Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Það var þvílíkt reiðarslag og sjokk þegar ég heyrði að elsku yndislegi frændi minn, bróð- ursonur og nafni, hefði verið kvaddur burt úr þess- um heimi svona kornungur. Kvaddur burt frá ungu konunni sinni og börnunum sínum tveim- ur, frá foreldrum sínum og systkinum og vinum. Yfirþyrm- andi sorg og eftirsjá situr eftir í hjörtum okkar og við eigum afar erfitt með að meðtaka þá stað- reynd að við munum aldrei fram- ar heyra þinn smitandi hlátur í okkar fjölskylduboðum. Aldrei framar fá að sjá þig, elsku ynd- islegi Baldvin Hróar. Óendan- lega margar minningar koma upp í hugann, sérstaklega af þér sem litlum snáða. Þú varst alltaf brosandi. Með bros sem náði stundum aftur fyrir eyru, og stríðinn eins og Baldvin föðurafi þinn (afi Baldi) en með þetta gullhjarta, stærsta hjarta í heimi. Það var svo gaman að fylgjast með þér vaxa og dafna og vinna þína flottu sigra í lífinu. Við fjölskyldan í Mosó munum alltaf minnast þín með gleði, brosi og stolti elsku frændi. Elsku Vigga og dásamlegu börn- in ykkar tvö, kæri bróðir minn Jón Ingi og yndislega Guðrún, Arnar, Erna og Magnea. Sorg ykkar er svo óendanlega mikil. Megi Drottinn styrkja ykkur, hugga og varðveita. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin - mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Baldvin (Balli frændi), Hafdís og fjölskylda. Kveðja Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (F.S.) Far þú í friði elsku Baldvin Hróar okkar. Við vitum að Bald- vin afi tekur vel á móti þér. Álfhildur (Sísí amma), Ásdís, Ásta og fjölskyldur. Aldrei mun ég gleyma símtali sem ég fékk að kvöldi þann 9. Baldvin Hróar Jónsson ✝ Baldvin HróarJónsson fædd- ist 24. apríl 1980. Hann lést 9. júlí 2020. Útförin fór fram 17. júlí 2020. júlí síðastliðinn frá Guðrúnu þar sem hún tilkynnir mér að hann Baldvin Hróar sonur sinn sé dáinn. Margar hugsanir flugu í gegnum hugann, fyrst afneitun, að það gæti ekki verið að svo ungur maður væri farinn. Svo sorg yfir að maður í blóma lífsins sem á svo ung börn væri að kveðja þennan heim. Loks reiði yfir að þetta skyldi gerast. Ekki hjálpar reiðin manni neitt því best að skilja við hana sem fyrst en eftir situr sorgin og sú hræðilega stað- reynd að hann Hróar er farinn frá okkur. Kynni okkar Hróars byrjuðu haustið 2014 er hann hóf störf hjá Nesbúeggjum sem markaðs- stjóri. Hróar var afskaplega þægilegur maður í umgengni, yfirleitt kátur og alltaf stutt í húmorinn og grínið hjá honum. Í vinnu var hann úrræðagóður, tölvuglöggur og vann sín störf hratt og vel. Stundum svolítið fljótfær og hvatvísi brá fyrir en þó ekki þannig að það væri vandamál heldur meira til að skemmta manni og fá mann ein- staka sinnum til að hrista haus- inn þegar hann var kominn vel á flug. En við vinnufélagarnir minnumst hans líka fyrir hversu bóngóður hann var og alltaf til í að redda og hjálpa ef þörf var á. Hann var hvers manns hugljúfi og drengur góður. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H) Elsku Viktoría, Jón Hilmar, Ólína Auður, foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur, passið vel hvert upp á annað, á svona stundum er það mikilvægasta að eiga góða að sem ég veit að þið eigið. Mikill er missir ykkar og vottum við ykkur okkar dýpstu samúð. F.h. vinnufélaga hjá Nesbú- eggjum. Stefán Már. Það var sólríkan haustdag ár- ið 1986 sem árgangur 1980 byrj- aði í 0-bekk hjá henni Helgu í Stóru-Vogaskóla. Hress hópur fjörugra barna sem stigu sín fyrstu skref saman út í lífið. Næstu 10 árin bættist einn og einn nemandi við hópinn og aðrir fluttu í burtu, eins og gengur og gerist, en eftir stóð sterkur kjarni. Í litlum samfélögum tengjast árgangar órjúfanlegum böndum, eru samferða í gegnum skólagönguna, íþróttir og fé- lagslífið, alast upp saman. Við vorum ein heild þegar við kom- um öll saman sem bekkur, sem vinir. Eftir grunnskólann fórum við mörg áfram saman í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, aðrir fóru annað og leiðir skildi. Í dag fylgjumst við þó hvert með öðru úr fjarska, gleðjumst yfir því þegar örlögin færa gömlum vin- um ástina, velgengni og lífsins sigra en á sama tíma hugsum við hlýtt til og sendum styrk og góð- ar hugsanir þegar við vitum að á móti blæs. Þannig verða þau vinabönd sem við í æsku nærð- um eilíf og dýrmæt. Öll munum við alltaf muna hvar við vorum stödd þegar fréttirnar um andlát þitt bárust en eins munum við öll varðveita dýrmætar minningar sem við eigum saman, með þér og um þig kæri vinur. Undanfarna daga höfum við sem eftir sitjum rifjað upp gamlar minningar um okkar kæra vin. Þú varst án efa hrókur alls fagnaðar. Með þér var alltaf gaman og spennandi að vera og þú elskaðir að stríða okkur. Við munum svo vel þegar þú sagðir okkur að þú þyrftir að fara í að- gerð. Þú værir með mús í hnénu sem þyrfti að fjarlægja. Þú hafð- ir einstaklega gaman af því að láta okkur halda að þetta væri lifandi mús og leyfðir okkur að finna hvernig hún hreyfði sig inni í hnénu á þér. Svo mættirðu með músina í krukku í skólann sem reyndist liðmús. Þú varst í essinu þínu, glaður og brosandi. Þú hafðir leikið á okkur, enn eina ferðina. Við stækkuðum og þroskuðumst, allavega að ein- hverju leyti. Fyndið hvað okkur fannst til dæmis Steinarr kenn- ari eldgamall og nú 25 árum seinna finnst okkur við öll svo ung. Þú varst sannur vinur, það var auðvelt að tala við þig og þú varst trúnaðarvinur svo margra okkar. Þér var hægt að treysta. Þú varst sá eini í bekknum sem kunnir eitthvað af viti á hljóð- færi. Að spila og syngja í góðra vina hópi fannst þér gaman og við skemmtum okkur dásamlega. Sum okkar kunna ennþá eitt lag á píanó sem þú kenndir okkur. Þú blístraðir manna hæst, elsk- aðir derhúfur og smellu-adidas- buxur sem nú virðast vera komn- ar aftur í tísku. Og þannig er það með lífið; allt fer í hringi og gamlir vinir sameinast á ný. Mikið hefðum við samt óskað þess að tilefnið hefði verið til að fagna og hlæja, gleðjast og fíflast en í staðinn hittumst við hrygg en samt þakklát fyrir að fá að fylgja þér síðasta spölinn. Með okkur gerum við samkomulag um að næst þegar við samein- umst verði fagnað, skálað þér til heiðurs, í þínum anda, og rifj- aðar upp minningar sem ekki rata hingað. Við þökkum þér fyrir allt elsku vinur, sendum fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðar- kveðjur og minnumst þín sem glaðværrar og fallegrar sálar sem kvaddi alltof snemma. Fyrir hönd árgangsins 1980, Stóru-Vogaskóla, Hrafnhildur Lóa Guðmundsdóttir og Guðrún Stefánsdóttir. Elsku Hróar. Við erum enn hálforðlaus og meðtökum ekki almennilega að þú sért farinn frá okkur. Við sem áttum tíu ára út- skriftarafmæli fyrir tveimur ár- um en vorum einhvern veginn aldrei búin að halda upp á það. Enn og aftur erum við minnt á að lífið er núna og að við eigum að muna að lifa og njóta dagsins í dag því það sem við ætlum að gera fljótlega eða seinna gæti orðið of seint. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar og við minnumst þín með gleði, söngsins og þinnar einstöku orðheppni. Það var ein- staklega skemmtilegt að fylgjast með þér hendast í verkefnin og skrifa eins og vindurinn án þess að þú værir búinn að ákveða hvernig verkefnið yrði því þú sagðir alltaf að það þróaðist bara þegar maður væri byrjaður. Þú varst ekkert að ofhugsa hlutina en hugsaðir ávallt í lausnum. Það hefur fyrir sum okkar orðið ákveðin fyrirmynd seinna meir. Það var svo yndislegt að sjá hversu samrýnd þið Vigga voruð, svo góðir vinir og ekkert nema ást og virðing á milli ykkar. Elsku Vigga, Jón Hilmar, Ól- ína Auður og fjölskyldur, okkar einlægu samúðarkveðjur með von um styrk inn í framtíðina. Við urðum einhvern veginn öll hálf- gerð fjölskylda á árinu okkar í frumgreinadeildinni og þið vitið hvar við erum ef það er eitthvað sem við getum gert fyrir ykkur, því eins og Bifrestingarnir í Upplyftingu syngja: Traustur vinur getur gert kraftaverk. Hróar talaði svo oft um hversu mikið hann elskaði Viggu sína, hann sá ekki sólina fyrir ykkur og myndi gera allt í heiminum fyrir ykkur. Við trúum því að hann muni ekki láta kyrrt liggja hér og muni vaka yfir ykkur og láta til sína taka á nýjan hátt. Fyrir hönd vinanna úr Frum- munni á Bifröst, Guðrún Helga, Heiðrún Ásta, Elín Ásta og félagar. Kveðja frá Ungmennafélagi Þróttar Baldvin Hróar Jónsson, fyrr- verandi formaður UMFÞ, lést langt fyrir aldur fram þann 9. júlí sl. fertugur að aldri. Hróar sat í aðalstjórn Þróttar samfleytt frá 2016 til 2020, hann var formaður UMFÞ 2017 til 2019. Missirinn og sorgin er mikil. Við hjá Ung- mennafélaginu erum harmi slegin yfir fráfalli félaga okkar og góðs vinar. Baldvin Hróar var traustur og ábyrgur leiðtogi, hæfileikarík- ur og með sýn sem gekk út á að gera veg íþrótta, iðkenda félags- ins og félagsstarfs sem mestan í sveitarfélaginu. Sérstaklega var Hróari annt um yngri iðkendur félagsins í barna- og unglinga- starfinu. Hann fór ekki ekki dult með skoðanir sínar og var óhræddur við að koma þeim á framfæri en á hógværan hátt. Hróar fór tvívegis til DGI (systrafélag UMFÍ) í Dammörku til að taka þátt í stefnumótandi vinnu varðandi framtíð landsmót UMFÍ og til að kynna sér nýjar íþróttagreinar í Danmörku. Einnig hafði hann frumkvæði að nýrri heimasíðu Þróttar sem tek- in var í notkun á síðasta ári. Ungmennafélagið Þróttur þakk- ar Hróari gott og gæfuríkt sam- starf sem mun geymast en aldrei gleymast. Við syrgjum góðan fé- laga og vin. Minningin um hann mun lifa með okkur áfram. Þróttur Vogum sendir eigin- konu, börnum, öðrum ástvinum og samstarfsfólki innilegar sam- úðarkveðjur. Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ og Marteinn Ægisson fram- kvæmdastjóri UMFÞ. Kveðja frá UMFÍ Baldvin Hróar var góður ung- mennafélagi. Hann tók virkan þátt í störfum hreyfingarinnar og lagði lóð sitt á vogarskálarnar til að gera gott starf enn betra. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. (Guðrún Jóhannsdóttir) Með innilegum samúðarkveðj- um til konu, barna og annarra aðstandenda. Fyrir hönd Ungmennafélags Íslands, Haukur Valtýsson, formaður. Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesaminningargreinar, skrifa minningargrein ogæviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlár ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendum við fráfall ástvina Minningarvefur á mbl.is Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.