Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020
Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is
Bárður
Sölustjóri
896 5221
Elín Urður
Lögg. fast.
690 2602
Elín Rósa
Lögg. fast.
773 7126
Lilja
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
820 6511
Kristján
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
691 4252
Halla
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
659 4044
Ólafur
Sölu- og
markaðsstjóri
690 0811
Ellert
Lögg. fast.
661 1121
Sigþór
Lögg. fast.
899 9787
Hafrún
Lögg. fast.
848 1489
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ljóst er að tafir verða á fram-
kvæmdum við nýja brú sem til
stendur að byggja yfir Fossvog. Í
nýlegum úrskurði kærunefndar út-
boðsmála er felld úr gildi ákvörðun
Vegagerðarinnar, Reykjavíkur-
borgar og Kópavogsbæjar frá 24.
janúar sl. um val á þátttakendum í
forvali fyrir samkeppni um hönnun
brúarinnar. Áður hafði nefndin með
úrskurði í mars sl. stöðvað forvalið
um stundaarsakir.
Fram kemur í úrskurði kæru-
nefndarinnar að í nóvember 2019
óskuðu varnaraðilar (Vegagerðin,
Reykjavíkurborg og Kópavogsbær)
eftir ráðgjöfum til að taka þátt í
samkeppni um hönnun brúar yfir
Fossvog. Í forvalsgögnum kom
fram að um væri að ræða opið for-
val á EES- svæðinu þar sem valin
yrðu allt að fimm hönnunarteymi til
að taka þátt í hönnunarsamkeppni.
Skyldi hvert hönnunarteymi fá
greidda þóknun að upphæð þrjár
milljónir króna án virðisaukaskatts
fyrir þátttöku í samkeppninni. Gert
var ráð fyrir að samið yrði við höf-
unda vinningstillögu um hönnun
brúarinnar í kjölfar samkeppn-
innar.
Umsóknir um þátttöku 17
Hinn 24. janúar 2020 var tilkynnt
að 17 umsóknir um þátttöku hefðu
borist í hönnunarsamkeppnina.
Matsnefnd á vegum varnaraðila
hefði farið yfir umsóknirnar og val-
ið sex umsóknir til þátttöku, einni
fleiri en áður var tilkynnt um.
Úti og inni sf., Verkfræðistofa
Suðurnesja ehf., Aas-Jakobsen,
Landmótun sf. og Liska ehf., sem
ekki voru í hópi útvaldra, kærðu
framkvæmd úrboðsins til kæru-
nefndar útboðsmála. Kærendur
kröfðust þess að felld yrði úr gildi
ákvörðun varnaraðila um val á þeim
sex hópum þátttakenda sem valdir
voru til að taka þátt í hönnunar-
samkeppni um brú yfir Fossvog.
Þess var einnig krafist að kæru-
nefnd útboðsmála láti í ljós álit sitt
á „óskiptri“ skaðabótaskyldu
varnaraðila gagnvart kærendum.
Jafnframt er krafist málskostnaðar.
Í úrskurði kærunefndarinnar er
tilhögun útboðs, útboðsgögnum og
starfi matnsnenfdar lýst í löngu
máli. Orðrétt segir:
„Að mati kærunefndar útboðs-
mála voru þær forsendur sem
skyldu ráða vali þátttakenda og til-
greindar voru undir liðunum „Verk-
tilhögun“, „Sýn á verkefnið“ og
„Fyrri reynsla“ í grein 2.4 í forvals-
gögnum verulega almennar og
matskenndar. Að mati nefndarinnar
er raunar vandséð hvernig gefa hafi
átt stig fyrir það hversu vel um-
sóknir samsvöruðu kröfum forvals-
lýsingar, eins og grein 2.3 í forvals-
gögnum gerði ráð fyrir, miðað við
almenna lýsingu forvalsgagna um
hvernig mat á umsóknum skyldi
fara fram. Það er enda ljóst að þeg-
ar varnaraðilar lögðu mat á tillögur
og gáfu þeim stig höfðu þeir greint
þessa þrjá þætti nánar í tiltekna liði
sem stig voru gefin fyrir, án þess þó
að upplýst hefði verið um það í for-
valsgögnum eða með öðrum hætti.
Gögn málsins bera þannig með sér
að til stiga hafi verið metnir þættir
sem ekki var upplýst um eða mátti
greina af forvalsgögnum, svo sem
„reynsla hóps af samstarfi“ undir
liðnum „Verktilhögun“ og „tungu-
mál, staðbundin þekking“ undir
liðnum „Sýn á verkefnið“. Ætla
verður að þátttakendur hefðu hagað
umsóknum sínum með öðrum hætti
hefði verið upplýst um forsendur
þessar í forvalsgögnum, en telja
verður að varnaraðilum hefði verið
það í lófa lagið. Þegar af þessari
ástæðu verður að miða við að skil-
málar hins kærða forvals hafi ekki
samrýmst þeim lagaákvæðum og
meginreglum laga um opinber inn-
kaup sem áður hefur verið lýst.
Verður því fallist á kröfu kærenda
um að ákvörðun varnaraðila um val
á þátttakendum í hinu kærða forvali
verði felld úr gildi.“
Þá segir kærunefndin að með
hliðsjón af þessu og atvikum máls-
ins að öðru leyti verði að miða við
að kærendur hafi átt raunhæfa
möguleika á að verða fyrir valinu
hefðu valforsendur verið settar
fram með lögmætum hætti og að
möguleikar þeirra hafi skerst við
brotið.
Það er því álit kærunefndar út-
boðsmála að varnaraðilar séu bóta-
skyldir gagnvart kærendum vegna
kostnaðar við að undirbúa umsókn
sína og taka þátt í hinu kærða for-
vali. Þá var Vegagerðinni, Reykja-
víkurborg og Kópavogsbæ gert að
greiða kærendum óskipt 900.000
krónur í málskostnað.
Forval Fossvogsbrúar fellt úr gildi
Þýðir að framkvæmdir munu tefjast Kærunefnd útboðsmála telur að skilmálar hins kærða for-
vals hafi ekki samrýmst meginreglum laga um opinber innkaup Skaðabótaskylda staðfest í málinu
Fossvogsbrú Hugmynd að útliti. Hönnunarteymi verður falin endanleg útfærsla brúarinnar. Val á því mun tefjast.
Hin nýja brú verður um 270
metra löng og mun ná frá norð-
urenda Bakkabrautar á Kárs-
nesi að flugbrautarenda Reykja-
víkurflugvallar, vestan Naut-
hólsvíkur. Markmiðið með
framkvæmdinni er að bæta
samgöngutengingar milli
Reykjavíkur og Kópavogs og
styðja við vistvæna samgöngu-
kosti. Brúin verður fyrir umferð
gangandi, hjólandi og almenn-
ingssamgangna, þar á meðal
borgarlínu. Venjuleg bílaumferð
verður óheimil.
Brúin verður
270 metrar
SAMGÖNGUBÓT YFIR VOG
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðing-
ur Viðskiptaráðs, segir líkur á mikl-
um samdrætti í ár hafa minnkað.
Viðskiptaráð og Samtök atvinnu-
lífsins kynntu hagspá í byrjun maí en
þar voru kynntar þrjár sviðsmyndir
um samdrátt í hagkerfinu í ár. Hann
yrði 8%, 13% eða 18%. Miðaðist
grunnsviðsmynd við 13% samdrátt.
Konráð segir aðspurður líkur á að
samdrátturinn verði nær 8% en 13%
hafa aukist að undanförnu.
Tilefnið er þau ummæli Ásgeirs
Jónssonar seðlabankastjóra í Morg-
unblaðinu í gær að mögulega yrði
minni samdráttur í hagkerfinu í ár
en óttast var þegar samkomubannið
var sett í mars. Grunnspá Seðla-
bankans í síðustu Peningamálum
gerir ráð fyrir 8% samdrætti í lands-
framleiðslu á þessu ári.
Harkaleg lending ólíklegri
Konráð segir að þrátt fyrir batann
séu blikur á lofti.
„Óvissan er enn nokkuð mikil svo
ekki er hægt að útiloka svo mikinn
samdrátt, en eins
og þróunin hefur
verið síðustu vik-
ur er hann sem
betur fer orðinn
ólíklegur. Í sviðs-
myndinni [um
13% samdrátt]
var til að mynda
gert ráð fyrir því
að nær engir
ferðamenn kæmu
til landsins það sem eftir lifði árs en
það hefur breyst mun hraðar en
kannski flestir þorðu að vona. Þar
var líka gert ráð fyrir því að hömlum
vegna veirunnar yrði lyft mun hægar
og einnig að fyrirtæki og heimili
myndu halda meira að sér höndum,
sem myndi þá t.d. birtast í veikri
einkaneyslu fram á seinni hluta árs-
ins. Við höfum aftur á móti séð mjög
kröftuga innlenda kortaveltu og
mikið líf á ýmsum mörkuðum, t.d.
fasteignamarkaði, og í ýmissi versl-
un. Það er erfitt að segja hvers
vegna nákvæmlega heimilin hafa
tekið svona vel við sér, en kannski er
skýringin ákveðinn léttir eftir þreyt-
andi samkomubönn og takmarkanir.
Aðgerðir stjórnvalda og Seðlabank-
ans, t.d. hlutabótaleið og vaxtalækk-
anir, hafa þó eflaust haft áhrif og
þannig náð tilætluðum áhrifum; að
ýta undir innlenda eftirspurn, sér-
staklega yfir erfiðasta hjallann.“
Umfangið ólíklega jafn mikið
Konráð segir aðspurður að þótt
atvinnuleysið í haust gæti orðið mjög
mikið í sögulegu samhengi sé ólík-
legt að umfangið verði jafn mikið og
„kannski margir óttuðust ef vel
gengur að opna landið og aflétta
hömlum hér og erlendis“.
Líkur á harðri lendingu hafa minnkað
Hagfræðingur Viðskiptaráðs bendir á batamerki Engu að síður sé mikil óvissa í efnahagsmálum
Konráð S.
Guðjónsson
Anna Hrefna Ingimundardóttir, for-
stöðumaður efnahagssviðs Samtaka
atvinnulífsins, segir vissulega rétt
„að það greinast ákveðin batamerki í
hagkerfinu sem gefa tilefni til bjart-
sýni hvað viðkemur fyrra mati á
mögulegum samdrætti“.
„Fyrir það fyrsta hefur Íslend-
ingum tekist að ná góðum tökum á
útbreiðslu veirunnar sem hefur gefið
okkur tækifæri til tilslakana á sam-
komum og ferðalögum. Þetta hefur
einnig styrkt ímynd okkar hjá er-
lendum ferðamönnum sem eru þeg-
ar farnir að gera sér ferð hingað í
einhverjum mæli, fleiri en við áætl-
uðum í okkar grunnsviðsmynd.“
Rætt um svikalogn
Anna Hrefna bendir á að einka-
neysla landsmanna hafi ekki dregist
saman að því marki sem óttast var
enda margir hverjir að ferðast inn-
anlands í fríinu í stað ferðalaga er-
lendis. Hins veg-
ar hafi sumir rætt
um svikalogn í
þessu samhengi
enda séu ýmis
skammtíma-
úrræði stjórn-
valda enn í gildi.
Óvíst sé hvernig
aðstæður verði á
vinnumarkaði í
haust.
Fólu í sér breitt óvissubil
Anna Hrefna segir allar efnahags-
spár sem voru útgefnar fyrr á árinu
fela í sér mjög breitt óvissubil þótt
þær séu í flestum tilvikum gefnar út
sem punktmat. „Mikil óvissa ríkir
ennþá um alla helstu undirliði lands-
framleiðslu fyrir þetta ár. Áskorunin
nú er að undirbyggja traust hjá at-
vinnurekendum og neytendum
þannig að fjárfesting geti átt sér
stað sem mun þá skila sér í fjölgun
starfa og aukinni einkaneyslu.
Mikilvægt hlutverk stjórnvalda
Tiltrú á framtíðarmöguleikum at-
vinnulífsins til að skapa verðmæti
verður þannig undirstaða viðspyrn-
unnar. Þar munu yfirvöld leika mik-
ilvægt hlutverk og nauðsynlegt að
stefnan styðji við þá viðspyrnu með
því að skapa hvata til fjölgunar
starfa á ný. Þessu er hægt að ná
fram, ekki með langvinnum sértæk-
um aðgerðum, heldur með því að
létta af álögum á fólk og fyrirtæki og
einfalda og skýra regluverk.
Til að mynda eru skattar á borð
við tryggingagjaldið, sem leggst
beint á launagreiðslur, taldir íþyngj-
andi og hafa hamlandi áhrif á ráðn-
ingar. Aðrir skattar eru einnig háir
hér á Íslandi ef við berum okkur
saman við önnur lönd, s.s. fast-
eignaskattar og virðisaukaskattur.“
Skattalækkanir styðji batann
Anna H.
Ingimundardóttir