Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020
Bláar Það var mikill kraftur í nærveru bláu listakvennanna sem settu upp gjörning á Óðinstorgi á dögunum. Innblásturinn virtust þær hafa sótt bæði í náttúruöflin og sitthvað yfirnáttúrulegt.
Árni Sæberg
Miðflokkurinn fékk
samþykkta þingsálykt-
unartillögu um gjald-
frjálsar krabbameins-
meðferðir við
þingfrestun í lok júní
með ákveðnum breyt-
ingum. Tillagan hafði
áður verið lögð fram
fyrripart ársins 2019
en þar sem hún kom þá
seint fram hlaut hún
ekki þinglega meðferð eins og það
kallast. Tillagan var því aftur lögð
fram haustið 2019 og í meðförum vel-
ferðarnefndar varð niðurstaðan sú
að heilbrigðisráðherra yrði falið að
meta hvernig lágmarka mætti kostn-
að sjúklinga vegna langvinnra og
lífshættulegra sjúkdóma. Ráðherra
skili Alþingi skýrslu þar að lútandi
eigi síðar en 1. mars 2021. Eins mun
fyrirsögn tillögunnar vera eftir þess-
ar breytingar: tillaga til
þingsályktunar um ráð-
stafanir til að lágmarka
kostnað vegna krabba-
meinsmeðferðar og
meðferðar við öðrum
langvinnum og lífs-
hættulegum sjúkdóm-
um.
Við þingmenn Mið-
flokksins kölluðum eft-
ir reynslusögum fyrir
nokkrum misserum og
segja má að þessi til-
laga sé meðal annars
afrakstur þeirra. Ein
þessara sagna greindi frá því að áður
fyrr hefði krabbameinsmeðferð ver-
ið gjaldfrjáls. Það er víða pottur
brotinn og dæmi um að sjúklingar
þurfi að dreifa greiðslum á kredit-
kortum vegna ferðalaga á Landspít-
ala – háskólasjúkrahús (LSH) eða
stofna til yfirdráttar á reikningi til
þess að komast yfir útgjöld vegna
ferðalaga þar sem endurgreiðsla
berst viðkomandi mun seinna og
dæmi eru um að ferðakostnaður fáist
ekki að fullu greiddur. Sjúklingum
er því mismunað á hverjum degi ef
litið er til ferðakostnaðar, það geta
ekki allir ferðast einir langan veg og
sjaldnast er greitt fyrir fylgdar-
mann, auk þess sem fylgdarmaður
verður oft af tekjum meðan á ferða-
lagi stendur. Þess vegna er það mik-
ilvægt og eðlilegt að stjórnvöld liðki
til með greiðslur til fylgdarmanna í
huga þar sem það getur oft verið
mjög kostnaðarsamt og erfitt fyrir
fylgdarmenn sem oftast eru nánir
aðstandendur að stíga inn á þann
máta sem alla jafna ætti að vera í
höndum fagfólks. Til að varpa enn
betra ljósi á fjárhagslegar afleið-
ingar þá geta þær leitt til þess að
tekjur sjúklings verði að lágmarks-
bótum, þrátt fyrir að hann hafi unnið
mestan hluta ævinnar, greitt sína
skatta og sitt til lífeyrissjóða. Fót-
unum er beinlínis kippt undan við-
komandi og kostnaður vegna ýmissa
stoðlyfja er ekki niðurgreiddur,
einnig má nefna tannlæknakostnað
sem og tæknifrjóvganir. Aðstæður
þeirra sem veikjast geta orðið það al-
varlegar að þeir eigi vart fyrir
grunnnauðsynjum síðustu daga
mánaðar, þeir þurfa virkilega á að-
stoð annarra að halda til þess að
komast yfir næstu mánaðamót. Fjár-
hagsáhyggjur ofan í aðrar áhyggjur
sem fylgja því að greinast með lífs-
hættulegan sjúkdóm hafa alvarleg
áhrif á andlega heilsu sjúklinga og
draga úr möguleikum þeirra til þess
að takast á við sjálfa sjúkdóms-
meðferðina, sem oft er flókin og á
stundum virðist hún óyfirstíganleg.
Það er því ljóst að mikil vinna
þarf að eiga sér stað svo allir sitji
við sama borð. Ef áfram á að ein-
blína á að þjónusta við þá sem
greinast með langvinna, lífs-
hættulega sjúkdóma eins og
krabbamein fari fram á einum stað
á landinu þarf að láta hendur standa
fram úr ermum. Það er nauðsynlegt
að taka tillit til þess kostnaðar sem
fylgir óhjákvæmilega þegar ferðast
þarf um langan veg sem svo leggst
ofan á allan annan kostnað. Það eru
stór orð sem birtast í heilbrigðis-
stefnu fram til ársins 2030 og við
þau þarf að standa. Íslenska heil-
brigðiskerfið byggist á ákveðnum
gildum sem almenn sátt er um í
samfélaginu. Grunnhugmynda-
fræðin er sú að hið opinbera skuli
tryggja öllum landsmönnum nauð-
synlega heilbrigðisþjónustu, óháð
efnahag eða öðrum aðstæðum.
Eftir Önnu
Kolbrúnu
Árnadóttur
» Grunnhugmynda-
fræðin er sú að hið
opinbera skuli tryggja
öllum landsmönnum
nauðsynlega heilbrigð-
isþjónustu, óháð
efnahag eða öðrum
aðstæðum.
Anna Kolbrún
Árnadóttir
Höfundur er þingmaður
Miðflokksins.
Gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir