Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 48
Útsalan er eingöngu í Kringlunni 552 2201 Kringlunni 552 8600 útsala 40% afsláttur af öllum útsöluvörum Kvartettinn AJAS, sem skipaður er trompetleikaranum Ara Braga Kára- syni og félögum hans, Jóel Páls- syni á saxófón, Agnari Má Magnússyni á Hammondorgel og Scott McLemore á trommur, kemur fram á Jómfrúartorginu í miðbæ Reykjavíkur í dag, laugar- dag. Hyggjast félagarnir flytja fjölbreytt úrval djassstand- arda. Þetta verða sjöundu tónleikar sumarsins í tónleikaröð veitinga- hússins Jómfrúarinnar. Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og standa til 17. Þeir njóta alla jafna mikilla vin- sælda og er aðgang- ur ókeypis. Kvartett Ara Braga Kárasonar og félaga leikur á Jómfrúartorginu LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 200. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Stjarnan stendur vel að vígi á Íslandsmóti karla í fót- bolta eftir sannfærandi sigur á HK í gærkvöld, 4:1. Stjörnumenn hafa leikið tveimur til þremur leikjum færra en önnur lið þar sem lið þeirra var í sóttkví en er hins vegar eina taplausa liðið og er komið með tíu stig eftir fyrstu fjóra leiki sína. HK hefur hins vegar ekki unnið í fimm leikjum í röð og virðist eiga erfiða botn- baráttu fram undan. »40 Stjörnumenn setja stefnu á toppinn ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Íslendingar ferðast samkvæmt veðurspám og hér hefur verið sól og blíða í sumar,“ segir Heiður Vigfúsdóttir sem stendur að rekstri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Þar hefur verið góð aðsókn að undanförnu og ágætlega ræst úr ferðasumrinu, sem margir báru þó kvíðboga fyrir. Gestir eystra eru að stærstum hluta Íslendingar en út- lendingum fjölgar með hverri vikunni sem líður. Algengt er til dæmis að farþegar Norrænu, sem siglir til og frá Seyðisfirði, hafi viðkomu á Egilsstöðum annaðhvort fyrst eftir komuna til landsins eða áður en þeir halda utan. Afþreying og innviðir eru sterkari „Síðustu árin hefur verið unnið skipulega að því að efla afþreyingarþáttinn í ferðaþjónustu hér á Austurlandi. Með því hafa innviðir svæðisins styrkst svo aðdráttarafl þess hefur orðið mun sterkara. Hér á Egilsstöðum er nú til dæmis komin fjölbreytt flóra veitingahúsa, fjölmargar gönguleiðir víða um Fljótsdalshérað hafa verið merktar og baðstaðurinn Vök við Urriðavatn, skammt utan við Egilsstaði, er vinsæll,“ segir Heiður, sem einmitt er enn- fremur framkvæmdastjóri Vök Baths. „Þá finnst mörgum áhugavert að fara héðan niður á firði og upp á hálendið, þar sem eru góðar og greiðar leið- ir. Staðsetningin er frábær á Egilsstöðum til að ferðast til allra átta. Jú, auðvitað er landinn áberandi í hópi ferðalanga þessa árs og sumir þeirra gesta eru sem góðir vinir okkar; koma hingað jafnvel árlega og dvelja kannski í heila viku. Akureyringar til dæmis hafa líka alltaf verið áberandi meðal gesta hér, enda alltaf mikill samgangur milli Norður- og Austurlands.“ Heiður segir að sömuleiðis finnist mörgum skemmti- leg upplifun að fara um skógana á svæðinu, sem eru víð- feðmir og ljá landinu hlýjan svip. „Ég heyri stundum á ferðafólki sem hingað kemur að því finnist Austurland um margt framandi staður. Þegar komið sé norðan úr landi niður í Jökuldalinn segjast sumir fá þá tilfinningu að komið sé til útlanda. Þá tilfinningu get ég raunar skilið mjög vel,“ segir Heiður, sem rekur fyrirtækið Austurför sem tók við rekstri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum árið 2014. Það er syðst í bænum, nærri skattstofunni og versl- un Húsasmiðjunnar. Hefur á síðustu árum verið byggð upp og endurbætt aðstaða fyrir gesti í þjónusturýminu svo sem sturtur, salerni, þvotta- og eldunaraðstaða og fleira sem bætt er við árlega. Einföld formúla virkar alltaf „Fólk kemur þangað sem aðstaðan er góð og snyrtileg, þetta er einföld formúla sem alltaf virkar. Á góðum stundum að undanförnu hafa gestir hjá okkur stundum verið um 350 yfir nóttina og þá þurfum við að teygja okk- ur nokkuð langt, með því að fara inn á gamla tjaldsvæðið þarna skammt frá og leggja nærliggjandi tún undir okk- ur. Málunum er einfaldlega bjargað!“ segir Heiður um þjónustuna við ferðafólkið – sem nú flykkist austur sem aldrei fyrr. Gestgjafi Landinn er áberandi í hópi ferðalanga og sum- ir þeirra eru sem góðir vinir, segir Heiður Vigfúsdóttir. Ljósmyndir/Benedikt V. Warén Egilsstaðir Tjaldsvæðið er syðst í bænum og þar hefur verið útbúin góð aðstaða, enda er staðurinn þéttsetinn nú. Rætist úr ferðasumri  Straumurinn liggur austur  Tjaldað á Egilsstöðum  Útlönd og til allra átta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.