Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Erum við að ala upp heilu hópana af tæknilega góðum fót- boltamönnum sem hafa alla að- stöðu til að ná langt en eru kannski ekki tilbúnir til að leggja á sig það sem þarf? Guðjón Þórðarson, nýráð- inn þjálfari Víkings í Ólafsvík, velti þessu upp í góðu viðtali sem birtist á mbl.is á fimmtu- daginn. „Leikmenn eru tæknilega góðir en á móti kemur að hér áður fyrr var mikið um sterka og öfluga karaktera sem maður sér ekki í dag. Við megum þess vegna ekki glata íslensku ein- kennunum heldur halda áfram að byggja ofan á þau,“ sagði Guðjón við Bjarna Helgason í umræddu viðtali. Guðjón kom líka inn á gjör- breyttar aðstæður og benti á að nú væri hægt að spila á gervi- grasi allt árið og leggja upp allt öðruvísi fótbolta „en á gömlu gras- og malarvöllunum hérna í denn,“ eins og hann orðaði það. Þegar Guðjón gerði KA- menn að Íslandsmeisturum árið 1989 léku þeir þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum á Íslands- mótinu á malarvöllum KA og Þórs á Akureyri. Sjálfur var Guðjón af sigur- sælli kynslóð Skagamanna sem vann fjölda titla og æfði á vet- urna og vorin í fjörunni á Langasandi. Hann þekkir því tímana tvenna. Þar komu við sögu margir „öflugir karakter- ar“ eins og þeir sem Guðjón lýsir eftir. Þeir létu óslétta grasvelli eða möl ekki stöðva sig. Akureyrar- völlur, sem eitt sinn var sá sléttasti og besti, þykir lakasti völlur landsins í dag þegar meirihluti leikjanna er spilaður á rennisléttu gervigrasi. Tímarn- ir eru breyttir, en eru þeir endi- lega betri að öllu leyti? BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sló eigið Íslandsmet í 4x50 metra fjór- sundi blandaðra sveita í fyrstu grein Íslandsmótsins í 50 metra laug í Laugardalslauginni í gær. Sveit SH synti á 1:48,34 mínútum en fyrra metið frá árinu 2015 var 1:51,33 mínútur. Sveitina skipuðu Steingerður Hauksdóttir, Anton Sveinn McKee, Jóhanna Elín Guð- mundsdóttir og Dadó Fenrir Jasm- ínuson. Fyrra metið settu þau Kol- beinn Hrafnkelsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Predrag Milos og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Þau Anton Sveinn, Jóhanna Elín og Dadó Fenrir fylgdu þessu eftir með því að vinna sínar greinar í gær. Anton Sveinn vann auðveldan sig- ur í 100 metra bringusundi karla á 1:02,20 mínútum og var tæplega tvær sekúndur frá Íslandsmeti sínu. Hann var síðan í sigursveit SH í 4x200 m skriðsundi sem vann á 8:03,48 mínútum. Jóhanna Elín, sem er 19 ára göm- ul, hafði betur í hörkukeppni við Mie Nielsen frá Álaborg um sigurinn í 50 metra skriðsundi kvenna. Jóhanna synti á 26,08 sekúndum en Nielsen á 26,48 sekúndum. Dado Fenrir háði harðan slag við Metin Aydin um sigurinn í 50 m skriðsundi karla og hafði betur á 23,39 sekúndum, 4/100 úr sekúndu á undan Tyrkjanum. Þá setti Róbert Ísak Jónsson úr SH Íslandsmet í 100 m flugsundi í flokki S14 fatlaðra en hann synti vegalengdina á 59,09 sekúndum. Gunnhildur Björg Baldursdóttir úr Reykjanesbæ sigraði í 200 m flug- sundi kvenna á 2:29,14 mínútum. Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki sigraði í 200 m baksundi karla á 2:09,93 mínútum. Viktor Bromer frá Álaborg sigr- aði í 100 m flugsundi karla á 53,78 sekúndum en Íslandsmeistari varð Símon Elías Statkevicius úr SH á 58,41 sekúndu. Mie Nielsen frá Álaborg sigraði í 50 m baksundi kvenna á 28,76 sek- úndum en Íslandsmeistari varð Steingerður Hauksdóttir úr SH á 29,46 sekúndum. Patrik Viggó Vilbergsson úr Breiðabliki sigraði í 400 m skrið- sundi karla á 4:04,65 mínútum. Kristín Helga Hákonardóttir úr Breiðabliki sigraði í 400 m skrið- sundi kvenna á 4:35,40 mínútum. Katja Lilja Andriysdóttir úr SH sigraði í 200 m bringusundi kvenna á 2:56,04 mínútum. Sveit Breiðabliks sigraði í 4x200 metra skriðsundi kvenna á 9:01,00 mínútum. vs@mbl.is Íslandsmet féll í fyrstu grein  Anton sigurvegari í þremur greinum Morgunblaði/Arnþór Birkisson Laugardalslaug Stund milli stríða hjá Antoni Sveini McKee í gær en hann varð þrefaldur Íslandsmeistari, þar af tvisvar í boðsundsgreinum. Margt af besta og efnilegasta frjáls- íþróttafólki landsins tekur þátt í meistaramótinu fyrir 22 ára og yngri sem fram fer í Kaplakrika í dag og á morgun. Tvær spretthörð- ustu stúlkur landsins, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth, eru á meðal keppenda, sem og besti hástökkvari landsins, hinn kornungi Kristján Viggó Sig- finnsson. Þá verða kastararnir Elísabet Rut Rúnarsdóttir, Erna Sóley Gunnarsdóttir og Valdimar Hjalti Erlendsson öll með á mótinu en tímasetningar má sjá á fri.is. Mörg af þeim bestu í Krikanum Ljósmynd/ÍSÍ Fljótar Tiana Ósk og Guðbjörg Jóna keppa á meistaramótinu. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er dottinn út úr toppbaráttunni á Euram Bank-mótinu á Evrópu- mótaröð karla í golfi sem lýkur í Austurríki í dag. Guðmundur lék á sex höggum yfir pari í gær og datt úr áttunda sæti niður í 54. sæti fyrir lokahringinn. Haraldur Franklín Magnús fór hins vegar upp fyrir Guðmund og í 36. sætið eftir að hafa leikið á pari. Robin Sciot-Siegrist frá Frakklandi lék hringinn á 61 höggi í gær og er með þriggja högga forystu á mótinu, sextán höggum undir pari. Haraldur fór upp fyrir Guðmund Ljósmynd/seth@golf.is Par Haraldur Franklín Magnús styrkti stöðu sína í gær. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Extra-völlur: Fjölnir – FH .................... L16 Greifavöllur: KA – Grótta ...................... L16 Würth-völlur: Fylkir – KR................ S17.30 Víkingsvöllur: Víkingur R. – ÍA........ S19.15 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Valur...... S20 1. deild karla, Lengjudeildin: Þórsvöllur: Þór – ÍBV ............................ L14 Fjarðab.höll: Leiknir F. – Vestri .......... L14 Domusnovav.: Leiknir R. – Magni........ L16 2. deild karla: Framvöllur: Kórdrengir – Völsungur .. L16 3. deild karla: Vilhjálmsv.: Höttur/Huginn – Elliði L11.15 Samsung-völlur: KFG – Einherji.......... L13 Þorlákshöfn: Ægir – Tindastóll............. L16 Sindravellir: Sindri – KV ....................... L16 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Jáverksvöllur: Selfoss – Þór/KA ........... S16 2. deild kvenna: Bessastaðavöllur: Álftanes – HK.......... L14 Vilhjálmsvöllur: FHL – Hamar ....... L14.15 Hertz-völlur: ÍR – Hamrarnir............... L16 Sindravellir: Sindri – Fram.................... S14 SUND Íslandsmótið í sundi í 50 m laug heldur áfram í Laugardalslaug í dag og keppt er frá 16 til 19.15. Mótinu lýkur á morgun þar sem keppt er á sama tíma. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára er haldið í Kaplakrika um helgina. Keppt er í dag frá kl. 9 til 18 og á morgun frá kl. 10 til 16. Margt af besta frjálsíþróttafólki lands- ins er með á mótinu. GOLF Hvaleyrarbikarinn er leikinn á Hvaleyrar- velli í Hafnarfirði í dag og á morgun en keppni í gær var aflýst vegna veðurs. Mótið var því stytt og eru leiknar 18 holur hjá körlum og konum í dag og 18 á morgun. UM HELGINA! Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Staða Þróttar úr Reykjavík á botni 1. deildar karla í fótbolta, Lengju- deildarinnar, er orðin afar slæm eft- ir sjötta ósigurinn í jafnmörgum leikjum í gærkvöld. Þróttarar sitja þar eftir stigalausir þegar tæpur þriðjungur er búinn af mótinu. Keflvíkingar skutust á topp deild- arinnar, þar sem þeir eru jafnir Eyjamönnum og Frömurum að stig- um, með því að gjörsigra Þróttara, 4:0, á þeirra eigin heimavelli í Laug- ardalnum þar sem úrslitin voru ráð- in eftir aðeins 26 mínútur. Þá höfðu ástralski framherjinn Josep Gibbs og Adam Ægir Pálsson skorað tvö mörk hvor og þar með var dag- skránni lokið. Þróttur hefur aðeins skorað eitt mark í þessum fyrstu sex leikjum sínum en það er greinilegt að liðið saknar Dions Acoffs sem kom til liðs við Þrótt á ný fyrir tímabilið en hef- ur ekkert spilað enn vegna meiðsla.  Guðjón Þórðarson fylgdist með hinum nýju lærisveinum sínum í Víkingi í Ólafsvík tapa á heimavelli, 1:3, fyrir Aftureldingu en hann tekur nú formlega við liðinu. Jason Daði Svanþórsson og Kristján Atli Mar- teinsson skoruðu fyrir Mosfellinga í fyrri hálfleik. Víkingar minnkuðu muninn í uppbótartíma leiksins með marki frá Emir Dokara en Valgeir Árni Svansson svaraði strax og inn- siglaði sigur Aftureldingar. Afturelding er nú komin í fimmta sæti deildarinnar eftir þrjá sigra í röð þar sem liðið hefur skorað þrett- án mörk gegn einu. Víkingar töpuðu hinsvegar í fjórða sinn í sex fyrstu leikjunum.  Grindavík og Fram skildu jöfn, 1:1. Magnús Þórðarson kom Fram yfir seint í fyrri hálfleik en Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindvíkinga jafnaði snemma í síðari hálfleik. Há- vaðarok setti mikinn svip á leikinn, rétt eins og á aðra leiki gærkvölds- ins, en viðmælandi blaðsins sem var á leiknum á Grindavíkurvelli taldi að hann hefði aldrei átt að fara fram við þessar aðstæður.  Sjöttu umferðinni lýkur í dag þar sem Þór tekur á móti Eyja- mönnum á Akureyri, Leiknir frá Fá- skrúðsfirði tekur á móti Vestra í nýliðaslag fyrir austan og Leiknir úr Reykjavík fær botnlið Magna í heimsókn en Magnamenn sitja með Þrótturum stigalausir á botninum. Sex töp og eitt mark Þróttar  Keflvíkingar skutust á toppinn Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Laugardalur Anton Freyr Hauks varnarmaður Keflvíkinga og Esaú Rojo framherji Þróttar eigast við í leik liðanna í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.