Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 16
ekkert að gert muni ástandið ein-
göngu versna og biðlistar lengjast.
„Þegar dregið var úr skólasókn í far-
aldrinum frestuðust mál en í haust
má gera ráð fyrir kúf. Mörgum hefur
liðið illa í ástandinu. Tilkynningum
til barnaverndar og tilkynningum
vegna heimilisofbeldis hefur fjölgað.
Margir hafa misst tekjur ýmist
vegna niðurskurðar eða uppsagnar.
Börnin fara ekki varhluta af vanlíðan
foreldra og bágri efnahagsstöðu,“
segir Kolbrún og bætir við að borg-
arstjórn hafi sýnt málaflokknum lít-
inn áhuga þau ár sem hún hefur set-
ið sem borgarfulltrúi. Sjálf er
Kolbrún sálfræðingur að mennt og
þekkir umrætt vandamál frá fyrstu
hendi. Hún segir þó að hvergi sé eins
illa staðið að málum og í Reykjavík.
„Ég hef verið að vinna í þessu und-
anfarin tvö ár enda kem ég úr þess-
um geira og þekki þessi mál. Þjón-
usta við fólk og börn er hins vegar
ekki í forgangi hjá borginni. Það er
allt mjög þungt og stíft í þessu
kerfi,“ segir Kolbrún.
Fjölga eigi sálfræðingum
Meðal þess sem Kolbrún hefur
lagt fram er að fjölga sálfræðingum
um tvo til að mæta biðlistum. Þannig
verði hægt að létta á vandamálinu til
skamms tíma. Þá þurfi sömuleiðis að
huga að heildarendurskipulagningu
kerfisins í heild. Í stað þess að sál-
fræðingar komi í skólana stöku sinn-
um verði þeir á forræði hvers skóla
um sig. „Sálfræðingarnir eru í mörg-
um skólum og eru staðsettir á þjón-
ustumiðstöð í hverfinu. Skólinn hef-
ur ekki nóg um málið að segja og því
ætti að valdefla skólana og setja sál-
fræðingana þar inn. Eins og ástandið
er núna eru allar boðleiðir of langar.
Mér finnst skóla- og velferðaryfir-
völd borgarinnar ekki taka þessa
löngu biðlista barna eftir sérfræð-
ingum skólaþjónustu nógu alvarlega.
Hér er um langvarandi mein að ræða
sem virðist rótgróið,“ segir Kolbrún
og bætir við að einungis einni tillögu
um úrbætur í málaflokknum hafi
verið vísað í vinnuhóp. Hún snýr að
samþykki skóla- og velferðaryfir-
valda og þroska- og hegðunarstöð í
þeim tilgangi að vinna saman að mál-
um barna. Þannig verði börnum
jafnframt hlíft við lengri bið. „Þessi
tillaga fór í vinnuhóp en síðan þá hef-
ur ekkert heyrst af málinu. Ég sendi
í framhaldinu póst á Skúla Helgason,
formann skóla- og frístundaráðs hjá
borginni, í lok júní en hef ekkert
svar fengið. Það er brýnt að þessar
tillögur nái fram að ganga enda er
málaflokkurinn mjög mikilvægur,“
segir Kolbrún.
Biðlistar rótgróið mein í Reykjavík
Biðlistar eftir þjónustu sálfræðings í skólum halda áfram að lengjast Má búast við álagi í haust
Beiðnir vegna sálfræðiþjónustu í skólum*
Fjöldi tilvísana, viðtalsbeiðnir og bráðamál í janúar til apríl 2020
300
250
200
150
100
50
0
janúar febrúar mars apríl
Heimild: Gagnaþjónusta Reykjavíkurborgar
* Frístundahemili, grunnskólar
og leikskólar í Reykjavík
Beiðnum
fækkaði í faraldri
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það bendir allt til þess að fólk komi
ekki vel undan þessum faraldri. Við
megum gera ráð fyrir að það komi
önnur hrúga af tilvísunum til skóla-
þjónustu,“ segir
Kolbrún Baldurs-
dóttir, sálfræð-
ingur og borgar-
fulltrúi Flokks
fólksins, um langa
biðlista barna eft-
ir sérfræðiþjón-
ustu í skólum. Að
því er fram kem-
ur í yfirliti vel-
ferðarráðs
Reykjavíkurborg-
ar um biðlistatölur í byrjun árs bíða
674 börn eftir þjónustu sérfræðinga í
skólum. Þar af bíða rúmlega 400 eft-
ir fyrstu þjónustu. Að sögn Kolbrún-
ar er ástandið alvarlegt og ljóst að
bregðast þarf við af krafti. Verði
Kolbrún
Baldursdóttir
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Dagur Steinn Elfu Ómarsson hefur
ekki enn fengið notendastýrða per-
sónulega aðstoð (NPA) frá Reykja-
víkurborg fyrir fatlað fólk, þrátt fyr-
ir að umsókn hans hafi verið
samþykkt fyrir ári, í júlí 2019.
„Svona er þetta bara. Mig langar
að geta verið einn,“ segir Dagur.
Hann situr sjaldan auðum hönd-
um og hefur gaman af alls kyns úti-
vist og fótboltaleikjum. Hann býr nú
hjá foreldrum sínum og segir óviss-
una óþægilega, þar sem hann vill
upplifa það sjálfstæði sem NPA-að-
stoð býður upp á.
Með bréfi frá Reykjavíkurborg,
þar sem honum var tjáð að umsókn
hans hefði verið samþykkt, fylgdi
eftirfarandi fyrirvari:
„Vakin er athygli á því að þó svo
að umsókn þín um notendastýrða
persónulega aðstoð hafi verið sam-
þykkt er ekki unnt að veita umrædda
þjónustu að svo stöddu. Samþykktar
umsóknir um NPA-aðstoð raðast
eftir forgangsröð hverju sinni […].“
Seinasta þjónustuúthlutun var í
júlí 2019 og fengu þá fimm einstak-
lingar úthlutaðan
samning en 19
settir á biðlista og
þar af sjö á for-
gangsbiðlista. Út-
hlutunarteymi,
sem skipað er
samkvæmt erind-
isbréfi frá
Reykjavíkurborg,
sér um veitingu
þjónustunnar en
engar reglur eru til um starfshætti
þess.
Þá hefur Reykjavíkurborg ekki
getað upplýst Dag um hvort hann sé
á forgangslista né hvar hann sé
staddur á biðlista.
Þórdís L. Guðmundsdóttir, stað-
gengill skrifstofustjóra skrifstofu
um málefni fatlaðs fólks á velferð-
arsviði Reykjavíkurborgar, segir að
ekki hafi verið heimild til að veita
NPA-þjónustu síðan í júlí 2019, þar
sem fjármagn til þess skorti.
„Úthlutunarteymið hefur ekki
verið við störf á þessu ári vegna þess
að við höfum ekki getað gert fleiri
samninga um NPA. Það er ekki
nægt fjármagn í málaflokknum,“
segir hún.
Hefur beðið í ár
eftir þjónustu
Fær ekki að vita um stöðu á biðlista
Dagur Steinn
Elfu Ómarsson
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vitaflokkur Vegagerðarinnar gerir
víðreist um landið á sumrin og dytt-
ar að vitum. Farið er í um tuttugu
vita á hverju sumri en unnið er tólf
tíma á dag, tíu daga í senn.
Á heimasíðu Vegagerðarinnar er
skemmtilegt spjall við verkstjórann,
Ingvar Hreinsson. Hann byrjaði í
vitavinnunni árið 1996 og alla tíð
síðan hafa sumrin snúist um við-
gerðir á vitum landsins með tilheyr-
andi ferðalögum og fjarveru frá
heimilinu. „Það er útiveran sem ég
heillast mest af. Á vorin er maður
farinn að iða í skinninu að komast út
á land,“ segir Ingvar sem hefur ekki
verið heima hjá sér á sumrin í 24 ár.
„Jú, konan er nú orðin pínu
þreytt á því,“ svarar hann glettinn
þegar hann er spurður út í hvað
fjölskyldunni finnist um þetta.
Meginreglan er að vitaflokkurinn
fari í hvern vita landsins á fimm ára
fresti. Því þarf að fara í um tuttugu
vita á hverju sumri. Í sumar eru að-
eins tvö stór verkefni. Annars vegar
við Reykjanesvita og hins vegar
Dyrhólavita. Meðal þess sem flokk-
urinn gerði í Dyrhólaey var að múr-
kústa alla veggi að utan, líka vélar-
húsið. Mála þökin, skipta um rúður í
ljóshúsinu og þétta sprungur í
veggjum sem er ekki lítið verk enda
eru veggir vitans fimmtíu sentí-
metra þykkir. „Þetta var haft svona
þykkt í gamla daga því þá voru eng-
ar járnabindingar,“ útskýrir Ingvar
en vitinn var byggður árið 1927.
Flokkurinn vinnur langan vinnu-
dag í löngum törnum. „Við vinnum
tólf tíma á dag, frá átta til átta og
oft lengur ef við fáum gott veður og
von er á rigningu. Inn á milli koma
rólegri dagar. Við byrjum yfirleitt á
nýju verki á mánudegi og vinnum
tíu daga, komum heim síðdegis á
fimmtudegi vikuna á eftir og byrj-
um svo aftur á mánudegi,“ segir
Ingvar.
Þrettán starfa í vitaflokknum á
sumrin, fjórir fastir starfsmenn og
níu sumarstarfsmenn. Margir
sumarstarfsmenn koma aftur ár eft-
ir ár, en á hverju sumri eru teknir
inn einhverjir nýliðar. „Það er gam-
an að vera umkringdur ungu fólki.
Það er líf í því,“ segir Ingvar.
Ljósmynd/Vegagerðin
Vitaflokkur Hér hafa starfsmenn flokksins stillt sér upp við vitann á Dyrhólaley. Ingvar er lengst til vinstri.
Vitaflokkurinn vinnur
tólf tíma vinnudag
Ingvar verkstjóri hefur ekki tekið sumarfrí í 24 ár í röð
Viðgerð Körfubíllinn kemur oft að góðum notum þegar dyttað er að vitum.