Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Nýtt frá SKOÐIÐhjahrafnhildi.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook NÝTT NETVERSLUNLAXDAL.IS SUMAR YFIRHAFNIR OPIÐ laugardag kl. 10-15 HEILSÁRSYFIRHAFNIR ALLT AÐ 50% AFSL. ÚTSALA - ÚTSALA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Góðar vindaðstæður eru til reksturs vindorkuvers á landi jarðarinnar Skáldabúða í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi, að mati ráðgjafa eigenda jarðarinnar, og sýnileiki vind- mylla yrði minni þar en víðast hvar á Suðurlandi. Eigendur jarð- arinnar Skálda- búða, sem stend- ur við Mástungu- veg, skammt frá Stóru-Laxá, til- kynntu áform um allt að 85 MW vindorkuver vegna umfjöllunar verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Sveitarstjórn hefur nú samþykkt að kynna skipulagslýs- ingu vegna breytinga á aðalskipulagi hreppsins þar sem gert verður ráð fyrir vindorkuveri undir heitinu Hrútmúlavirkjun. Félagið Gunnbjörn rak þar kúabú til skamms tíma en reksturinn hefur nú verið sameinaður í nýju fjósi í Gunnbjarnarholti og er ekki lengur búrekstur á Skáldabúðum. „Það liggja tækifæri til virkjunar vindorku á þessu svæði. Vindmyll- urnar kæmu niður á sléttu þar sem eru ræktuð tún. Staðurinn er nálægt vatnsaflinu sem virkjað er í Þjórsá en það vita flestir að virkjun vind- orku og vatnafls fer vel saman. Þá eru sýnileiki og umhverfisáhrif með því minnsta sem hægt er að finna á Suðurlandi,“ segir Arnar Bjarni Ei- ríksson, eigandi jarðarinnar. Tekur hann fram að umhverfisáhrif séu að öllu leyti afturkræf. Efla verkfræðistofa annast ráð- gjöf við verkefnið. Ásbjörn Egilsson byggingarverkfræðingur segir að góðar vindaðstæður séu í Skáldabúð- um. Góður meðalvindur sé þar og vindurinn komi mikið úr sömu átt, úr austri. Það einfaldi uppröðun á vind- myllum þannig að áhrif myllanna hverrar á aðra verði sem minnst. Ekki hefur verið sett upp mælimast- ur en Arnar Bjarni er að huga að því. Þarf 22 til 25 stórar vindmyllur til að ná tilætluðu afli en Arnar Bjarni segir líklegt að byggt verði upp í áföngum. Ásbjörn segir að vegna þess að vindmyllurnar eigi að vera á túnun- um en ekki á melum og holtum sem standa hærra sé sýnileiki þeirra minni en ella. Í raun komi á óvart hvað hann er lítill, samkvæmt sýni- leikakorti sem gert hefur verið. Vindmyllurnar munu lítið sjást frá Laxárdal sem er næsti bær fyrir inn- an Skáldabúðir. Myllurnar munu sjást á einhverjum köflum á Gnúp- verjavegi meðfram Þjórsá. Þá mun hluti þeirra sjást frá Flúðum en bæði vegurinn og þéttbýlið eru í 10-15 km fjarlægð. Áhrif vindorkuversins á fugla verða skoðuð í umhverfismati. Túnin á Skáldabúðum eru nýtt fyrir heyskap í þágu kúabúsins og þau eru einnig nýtt frá landþrengri nágrannabæjum. Arnar Bjarni telur að vindorkuver muni ekki spilla þeim notum. Segir hann menn þar um slóðir vana því að búa undir há- spennulínum. Fer vel saman við vatnsaflið Tengivirkið við Flúðir getur tekið við hluta rafmagnsins sem ætlunin er að framleiða á Skáldabúðum en Ásbjörn bendir einnig á að samnýta mætti tengivirki við Hvammsvirkjun í Þjórsá, þegar hún verður reist. Nýting vindorkunnar spilar vel með virkjunum með miðlunarlón, eins og raunin er með virkjanir í Þjórsá. Ásbjörn bendir á að mesta rennslið í lónin sé á sumrin en mesti vindurinn sé yfir vetrarmánuðina. Þau víxláhrif komi til viðbótar þeim kosti að geyma orkuna í lónum á meðan vindorkan er nýtt. Vindorkuverið í Skáldabúðum er langtímaverkefni, að sögn Arnars Bjarna. Telur hann að það taki að minnsta kosti fjögur til átta ár að koma því upp. Tækifæri til virkjunar vindorku  Arnar Bjarni Eiríksson bóndi undirbýr vindorkuver á Skáldabúðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  Ráðgjafi telur að vindurinn sé hagstæður  Vindmyllurnar sjást ekki mikið úr nágrenninu Kortagrunnur: OpenStreetMap Árnes ■ ■ Laxárdalur ■ Skáldabúðir ÞJ ÓR SÁ RD AL UR Búrfell LANDSVEIT Þjórsá ÞjórsáSt ór a- La xá Ká lfá Þverá Flúðir ■ Skáldabúðir SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPUR Arnar Bjarni Eiríksson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lax er genginn í Andakílsá í Borg- arfirði. Tilraunaveiðar sem hafnar voru sl. miðvikudag lofa góðu um framtíðina og formaður veiðifélags- ins vonast til að hægt verði að hefja sölu á veiðileyfum á ný á næsta ári. Veiðar hafa legið niðri í þrjú ár, frá því aur barst niður í ána úr lóni Andakílsárvirkjunar og lagðist yfir hylji og uppeldissvæði laxins. „Þetta gekk þolanlega,“ sagði Birgir Guðnason frá Akranesi og dró heldur úr árangrinum. Hann hefur tekið ástfóstri við Andakílsá enda veitt þar í 60 ár. Hóf þar sinn veiði- skap með föður sínum, Guðna Eyj- ólfssyni, sem löngu síðar veiddi þar sinn síðasta lax, 95 ára gamall. Sjá árangur erfiðisins Stjórn Veiðifélags Andakílsár hef- ur fengið reynda veiðimenn úr Andakílsá til að annast tilraunaveið- arnar. Ljóst er að lax er kominn í ána því Birgir og tengdasonur hans, Hilmar Magnússon, veiddu tólf laxa á eina stöng á morgunvaktinni í gær. Tók Birgir fram að þetta segði ekki alla söguna því þetta væri aðeins annar dagurinn sem veitt er í ánni í sumar. Eftir umhverfisslysið 2017 voru tekin hrogn úr laxi sem skilaði sér upp í ána það sumar og ræktuð upp. Var fyrstu seiðunum sleppt í ána í fyrrasumar, 30 þúsund talsins, og sama fjölda í ár. Seiðin frá því í fyrra eru að skila sér upp í ána núna. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, for- maður veiðifélagsins, segir að einnig hafi einhver seiði lifað af slysið og það hjálpi lífríkinu. Eru þeir sem unnið hafa baki brotnu undanfarin þrjú ár að því að koma lífríki árinnar í samt lag að fá sína fyrstu upp- skeru. Tilraunaveiðarnar eru með miklum takmörkunum og eru gerðar í vísindaskyni og segir Ragnhildur að árangurinn verði gerður upp í sumarlok. „Við erum bjartsýn um að við séum á réttri leið,“ segir hún. Reynsla veiðimannanna verður not- uð við ákvarðanir um hvort ráðist verði í frekari hreinsun á ánni. „Áin hefur breyst talsvert þótt hún sé smátt og smátt að koma til baka,“ segir Birgir laxveiðimaður. Hann segist einkum verða var við breytingar á grynnri veiðistöðunum, komin sé möl niður í þá. Telur hann best að láta náttúrna sjálfa um að jafna sig. Morgunblaðið/ Helgi Bjarnason Tekið á því Laxinn var ólmur í fluguna hjá Birgi Guðnasyni enda áin að mestu verið í hvíld í sumar. Tilraunin í Andakílsá lof- ar góðu um framhaldið  Áin hefur breyst segir reyndur veiðimaður sem veiddi vel Mæling Laxinn reyndist vera 67 cm. „Ég hef ekki samvinnu við neinn nema eiginkonuna,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson þegar hann er spurður hvort hann vinni að Hrút- múlavirkjun í samvinnu við erlend orkufyrirtæki sem hér virðast vilja hasla sér völl. Hann vísar til þess að þau hjónin, Berglind Bjarnadóttir og hann, standa ein að verkefninu. „Vonir okkar hjóna standa hins vegar til þess að leita hugsanlega til lífeyrissjóðanna þegar það fer að vanta aukið fjármagn enda finnst okkur vel geta farið saman hags- munir þeirra, það er að segja vinn- andi fólks í landinu, og okkar til að standa fyrir grænni raforkufram- leiðslu fyrir alla landsmenn, með mjög takmörkuðum umhverfis- áhrifum,“ segir Arnar. Hrútmúlavirkjun er einn af 34 vindorkukostum sem Orkustofnun tilkynnti til rammaáætlunar. Sam- anlagt afl þeirra er 3.200 MW. Zephyr Iceland er stórtækast, gerir tillögur að 10 virkjunum, og Quadran Iceland Developement teflir fram níu kostum. Ekki í samvinnu við neinn nema konuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.