Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 50 ára Darri er Reyk- víkingur en býr í Kópa- vogi. Hann er húsa- smíðameistari að mennt og er slökkvi- liðs- og sjúkraflutn- ingamaður á höfuð- borgarsvæðinu og einnig ökukennari. Darri er varaformaður LSOS. Maki: Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 1971, lögfræðingur hjá Land lögmönnum. Börn: Arnhildur Eir, f. 2000, og Berg- steinn Hrafn, f. 2009. Sjúpsonur er Jón Halldór Unnarsson, f. 1992. Foreldrar: Þórunn Jónsdóttir, f. 1939, vann hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna, búsett í Þorlákshöfn, og Þorsteinn Guð- björnsson, f. 1941, d. 1982, málari. Steinþór Darri Þorsteinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hlutirnir virðast á fullri ferð í kringum þig og þú átt fullt í fangi með að fylgjast með. Sýndu ákveðni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt gott með að átta þig á hlutum með því að beita vitsmunum þínum og rökhyggju, en stundum er nauðsynlegt að láta innsæið ráða. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er hætt við deilum innan fjölskyldunnar í dag því fólk stendur fast á sínu. Sýndu dugnað og samviskusemi í starfi og þá er allt í lagi að slá á létta strengi þegar við á. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að leggja þig sérstaklega fram til þess að ná tilskildum árangri. Haltu sköpunargáfunni við með því að um- gangast þá sem kunna að meta hana. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fyrir löngu áttir þú óafvitandi þátt í að skapa tilkekið ástand milli þín og ást- vinar. Og þú þarft að biðja aðra um greiða til að redda þessu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ástæðulaust fyrir þig að hengja haus því þú hefur unnið vel. Gefðu þér líka tíma til að eiga samverustundir með fjölskyldunni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Daður hefur sína kosti. Farðu þér hægt í nýjum kynnum. Veittu þínum nán- ustu og kærustu athygli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Í starfi þínu þarftu nú frekar að sýna samstarfsvilja en sjálfselsku. Glaður vinur bætir heiminn þinn þegar hann flautar undir laglínu lífs þíns. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt eiga óvænta og skemmtilega stund með vini þínum í dag. Gefðu þér góðan tíma til þess að kanna allar hliðar mála. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hlustaðu á líkama þinn og leit- aðu lausna á þeim vandamálum, sem hrjá hann. Sýndu öðrum tillitsemi og haltu sumum upplýsingum fyrir sjálfan þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt sennilega eiga áhuga- verðar samræður við systkini þín eða vini í dag. Huggaðu þig við það að tafir eru tímabundnar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ýmsir möguleikar standa þér til boða sem er bara eins og þú átt skilið. Enginn sagði að samstarf væri auðvelt. ár. Ég flutti af bernskuheimilinu í Eskihlíð nýstúdent og nýgift 1955 með manni mínum til Kaup- mannahafnar í nám. Við höfðum labbað einsömul hönd í hönd vestur í bæ til séra Þorsteins Björnssonar sem söng fyrir okkur sálm og gaf okkur saman í stofunni heima hjá sér. Svokölluð hagnýt myndlist freistaði mín og ég stundaði námið í hlutverki ræningjastelpunnar í Snædrottningunni sem Hildur Kal- man leikstýrði. Ég ákvað að hætta að leika þegar ég væri komin í Menntó! MR tók við og alvara lífsins. Ég fann mannsefnið mitt í öðrum bekk og við trúlofuðum okkur fljótlega. Þaðan í frá vorum við Rikka og Leifur – Leifur og Rikka saman í 58 F riðrika Gunnlaug Geirs- dóttir er fædd 18. júlí 1935 á Landspítalanum í Reykjavík. „Bernsku- heimilið mitt er að upp- runa til gamall steinbær, Eskihlíð A við Reykjanesbraut. Þar ráku for- eldrar mínir kúa- og hænsnabú. Ég naut ástríkis þeirra og föðurafa sem ég missti fimm ára og ömmu sem ég átti fram undir fermingu. Næstu hús þangað sem ég átti erindi til leikfélaga voru öll handan Reykja- nesbrautar sem var fjölfarinn mal- arvegur. í Eskihlíð B var verslun, Kjartansbúð, þar fengust einseyr- isstykki. Í C var kettlingur og í D var blómarækt. Neðar við Lauf- ásveginn var Breiðholt, Í öllum þessum húsum voru krakkar, sem ég sótti heim. En þjóðvegurinn var hættulegur börnum, sérstaklega eftir hernámið. Tæplega fimm ára var ég send í sveit. Móðursystur átti ég margar og góðar. Þrjár þeirra höfðu mig í fóstri í sex sumur. Það voru þrosk- andi ævintýri. Ég kynntist þar sauðfjárbúskap á stóru sveitaheimili og hvernig allt var nýtt sem féð gaf af sér. Reiðhestar voru handa öllum og líka mér, hundarnir höfðu hlut- verk og ég sá eldri búskaparhætti breytast og vélvæðast. Þó ég væri lítil, áttaði ég mig á þessu og ég fékk ákveðin verk að vinna eftir getu. Ég fór að finna til mín! Og komin heim hafði ég frá mörgu að segja. Á veturna var ég í Grænuborg hjá Ísak og svo í æfingadeild Kenn- araskólans. Þar voru skemmtilegar stelpur í tíu ára bekk. Við stofn- uðum leikfélagið Stjörnuna og hóf- umst handa við að setja upp leik- ritið Grámann í Garðshorni. Við fengum afnot af vinnustofu lista- manns við Amtmannsstíg og seldum inn. Ævar Kvaran bjó í nágrenninu og sá okkur. Hann setti stuttu síðar Grámann upp í Austurbæjarbíói til ágóða fyrir fyrir Barnaspítala Hringsins. Við í Stjörnunni tókum þátt ásamt fleiri krökkum. Það gekk vel og seinna tók ég þátt í kvik- myndinni Síðasti bærinn í dalnum sem Ævar leikstýrði. Ég lauk leik- ferlinum á fjölum Þjóðleikhússins í Kunsthåndværkerskolen. Auglýs- inga- og leturteikning, skrift, og myndskreytingar með margvíslegri grafískri tækni og málun var skemmtileg blanda, en undirstaðan var sífelld teikniþjálfun. Ég naut þess að búa í stórborg- inni og eignaðist vini fyrir lífstíð. Aðalkennarinn minn þar, Victor Is- brand, var skólabróðir Kjarvals á Akademíunni. Þeir ræktuðu vináttu og Kjarval sendi Isbrand skrautleg bréf sem hann átti erfitt með að lesa. Þá var ég beðin um að þýða og lesa úr listinni. Það var trún- aðarstarf. Við Leifur höfðum eignast elsta soninn, lokið námi og ég yfirgaf Danmörku með trega í árslok 1962. Okkur var fagnað vel af fjölskyldu og vinum og fengum íbúð í Lundi. Ég vann í stofuhorninu heima og þá var nú erfitt að eiga ekki bíl, verandi ólétt að elta strætó með teikningar í stórri möppu í roki og rigningu. Leifur stofnaði ljósmyndastofuna Myndiðn og vinn- an gleypti okkur. Við höfðum eign- ast annan son, en misstum hann samdægurs. Ég fékk vinnu á nýstofnaðri aug- lýsingastofu, AUK, hjá Kristínu og Herði. Þar var klárt lið og góðir hús- bændur. Ég fór þaðan í Hí, stundaði heimspeki, tungumál og bókmennta- lestur og vann sjálfstætt meðfram. Það var lúxus að kynnast því námi, en myndlistin átti forgang í lífi mínu og ég stundaði símenntun á nám- skeiðum í MHÍ og Myndlistaskól- anum í Reykjavík. Þriðji sonurinn bættist svo við. Þegar deild í grafískri hönnun var stofnuð við MHÍ fór ég að vinna þar, fyrst sem prófdómari, síðan stundakennari og síðustu átta ár sem deildarstjóri til starfsloka. Eg hef allsstaðar tengst spennandi og góðu fólki og er þakklát og sátt.“ Friðrika er meðlimur í félaginu Ís- lensk grafík og félagi íslenskra teiknara. Hún hefur tekið þátt í stjórnum þessara félaga og er heið- ursfélagi í því síðarnefnda. „Ég missti manninn minn 2013 og að töluverðu leyti vinnukraftinn vegna gigtar. En ég er ánægð með mitt hversdagslega líf og hef borið Friðrika Gunnlaug Geirsdóttir myndlistarkona – 85 ára Útskrift Björn Geir, eldri sonur Friðriku, ásamt Sigrúnu og börnum þeirra, þegar elsti sonurinn lauk M.Sc.-gráðu í verkfræði 2017 í Kaupmannahöfn. „Myndirnar eru mín ævintýri“ Mæðgin Þorsteinn Páll og Friðrika á sýningunni um íslenska grafík. Hjónin Rikka og Leifur stödd í Krísuvík árið 1970. 30 ára María er Reykvíkingur, ólst lengst af upp í Seljahverfi en býr í Grafarholti. Hún er þjóðfræðingur og náms- og starfs- ráðgjafi að mennt og er verkefnastjóri í Háskóla Íslands. Maki: Jóhann Bragi Stefánsson, f. 1984, aðstoðarverkstjóri hjá Stein- bock-þjónustu. Sonur: Emil Þór, f. 2020. Foreldrar: Hildur Marísdóttir, f. 1954, leikskólakennari í Kvistaborg, og Þor- varður Óskarsson, f. 1955, matreiðslu- meistari hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi í Grindavík. Þau eru búsett í Kópa- vogi. María Ósk Þorvarðardóttir Til hamingju með daginn Fyrir líkama og sál L augarnar í Reykjaví k w w w. i t r. i s Reykjavík Emil Þór Jóhanns- son fæddist 2. janúar 2020. Hann vó 2.885 g og var 49 cm langur. For- eldrar hans eru María Ósk Þor- varðardóttir og Jóhann Bragi Stefánsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.