr innlendu efni
en tökuorð.
Viðgang íslenskrar hrein-
tungustefnu má ekki aðeins
rekja til þess að um hana
hafi lengi verið allbreið hug-
myndafræðileg samstaða –
sem snerti raunar í senn
menningu og pólitík. Auk þeirra hagnýtisraka sem áður voru nefnd
má ekki gleyma því að íslensk málsaga geymir margar og fjöl-
breytilegar fyrirmyndir í ritheimildum allt frá 12. öld um það
hvernig orða má aðfengin hugtök. Nefna má hugtök á borð við
rétttrúaður, stjörnubókarlist og þrætubók sem lærðir íslenskir mið-
aldamenn þekktu – jafnframt – undir latnesku heitunum orthodox-
us, astronomia og dialectica. Fordæmin allar götur frá fyrstu tíð
hafa auðveldað eftirleikinn við nýmyndanir í orðaforðanum.
Því fer vitaskuld fjarri að íslenskan hafi ávallt úthýst erlendum
orðstofnum. Enda þótt við tölum t.a.m. um vetni, súrefni og járn
hefur þótt vandræðalaust að nota útbreidda alþjóðlega orðstofna
um mörg önnur frumefni, svo sem króm, nikkel, neon og úran þar
sem ritháttur og beyging fylgir íslenskum reglum.
Í metrakerfinu hefur orðið ofan á að nota erlend orð og forliði,
svo sem metri, gramm, lítri, milli-, desi-, senti-, kíló-. Þegar metra-
kerfið var lögleitt á Íslandi 1907 bar raunar nokkuð á áhuga á að
finna innlend heiti fremur en að aðlaga erlendu heitin. Bjarni Jóns-
son frá Vogi og Guðmundur Björnsson stungu upp á nýyrðum og
felldu inn í það sem þeir kölluðu stikukerfi: stika (metri), tugstika
(desimetri), hundstika (sentimetri), þúsundstika (millimetri). Þá var
kílómetri nefndur stikuþúsund og fermetrar og rúmmetrar voru
ferstikur og rúmstikur. Jafnframt lögðu þeir til orðið þungi um
gramm, og samkvæmt kerfi þeirra yrði heitið þúsundþungi haft um
milligramm og þungaþúsund notað um kíló. Þeir félagar fylgdu til-
lögum sínum úr hlaði með þessum boðskap: „Þessi orð verða hverj-
um [Í]slendingi auðlærð og auðskildari en útlendu orðin; og sjálf-
sagt velkomin öllum þeim, sem vilja ekki ata móðurmálið útlendum
slettum.“
Þrjátíu stikuþús-
unda hámarkshraði
Ari Páll Kristinsson
aripk@hi.is
Tungutak
Mæling „Sentimetrar og millimetrar – eða
hundstikur og þúsundstikur?“
Umræður í öðrum löndum um stöðu lýðræðis-legra stjórnarhátta eru meiri nú en veriðhafa áratugum saman vegna vísbendingaum að lýðræðið eigi í vök að verjast. Eftir
að sigur hafði unnizt á Þriðja ríki Adolfs Hitlers gætti
bjartsýni um framtíð lýðræðislegra stjórnarhátta og
að þeir myndu smátt og smátt ryðja sér til rúms í fleiri
og fleiri ríkjum. Þá tók kalda stríðið að vísu við og stóð
í nær hálfa öld en að lokum hrundu Sovétríkin og það
sem þeim fylgdi og enn jókst bjartsýnin um framtíð
lýðræðislegra stjórnarhátta.
En nú er öldin önnur og kannski er meginástæðan
sú, að Kína, sem byggir á alræði kommúnistaflokksins
í landinu, sækir nú stíft fram með það augljósa höfuð-
markmið að ryðja Bandaríkjunum til hliðar, sem hinu
leiðandi stórveldi sem þau hafa verið frá stríðslokum,
og að Kína taki til sín þann sess.
Það getur gerzt á næstu einum til tveimur áratugum
á þann veg að Kína verði í krafti mannfjölda og alls
þess sem því fylgir, svo sem stærðar heimamarkaðar,
að mesta efnahagsveldi heims og þá mun fylgja fljótt
eftir að Kína verði jafnframt mesta herveldi heims.
Við sjáum þessa framsókn Kína í örmynd hér á litla
Íslandi. Á undanförnum mánuðum hefur kínverska
sendiráðið blandað sér með óvenjulegum hætti í um-
ræður hér þrisvar sinnum með athugasemdum sem
birtzt hafa hér í Morgunblaðinu frá sendiráðinu. Slíkar
athugasemdir eru nýmæli og þess gætir líka í öðrum
löndum að kínversk sendiráð gerist afskiptasamari í
innanlandsumræðum annarra
ríkja.
Þessi framsókn Kína hefur nú
þegar orðið til þess að meira og
meira er talað um að kalt stríð sé
að brjótast út á milli Kína og
Bandaríkjanna.
Um leið og það gerist að Kína, undir alræðisstjórn
kommúnistaflokksins, ýti Bandaríkjunum, öflugasta
lýðræðisríki heimsins, til hliðar sem öflugasta efna-
hagsveldi heims og í framhaldi af því mesta herveldi
heims, veikist staða lýðræðisríkjanna verulega.
Þeir sem trúðu því að fall Sovétríkjanna, og þar með
yfirráð kommúnistaflokkanna í fyrrum leppríkjum
þeirra í austurhluta Evrópu, mundi leiða til lýðræðis í
Rússlandi og fyrrum leppríkjum þeirra hafa orðið fyr-
ir vonbrigðum.
Rússland er ekki lýðræðisríki þótt reynt sé að láta
líta svo út á yfirborðinu. Kommúnistaflokkurinn féll að
vísu en KGB tók við. Rússland er í dag KGB-ríki. Það
þýðir að bæði Kína og Rússland eru undir alræðis-
stjórnum.
Svipaðir stjórnarhættir hafa verið að festa sig í sessi
í sumum fyrrverandi leppríkjum Sovétríkjana. Þar má
nefna Ungverjaland og Pólland sem dæmi.
Tyrkland er í dag lýðræðisríki að nafninu til. Þar
ríkir í raun einræðisherra.
Þessu til viðbótar er ljóst að tilhneiging til miðstýr-
ingar, sem ekki er í umboði fólksins í viðkomandi lönd-
um, er augljós innan Evrópusambandsins. Þótt lýð-
ræði sé í einstökum aðildarríkjum þess er augljóst að
yfirstjórn ESB er fámennisstjórn sem sækir umboð
sitt ekki til fólksins, heldur er að verða þar til „hin
nýja stétt“ stjórnmálamanna sem eru tilnefndir af ein-
stökum aðildarríkjum og andlitslausir skriffinnar.
Stjórnarhættir ESB eru að líkjast um of lýsingum
Milovans Djilas á hinni nýju stétt forystumanna
kommúnistaflokksins og embættismanna, sem varð til
í Júgóslavíu á sínum tíma.
Af þessum sökum er ekki ofmælt að lýðræðið eigi í
vök að verjast. Og jafnvel í hinum vestrænu lýðræðis-
ríkjum eru að skjóta upp kollinum veikleikar í stjórn-
kerfum. Þeir eru mest áberandi í Bandaríkjunum
vegna mannsins sem nú situr í Hvíta húsinu. Vonandi
bera kjósendur vestan hafs gæfu til að átta sig á því og
skipta um mann þar í haust.
En veikleikar geta líka komið fram í stjórnmála-
flokkum lýðræðisríkjanna í þeirri mynd að smátt og
smátt sé lýðræðislegum vinnubrögðum ýtt til hliðar og
eins konar fámennisstjórnir styrki stöðu sína innan
þeirra.
Þá má sjá hér á Íslandi aðra birtingarmynd slíkra
tilhneiginga, sem er að embættismannakerfið hér sé
farið að líta á sig sem hið stefnumarkandi vald sem
þurfi lítt að hirða um það sem Al-
þingi kunni að segja.
Þessu má lýsa í einni setningu,
sem ónefndur nýr ráðherra heyrði
þegar sá kom í ráðuneyti sitt og
hún var svona: Það er stefna þessa
ráðuneytis …
Hvenær fengu ráðuneyti stefnumarkandi vald?
Hvar stendur það í stjórnarskrá landsins? Hvaðan
kemur starfsmönnum þar vald til þess að tala á þann
veg?
Stjórnarráðið er kjarni framkvæmdavaldsins sem á
að sjá um framkvæmd á stefnumarkandi ákvörðunum
Alþingis þar sem kjörnir fulltrúar fólksins sitja.
Stjórnmálaflokkarnir hér geta gengið á undan með
góðu fordæmi með því að auka lýðræði innan flokk-
anna sjálfra. Það getur Sjálfstæðisflokkurinn t.d. gert
á landsfundi sínum í nóvember með því að taka eitt
skref til viðbótar við það sem gert var á landsfundi
1961. Fram að þeim tíma voru formaður og varafor-
maður ekki kjörnir á landsfundi heldur á mun fámenn-
ari flokksráðsfundi beint í kjölfar landsfundar. Þá reis
upp hópur ungs fólks sem vildi kjósa nýjan formann á
landsfundinum sjálfum en í upphafi hans var lesið upp
bréf frá Ólafi Thors, þar sem hann tilkynnti að hann
sæktist ekki eftir endurkjöri. Það varð.
Það er nú tímabært að forystusveit Sjálfstæðis-
flokksins verði kjörin með þátttöku allra um 50 þús-
und flokksbundinna meðlima flokksins.
Það er kominn tími á slíkar breytingar innan flokka,
alveg eins og það er kominn tími á að beint lýðræði
verði kjarninn í stjórnskipun Íslands.
Lýðræðið á í vök að verjast
Tími er kominn á aukið
lýðræði innan flokka og
beint lýðræði í landinu.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Fyrir tilviljun rakst ég á ljósmyndaf okkur Geir H. Haarde að
sýna Friedrich A. von Hayek Þing-
velli í apríl 1980. Birti ég hana á
Snjáldru (Facebook) og lét þess get-
ið, að Geir hefði verið forsætisráð-
herra 2006-2009, en ranglega dreg-
inn fyrir Landsdóm vegna
bankahrunsins 2008. Gísli Tryggva-
son lögmaður andmælti mér með
þeim orðum, að Landsdómur hefði
fundið Geir brotlegan við ákvæði í
stjórnarskrá (17. gr.) um, að halda
skyldi ráðherrafundi um mikilvæg
stjórnarmálefni. Þetta varð tilefni til
þess, að ég rifjaði upp dóminn.
Íslenska stjórnarskráin er sniðin
eftir hinni dönsku, en þetta ákvæði
er ekki í hinni dönsku. Það var sett
inn í stjórnarskrá hins nýstofnaða ís-
lenska konungsríkis 1920 af sér-
stakri ástæðu. Ríkisráðsfundir voru
haldnir með konungi einu sinni eða
tvisvar á ári, og bar þar ráðherra
upp lög og önnur málefni. En frá
1917 höfðu ráðherrar verið fleiri en
einn, þótt aðeins einn ráðherra færi
venjulega á konungsfund. Tryggja
þurfti, að aðrir ráðherrar hefðu kom-
ið að afgreiðslu þeirra mála, sem sá
bar upp. Þetta ákvæði var ekki fellt
út, þegar Ísland varð lýðveldi 1944,
enda voru þá ekki gerðar aðrar efn-
isbreytingar á stjórnarskránni en
þær, sem leiddu af lýðveldisstofn-
uninni.
Forsætisráðherra var því eftir lýð-
veldisstofnun ekki skylt að halda
ráðherrafundi um mikilvæg
stjórnarmálefni í sama skilningi og
undir konungsstjórn, þegar vissa
varð að vera um, að aðrir ráðherrar
stæðu að málum, sem hann bar einn
undir konung. Honum var aðeins
skylt að verða við óskum annarra
ráðherra um ráðherrafundi. Sakfell-
ing meiri hluta Landsdóms var reist
á næsta augljósri mistúlkun þessa
ákvæðis, eins og minni hlutinn benti
á í sératkvæði.
Það sem meira er: Ég tel, að Geir
sem forsætisráðherra hafi beinlínis
verið skylt að halda ekki ráðherra-
fundi um yfirvofandi bankahrun.
Þann sama dag og hann hefði gert
það, hefðu bankarnir hrunið. Þegar
öðrum forsætisráðherra var tilkynnt
vorið 2003, að varnarliðið væri á för-
um, var vandlega um það þagað og
reynt í kyrrþey að leysa málið, og
tókst það um skeið.
Geir var ranglega dreginn fyrir
Landsdóm. Nær hefði verið að hrósa
honum sem fjármálaráðherra 1998-
2005 fyrir traustan fjárhag ríkissjóðs
og fyrir að hafa ásamt seðlabanka-
stjórunum þremur og eftirmanni sín-
um í embætti fjármálaráðherra lág-
markað fjárskuldbindingar ríkis-
sjóðs með neyðarlögunum 2008.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Gömul mynd