Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Femarelle Unstoppable er hannað fyrir konur sem eru hættar á breytingaskeiðinu. Innihald í Femarelle Unstoppable: ■ DT56a (efnasamband unnið úr sojabaunum) ■ B2-vítamín ■ Bíótín (B7-vítamín) ■ D3-vítamín ■ Kalk Unstoppable „Ég byrjaði að nota Femarelle kringum 50 ára aldurinn vegna þess að ég svitnaði mikið á nóttunni sem skerti svefninn. Ég var búin að vera svona lengi og ætlaði að fara til læknis, en sá þá Femarelle auglýst og ákvað að prófa fyrst náttúrulega lausn. Ég fann fljótlega mikinn mun ámér. Númörgum árum seinna held ég áfram að taka Femarelle og líður miklu betur, enginn sviti og ágætur svefn. Ég mæli með Femarelle fyrir allar konur.“ Stefanía Emma Ragnarsdóttir Icelandair hefur um árabil veriðeinn allra vinsælasti vinnu- staður landsins. Þegar auglýst er eftir flugfreyjum til starfa hefur fjöldinn sem sækir um verið slíkur að annað eins þekkist varla. Svipað á við um aðrar flugstéttir sem hjá félaginu starfa, flugmenn og flug- virkja, þeim sem lært hafa til þeirra starfa hefur jafnan þótt eftirsókn- arvert að vinna hjá Icelandair.    Nú er komin upp sérkennilegstaða. Félagið hefur fyrir löngu samið við báðar síðastnefndu stéttirnar, flugmenn og flugvirkja, en samningar hafa ekki náðst við flugfreyjur. Hefur verið með mikl- um ólíkindum fyrir landsmenn, sem eiga mikið undir að hægt sé að halda uppi öruggu áætlunarflugi til annarra landa, að fylgjast með þeim viðræðum.    Félagið þarf innan mjög skammstíma að ljúka ýmsum samn- ingum, meðal annars um störf flug- freyja. Að öðrum kosti er vandséð að félagið haldist á flugi. Staðan gæti þess vegna tæpast verið alvar- legri, hvorki fyrir félagið, starfs- menn þess né aðra landsmenn. Í þessu ljósi verður að horfa á þá erf- iðu ákvörðun sem stjórnendur Ice- landair tóku í gær. Hún þarf alls ekki að fela í sér að flugfreyjur fé- lagsins missi vinnuna, en þær gætu þurft að starfa á grundvelli samn- ings við annað stéttarfélag.    Ef ekki verður samið, endur-fjármögnun tekst ekki og fé- lagið hrapar til jarðar er hins vegar öruggt að þar verður engin störf að finna, hvorki fyrir flugfreyjur né aðra. Allra hagur að félagið fljúgi STAKSTEINAR Morgunblaðið/Ómar Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Margét Sigríður Ein- arsdóttir, fyrrverandi sjúkraliði og for- stöðumaður, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 16. júlí, 81 árs að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 22. maí 1939 og voru for- eldrar hennar Einar Guðmundsson, stór- kaupmaður í Reykja- vík, og Jóhanna K.S.A. Hallgrímsdóttir hús- móðir. Margrét lauk lands- prófi 1955 frá Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar, námi frá húsmæðraskólanum á Laugum 1956 og Sjúkraliðaskóla Íslands 1981. Auk heimilis- og verslunarstarfa var hún móttökuritari á læknastofum á Laugavegi 42 og læknaritari á Heilsugæslustöðinni í Árbæ. Hún starfaði svo á Landakotsspítala uns hún tók við stöðu forstöðumanns við þjónustuíbúðir aldraðra á Dalbraut 27 árið 1985. Þar vann hún til starfs- loka árið 2005. Margrét var formaður kvenfélags Árbæjarsóknar 1968-1975, sat í stjórn hverfafélags sjálfstæðis- manna í níu ár og í stjórn Hvatar í tólf ár. Hún var í stjórn Lands- sambands sjálfstæðiskvenna í 10 ár og formaður þess 1978-1982. Mar- grét átti sæti í undirbúningsnefnd fyrir fyrsta kvennafrídaginn 1975. Sat í stjórn Kven- félagasambands Ís- lands í tíu ár og í stjórn Kvenréttindafélags Ís- lands í sex ár, í stjórn Húsmæðrafélags Reykjavíkur í átta ár, í stjórn Sjúkraliðafélags Íslands í fjögur ár, þar af formaður 1984-1986, og varaformaður í stjórn heilbrigðisstétta 1983-1985. Hún var heiðursfélagi í Sjúkra- liðafélagi Íslands. Margrét var vara- borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1974-1986 og sat þá m.a. í heilbrigðisráði, félagsmála- ráði, stjórn Borgarspítalans, stjórn- arnefnd Vogs, leikvallanefnd og stjórn dagvistunar. Hún var fyrst kvenna formaður þjóðhátíðar- nefndar Reykjavíkurborgar, átti sæti í sexmannanefnd búvöruverðs, sat í stjórn Sjúkrasamlags Reykja- víkur í 12 ár, þar af formaður stjórn- ar 1987-1990. Átti sæti í trygginga- ráði og síðar Tryggingastofnun í áratugi og gegndi auk þess fjölda annarra trúnaðarstarfa. Margrét giftist Atla Pálssyni 30. nóvember 1957. Synir þeirra eru Einar blikksmíðameistari, f. 5.6. 1958, d. 28.6. 2015, Hallgrímur blikk- smíðameistari, f. 20.8. 1959, Guðjón framkvæmdastjóri, f. 1.8. 1964, og Atli viðskiptafræðingur, f. 8.10. 1966. Andlát Margét S. Einarsdóttir Brim hefur selt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Norðan- fiski á Akranesi til hóps fjárfesta sem allir eiga rætur á Akranesi. Meðal hluthafa er núverandi bæj- arstjóri, Sævar Freyr Þráinsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi. Kaupsamningurinn var undirritaður í lok maí, en allir fyrirvarar eru nú uppfylltir. Starfsmenn Norðanfisks eru um 30 talsins, en félagið sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á sjávarfangi til veitingahúsa á inn- anlandsmarkaði ásamt sölu neyt- endapakkninga í verslunum um allt land. Kaupandi fyrirtækisins er nýtt eignarhaldsfélag í eigu tíu aðila sem allir eiga rætur á Akranesi auk framkvæmdastjóra Norðan- fisks, Sigurjóns Gísla Jónssonar, sem áfram mun stýra fyrirtækinu. Formaður stjórnar verður Inga Ósk Jónsdóttir en hún og eigin- maður hennar, Gísli Runólfsson, eru stærstu hluthafar í eignar- haldsfélaginu sem kaupir. Ráðgjafar í söluferlinu voru Sævar Freyr, KPMG og Örn Gunnarsson hjá Lex lögmanns- stofu. Þá voru Íslensk verðbréf ráðgjafi fyrir hönd Brims og stýrðu söluferlinu. Bæjarstjórinn á meðal nýrra hluthafa  Brim seldi allt hlutafé í Norðanfiski  Sigurjón mun áfram stýra fyrirtækinu Morgunblaðið/Hari Nýr hluthafi Sævar Freyr Þráins- son er bæjarstjóri Akraness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.