Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 ✝ Björn Þor-steinsson fæddist á Hafra- nesi við Reyð- arfjörð 22. sept- ember 1937. Hann lést 9. júlí 2020. Foreldrar hans voru Þorsteinn Kemp Björnsson, f. 1909, d. 1991, og Steinunn Lovísa Einarsdóttir, f. 1911, d. 1973. Systkini Björns eru: Þorvald- ur, f. 1940, Guðlaug, f. 1941, Oddur, f. 1942, Guðmundur, f. 1947, Ragnar, f. 1951, og Jó- hanna Guðrún, f. 1954. Eftirlifandi eiginkona Björns er Sigríður Steinsdóttir, f.1944. Börn Björns og Sigríðar eru: Jóhanna, f. 1964, Vilborg, f. 1965, Þorsteinn, f. 1966, Steinn, f. 1970, d. 1981, Marinó, f. 1982, d. 2006, Steinn, f. 1982. Barnabörnin eru 12 og barna- barnabörnin tvö. Björn ólst upp á Þernunesi við al- menn bústörf og sótti nám í Al- þýðuskólann á Eiðum og Bændaskólann á Hólum. Björn og Sigríður bjuggu alla tíð á Þernunesi og stund- uðu búskap. Björn tók virkan þátt í félagsstarfi og sat í stjórnum ýmissa félaga. Útförin fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag, 18. júlí 2020, klukkan 14. Leiðir okkar Björns Þor- steinssoar bónda á Þernunesi lágu fyrst saman vorið 1967. Undirritaður var kominn aust- ur á Fáskrúðsfjörð til að starfa um tíma við bókhald hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga og dótturfyrirtækjum þess. Viðskipti bænda við kaup- félagið voru mjög mikil, en kaupfélagið rak m.a. slátur- hús, seldi afurðir bænda, út- vegaði bændum rekstrarvörur og annað sem þurfti með. Þarna hittumst við Björn í fyrsta sinn, ég tæplega tvítug- ur, en Björn kominn um þrí- tugt. Okkur Birni varð strax vel til vina og átti samstarf okkar eftir að aukast eftir því sem árin liðu, en dvöl mín á Fáskrúðsfirði varð nokkuð lengri en til stóð í upphafi. Björn rak sitt myndarlega bú á Þernunesi, en sinnti einnig hinum ýmsu félagsmálum. Hann átti sæti stjórnum kaup- félagsins og dótturfyrirtækja þess í áratugi og var formaður stjórnar Kaupfélags Fáskrúðs- firðinga árin 1985-1997. Björn var góður liðsmaður sem hafði einlægan áhuga á atvinnumál- um og velferð félagssvæðisins. Hann lagði alltaf gott til, var traustur og heiðarlegur og vandaður í málflutningi sínum. Oft sátum við tveir og ræddum málin, þar sem algjör trúnaður ríkti. Við Björn áttum það sam- eiginlegt að hafa mikinn áhuga á kórastarfi og vorum unnend- ur góðrar tónlistar og ljóðlist- ar. Björn var hagyrðingur góð- ur og kom fram við hin ýmsu tækifæri og flutti ljóð sín. Hann hafði m.a. þann starfa um langa hríð að semja gam- ankvæði um hjónaballsnefnd- ina á Fáskrúðsfirði hverju sinni, sem féllu í góðan jarðveg hjá viðstöddum. Við Björn og Sigríður kona hans vorum fé- lagar í Kirkjukór Fáskrúðs- fjarðar- og Kolfreyjustaðar- kirkju í áratugi. Það var mikil samstaða á meðal kórfólksins og allir tilbúnir að leggja sig fram eins og kostur var. Á veg- um Kirkjukórasambands Aust- urlands starfaði Snælandskór- inn undir stjórn Ágústs Ármanns Þorlákssonar og Gillian Haworth. Þessi kór var mjög öflugur og hafði á að skipa söngfólki frá Djúpavogi til Vopnafjarðar. Snælands- kórinn fór m.a. í 2ja vikna söngferðalag til Kanada árið 2000 þar sem við heimsóttum Íslendingafélög í Columbia- og Albertafylki, auk þess að syngja við tvær messur þar sem séra Cecil Haraldsson pré- dikaði. Um 100 manns tóku þátt í Kanadaferðinni, sem tókst einstaklega vel og verður vart toppuð. Þernuneshjónin nutu sín vel í ferðinni og oft er búið rifja upp hinar ýmsu gleði- stundir úr ferðinni. Björn hafði einnig gaman af karlakórssöng og söng hann með Karlakórn- um Drífanda á Fljótsdalshéraði í mörg ár. Það er fögur sjón að líta heim að vel hirtu býli eins og Þernunesi þegar birtu nýtur og söngfuglar kvaka um móa. Það er lífsfylling í því fólgin að sjá hreint og vel fóðrað fé. Að líta til austfirsku fjallanna og upp- lifa náttúrufegurðina hvert sem litið er. Björn naut þess að hafa þessa hluti í öndvegi. Við fráfall Björns sendum við Sigrún okkar innilegustu samúðarkveðjur til Sigríðar, barna hennar og annarra ást- vina. Hvíl í friði kæri vinur. Blessuð sé minning þín. Gísli Jónatansson. Björn Þorsteinsson Aldur er afstæð- ur þegar kemur að vináttu. Í dag kveð ég kæran nágranna og góða vinkonu, hana Rúnu. Við kynntumst þegar ég flutti á Seltjarnarnesið og bak- garðar okkar lágu saman. Rúna var fædd 2. ágúst og ég 1. ágúst en nokkuð mörg ár skildu okkur að. Rúna var mikill dýravinur enda átti hún nokkra hunda í gegnum árin, Prins, Tinnu og Töru sem gengu sína lífdaga og nú er það Mollý sem er eftir hjá Gunnari og Rúnari Geir. Í kring- um Rúnu var mikið fuglalíf í garðinum og tók varptíminn á hana þegar ungarnir voru að skríða úr eggjum og var hún ein af ungamömmunum að reyna að verja ungana fyrir óvæntum áföllum sem oft voru ekki fyr- irséð. Eitt sumarið, nokkrum árum eftir að ég flutti á Nesið, fór læða að venja komur sínar til mín en var dulítið hvekkt og komst ég að því að hún var kett- lingafull. Ég talaði um kisuna við Rúnu og við báðar vorkennd- um henni mikið þar sem hún virtist heimilislaus. Kisan, sem við kölluðum Snotru, hvarf einn daginn og kom ekki til mín í nokkra daga. Snotra fór ekki langt. Þegar Rúna var að vinna í garðinum og losa garðúrgang fann hún Snotru og sex nýfædda kettlinga í safnkassanum sem var á lóðarmörkunum. Ekki gat hún boðið Snotru húsaskjól þar sem tveir hundar voru á heim- ilinu svo úr varð að ég tók fer- fættu fjölskylduna og ól hana upp og fann heimili fyrir ung- viðið. Snotra varð svo mín kisa. En ég stóð ekki ein í þessum gjörningum því Rúna var ávallt mín hægri hönd og hjálpaði til og passaði Snotru ef ég og mitt fólk brá sér af bæ eða út fyrir landsteinana. Þegar Snotra var öll kom óvænt einn daginn á heimilið lítill ferfættur lang- hærður loðbolti, Hr. Máni, og var honum vel fagnað af Rúnu og fékk hann sömu umönnun ef fjölskyldan var fjarverandi og var þar að auki burstaður í bak og fyrir. Hr. Máni er kisi en fer þó aldrei út nema í beisli og Geirrún Marsveinsdóttir ✝ Geirrún fædd-ist 2. ágúst 1938. Hún lést 5. júlí 2020. Útförin fór fram 17. júlí 2020. fylgdist hann ávallt með þegar Rúna var úti í garði að vinna. Hún kom oft yfir og spjallaði við hann og klappaði honum og var hann ávallt glaður með það. Rúna var mikill fagurkeri og allt svo fallegt og snyrtilegt í kring- um hana. Heimilið og garðurinn algjörlega til fyrirmyndar enda er garðurinn verðlaunagarður. Vinkona mín eyddi öllum sínum stundum á sumrin í garðinum og nostraði við plönturnar og beðin. Hún ræktaði líka sín sumarblóm og ættingjar og vinir nutu góðs af og var ég þar á meðal. Rúna lumaði líka á ýmsum uppskrift- um að kökum og öðru góðgæti og fékk ég eina, dásamlega gam- aldags marengstertu, sem ávallt slær í gegn. Rúna var mjög hóg- vær en þrjósk og hafði alveg sín- ar skoðanir en fór vel með þær. Þegar Rúna veiktist tókst hún á við það verkefni af miklu æðruleysi. Rúna var traustur og góður vinur sem ég bar virðingu fyrir. Það er ávallt gott að geta leitað í viskubrunn þeirra sem eldri og reyndari eru og þakka ég Rúnu okkar kynni og kæra vináttu. Ég votta Gunnari, Rúnari Geir, Mollý og allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Hinsta kveðja, Bergþóra Kristín. Elsku Rúna ég þakka þér fyr- ir vináttu og hlýhug í minn garð í gegnum tíðina. Rúna var einstaklega traust, hjálpsöm og óeigingjörn. Fjöl- skyldunni sinnti hún af um- hyggju og alúð og var alltaf til staðar fyrir sína nánustu. Rúna var hæglát og yfirveg- uð. Hún þurfti ekki alltaf að vera með orðið en átti til að eiga það síðasta. Það var gaman að spjalla við hana. Hún var mein- fyndin og lá ekki á skoðunum sínum. Hún var einstakur dýra- vinur og hundarnir hennar voru henni afar kærir. Alla tíð bauð hún mig velkominn á heimili fjölskyldunnar og einlægri gest- risni hennar fékk ég að njóta góðs af. Minningin um einstaklega góða konu mun lifa áfram. Samúðarkveðja, Þórður Ágústsson. Löngu stríði við vanheilsu er lokið. Fjölskyldufaðirinn, málarameistarinn, Lionsmaðurinn, sumarbústaðar- eigandinn og Afinn (með stórum staf). Héðinn mágur minn hefur lokið sinni jarðvist, eftir stranga baráttu við veik- indi. Honum hefur eflaust þótt komið nóg af glímu við nýrna- sjúkdóm og þar á undan krabbamein sem hann reyndar sigraðist á. Hann er þriðji bróð- irinn sem kveður okkur á tíu mánaða tímabili. Þegar ég kynntist Rifkelsstaðafjölskyldunni fyrir 50 árum varð mér ljóst, að hér töluðu menn enga tæpitungu. Menn rökstuddu sínar skoðanir á mönnum og málefnum, ekki alltaf á lægri nótunum og nýttu sér öll afbrigði íslenskrar tungu, oft með leikrænum til- Héðinn Jónasson ✝ Héðinn Jón-asson fæddist 20. júlí 1947. Hann lést 8. júlí 2020. Út- förin fór fram 17. júlí 2020. burðum og var ekki allt prenthæft. Héðinn var enginn eftirbátur bræðra sinna í þessu til- viki. Þegar upp var staðið voru menn vinir á ný en öllum fullljóst hver af- staða hinna var, hreinar línur í öll- um samskiptum. Þannig var Héðinn, gegnheill og hispurslaus til orðs og æðis. Hann var heilsteyptur persónuleiki, vandvirkur og afar laginn í höndum, útsjónarsamur við sína vinnu og á hann mörg handtök hér á bæ bæði innan dyra og utan. Mér er það minn- isstætt þegar hann ætlaði að leggja gólfflísar fyrir okkur. Hann var búinn að velta vöng- um með tommustokk í höndum góða stund, þegar ég spurði hvort hann ætlaði ekki að byrja á þessu. „Fyrst verður maður að sjá fyrir hvernig verkið end- ar áður en maður byrjar “ var svarið. Héðinn gat verið fastur fyrir og ekkert áhlaupaverk að fá hann til að skipta um skoðun, enda ekkert víst að þetta nýja væri neitt betra en það gamla! En tryggari og traustari vinur er vandfundinn. Eftir að hafa lagt málarapen- silinn á hilluna væntum við þess að nú gætu þau hjón eytt meiri tíma í sumarbústaðnum og not- ið þess að eiga fleiri gæðastund- ir með barnabörnunum. Þá bankaði upp á óvelkominn vá- gestur í líki nýrnabilunar sem breytti hinu daglega lífi. Við tók strangt verkefni sem hann varð að sinna og það var gert með æðruleysi og sömu vandvirkni og önnur störf sem hann tók að sér. Í rúm 50 ár hafa þau Jó- hanna fetað lífsveginn saman og eignast tvær dætur, Hönnu Björgu og Þórunni Sif, sem bera foreldrum sínum fagurt vitni. Tengdasynirnir eru þeir bræður, Jónas og Símon Valdi- marssynir, og tilhugsunin um litlu gullmolana, barnabörnin fjögur, held ég hafi verið það sem hélt uppi húmornum hjá Héðni þegar veikindin voru hvað erfiðust. Elsku Jóhanna og fjölskylda. Megi Guð og góðar vættir styrkja ykkur í sorginni, mun- um að öll él birtir upp um síðir. Blessuð sé minning Héðins Jónassonar. Valgerður Schiöth og fjölskylda. ✝ Vilmundur Þór-ir Kristinsson fæddist á Eyr- arbakka 31. októ- ber 1937. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sólvöllum á Eyrarbakka 9. júlí 2020. Foreldrar Vil- mundar Þóris voru Guðrún Guðjóns- dóttir frá Brekkum í Hvolhreppi, f. 16.3. 1913, d. 15.12. 2013, og Kristinn Eyjólfur Vilmundarson frá Vest- mannaeyjum, f. 2.2. 1911, d. 24.12. 1945. Systkini Vilmundar Þóris: Stúlka Kristinsdóttir, f. 6.12. Kristinn Gunnar Vilmundarson, f. 5.2. 1959, sem er í sambúð með Guðnýju Grímsdóttur, þeirra sonur er Grímur, fyrir átti Krist- inn synina Hauk Þóri, Hákon Má (látinn), Eini Örn og Gunnar Bjarna. 2) Jón Ólafur Vilmund- arson, f. 20.12. 1960, giftur Sig- rúnu Theodórsdóttur. Þeirra börn eru Linda Rós, Sindri Freyr og Guðjón Axel, fyrir átti Sigrún dótturina Auði Helgu Guð- mundsdóttur. 3) Valgeir Vil- mundarson, f. 24.12. 1963, giftur Sigríði Ingu Ingimarsdóttur, þeirra börn eru Andri Már, Sal- ína og Dagrún Líf. 4) Indlaug Cassidy Vilmundardóttir, f. 4.7. 1968, gift Daniel Karl Cassidy, þeirra dóttir er Eva Katrín. Fyr- ir átti Indlaug börnin Höllu Mar- íu og Hákon Má. 5) Þuríður Katr- ín Vilmundardóttir, f. 31.1. 1976, hennar maður er Jón Páll Hreinsson, þeirra börn eru Andr- ea Valgerður, Hreinn Róbert, Al- berta Kristín og Davíð Páll. Vilmundur Þórir og Hallbera skildu. Árið 1979 giftist Vilmundur Þórir Lísbetu Sigurðardóttur, f. 15.11. 1948, frá Ólafsfirði. Dóttir þeirra er Guðný Ósk Vilmund- ardóttir, f. 30.9. 1979. Hennar maður er Guðmundur Valur Pét- ursson, þeirra börn eru Sigrún Iða og Nökkvi Jan. Fyrir átti Guðný dótturina Lísbeti Dögg. Sonur Lísbetar Sigurðardóttur er Rögnvaldur Kristinn Rafns- son. Þriðja eiginkona Vilmundar Þóris er Rannveig Hrefna Gunn- laugsdóttir, þau skildu. Vimundur Þórir gekk í barna- skólann á Eyrarbakka, stundaði nám í vélstjórn og við lögreglu- skólann. Hann stundaði hin ýmsu störf, meðal annars sem lög- reglumaður og fangavörður, þó lengst af við sjómennsku. Útförin fer fram frá Eyr- arbakkakirkju í dag, 18. júlí 2020, klukkan 15. 1936, d. 6.12. 1936, tvíburarnir Sig- urður Einir Krist- insson og Gunn- björg Helga Kristinsdóttir, f. 30.9. 1939, og Drengur Krist- insson, f. 1.08. 1945, d. 1.8. 1945. Vilmundur Þórir byrjaði ungur að stunda sjómennsku og var á vertíð frá Vest- mannaeyjum árið 1958 og þar kynntist hann fyrstu eiginkonu sinni, Hallberu Valgerði Jóns- dóttur frá Vestmannaeyjum, f. 4.10. 1941. Þau eignuðust fimm börn: 1) Elsku pabbi okkar, nú hefur þú kvatt þessa jarðvist. Þú hafðir verið veikur í svolít- inn tíma og við systkinin vissum í hvað stefndi. Við gátum því varið með þér tíma og kvatt þig, hvert á sinn hátt undir lokin. Þrátt fyrir það er maður aldrei alveg tilbúinn. Leiðir ykkar mömmu lágu í sundur þegar við systur vorum ungar. Í þá daga var það ekki al- gengt líkt og í dag að börn skipt- ist á að vera hjá foreldrum sín- um. Mun algengara var að þau fylgdu öðru foreldri, oftast móð- ur. Þannig var það í okkar til- viki, við bjuggum hjá móður okkar og hittum föður okkar ekki oft. Engu að síður eigum við góðar minningar af samveru- stundum með pabba, pabba sem ung barnsaugu litu upp til og dáðu. Allra síðustu ár höfðum við tækifæri til að eiga með þér ljúf- ar stundir sem við Geymum í hjörtum okkar. Fallegi pabbi okkar, dökkur á hörund, þrjóskur, skapstór en umfram allt mikill hestamaður. Sá sem gaf okkur lífið. Með þessar minningar í hjört- um okkar munum við minnast pabba um ókomna tíð með gleði og þakklæti í huga. Takk, elsku pabbi okkar, fyrir samfylgdina. Þínar dætur, Indlaug (Inda) og Þuríður. Vilmundur Þórir Kristinsson Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SELMU KJARTANSDÓTTUR, Ormsstöðum, Dalabyggð. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Baldursdóttir Unnur Baldursdóttir Alda Baldursdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.