Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020
✝ Snorri EdvinHermannsson
fæddist á Látrum í
Aðalvík 2. apríl
1934. Hann and-
aðist á hjúkr-
unarheimilinu Eyri
á Ísafirði 9. júlí
2020. Foreldrar
hans voru Her-
mann Snorri Jak-
obsson, f. 25.11.
1901, d. 17.5. 1992,
og María Guðmunda Þorbergs-
dóttir, f. 25.9. 1908, d. 7.1. 2007.
Snorri var elstur fjögurra
systkina, systkini hans eru: Jó-
hanna Ingibjörg, f. 23.12. 1935,
Helga Birna, f. 27.2. 1937, og
Trausti Jóel, f. 19.10. 1944.
Snorri kvæntist 16.8. 1958
Auði H. Hagalín, f. 23.11. 1938.
Hún er dóttir Ingibjargar Finns-
dóttur, f. 19.10. 1921, d. 30.6.
2003, og Hrafns G. Hagalín, f.
16.8. 1921, d. 7.4. 1957. Börn
Snorra og Auðar eru: 1) Hrafn,
f. 21.1. 1960, bankastarfsmaður,
maki Rannveig Björnsdóttir
hjúkrunarfræðingur, f. 4.6.
1958, sonur þeirra er Hákon
Ernir, f. 31.3. 1999. 2) Ingibjörg,
f. 4.8. 1962, fjölmiðlafræðingur,
maki Hávarður G. Bernharðs-
Helga Harðardóttir, f. 28.8.
1969, hjúkrunarfræðingur, eiga
þau þrjú börn; Jakob, f. 16.3.
2000, Kristínu, f. 31.5. 2003, og
Karen, f. 26.8. 2005.
Snorri og Auður hófu búskap
1958 og bjuggu á Ísafirði alla
tíð, lengst af í Silfurgötu 6.
Snorri lauk gagnfræðaprófi
1951, vann eftir það ýmis störf
til sjós og lands en hóf iðnnám í
húsasmíði á bernskuslóðum í
Aðalvík 1956 og var námssamn-
ingurinn skráður á Látrum í Að-
alvík. Snorri lauk sveinsprófi
1960 og meistaraprófi 1963.
Hann starfaði við iðn sína á Ísa-
firði, gerðist stundakennari við
Iðnskólann á Ísafirði 1968-74 en
fastráðinn frá 1978 og árin
1985-87 var hann síðasti skóla-
stjóri Iðnskólans. Við samein-
ingu Iðnskólans við Mennta-
skólann varð hann kennari þar
og gegndi því starfi til starfs-
loka 2006.
Snorri tók virkan þátt í bæj-
armálum á Ísafirði og sat um
skeið í bæjarstjórn. Þá hefur
hann unnið að ýmsu félagsstarfi,
meðal annars á vegum Hjálp-
arsveitar skáta og Björg-
unarfélags Ísafjarðar. Fyrir
framlag sitt við björgunarstörf
eftir snjóflóðin í Súðavík og á
Flateyri 1995 var hann sæmdur
riddarakrossi fálkaorðunnar
1996.
Útförin fer fram frá Ísafjarð-
arkirkju í dag, 18. júlí 2020,
klukkan 11.
son, f. 30.9. 1962,
húsasmíðameistari,
Ingibjörg á þrjú
börn úr fyrra hjón-
bandi: Eddu Maríu,
f. 26.8. 1982, maki
Alexíus Jónasson, f.
31.8. 1982, eiga þau
þrjár dætur; Auðun
Braga, f. 26.11.
1986, maki Stein-
unn Þorsteins-
dóttir, f. 3.3. 1981,
eiga þau tvær dætur; og Salmar
Má, f. 3.5. 1994, unnusta Arna
Heimisdóttir, f. 26.10. 1995, eiga
þau eina dóttur. Ingibjörg á
fjögur stjúpbörn og eitt stjúp-
barnabarn. 3) Snorri Már, f.
4.10. 1964, umbúðahönnuður,
maki Kristrún Helga Björns-
dóttir, f. 29.12. 1963, tónlistar-
kennari, börn þeirra eru Val-
geir Hrafn, f. 7.8. 1988, og
Auður Birna, f. 1.2. 1990, maki
Sindri Þór Stefánsson, f. 9.8.
1986, eiga þau þrjú börn. 4)
Heimir, f. 1.7. 1966, kerfisfræð-
ingur, maki Ólína Fjóla, f. 31.1.
1969, gullsmiður, eiga þau tvær
dætur; Töru Ársól, f. 12.10.
2002, og Örnu Rut, f. 24.12.
2006. 5) Hermann Þór, f. 11.8.
1973, bankastarfsmaður, maki
Í dag kveðjum við merkan
mann, hnyttinn og stríðinn en
umfram allt elskandi pabba okk-
ar, sem var okkur dýrmæt fyr-
irmynd. Einn af kostum hans var
þagmælskan, sem gat líka verið
löstur enda var hann orðvar,
flutti ekki óspurðar fréttir og
fann sig vel í starfi frímúrara.
Æskuheimilið var fjölmennt
og daglegur gestagangur mikill,
mamma rak heimilið af orkuríkri
hlýju, sjálf lengstum útivinnandi.
Þau voru afar samstiga en eins
og á öllum betri heimilum hafði
mamma auðvitað húsbóndavald-
ið. Í þrjátíu ár hafa þau átt sam-
eiginlegt áhugamál, að nostra við
byggingu bústaðar í Tungudal.
Verkefnið hafði lengi legið í loft-
inu enda pabbi smiður sem unni
list sinni ákaft. Þrátt fyrir
áherslu pabba á gömul og við-
tekin gildi var hann á undan sinni
samtíð á ýmsum sviðum; hann
var liðtækur kokkur og kom allt-
af fram við okkur börnin sem
jafningja.
Aðalvíkin var ávallt hans
helgidómur, upphafið sjálft. Það-
an er ættin, sagan, menningin,
dansgleðin, þrjóskan. Á áttunda
áratugnum var hann nokkur
sumur leiðsögumaður á svæðinu
og eru ófáar vinnuferðirnar með
Fagranesinu í Aðalvíkina, ýmist
til að sinna viðhaldi kirkjunnar á
Stað eða öðrum mannvirkjum á
svæðinu, og þótti honum sjálf-
sagt að við kæmum með í þessar
ferðir.
Pabbi sinnti ýmsum störfum
og þekktum við hann sem skáta
og útvistar- og björgunarsveitar-
mann en hann heillaðist ungur af
skátastarfi, sem smitaðist auðvit-
að til okkar systkinanna. Hann
var í lykilhlutverki innan skáta-
hreyfingarinnar á Ísafirði og þau
mamma stóðu fyrir glæsilegum
fjórðungsmótum skáta. Hann var
í forsvari fyrir Einherja og
mamma fyrir kvenskátana í Val-
kyrjunni og veittu hvort öðru
styrk í skátastarfinu. Sömuleiðis
tók pabbi ríkan þátt í uppbygg-
ingu Hjálparsveitar skáta á Ísa-
firði (HSSÍ). Hann gegndi þar
fjölda starfa, allt frá kennslu í
skyndihjálp og björgunarstarfi,
til undirbúnings og stjórnunar
flugeldasýninga.
Á dimmum dögum björgunar-
starfa, jafnt með slökkviliðinu og
hjálparsveitinni, nutu hæfileikar
hans sín vel. Með jafnaðargeði og
rólyndi tókst hann á við björg-
unarstörf í fjölda útkalla á löngu
tímabili. Áratugum saman þjón-
aði pabbi ýmsum verkum sam-
félagsins af trúmennsku og þáði
ekki laun fyrir. Fyrir aldar-
fjórðungi tóku svo snjóflóðin tvö
öll völd í lífi þjóðarinnar. Þar
stýrði hann aðgerðum og var í
kjölfarið sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir
framlag sitt til björgunarmála,
sem hann að sjálfsögðu tileinkaði
öllu því björgunarfólki sem að
þeim störfum kom.
Félagsstörfin veittu honum
ennfremur farveg fyrir önnur
áhugamál í leiðinni, einkum á
sviði útivistar, fjallamennsku,
gönguskíða og ljósmyndunar.
Hann kenndi okkur mikilvægi
heilnæmrar útiveru, gildi góðrar
fjallgöngu, að fara „út í buskann“
að njóta einstæðrar náttúru.
En nú er komið að vegamót-
um. Við minnumst með virðingu
og þökk allra okkar stunda,
æsku, uppeldis, leiðsagnar, alls
þess veganestis sem best hefur
dugað. Við biðjum að Guðs hjálp
og gæfa fylgi mömmu ávallt
hvern dag. Megi andi elsku
pabba fylgja afkomendum um
langa framtíð.
Hrafn, Ingibjörg,
Snorri Már, Heimir
og Hermann Þór.
Fréttir flugu um Gagnfræða-
skóla Ísafjarðar að von væri á
Snorra Hermannssyni til að
kenna okkur skyndihjálp og
mátti greina óttablandna virð-
ingu í þeim orðum. Þar með urðu
allra sprækustu ólátabelgirnir
stilltir og hljóðir. Og viti menn;
inn kom hann ábúðarfullur og al-
varlegur og lagði okkur línurnar
um hversu mikilvægt það væri að
kunna vel til verka þegar manns-
líf væru í hættu. Einhver hvíslaði
því að mér að þegar Snorri Her-
mannsson kallaði á sín börn inn í
mat þá færu öll börn af eyrinni
heim. Þetta voru mín fyrstu
kynni af Snorra, þá 13 ára gömul
og nýflutt til Ísafjarðar.
Nokkrum árum síðar þegar
við Snorri Már hófum okkar
samband þá kynntist ég fleiri
hliðum á tengdaföður mínum.
Komst þá fljótt að því að traust-
ari mann væri vart að finna.
Hann var mikill húmoristi og al-
veg ískrandi stríðinn. Hann átti
til að vera fastur fyrir og ákveð-
inn en þó aldrei ósanngjarn né
dómharður. Í yfir 20 ár sendi
hann okkur kæsta skötu og vest-
firskan hnoðmör fyrir Þorláks-
messuna enda voru þeir feðgar
báðir fullvissir um að jólin kæmu
hreinlega ekki fyrr en eftir sköt-
una og auðvitað væri hún best vel
kæst og að vestan. Seinni árin
fylgdi svo alltaf með krækiberja-
líkjör sem hann gerði sem varð
jafn ómissandi og skatan.
Margar aðrar góðar minning-
ar á ég um tengdaföður minn og
þá ekki síður um tengdamóður
mína enda voru þau alltaf sam-
stiga og að manni fannst órjúf-
anleg heild. Traustara bakland
er ekki hægt að óska sér.
Nú er komið að leiðarlokum
hjá tengdapabba og vil ég því
þakka samfylgdina og stuðning-
inn og elsku Auði tengdamóður
minni votta ég mína dýpstu sam-
úð, sem og öðrum nákomnum.
Far vel kæri Snorri og hvíl í
friði.
Kristrún Helga
Björnsdóttir.
Afi hafði óendanlega þekkingu
á hlutum, hann gat alltaf reddað
öllu og hann var alltaf tilbúinn í
að gera allt fyrir alla. Afi var einn
af þeimmanneskjunum sem við
horfðum upp til þegar við vorum
að alast upp. Betri fyrirmynd var
varla hægt að finna.
Hann var alltaf réttlátur og
vildi alltaf að við tækjum réttar
ákvarðanir í lífinu. Þegar það þó
gerðist að við tókum röng skref
þá sýndi hann samt ekkert nema
skilning og væntumþykju. Fjöl-
skyldan var alltaf ofarlega hjá
honum. Hann hafði stórt og hlýtt
hjarta og enn stærra bros. Hann
hafði mikinn húmor og gat alltaf
komið manni til að hlægja. Það
eru forréttindi að hafa átt hann
sem afa.
Auður Birna og
Valgeir Hrafn.
Mágur minn Snorri Her-
mannsson lést hinn 9. júlí sl. á
hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísa-
firði. Við slíka andlátsfregn leita
ósjálfrátt á hugann fjölmörg
minningabrot um réttsýnan og
ráðagóðan heiðursmann.
Heimili þeirra Snorra og Auð-
ar var ákaflega hlýlegt þar sem
allir voru velkomnir og gátu bók-
að hlýlegar móttökur og góðan
viðurgerning. Öll uppvaxtarár
mín var þetta mitt annað heimili
og fyrir það verð ég þeim æv-
inlega þakklát. Þarna var alltaf
mikið fjör enda barnahópurinn
stór og fjörugur. Við börnin vor-
um höfð með í flestu sem fram
fór og fengum að prófa ýmislegt.
Til að mynda fékk krakkaskarinn
að taka þátt í að gera við þakið á
Silfurgötu 6. Snorri alltaf pollró-
legur og stjórnaði hjörðinni.
Snorri var þessi þögla trausta
týpa sem gott var að leita til.
Hann var ávallt boðinn og búinn
að hjálpa til og gefa góð ráð. Ég
hef alltaf borið ómælda virðingu
fyrir Snorra og því valdi ég hann
til að vera svaramann í brúð-
kaupinu mínu.
Á starfsævi sinni kom Snorri
víða við og var áberandi í bæj-
arlífinu á Ísafirði og einn af burð-
arásum þess. Fyrir utan atvinnu
sína sem laut einkum að smíðum
og kennslu var hann virkur í fé-
lagsstarfi. Hann var m.a. frímúr-
ari, skátaforingi og leiðtogi í
björgunarsveitinni og tókst á
hendur mikla ábyrgð við stjórn-
un á vettvangi þegar hörmuleg
snjóflóð féllu í Súðavík og á Flat-
eyri. Fyrir þessi síðasttöldu störf
var hann sæmdur riddarakross-
inum. Það var mikils virði alla tíð
að eiga samleið með slíkum af-
burðamanni.
Snorri var ættaður frá Aðalvík
og var hann ákaflega stoltur af
þeim uppruna sínum. Mér er
minnisstætt þegar Snorri frétti
af því að tvö tengdabörn mín
ættu ættir að rekja til Jökul-
fjarðanna. Þá lyftist hann í sæt-
inu og vildi vita allt um hverra
manna þau væru. Hann var hinn
ánægðasti með ráðahaginn þar
sem honum þótti það mikill kost-
ur að eiga ættir að rekja þangað.
Börnin mín elska að koma til
Ísafjarðar og það er ekki síst
Snorra og Auju að þakka sem
hafa alltaf tekið á móti þeim af
miklum hlýhug og ást. Sérstak-
lega þótti okkur gaman að því
þegar Snorri sýndi slidesmyndir
og sagði sögur.
Í öllum ferðum vestur er farið
inn að Hóli, í bústaðinn sem
Snorri byggði af sinni alkunnu
snilld. Bústaðurinn ber hand-
bragði Snorra glöggt vitni enda
mikil völundarsmíð og má þar sjá
vandvirknina, sem var einkenn-
ismerki Snorra, í hverju horni.
Upp í hugann kemur minning
þar sem við Ingibjörg dóttir
Snorra vorum fyrir nokkrum ár-
um að hjálpa til við að bera á bú-
staðinn og pússa trékubba. Þá
kom vel í ljós hversu vandvirkur
Snorri var því kubbarnir voru
miskunnarlaust sendir til baka ef
einhverjir vankantar voru á.
Líkamlegri heilsu Snorra
hrakaði síðustu ár en andlegi
hlutinn var ekkert farinn að láta
á sjá. Þannig var minnið enn þá
ótrúlega gott. Honum leið vel á
Eyri og gat lengst af verið í dag-
legum samskiptum við Auði sína
sem býr í næsta húsi.
Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar þakka Snorra fyr-
ir samfylgdina. Í huga okkar
geymum við minningar um ynd-
islega manneskju sem lagði sig
allan fram við að láta gott af sér
leiða.
Ingibjörg Jónsdóttir.
Í dag, 18. júlí 2020, kveðjum
við mætan mann, Snorra Her-
mannsson.
Snorri kom inn í fjölskyldu
mína upp úr miðri síðustu öld
þegar hann og kona hans, Auður
H. Hagalín frænka mín, giftust
og stofnuðu heimili á Ísafirði.
Auður var fyrsta barnabarn
Kristínar ömmu okkar og voru
tengslin mjög náin alla tíð á milli
þeirra tveggja. Kristín amma
okkar bjó hjá dóttur sinni, Sig-
ríði Hagalín, móður minni, í
Reykjavík en þrátt fyrir fjar-
lægðina á milli Ísafjarðar og
Reykjavíkur voru tengslin ávallt
Snorri Edvin
Hermannsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
ÞÓRÐUR ÁRNI BJÖRGÚLFSSON,
fv. rennismiður og verslunarmaður,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 23. júlí klukkan 13.30.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki Grenihlíðar fyrir frábæra umönnun
og hjartahlýju.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök
Öldrunarheimila Akureyrar,
kennitala: 441217-1450, banki: 565-14-405786.
Björg Þórðardóttir
Friðrik Viðar Þórðarson Kristín Jónína Halldórsdóttir
Björgúlfur Þórðarson Helga Guðrún Erlingsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur
og frændi,
TRAUSTI ÞÓR STEFÁNSSON,
Hamraborg 18,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 14. júlí. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju miðvikudaginn 22. júlí
klukkan 13.
Stefán Olgeirsson
Elva Dís Hekla Stefánsdóttir Rósmundur Örn Sævarsson
Stefán Stefánsson Rannveig Þórarinsdóttir
Karl V. Stefánsson Unnur Arna Sigurðardóttir
Ingigerður Stefánsdóttir Gunnsteinn Sigurðsson
Róbert, Sylvía, Sævar og Guðjón
Okkar ástkæra
HALLDÓRA GUÐBJÖRG
SIGURÐARDÓTTIR,
Sléttuvegi 23, Reykjavík,
lést sunnudaginn 5. júlí. Útför hennar hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðmundur J. Þórðarson
og börn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, kær
vinur, afi, og langafi,
HELGI JÓNSSON,
fyrrverandi bankaútibússtjóri,
sem andaðist á Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi þriðjudaginn 14. júlí, verður
jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 22. júlí klukkan 13.
Áslaug Helgadóttir Gunnar Guðmundsson
Jón Helgason Sigríður K. Valdimarsdóttir
Sigríður Helgadóttir Ólafur Þorsteinsson
Helgi Teitur Helgason Guðrún Hildur Pétursdóttir
Margrét Ingvarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður, sonur og bróðir,
INGI BJÖRN BOGASON
Hraunbæ 182,
lést á líknardeildinni í Kópavogi
þriðjudaginn 14. júlí. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju miðvikudaginn 29. júlí
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið
og Kraft.
Magdalena V. Michelsen
Steinunn Jónsdóttir Bogi Baldursson
María Erla Bogadóttir Hjalti Kolbeinsson
Jón Baldur Bogason Haukur Heiðar Steingrímsson
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma
og frænka,
RÓSA ÓLAFÍA ÍSAKSDÓTTIR,
lést mánudaginn 13. júlí.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Áslaug Þórðardóttir Sigurður Bjarki Þórðarson
Helga Magnúsdóttir Ástrós Hekla Sigurðardóttir
Ísak Harðarson