Morgunblaðið - 18.07.2020, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020
Lífsleiður geðlæknir ítilvistarkreppu er við-fangsefni fyrstu skáldsöguhinnar dönsku Anne
Cathrine Bomann, Agathe. Geðlækn-
irinn, sem sjálfur segir sögu sína á
eins konar dagbókarformi, er orðinn
afar þreyttur á starfi sínu og telur
niður dagana þar til hann fær að setj-
ast í helgan stein. Hann hefur þó ekk-
ert til þess að hlakka til og einmana-
leg tilveran sem blasir við honum er
ekki mikið fýsilegri en dagarnir sem
hann eyðir á læknastofu sinni. Bo-
mann virðist lýsa því vel hvernig það
getur verið að standa á þessum tíma-
mótum.
Þrátt fyrir lífsleiðann er geðlækn-
irinn nokkuð viðkunnanleg aðal-
persóna. Lesandinn á auðvelt með að
halda með honum þar sem hann glím-
ir við mannleg samskipti og vanga-
veltur um tilvistina og hlutverk
manns á jörðu. Það vekur hins vegar
furðu hve lítið gagn læknirinn virðist
gera á stofu sinni. Honum virðist slétt
sama um sjúklinga sína og hafa lítið
fram að færa. Auðvitað á starfsleiði
hans að skýra það að einhverju leyti.
Bomann er hins vegar sjálf sálfræð-
ingur og hefði maður haldið að innsýn
hennar inn í starfsvettvanginn hefði
getað nýst á frumlegri hátt.
Verkið er uppfullt af fínum hug-
myndum og fallegum, en kannski ör-
lítið klisjulegum, augnablikum. En
verkið er stutt og hver kafli er aðeins
örfáar síður. Það gerir það að verkum
að höfundinum tekst ekki að kanna til
fulls þær heimspekilegu hugmyndir
sem hún veltir upp. Auk þess reynist
erfitt að henda
reiður á þróun og
þroska aðal-
persónunnar
vegna þess hve
hratt er farið yfir
sögu.
Það er einnig
erfitt að átta sig á
kvenpersónunni,
Agathe, sem titill-
inn vísar til.
Hennar hlutverk virðist vera að
breyta sýn geðlæknisins á tilveruna.
Hann heillast af henni líkamlega auk
þess sem vangaveltur hennar um lífið
hafa áhrif á hann. Hvers vegna hún
hefur þessa sérstöðu í hans augum er
þó illskiljanlegt. Myndin sem er dreg-
in upp af Agöthu vekur áhuga upp að
vissu marki en kemst illa til skila
vegna þess að lesandinn er leiddur á
hundavaði í gegnum brotakennda
sögu hennar.
Sé maður vel að sér um tilvistar-
speki Jean-Paul Sartre og verk hans
Ógleðina (f. La Nausée), sem nefnt er
á einni af fyrstu síðum bókarinnar,
gæti verið að það opnist nokkrar dyr
við lesturinn sem eru þeim huldar
sem ekki þekkja til. Verkið virðist
taka mið af Ógleðinni að ýmsu leyti
og því ekki ólíklegt að þar leynist
svör við ýmsum spurningum sem
vakna hjá lesandanum og honum
virðist við fyrstu sýn vera alfarið
ósvarað. Sú tenging skýrir til að
mynda af hverju sögusviðið París og
dagbókarformið varð fyrir valinu og
furðulega ógleði sem sækir á aðal-
persónuna. Þekki maður ekki til
verks Sartre er hins vegar erfitt að
átta sig á skáldsögu Bomann.
Agathe hefði ef til vill haft gott af
lengri meðgöngutíma til þess að
prýðilegt umfjöllunarefnið hefði kom-
ist betur til skila og úrvinnslan
heppnast betur. Þýðing Höllu Kjart-
ansdóttir virðist þó með öllu hnökra-
laus. Verkið er þó ágæt og auðveld
lesning sem á pörtum hlýjar manni
um hjartarætur og ýmsum gæti líkað
vel.
Ófullbúin til-
vistarkreppa
Anne Cathrine Bomann Bókin er „ágæt og auðveld lesning sem á pörtum
hlýjar manni um hjartarætur og ýmsum gæti líkað vel“, segir gagnrýnandi.
Skáldsaga
Agathe bbmnn
Eftir Anne Cathrine Bomann.
Halla Kjartansdóttir íslenskaði.
Bjartur, 2020. Kilja, 132 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Magnús Guðmundsson
magnusg@mbl.is
„Ég er búin að vera í Berlín síðustu
sex ár og kem til með að klára mast-
ersnámið þar. Það áttu að vera loka-
tónleikar í júlí en vegna covid var
tekin ákvörðun um að fresta þeim til
næsta árs, segir Álfheiður Erla Guð-
mundsdóttir sópransöngkona, sem
klukkan 17 í dag, laugardag, kemur
fram á tónleikum í Hörpuhorni og er
aðgangur ókeypis.
Tónleikarnir eru hluti af tónleika-
röð þar sem Harpa og FÍT-klassísk
deild FÍH bjóða ungum tónlistar-
mönnum að halda tónleika undir
yfirskriftinni Velkomin heim.
Eins og yfirskriftin gefur til
kynna gefur tónleikaröðin áhuga-
fólki um tónlist frábært tækifæri til
þess að fylgjast með ungu og upp-
rennandi tónlistarfólki sem býr utan
landsteinanna.
Reyndum að vera virk
Álfheiður Erla, sem hefur vakið
verðskuldaða athygli síðustu ár, seg-
ist kunna vel við sig í Berlín og að
þegar kórónaveiran fór á flug hafi
hún ákveðið að halda kyrru fyrir.
„Ég hélt áfram að æfa mig í íbúðinni
minni og hafði píanóleikara mér til
liðsinnis. Saman reyndum við bara
að vera virk, efndum til rafrænna
tónleika og leituðumst við að hugsa
þetta aðeins upp á nýtt.“
Álfheiður Erla kom heim til Ís-
lands í lok júní og hún segir að tón-
leikarnir sem nú standa fyrir dyrum
séu þeir fyrstu sem hún syngur fyrir
sal í langan tíma. „Ég átti að vera í
óperunni í Montpellier og missti líka
af Sibelius-söngkeppni sem ég var
orðin mjög spennt fyrir, en það er
ekki til neins að svekkja sig á því.
En ég hlakka svo sannarlega mik-
ið til að tengjast loksins við áhorf-
endur því það er orðið mjög langt
síðan,“ bætir hún við og brosir.
Á tónleikunum hljóma barrokk-
tónar eftir Henry Purcell og Georg
Friedrich Händel, meðal annars arí-
ur og lög úr verkunum Giulio Ces-
are, Semele, Theodora, Dido and
Aeneas og fleiri.
Með Álfheiði Erlu koma fram Pét-
ur Björnsson fiðluleikari, Halldór
Bjarki Arnarson semballeikari og
Steiney Sigurðardóttir sellóleikari.
Syngur með hundinum Rex
Það er margt spennandi fram
undan í haust hjá Álfheiði Erlu, en
hún fer þá til Basel þar sem hún
syngur hlutverk engilsins í óperunni
St. Francois d’Assise eftir Olivier
Messiaen. „Þetta er mjög krefjandi
hlutverk og ég er mjög glöð að þetta
skuli vera fram undan því það er
víða tónleikabann fram eftir hausti.
Það var reyndar haft samband við
mig og ég spurð hvort ég væri ekki
sátt við að koma fram með þýskum
fjárhundi á sviðinu,“ bætir hún við
og skellihlær og kippir sér greini-
lega ekki upp við tilhugsunina.
Tónleikabíómynd
Álfheiður Erla hefur hug á því að
búa áfram og starfa í Evrópu. „Mér
líður vel í Berlín, það er alltaf yndis-
legt að koma heim til Íslands, en
þessi borg er svo mikill menningar-
pottur. Áður en ég fer til Basel ætla
ég að taka upp tónleikabíómynd með
píanóleikaranum mínum. Þar verð-
um við með nýjar útsetningar eftir
Viktor Orra Árnason á íslenskum
þjóðlögum.
Þannig að þegar ég er ekki að
syngja í óperuhúsum reyni ég að
nýta tímann vel til þess að tengjast
skapandi listafólki og gera eitthvað
öðruvísi. Maður getur ekki alltaf
treyst á óperuhúsin, síst af öllu
núna.“
Nýti tímann til að
gera eitthvað öðruvísi
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Heimkomutónleikar Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópransöngkona
kemur fram á tónleikaröðinni Velkomin heim í Hörpuhorni í dag kl. 17.
Álfheiður Erla
boðin velkomin
heim í Hörpu í dag
Sýning á verkum eftir Gabríelu
Friðriksdóttur verður opnuð í Gall-
erí Úthverfu á Ísafirði í dag, laug-
ardag, klukkan 16. Er sýningin í
sýningaröðinni Ferocious Glitter II
en fyrri hluti hennar var í fyrra.
Sýningarnar tengjast allar Ísafirði
og menningar- og listasögu bæj-
arins. Sýningarstjóri er Gavin
Morrison.
Þessi níunda sýning í Ferocious
Glitter-röðinni – og sú fjórða á
þessu ári – sýnir verk Gabríelu
Friðriksdóttur sem ættuð er frá
Hnífsdal og dvaldi þar mörg sumur
hjá afa sínum og ömmu. Hún hefur
haldið tengslum við svæðið æ síðan
og kemur reglulega til dvalar í
Hnífsdal. Gabríela setti upp sýn-
ingu í sama rými um vetur fyrir
rúmum tuttugu árum.
Fyrr í sumar voru settar upp sýn-
ingar með verkum eftir Einar Þor-
stein, Eyborgu Guðmundsdóttur og
Hrein Friðfinnsson. Lokasýningin
verður með verkum eftir banda-
rísku myndlistarstjörnuna Donald
Judd.
Verk Gabríelu Friðriksdóttur í Úthverfu
Málverk Hluti eins verks Gabríelu Friðriks-
dóttur á sýningunni Fjórar frumur.
- meira fyrir áskrifendur
Lestumeira
með vikupassa!
Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang
að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.
- Fréttir
- Ritstjórnargreinar
- Menning
- Íþróttir
- Daglegt líf
- Viðskipti
- Fastir þættir
- Aðsendar greinar
- Aukablöð
- Viðtöl
- Minningargreinar
- Umræðan
Vikupassi er auðveldari
leið til að lesaMorgunblaðið
á netinu.
Fáðu þér vikupassa af
netútgáfu Morgunblaðsins.