Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Meiriháttar ehf. er vel tækjum búið alhliða jarðverktakafyrirtæki Allar nánari upplýsingar eru á, meiriháttar.is í síma S:821 3200 eða með tölvupósti í info@meirihattar.is Við höfum mikla reynslu og erum lausnamiðaðir þegar kemur að húsgrunnum sama hvort sem er í auðveldu moldarlagið eða klöpp sem þarf að fleyga. Við útvegum einnig allskyns jarðvegsefni. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kríuvarp virðist hafa tekist sæmi- lega víðast hvar og sums staðar nokkuð vel miðað við undanfarin ár, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar, fuglafræðings á Stokkseyri. „Þetta er allt frá því að vera gott á Norð- austurlandi og Suðausturlandi yfir í að vera í meðallagi eins og hér á suð- vesturhorninu,“ sagði Jóhann Óli. Hann var nýlega á Melrakkasléttu og þar virtist kríuvarpið hafa gengið vel. Mikið var af nýfleygum ungum í varpi við Núpskötlu og útlitið mjög gott. „Kríuvarpið gengur ágætlega hér í bakgarðinum hjá mér á Stokks- eyri,“ sagði Jóhann Óli. „Það er varp hérna 50 metra frá húsinu. Þær eru enn að bera í ungana. Þetta er þó ekkert miðað við hvernig þetta var hér áður fyrr.“ Hann hefur fylgst með fuglalífinu á Tjörninni í Reykjavík um árabil. Jóhann Óli sagði að þar væru nú um 15 kríuungar, sem gæti talist vera í slöku meðallagi. Þá leit kríuvarp ágætlega út á Seltjarnarnesi fyrr í sumar. Kríuvarpið á Hala í Suðursveit gekk mjög vel í vor og var búið að merkja þar yfir 300 kríuunga fyrir nokkru og mikið ómerkt eftir, að því er kom fram á facebooksíðu Fugla- athugunarstöðvar Suðausturlands. Fyrstu kríuungar urðu fleygir um síðustu mánaðamót. Sem kunnugt er kemur krían hingað alla leið frá Suð- urskautslandinu til þess að verpa. Kríuungar eru að komast á legg  Kríuvarp virðist hafa tekist sæmilega og sums staðar vel  Gekk vel fyrir norðan og á SA-landi  Um fimmtán kríuungar á Tjörninni í Reykjavík  Mjög gott kríuvarp á Hala í Suðursveit Ljósmynd/Bogi Þór Arason Helluvatn, nálægt Elliðavatni Kría var að gæða unga sínum á vænu síli. Kríur eru víða enn að bera æti í ungana. Ljósmynd/Ingibjörg Leifsdóttir Seltjarnarnes Ungi kúrði undir væng og ornaði sér. Þrátt fyrir að vonskuveður með norðanstreng og óvenjulega mikilli úrkomu hafi sett mark sitt á vestan- og norðanvert landið í gær kemur sumarið aftur eftir helgi, að sögn veðurfræðings. Smálækir urðu að ám, dælubílar höfðu varla undan að losa stíflur, óhreint vatn komst í sundlaugina á Suðureyri, húsvagnar fóru út af og svo mætti lengi telja af afleiðingum veðurofsa gærdagsins. Úrkoman var til vandræða fram eftir kvöldi í gær með vatnavexti, skriðum og grjóthruni á Vestfjörð- um og á Tröllaskaga. „Þetta er ólíkt júlíveðri. Þetta er óvenjudjúp lægð en það sem er aðal- atriðið er þessi gríðarmikla úrkoma sem fellur til á norðvestur- hlutanum,“ segir Hrafn Guðmunds- son veðurfræðingur. Hrafn kveðst jafnframt geta stað- fest að sumarið komi aftur á mánu- daginn. „Spáin er mjög góð fyrir næstu viku. Það eru hægir vindar, eitthvað skúralegt þegar líður á vik- una en almennt meinlaust veður.“ Í dag taka og eru í gildi gular við- varanir á fimm landsvæðum; á Vest- fjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Aust- fjörðum og Suðausturlandi. Þó verður veðrið skárra en það var í gær og skánar eftir því sem líður á daginn. Á norðurhluta landsins er norðlæg átt 8-15m/s með rigningu fram eftir degi í dag en lægir og dregur úr úrkomu vestantil seinni- partinn. snorrim@mbl.is Ljósmyndir/Robert Schmidt Vatnavextir í Súgandafirði Úrkoman á Vestfjörðum, sem var óeðlilega mikil miðað við árstíma, var til vandræða. Sumarið kemur aftur á mánudaginn  Óvenjulegt veður í gær  Áfram mun rigna á Norðurlandi Suðureyri Miklir pollar mynduðust í rigningu sem var um tíma 100 mm/klst. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) hefur ákveðið að sekta Arion banka um 87,7 milljónir króna á grundvelli þess að bankinn hafi ekki birt innherjaupplýsingar nægjanlega tímalega. Arion banki hyggst höfða mál til ógildingar ákvörðuninni. Sekt- in tengist innherjaupplýsingum í tengslum við hópuppsögn í bankan- um. Bankinn upplýsir um þetta í til- kynningu. Þar kemur fram að snemma í sept- ember hafi bankinn tilkynnt FME að innan bankans fyrirfyndust innherja- upplýsingar og bankinn myndi nýta heimild í lögum til að fresta birtingu þeirra. Sneru upplýsingarnar að skipulagsbreytingum innan bankans, meðal annars hópuppsögnum, og fjárhagslegum áhrifum þeirra. Skilyrði fyrir frestun var að bank- inn gæti tryggt trúnað um þær. Hinn 22. september birtist hins vegar frétt á vefnum mannlif.is þar sem fullyrt var að skipulagsbreytingarnar stæðu fyrir dyrum. Arion sektaður um tæpar 90 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.