Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Við Fellsmúla | Sími: 585 2888 ÚRVAL ÚTILJÓSA Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Starfsemi umboðsmanns borgarbúa og starf persónuverndarfulltrúa hefur verið fært til innri endurskoð- unar Reykjavíkurborgar frá og með þessum mánuði. Er þetta í sam- ræmi við þá samþykkt borgarráðs að sameina eftirlitseiningarnar með það að markmiði að einfalda og um leið styrkja starfsemi og skipulag þeirra aðila sem sinna eftirliti með starfsemi og stjórnsýslu Reykjavík- urborgar, að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. Þar er jafnframt upplýst að Ingi B. Poulsen, sem var umboðsmaður borgarbúa, hafi látið af störfum. Innri endurskoðanda var falið að ganga frá breytingum á störfum og innleiða skipulag í samræmi við samþykkta áætlun sem fól í sér stofnun tveggja fagsviða innan innri endurskoðunar; ráðgjöf og innri endurskoðun. Dagbjört Hákonardóttir verður fagstjóri ráðgjafar en hún hefur starfað sem persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar síðan 2018 í samræmi við nýja persónuvernd- arlöggjöf. Undir fagsvið ráðgjafar falla verkefni persónuverndar og verkefni sem umboðsmaður borg- arbúa hafði áður með höndum. Anna Margrét Jóhannesdóttir verður fagstjóri innri endurskoð- unar og staðgengill innri endur- skoðanda. Hún hefur starfað hjá innri endurskoðun síðan 2004 og sem verkefnastjóri úttekta og stað- gengill innri endurskoðanda síðan 2010. Undir fagsvið innri endur- skoðunar falla úttektir á innra eft- irliti, áhættustýringu og stjórn- arháttum samkvæmt innri endur- skoðunaráætlun auk frumkvæðis- verkefna. Hallur Símonarson er innri end- urskoðandi Reykjavíkurborgar. Hann mun hafa áætlanagerð með höndum, eftirfylgni með verkefna- stýringu, fjármál embættisins, mannauðsmál og mannaforráð. Þá hefur hann umsjón með uppljóstr- unargátt innri endurskoðunar. Til stendur að efla hana og kynna rækilega en lög um vernd upp- ljóstrara taka gildi 1. janúar 2021, segir í tilkynningunni. Morgunblaðið/Hari Ráðhúsið Reykjavíkurborg hefur ákveðið að sameina eftirlitseiningar. Borgin sameinar eftirlitseiningar  Fara undir hatt endurskoðanda  Umboðsmaður borgarbúa hættir Eitt tilboð barst í það verk að steypa þekju brimbrjótsins á Bol- ungarvík, en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni. Á síðasta ári fékk fremri hluti brimbrjótsins nýjan viðlegukant og í sumar var komið að því að steypa þekju á þennan hluta brjótsins. Geirnaglinn ehf., Ísafirði, bauðst til að vinna verkið fyrir krónur 57.346.300. Var það 88% af áætl- uðum verktakakostnaði, sem var rétt rúmar 65 milljónir króna. sisi@mbl.is Geirnaglinn bauð einn í brimbrjótinn Það er ekki auðvelt að hjóla upp íslenskar brekkur. Belgarnir Jonas Vandergraesen og Gert Maer, sem ljósmyndari hitti á Hjallahálsi í Barðastrandarsýslu á vesturleið, voru að minnsta kosti þeirrar skoðunar. Þeir hafa hjólað um Suðurland og hálendið og ætla nú að skoða sig um á Vestfjörðum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Albertsson Þungt fyrir hjóli í brekkunum Frumútgáfa af Barni náttúrunnar, fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness, sem út kom 1919, og Nokkrar sögur, sérprentun á sögu eftir skáldið sem kom út 1923, eru á meðal verka á sérstöku Laxnessuppboði sem forn- bókasalan Bókin og Gallerí Borg standa fyrir. Alls eru 65 bækur á uppboðinu sem eru margar hverjar mikið fágæti. Óskað er eftir til- boðum í bækurnar á vefnum upp- bod.is en þær eru til sýnis í húsa- kynnum Foldar við Rauðarárstíg í Reykjavík þar sem er opið í dag, laugardag. „Stemningin fyrir Laxness er góð, það sjáum við bæði á heimsóknum á vefinn og þeim tilboðum sem þegar hafa borist,“ segir Ari Gísli Braga- son, fornbókasali í Bókinni. Ritið Nokkrar sögur verðmetur hann á 95 þúsund, tilboð hafa þegar borist og það næsta þarf að vera 120 þúsund krónur. Aðeins um 200 eintök af bókinni voru prentuð. Skáldatími, sem er eins konar uppgjör skáldsins við kommúnismann, er verðlögð á 9.000 krónur en tilboð í hana eru talsvert undir því enn sem komið er. Skáldsagan Barn náttúrunnar er metin á 65 þús. kr. og tilboð sem fyr- ir liggja nálgast þá upphæð. „Á þessu uppboði má segja að all- ur ferill Laxness sé undir, til dæmis bæði fyrstu skáldverkin og minn- ingabækurnar sem komu út í lok fer- ilsins,“ segir Ari Gísli um uppboð þetta. sbs@mbl.is Laxnessstemning  Fágæt rit á uppboði  Frumútgáfa af Barni náttúrunnar  Allt er undir Halldór Laxness Ari Gísli Bragason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.