Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 26
26 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is - Sími 588 6070 - hitataekni@hitataekni.is Sjálfvirk pottastýring með snertiskjá og vefviðmóti • Alsjálfvirk pottastýring - Kveiktu á pottastýringunni og hún vinnur alveg sjálfvirkt • Pottastýringin er hönnuð og búin til af Hitatækni • Sparaðu í vatnskostnað - Stýringin nemur þegar potturinn er orðinn fullur og viðheldur svo lágmarksrennsli í pottinn þar til réttu hitastigi er náð. • Stillanlegt hitastig milli 35-44°C • Snertiskjár með þægilegu og einföldu viðmóti • Val um íslenskt eða enskt tungumál á skjá • Stýrðu pottastýringunni hvar og hvenær sem er með vefviðmótinu • Sveigjanleiki - Allar breytur í stýringunni eru stillanlegar og er því hægt að stilla stýringuna af við mismunandi aðstæður. • Yfirhitavörn sem slær út við 50°C (Stillanlegt) POTTASTÝRING ÁRBÆJARKIRKJA | Sameiginleg útiguðsþjónusta kl. 11 með Grafarvogssöfnuði og Grafarholtssöfnuði á Nón- holti í Grafarvogi. Pílagrímaganga verður farin frá Grafar- vogskirkju kl. 10.30 og gengið saman í Nónholt. Fyrir þau sem koma akandi að Nónholti er best að fara niður hjá meðferðarstöðinni Vogi og ganga stuttan spöl þaðan. Fólki með hreyfihömlun verður veitt aðstoð við að kom- ast á staðinn. Boðið er upp á hressingu að lokinni guðs- þjónustu. ÁSKIRKJA | Helgihald fellur niður vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks Áskirkju. Næst verður mess- að í kirkjunni sunnudaginn 9. ágúst 2020 kl. 11. BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa með léttum blæ sunnudag kl. 20. Minnst verður tónskáldsins Ennios Morricones í tali og tónum. Söngur er í höndum Grétu Hergils. Gunnar Óskarsson leikur á trompet og Jónas Þórir kantor við org- el og flygil. Messuþjónar og sr Pálmi Matthíasson þjóna í stundinni. DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku kl. 19. DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta klukkan 11. Prestur séra Sveinn Valgeirsson. EIÐAKIRKJA | Messa laugardaginn 18. júlí kl. 14. – Ferming. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Kór Eiðakirkju syngur. Meðhjálpari Guðrún Benediktsdóttir. GRAFARVOGSKIRKJA | Útimessa á Nónholti í Grafar- vogi 19. júlí kl. 11. Hin árlega sumarguðsþjónusta þriggja safnaða verður á Nónholti 19. júlí kl. 11. Í ár er það Grafarvogssöfnuður sem annast þjónustuna. Pílagrímaganga verður farin frá Grafarvogskirkju kl. 10:30 og gengið saman í Nón- holt. Séra Guðrún Karls Helgudóttir annast þjónustuna auk presta úr Grafarholts- og Árbæjarsöfnuði. Fólki með hreyfihömlun verður veitt aðstoð við að kom- ast á staðinn. Veitingar og samvera að lokinni guðs- þjónustu. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Prestur sr. Pálmi Matthíasson, organisti Antonia Hevesi, félagar úr Kór Grensáskirkju leiða sönginn. Messuþjónar aðstoða og eftir messu er hressing í safn- aðarheimilinu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Útimessa á Nón- hæð sunnudaginn 19. júlí kl: 11. Farið verður frá Guð- ríðarkirkju kl. 10.30. Boðið verður upp á sætaferðir frá kirkjunni. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumarkirkjan, samstarfs- verkefni kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ. Guðsþjónusta í Garðakirkju á Álftanesi kl. 11 alla sunnudaga í sumar. Kaffisopi á eftir í Króki. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Burkard Zill, prestur í Offenbach í Þýskalandi. Messu- þjónar aðstoða. Organisti er Matthías Harðarson. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, ásamt gesta- kór, FriFraVoce, frá Þýskalandi. Stjórnandi kórsins er Roland Lissmann. Píanóleikari er Thomas Layes. Hádegismessa miðvikud. kl. 12. Bænastundir kl. 12 fimmtud. og föstud. Orgeltónleikar fimmtud. kl. 12.30. Kitty Kovacs leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Una Dóra Þor- björnsdóttir leiðir safnaðarsöng og syngur einsöng. Org- anisti er Kristín Jóhannesdóttir. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. KLYPPSSTAÐARKIRKJA í Loðmundarfirði | Hin ár- lega messa á Klyppsstað verður að þessu sinni sunnu- daginn 19. júlí kl. 14. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, predikar. Sr. Jóhanna Sigmars- dóttir og sr. Þorgeir Arason þjóna fyrir altari. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur frá Borgarfirði syngja. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir. Kirkjukaffi í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á staðnum að messu lokinni. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ragn- heiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari. Organisti Kristján Hrannar. Kirkjuvörður Bryndís Böðvarsdóttir NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kór Nes- kirkju leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Árni Þór Þórsson guðfræðinemi predikar og þjónar með presti. Blöð og litir fyrir yngstu kynslóðina. Kaffisopi og samfélag á torginu eftir guðsþjónustu. SELJAKIRKJA | Sumarguðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari, messukaffi í lokin. Morgunblaðið/ÓmarHallgrímskirkja í Hvalfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.