Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Mjög líklegt má telja aðÍslendingum fjölgi ánæstu fjörutíu árumen taki svo að fækka
hratt. Gera má ráð fyrir að mann-
fjöldinn nái hápunkti árið 2063.
Þetta segir Violeta Calian, að-
ferðafræðingur hjá Hagstofu Ís-
lands. Vísar hún þar til skýrslu
sem birtist í vikunni í breska vís-
indaritinu Lancet um málið auk
rannsókna Hagstofunnar.
Að því er fram kemur í
skýrslunni, sem Lancet birti, verða
Íslendingar um 400 þúsund árið
2063. Í framhaldinu tekur þeim að
fækka og verða samkvæmt eðli-
legri þróun orðnir 380 þúsund árið
2100. Verði þróunin hins vegar
hröð verður íbúafjöldinn umtals-
vert minni, eða rétt um 320 þús-
und manns. Að sögn Violetu á
fækkunin sér eðlilegar skýringar.
„Í skýrslu Lancet er talað um 400
þúsund, en við hjá Hagstofunni
gerum ráð fyrir að íbúar verði allt
að 430 þúsund. Rannsóknirnar eru
mjög sambærilegar. Mismuninn
má rekja til þess að við eigum von
á eilítið fleiri innflytjendum hingað
til lands,“ segir Violeta.
Fjöldi Kínverja helmingist
Auk Íslands er í skýrslu
Lancet farið yfir flest lönd heims-
ins. Þar á meðal eru stór lönd á
borð við Bandaríkin og Kína. Í
síðarnefnda landinu er gert ráð
fyrir mjög mikilli fækkun fólks
horft til næstu áttatíu ára. Árið
2017 voru skráðir íbúar landsins
1,4 milljarðar. Spá Lancet gerir
ráð fyrir nær óbreyttum fjölda
næstu fjögur ár en eftir það fækki
fólki hratt. Árið 2100 má búast við
því að Kínverjar verði orðnir um
700 milljónir talsins. Aðspurð segir
Violeta að með hærra mennt-
unarstigi taki fólki að fækka.
„Fólki mun fækka á næstu áratug-
um vegna minni frjósemi. Er það
vegna meiri menntunar og velmeg-
unar fólks um heim allan. Að sama
skapi er mikil þróun innan heil-
brigðisgeirans sem eykur líflíkur
en það er hins vegar miklu hægari
þróun,“ segir Violeta og bætir við
að þannig muni fólki í þróunar-
ríkjum fækka hraðar en annars
staðar. Þar muni frjósemi dragast
langmest saman. „Samkvæmt mód-
elunum sem við fylgjum er sam-
dráttur í frjósemi gríðarlega hrað-
ur í þróunarríkjum og verður það
áfram á næstu árum. Hann er í
raun miklu meiri en í öðrum lönd-
um enda kemur menntunarstig og
velmegun til með að aukast á þess-
um svæðum,“ segir Violeta.
Byggt á sambærilegu líkani
Á Íslandi má gera ráð fyrir
stöðugri fjölgun næstu ár með dá-
litlum skammtímasveiflum. Að
sögn Violetu gerir Hagstofan spá
fimmtíu ár fram í tímann. Ekki er
horft til áttatíu ára eins og í spá
Lancet. Af þeim sökum er hún
ekki með nákvæma spá fyrir fólks-
fjölda hér á landi árið 2100. Hins
vegar sé spá Lancet byggð á sam-
bærilegu líkani. „Við höfum ekki
horft svona langt fram í tímann en
aðferðin sem þeir nota er mjög
svipuð okkar. Það er hins vegar
alltaf erfitt að spá svo langt fram í
tímann enda svo margir ófyrirséðir
þættir. Það er til dæmis ekki hægt
að taka inn í myndina náttúru-
hamfarir, efnahagsástand og póli-
tískar aðstæður. Við höfum því
ekki gert spá svo langt fram í tím-
ann, en þeirra aðferð virkar sann-
færandi. Þannig að ef við setjum
fyrirvara við þann fjölda þátta sem
getur breyst á mjög ófyrirséðan
hátt þá erum við í megindráttum
sammála spá Lancet, “ segir Viol-
eta.
Íslendingar verði
400 þúsund árið 2063
Spá um fólksfjölda á Íslandi til ársins 2100
Þúsundir íbúa
450
400
350
300
250
200
2000 2010 2020 2030 2040 2050 2060 2070 2080 2090 2100
Ef þróun er
hröð: 320.000
Fólksfjöldi árið
2017: 340.000
Nær hámarki árið
2063: 400.000 Spá fyrir árið
2100: 380.000
Heimild: The Lancet
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ásýnd knatt-spyrnunnarhefur tekið
miklum breytingum
á undanförnum ára-
tugum. Peningar
leika stöðugt stærra
hlutverk og mun-
urinn á milli litlu og stóru liðanna
eykst jafnt og þétt. Ár eftir ár
tróna sömu liðin á toppi deilda um
alla Evrópu. Fjárhagslegt bol-
magn þeirra til að næla í bestu
leikmennina gerir að verkum að
nánast útilokað er að skáka þeim.
Þegar liði á borð við Leicester
tekst að næla í meistaratitil verða
menn agndofa af undrun.
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, ákvað fyrir tæpum ára-
tug að reyna að koma böndum á
stjórnlausa skuldasöfnun félaga
með því að setja reglur um fjár-
málaháttvísi. Til þess að fá leyfi
til að keppa í Meistaradeild Evr-
ópu eða Evrópudeildinni þyrftu
lið að vega upp á móti útgjöldum
með tekjum af miðasölu, auglýs-
ingum, verðlaunum og sjónvarps-
rétti. Samanlagt tap á þremur ár-
um mætti ekki fara yfir 30
milljónir evra (4,8 milljarðar kr.)
svo lengi sem eigandi félagsins
gæti gengið í ábyrgð fyrir 25
milljónum (4 milljörðum).
Það eru svo sem engir smáaur-
ar, en engu að síður virðist það
ekki duga til þegar púsla á saman
stjörnuliði. Á undanförnum árum
hafa nokkur lið komist í kastljósið
vegna mikilla umsvifa. Þar ber
helst að nefna franska liðið Paris
St. Germain og enska liðið Man-
chester City.
Manchester City hefur lengið
staðið í skugganum af hinu liðinu
í borginni, en eftir að nýr eigandi,
Mansour bin Zayed Al Nahyan,
varaforsætisráðherra Sameinuðu
arabísku furstadæmanna, keypti
liðið hefur það nælt sér í 11 stóra
titla á níu árum. Aðeins sá
stærsti, sigur í Meistaradeild
Evrópu, hefur reynst utan seil-
ingar. En svo bar skugga á og
virtist sem hið skæða lið Man-
chester City myndi jafnvel leys-
ast upp þegar UEFA komst að
þeirri niðurstöðu í febrúar að lið-
ið hefði brotið gegn reglunum um
fjármálaháttvísi og myndi því
ekki fá að taka þátt í meistara-
deildinni næstu tvö keppnis-
tímabil. Í vikunni komst hins veg-
ar Alþjóðaíþróttadómstóllinn að
þeirri niðurstöðu að ákvörðun
UEFA skyldi ekki standa og fé-
lagið mun því verða með þegar
leikar hefjast í Meistaradeildinni
í haust.
Þetta eru sannarlega gleðitíð-
indi fyrir Manchester City, en
heldur dapurleg niðurstaða fyrir
UEFA og unnendur knattspyrnu.
Sigur Manchester City fyrir
dómstólnum kom eftir sex ára
rimmu við UEFA. Árið 2014 var
liðið sakað um að hafa farið fjór-
um milljónum evra yfir 30 millj-
óna mörkin og sektað um 60 millj-
ónir, en að uppfylltum ákveðnum
skilmálum yrði sektin lækkuð um
40 milljónir.
Fjórum árum síðar komst liðið
aftur í eldlínuna
þegar hópur dag-
blaða birti upp úr
fjölda skjala, sem
lekið hafði verið til
þeirra. Þar kom
fram að Manchester
City hefði beitt vafa-
sömum aðferðum til að fela niður-
greiðslur frá eigandanum til liðs-
ins og fara fram hjá reglunum um
fjármálaháttvísi. Samkvæmt lek-
anum mokaði Mansour 127,5
milljónum evra í klúbbinn í gegn-
um styrktaraðila, sem eru ná-
tengdir eiganda liðsins á borð við
Etihad, flugfélag Sameinuðu
arabísku flugfélaganna. Innspýt-
ingin hafði verið dulbúin sem
tekjur.
Þetta kom fram í nóvember
2018 og í mars 2019 hóf UEFA
rannsókn á málinu. Niðurstaðan
kom í febrúar þegar ákveðið var
að útiloka Manchester City frá
keppni í Evrópudeildum í tvö
keppnistímabil og sekta liðið um
30 milljónir evra. Manchester
City áfrýjaði málinu samstundis.
Úrskurður Alþjóðaíþróttadóm-
stólsins er áfall fyrir UEFA. For-
ráðamenn Manchester City láta
eins og félagið hafi verið hvít-
þvegið. Úrskurður dómstólsins
hefur ekki verið birtur, en sam-
kvæmt því sem komið hefur fram
er málið ekki svo einfalt. Sagt er
að ekki hafi tekist að sýna fram á
hið sakhæfa athæfi eða tímamörk
hafi staðið í vegi. Það má skilja
sem svo að brotin hafi verið
fyrnd.
Þá er liðið engu að síður sektað
um tíu milljónir evra, þar á meðal
fyrir að hafa reynst ófúst til sam-
vinnu. Það er aðeins þriðjungur
af upphaflegu upphæðinni og
mun veitast félaginu létt að
greiða sektina, ekki síst þegar
tekjurnar af að fá að vera með í
meistaradeildinni fara að
streyma inn.
Sektin er þó til marks um að
ekki hafi félagið verið hvítþvegið
með öllu.
UEFA getur ekki sótt gögn
eins og saksóknaraembætti. Sam-
bandið verður að treysta á sam-
starfsvilja félaganna. Der
Spiegel, sem var meðal þeirra,
sem birtu lekagögnin, sagði frá
því að UEFA hefði leitað til þess.
Tímaritið benti sambandinu á
uppljóstrarann, sem kom gögn-
unum til þess. Kom fram að hann
hefði verið fús til að vinna með
UEFA, en sambandið hefði aldrei
leitað til hans.
Með þessum úrskurði hafa
tennurnar verið dregnar úr
UEFA og reglurnar um fjár-
málaháttvísi aðeins bitlaus orð á
blaði. Eigendur annarra félags-
liða hljóta að velta fyrir sér hvaða
möguleika þeir eigi gegn keppi-
nautum, sem eru með heilan
þjóðarauð í djúpum vösum sínum.
Í herbúðum Manchester City eru
menn hins vegar byrjaðir að
skoða hvernig þeir geta látið
finna fyrir sér á leikmannamark-
aðnum til að byggja upp enn
sterkara lið. Peningar eru víst
ekki fyrirstaða.
Sigur Manchester
City gegn UEFA
boðar ekki gott
fyrir fótboltann}
Í krafti peninga
E
itt af vandamálnum nútímans er
ósvífni sem hefur aukist með
hverju árinu sem líður. Upprun-
ann má rekja til pólítísks rétt-
trúnaðar (e. political correctness/
PCismi) sem John Cleese útskýrði sem svo að
hefur verið tekinn frá því að vera góð hugmynd
um að verja þau sem geta ekki varið sig sjálf
yfir í að vera slæm hugmynd þar sem hvers
konar gagnrýni er álitin vera grimm eða óvæg-
in.
Hugtakið PCismi hefur breyst á þeim rúm-
lega tvö hundruð árum eða svo sem það hefur
verið til en orð George H.W. Bush árið 1991
lýsa því ágætlega hvernig PCismi hefur þróast.
Þá sagði hann, í lauslegri þýðingu, að PCismi
hafi valdið deilum. Þó markmiðið hafi verið
gott, að losna við það sem eftir lifði af kynþátta-
hatri, kynrembu og hatri þá hafa bara nýir fordómar kom-
ið í staðinn.
Við erum að glíma við fordóma og sú barátta hefur búið
til ósvífnar öfgar í báðar áttir sem hvor um sig reyna að
toga hina í áttina að einhverju sem gæti talist eðlilegt.
Dæmin sem lýsa þessari glímu eru mörg. Eitt nýlegasta
dæmið er um fordómafulla brandara sem áttu að hafa ver-
ið óviðeigandi. Brandarar geta hins vegar ekki verið óvið-
eigandi vegna þess að málfrelsi á ekki bara við það sem þú
vilt heyra. Svo ég vitni aftur í orð John Cleese að allur
gamanleikur sé gagnrýninn, ef við megum ekki gagnrýna
þá hverfur allur húmor og 1984 verður að raunveruleika.
Vandamálið sem við glímum við teygir sig hins vegar
lengra en í málfrelsið og húmorinn. Vanda-
málið teygir sig yfir í stjórnmálin þar sem
ósvífnin verður meiri og málfrelsið er orðið að
frelsi til þess að ljúga.
Við búum í heimi þar sem ráðist er á þá sem
ljóstra upp um spillingu, þar sem sannleiks-
gildi skiptir ekki máli, þar sem upplýsingum er
haldið frá þingi og þjóð og í öllum tilfellum er
einfaldlega sagt að ekkert rangt hafi gerst. Af-
neitun ósvífninnar fram í rauðan dauðann er
valin fram yfir að viðurkenna mistök og það
sorglega er að stundum virðist fólk ekki átta
sig á því hvað það gerði rangt. Það skilur ein-
faldlega ekki að það hafi gert eitthvað rangt.
Það skilur ekki hvernig það er óviðeigandi
þegar ráðherra hringir í vin sinn í miðju spill-
ingarmáli. Það skilur ekki að það á ekki að
nota almannafé til þess að búa til sjónvarps-
þætti um sjálft sig. Það skilur ekki að það þurfi að rök-
styðja ákvörðun um að skipa dómara og heldur bara
áfram að segja „jú víst“ þegar reynt er að segja að þetta
sé nú ekki rétt.
Einstaklingar hafa málfrelsi og geta notað það til þess
að ljúga eða segja fordómafulla brandara. Kjörnir fulltrú-
ar hafa líka málfrelsi en mega vænta harðari gagnrýni en
aðrir vegna orða sinna. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki
málfrelsi. Þau eiga að segja satt og rétt frá. Annars end-
um við raunverulega í 1984-heimi George Orwells.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Ósvífni pólitísks rétttrúnaðar
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Íslendingum fjölgaði um 560 á
öðrum ársfjórðungi þessa árs,
eða um 0,2%. Samtals búa nú
366.700 manns á Íslandi,
188.330 karlar og 178.370 kon-
ur. Þetta kemur fram á vef
Hagstofu Íslands.
Alls fæddust 1.090 börn á
öðrum ársfjórðungi, en 550
einstaklingar létust. Á sama
tíma fluttust 25 einstaklingar
til landsins umfram brott-
flutta. Aðfluttir einstaklingar
með íslenskt ríkisfang voru
280 umfram brottflutta, en
brottfluttir erlendir ríkisborg-
arar voru 260 fleiri en þeir
sem fluttust til landsins. Fleiri
karlar en konur fluttust frá
landinu.
Að því er segir á vef Hag-
stofu Íslands fluttu flestir ís-
lenskir ríkisborgarar til Dan-
merkur á öðrum ársfjórðungi
þessa árs. Til Danmerkur, Nor-
egs og Svíþjóðar fluttust lang-
flestir, eða 170 talsins. Af þeim
1.350 erlendu ríkisborgurum
sem fluttust frá landinu fóru
flestir til Póllands, eða 430
manns.
Íslendingum
fjölgar lítið
FLEIRI KARLAR FLUTTU ÚT