Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020
✝ Kristján Stein-dórsson, bóndi
og fyrrverandi
símstöðvarstjóri á
Kirkjubóli í Langa-
dal, fæddist 26.
febrúar 1932 á
Kirkjubóli í Langa-
dal. Hann lést 15.
febrúar 2020 á
hjúkrunarheim-
ilinu Mörk.
Foreldrar hans
voru Steindór Pálmi Helgason,
f. 3.7. 1897, d. 17.5. 1967, bóndi
á Kirkjubóli í Langadal, og
Bjarney Hafliðadóttir, f. 17.7.
1894, d. 19.4. 1934. Kristján var
eina barn þeirra hjóna.
Eftirlifandi eiginkona Krist-
jáns er Guðmunda Jóna Sigurð-
ardóttir, f. 8. október 1939 í
Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Sigurður Jónsson, f. 26.1.
1904, d. 19.7. 1980,
sjómaður í Reykja-
vík, og Kristín
Margrét Jóns-
dóttir, f. 8.10. 1908,
d. 24.2. 2002, hús-
móðir í Reykjavík.
Börn þeirra hjóna
eru: 1) Steindór
Gísli.
2) Kristín Mar-
grét, maki Eyjólfur
Eyjólfsson. 3) Sig-
urður. 4) Hafliði, maki Lilja
Fossdal, dætur þeirra Karen
Dís og Thelma Dögg. 5) Einar
Rúnar, maki Rowena Rivera
Kristjánsson.
Útför Kristjáns fór fram í
kyrrþey á Kirkjubóli í Langadal
8. apríl 2020.
Minningarathöfn fer fram
frá Nauteyrarkirkju í dag, 18.
júlí 2020, klukkan 13.
Mín gleði mín þrá
hvert bros og hvert tár
er tileinkað þér.
Hver hreyfing hver hugsun
hvert fótmál hvert spor
er gengið til þín
Hver saga hver bæn
hver söngur hvert ljóð
Hver staður hver stund
hver dagur hver nótt
er draumur um þig.
Þú ert allt mitt líf.
Þú ert lífið.
(Rúna)
Þú ert mér lífið
Þú ert mér allt
Þú ert minn hiti
þegar það er kalt
Þú ert mín stytta
Þú ert mín stoð
Þú ert minn hugur
Þú ert mitt þor
Þú ert mín ást
Þú ert minn vinur
Þú styður mig alltaf
hvað sem á dynur
Þú ert minn
Ég er þín
um alla eilífð
Við tvö
(Katrín Ruth)
Þín eiginkona,
Guðmunda (Mumma).
Kveðja frá börnum
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góða, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og
stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
Gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir)
Einar Rúnar Kristjánsson.
Hjartkær tengdafaðir minn,
Kristján Steindórsson, kvaddi
þessa jarðvist hinn 15. febrúar sl.
Útför hans fór fram í kyrrþey 8.
apríl sl. og minningarathöfn fer
fram frá Nauteyrarkirkju í dag,
18. júlí, klukkan 13.
Kynni okkar Stjána hófust
með sambandi mínu og konu
minnar Stínu Möggu, dóttur
hans, í byrjun árs 2007.
Við áttum alveg sérstaklega
góðar stundir saman, spjölluðum
mikið og ég fræddist mikið um
hið erfiða sveitalíf sem er svo
stutt síðan tæknivæddist og varð
léttara. Fyrir mig borgarbarnið
voru þessar sögur mjög svo fram-
andi og jafnvel ævintýralegar og
allt að því ótrúverðugar þar sem
mér þótti þetta líf hjá bændum
vart gerlegt.
Kristján var með skapbetri
mönnum sem ég hef kynnst og
skipti aldrei skapi og vildi aldrei
heyra illt umtal um nokkurn
mann.
Þótt veikindi Kristjáns hafi
verið farin að hrjá hann mikið við
okkar fyrstu kynni miðlaði hann
til mín ótrúlegum lærdómi um
lífsins gang og nauðsynjar, hann
ætlaði t.d. alltaf að ná heilsu til að
sýna mér og kenna að ganga upp
símastaur á símaskónum, en því
miður tókst það ekki og verð ég
því að takast á við þá raun ein-
samall með hann með mér í anda.
Stjáni var mjög handlaginn
maður og tók mér fagnandi í
hvert sinn sem ég kom að Kirkju-
bóli og gekk inn garðinn með það
sem hann kallaði læknatöskuna,
en það var verkfærataskan mín.
Hann stóð löngum stundum yfir
mér og við skeggræddum um
hvernig færi best á að laga og
gera við hina og þessa hluti.
Gaman var að hlusta á Stjána
miðla til mín og annarra örnefn-
um alls staðar hér í kring á
Kirkjubóli og segja okkur sögur í
kringum þau; allar sögurnar um
smalamennskur og ferðir um
Þorskafjarðarheiðina í snjó-
þyngslum og ófærð, allar sögurn-
ar um símaviðgerðaferðirnar yfir
í Staðardal og út alla Langadals-
strönd, þetta var hafsjór af fróð-
leik.
Kristján sá um veiðivörslu og
margt fleira í kringum Langa-
dalsána alla sína tíð og var gaman
að keyra með honum um dalinn
og heyra sögurnar í kringum
hana.
Þrátt fyrir erfiða og strembna
tíma hjá bændum gerðist Stjáni
mjög svo víðförull og fóru þau
Mumma í margar heims-
reisurnar, en síðustu árin sem
hann treysti sér til ferðalaga áttu
Kanaríeyjarnar hug hans allan
og áttum við margar góðar
stundir þar saman.
Langidalurinn er fyrir mig í
dag eins og hann hefur verið alla
tíð fyrir Stjána, Mummu og börn-
in; að koma heim.
Fæ ég seint þakkað forlögun-
um fyrir að hafa fengið að kynn-
ast konunni minni, Stjána,
Mummu og fjölskyldunni og
verða einn af þeim fjölskyldu-
meðlimum sem Kirkjuból í
Langadal byggja.
Eyjólfur Eyjólfsson.
Mig langar til að minnast
Kristjáns Steindórssonar eða
Stjána eins og hann var jafnan
kallaður, bónda á Kirkjubóli
Langadal, í örfáum minninga-
brotum. Hann Stjáni var giftur
móðursystur minni, henni Guð-
mundu J. Sigurðardóttur eða
Mummu eins og allir kalla hana.
Ég kom mitt fyrsta sumar fjög-
urra ára á Kirkjuból og var mér
vel tekið af fjölskyldunni. Þetta
var fyrsta sumarið mitt af mörg-
um í Langadalnum. Ég varð fljót-
lega eins og einn af fjölskyldunni
og þar leið mér alltaf vel.
Þegar hugurinn reikar aftur í
tímann koma fram margar
minningar um hestastóð, Land
Rover, Langadalsá, kúarekstur,
hænur, kindur, hunda, veiðar og
bjarta sólardaga í dalnum. Einn-
ig ferðir í Króksfjarðarnes og
jafnvel til Ísafjarðar til að versla.
Á þessum tíma var ekki kominn
vegur yfir Steingrímsfjarðar-
heiði. Áður en hann kom lá að-
alleiðin til Ísafjarðar yfir Þorska-
fjarðarheiði og kom þaðan niður í
Langadal og lá um bæjarhlaðið á
Kirkjubóli. Það voru margar
ferðirnar sem Stjáni fór upp á
Þorskafjarðarheiði til að aðstoða
ferðalanga sem höfðu lent í vand-
ræðum enda veður oft viðsjár-
verð. Það kom oft fyrir að gestir
yrðu strandaglópar á Kirkjubóli
vegna veðurs og yrðu að dvelja
næturlangt og því var oft gest-
kvæmt á heimilinu. Það var oft
þétt setið við matarborðið á
Kirkjubóli. Til að þjónusta ferða-
langa sem best ráku þau hjón um
margra ára skeið bensínstöð og
sjoppu á Kirkjubóli.
Stjáni var öflugur bóndi og
umhugað um að stækka og efla
bújörðina sína með nýrækt og
eins að bæta húsakostinn. En
hann sinnti ekki bara búskapn-
um. Hann var símstöðvarstjóri
og viðgerðarmaður ef símalínur
biluðu. Það gerðist ósjaldan því
tíðarfarið var oft erfitt. Þá var
mikilvægt að rækta samband við
sveitungana, hvort sem það var í
dalnum eða á öðrum bæjum í
Nauteyrarhreppi.
Eftir að ég flutti hinum megin
á landið hefur ferðum í Langa-
dalinn fækkað en dalurinn skipar
þó alltaf ákveðinn sess í huga
mínum. Það var alltaf gott að
koma á Kirkjuból og setjast í
stofuna með Stjána, horfa yfir
ána og ræða málefni líðandi
stundar eða rifja upp fyrri tíma.
Kæri Stjáni – þín verður sakn-
að af öllum fyrrverandi kúrekum
á Kirkjubóli og þeim sem hafa
kynnst þér. Blessuð sé minning
þín. Við fjölskyldan sendum að-
standendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Velkominn heim, þú ungi Íslands
meiður,
til upphafs þíns í ljúfum dalafriðnum.
Að taka við þér langt að komnum,
liðnum,
sem lífs þú værir – slíkur er nú heiður
hins græna vallar, blóms og blárra
dagga.
Hér býður þér nú skjól þín gamla
vagga.
Að vísu er slokknuð vonarstjarna –
bundin
við væringjann er kæmi heill af sævi
og gleddist hér við ávöxt langrar ævi
– en enginn veit nær kemur
skapastundin
(Jóhannes úr Kötlum)
Sigurður Einar Sigurðsson
og fjölskylda.
Kristján
Steindórsson
Himnaríki hefur
fengið til sín ein-
stakan engil. Yndis-
legan engil sem
enginn á jörðu vildi
missa frá sér, það skilja flestir
sem fengu þann heiður að
þekkja Óla. Ég var svo heppin
að Óli bættist í líf mitt þegar ég
var lítil stelpa og Anna Kata
dóttir hans kynntist pabba mín-
um. Eftir því sem ég varð eldri
áttaði ég mig á því að hann var
ekki eingöngu viðbót í líf mitt
heldur varð hann aukaafi minn.
Það er óhætt að segja að Óli lifði
fyrir fjölskyldu sína og hann sá
vart sólina fyrir barnabörnun-
um sínum. Hann var alltaf
mættur á alla leiki sem spilaðir
voru, hvort sem það var hand-
Sveinn Óli Jónsson
✝ Sveinn ÓliJónsson fædd-
ist 10. nóvember
1935. Hann lést 8.
júlí 2020.
Útförin fór fram
17. júlí 2020.
bolti eða fótbolti, úti
eða inni, í sól eða
rigningu, og alltaf
var hann með kík-
inn sinn með sér,
svo hann væri nú
örugglega að fylgj-
ast með réttu
barnabarni. Ég
minnist þess með
mikilli hlýju þegar
hann hvatti mig
áfram við hlaupa-
brautina í Laugardalnum, þegar
ég var að keppa í frjálsum íþrótt-
um. Alltaf var hann til staðar fyr-
ir mann, alveg saman hvað mað-
ur var að brasa. Hver minning
sem ég á um Óla er dýrmæt
perla sem ég mun varðveita að
eilífu. Óli var einstakur maður
með hjarta úr gulli; ef allir íbúar
heimsins fengju brot af góð-
mennsku Óla yrði heimurinn
mun betri staður. Elsku Óli
minn, takk fyrir allar þær dýr-
mætu stundir sem við áttum
saman, minning þín mun lifa. Ég
kveð þig núna eins og þú hefðir
kvatt mig: Farvel min kære ven,
vi ses igen.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Þín
Hafdís Rún Guðnadóttir.
Óli vinur hefur nú kvatt okkur.
Vitað var að hverju stefndi en
það dregur ekki úr söknuðinum.
Við Óli kynnumst þegar við vor-
um ungir og var hann númer tvö
í röðinni af mínum æskuvinum.
Það sem gerði þennan vinskap
nokkuð sérstakan var að Óli var
úr miðbænum en ég af brekkunni
og það var vinablanda sem ekki
þótti endilega sjálfsögð í þá daga
og enn síður á unglingsaldrinum.
En eins og eflaust þúsundir Ís-
lendinga hafa upplifað, þá var
eitthvað við viðmælandann sem
laðaði að sér og þótti eftirsókn-
arvert. Þessi ljúfi, yndislegi mað-
ur átti greiðan aðgang að hjört-
um manna hvar sem hann fór.
Mér er í fersku minni hvað ég
heillaðist þegar hann, unglingur-
inn, settist í fyrsta skiptið við pí-
anóið í húsi foreldra minna og
spilaði lög af fingrum fram, rétt
eins og ekkert væri. Já, hann átti
eftir að sýna það síðar á ævinni,
að músík var hans sjötta skiln-
ingarvit, þó svo að aldrei hafi
hann spilað eftir nótum! Lítið var
þó um daglegan samgang í gegn-
um tíðina og kom þar til önnur
skólaganga og landfræðilegur
aðskilnaður. En alltaf var jafn
gaman að hittast og notalegt að
finna, að hinn ljúfi drengur, sem
ég kynntist í byrjun æsku minn-
ar, bauð alltaf upp á sama elsku-
lega viðmótið hvar og hvenær
sem var. Ég vil þakka fyrir þann
tíma sem ég fékk deilt með hon-
um og þá tryggu vináttu og
hjálpsemi sem alltaf stóð til boða.
Ég sendi einnig þakkarkveðju
frá bræðrum mínum, Sighvati og
Snorra, og sérstaka kveðju frá
Gissuri bróður en Anna Lilja og
Óli voru alltaf fastur punktur í
hans dagskrá, þegar hann kom í
Íslandsheimsókn frá Little Rock.
Við vottum Önnu Lilju, Önnu
Katrínu og fjölskyldu hennar
innilega samúð.
Kristín og Kolbeinn
Pétursson.
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Sigurður Bjarni Jónsson
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR
fv. útibússtjóri,
Ársölum 3,
lést á Hrafnistu DAS í Boðaþingi
föstudaginn 10. júlí. Útför fer fram frá
Lindakirkju þriðjudaginn 21. júlí klukkan 13.
Sigurður Sigurðsson
Unnur Guðbjargardóttir
Laufey Sigurðardóttir Jón Bjarki Sigurðsson
Sigurður Björn Bjarkason Sigurbjörg Ósk Kristjánsdóttir
Arnór Ingi Bjarkason Lina Marija Bal■i■nait■
Elmar Trausti Sigurðsson
lč ū ė
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNI JÚLÍUSSON,
fyrrverandi símaverkstjóri,
lést á Hjúkrunarheimilinu Nesvöllum,
Reykjanesbæ þriðjudaginn 14. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Anna Birna Árnadóttir Arnar Ingólfsson
Sigurður Einar Árnason Ásborg Guðmundsdóttir
Ingvar Örn Árnason Sonya Pritchett Árnason
og barnabörn
Ástkær móðir, amma, langamma
og tengdamóðir,
MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR
frá Brennu, Neskaupstað,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
laugardaginn 11. júlí.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 23. júlí klukkan 13.
Margrét Viderø Joensen Hans Í Líðini
Konráð Gylfason Anna María Harðardóttir
Margrét Gylfadóttir Ólafur Sveinsson
Gylfi Einarsson
Margrét Skarphéðinsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Elskulegur faðir minn, sonur okkar, bróðir,
mágur og frændi,
HERSIR MAR JÓNSSON,
Svölutjörn 46, Njarðvík,
lést föstudaginn 10. júlí.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju
föstudaginn 24. júlí klukkan 13.
Alexander Agnar Hersisson
Jón Valgeirsson Þórdís Erlingsdóttir
Ívar Örn Jónsson Thea Møller Þorleifsson
París Møller Ívarsdóttir