Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 45
Innihaldið verður að vera mikilvægara en umgjörðin allt fyrir peninga. Sendir heiminum þau skilaboð að það sé tilvalið að fara til Íslands til þess að öskra, traðka og troða, vegna þess að þar sé fámennt og fagurt. Öskrað á athygli Það er forvitnilegt að bera þessi tvö verk, hlustunina og öskr- ið, saman. Skoða framsetninguna, eðli, áhrifamátt og tilgang. Við þann samanburð hvarflar óneitanlega að manni að í þessum ólíku nálgunum liggi munurinn á nálgun listarinnar annars vegar og markaðshyggjunnar hins vegar. Listin hlustar og íhugar með það að markmiði að fá viðtakendur til þess að gera slíkt hið sama og þegar vel tekst til liggur áhrifamáttur henn- ar einmitt þar og þar með er til- ganginum náð. En á hinum margfrægu markaðstorgum heimsins er inni- halds- og tilgangsleysið því miður allt of oft allsráðandi. Markmiðið að ná athygli athyglinnar vegna. Þá er ekki annað en gera en að öskra sig hásan til þess að ná að fanga at- hygli hvers sem væri mögulega til í að borga fyrir það sem er verið að selja. Í þessu tilviki víðáttu, frið- semd og fegurð íslenskrar náttúru. Milljónir horfðu á En eru hróp og köll auglýsingabransans alltaf það sem skilar okkur að markinu? Fær fólk til þess að láta sig dreyma um Ís- land, til þess að sjá fossana, ganga á fjöllin, finna kuldann sem stafar af jöklunum og hlusta á þögnina í víð- áttunni? Auðvitað ekki. Öll munum við eftir því þegar Eyjafjallajökull tók yfir fréttamiðla heimsins og hingað streymdu ferðamenn í þeim til- gangi að berja augum það undur sem íslensk náttúra er. Það var auðvitað heppni, sem er óheppilegt orðalag þegar vísað er til nátt- úruhamfara, og nærtækara að vísa til verka þeirra manna og kvenna sem hafa borið hróður landsins víða. Ragnar Axelsson ljósmyndari er einn þeirra og jafnvel fremstur meðal jafningja þegar kemur að því að sýna heiminum okkar mögnuðu náttúru. Í áratugi hafa myndirnar hans ratað á síður virtustu og út- breiddustu blaða og tímarita heims. Auk þess sem heimildamyndin Last Days of the Arctic, þar sem fjallað er um heimaslóðir hans og ævi- starf, hefur farið langtum víðar en nokkurt auglýsingastofuöskur mun nokkru sinni ferðast. Myndin hefur verið sýnd á fjölda sjónvarpsstöðva um allan heim og þess má geta að þegar hún var sýnd í Kína er áætlað að hundruð milljóna hafi horft á undraveröld norðursins. Við vorum upptekin Ragnar er einn margra sem hafa lagt þung lóð á vogarskál- arnar og opnað augu fólks fyrir fegurð íslenskrar náttúru. Augu fólks sem hefur áhuga á því að koma hingað til þess að sjá, heyra og upplifa og er hér aufúsugestir. Staðreyndin er að það skiptir öllu máli hverskonar ferðamenn við löðum til landsins. Allan þann tíma sem ferðaþjónustan var hér í allt að því veldisvexti stóðum við einmitt frammi fyrir þeirri spurningu. Vandinn er að við vorum of upp- tekin við að fjölga ferðamönnum til þess að svara spurningunni. Og því miður er erfitt að sjá annað en að þau sem standa að öskurátakinu hafi gleymt því að áð- ur en COVID-19 skall á heims- byggðinni átti íslensk náttúra í vök að verjast sökum átroðnings. Íslensk náttúra á betra skilið. Hún á skilið ferðamenn sem um- gangast hana af virðingu, horfa í lotningu og hlusta af athygli. Ekki þá sem halda að þeir geti losað sig við streitu með því að öskra á fjöll og firnindi. Þess vegna er innihald skilaboðanna mikilvægara en um- gjörðin. Morgunblaðið/Golli Öskur Það er óneitanlega tilkomumeira þegar náttúran öskrar á fólk en fólk á náttúruna og því ekki úr vegi að við umgöngumst hana af virðingu. » Þetta er vond hug-mynd sem ber yfir- bragð þjösnans sem er til í allt fyrir peninga. AF ÖSKRUM Magnús Guðmundsson magnusg@mbl.is Það er eitthvað svo sorglegtvið þetta, að vita að maðurer að hlusta á eyðileggingu á einhverju svo stórfenglegu – en samt er þetta svo fagurt, lofgjörð um náttúruna,“ sagði skoska lista- konan Katie Paterson í viðtali við breska dagblaðið The Guardian, sem státar af milljónum lesenda, fyrir þrettán árum. Í greininni, sem hefst á orð- unum „í dag verður afhjúpað ein- stakt listaverk“, er sagt frá verkinu Vatnajökull. Þar gafst sýningar- gestum tækifæri til þess að hringja í jökulinn og hlusta á dauðahryglur hans í hlýnandi veröld, eftir að Paterson hafði komið fyrir sér- útbúnum hljóðnema í iðrum lónsins þar sem jökullinn svellur fram. Þetta magnaða verk fékk mikla athygli í fjölmiðlum, hlaut lof gagnrýnenda og ferðaðist víða. Það felur í sér óræða spennu. Hug- myndin um veröld sem er að hopa undan ágangi mannsins skilur við- takandann eftir með blendnar til- finningar og þrá eftir því að sjá og heyra meira af þessari veröld. Yfirbragð þjösnans Kjarni þessa verks er að hlusta á náttúruna og tímans þunga nið. Og þetta merkilega verk kom upp í vitundina í vikunni þegar fréttir bárust af öskuráætlun Ís- landsstofu, sem gengur út á að gefa fólki kost á því að öskra á íslenska náttúru með hjálp tækninnar, hvar sem það kann að vera í heiminum. Samkvæmt þeim sem að átak- inu standa á víst að vera svo gott fyrir sálarlífið að öskra og hleypa með því út persónulegri streitu og vanlíðan. Að bera fyrir sig slíkar sálfræðikenningar er vægast sagt hæpið og auðvitað nær að hvetja fólk til þess að slaka á, leggja við hlustir og njóta náttúrunnar. Þetta er vond hugmynd sem ber yfirbragð þjösnans sem er til í MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Um helgina eru síðustu forvöð að sjá hina viðamiklu sýningu Sol Le- Witt með veggteikningum eftir for- skrift listamannsins, í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Sýningin Sol LeWitt spannar þrjátíu ár á ferli LeWitts (1928- 2007) og inniheldur mikilvægar veggteikningar og dægurlist frá því snemma á ferli hans, auk síðari verka, þar á meðal nokkurra sem sýna markverðar umbreytingar á ferli LeWitts á níunda og tíunda áratugnum. Um tuttugu manns unnu í nokkr- ar vikur að uppsetningu verkanna í Hafnarhúsinu undir leiðsögn sér- fræðinga frá stofnun LeWitts. Sol LeWitt er talinn einn helsti forvígismaður hugmyndalistar- innar, alþjóðlegrar hreyfingar sem hófst á sjöunda áratugnum. Er hann án efa einn mikilvægasti myndlistamaður 20. og 21. aldar- innar og verk hans hafa enn áhrif á kynslóðir listamanna. Verk hans eru í eigu margra helstu listasafna og í merkum einkasöfnum. Listasafn Reykjavíkur Litir og form Frá sýningunni með verkum listamannsins Sols LeWitts. Sýningunni á verkum Sols LeWitt að ljúka  Viðamikil sýning og merkileg verk Dúettinn Sycamore Tree, sem þau Gunni Hilmars og Ágústa Eva skipa, heldur tónleika á veit- ingastaðnum Sjálandi, sem er við Arnarnesvog í Garðabæ, í kvöld, laugardag, og hefjast þeir kl. 21. Tónleikarnir eru í röðinni Söng- bók Sjálands sem hefur staðið yfir undanfarnar vikur og notið vin- sælda. Sycamore Tree sendi á dögunum frá sér lagið „Beast in My Bones“ sem hefur verið mikið spilað á út- varpsstöðvum og væntanleg er hljómplata frá dúettinum. Lista- fólkið er þekkt fyrir ýmislegt fleira en tónlist en í tilkynningu segir að saman myndi þau magnaða heild sem sé „hlaðin dulúð og krafti“. Listafólkið Ágústa Eva og Gunni Hilmars skipa dúettinn Sycamore Tree. Sycamore Tree leikur í Sjálandi Act alone- leiklistar og listahátíðin, sem Elfar Logi Hann- esson stofnaði og stýrir, verður haldin 17. árið í röð 6. til 8. ágúst næstkomandi í sjávarþorpinu Suðureyri. Að þessu sinni verða 19 einstakir viðburðir og frítt inn á þá alla, eins og segir í tilkynningu: Einleikir, dans, tónlist og ýmislegt fleira. Auk fjölbreytilegra einleikja sem ólíkir leikarar flytja eru til að mynda á dagskránni tónleikar tón- listarmannsins Auður, upplestur Auðar Jónsdóttur og uppistand. Act alone-hátíðin í sautjánda sinn Elfar Logi Hannesson Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Ljósaskilti fyrir þitt fyrirtæki LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.