Morgunblaðið - 15.08.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 15.08.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! MERCEDES BENZ E 350e AVANTGARDE nýskráður 03/2018, ekinn 29 Þ.km, bensín og rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur, tvöfalt stafrænt mælaborð, sjónlínuskjár, Multibeam LED ljós o.fl. aukahlutir! Verð 6.690.000 kr. Raðnúmer 251299 AUDI A3 E-TRON DESIGN nýskráður 06/2018, ekinn 29 Þ.km, bensín og rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur. Stafrænt mælaborð, Bang & Olufsen hljómkerfi o.fl. Verð 4.350.000 kr. Raðnúmer 251205 ÓSKUM EFTIR BÍLUM Á SKRÁ MIKIL SALAUNDANFARIÐ! Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% í júní frá mán- uðinum á undan. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áður hafði leiguverð lækkað um 0,9% á höfuð- borgarsvæðinu í maí. Árshækkun leiguverðs mælist nú 1,1% eða undir verðbólgu. Hækkun á landsbyggðinni Sömu sögu er þó ekki að segja af leiguverði í nágrenni höfuðborgar- svæðisins en þar undir falla bæir á borð við Akranes, Keflavík, Hvera- gerði og Selfoss. Á því svæði hækk- ar leiguverð annan mánuð í röð og mældist árshækkun 2,9% í júní. Þá hækkar leiguverð um 4% á milli mánaða annars staðar á lands- byggðinni og er 12 mánaða hækkun þar 6,5%. Sá varnagli er þó sleginn að fáir leigusamningar geta verið að baki útreikninga þar og geta sveifl- ur því verið talsverðar milli mánaða. Þinglýstum leigusamningum fyrir íbúðarhúsnæði hefur á sama tíma fjölgað til muna. 57% fjölgun var á þinglýstum leigusamningum á höfuðborgarsvæðinu í júní, en sé annar ársfjórðungur borinn saman við síðasta ár er fjölgunin 16% höfuðborgarsvæðinu, 15% í ná- grannasveitarfélögum og 17% á öðr- um svæðum landsbyggðarinnar. Covid og almennar leiguíbúðir Ólafur Sindri Helgason, yfirhag- fræðingur hagdeildar HMS, segir að ljóst sé að framboð á leiguhús- næði hafi aukist á höfuðborgar- svæðinu. Íbúðir sem áður voru leigðar ferðamönnum á Airbnb skipti þar að öllum líkindum miklu. „En það má ekki gleyma að fjöl- margar íbúðir eru að koma í leigu í almenna íbúðakerfinu,“ segir Ólafur og vísar til íbúða sem óhagnaðar- drifin leigufélög á borð við Bjarg standa að. Aðspurður segir Ólafur að ekki sé hægt að segja til um hvort áfram- hald verði á þróuninni. „Það er mjög erfitt að segja til um og veltur allt á því hvernig þessi faraldur þróast.“ Leiguverð lækkar milli mánaða  Fleiri leigusamningum þinglýst um allt land  Faraldurinn hefur áhrif Morgunblaðið/Arnþór Húsnæði Áhrif kórónuveirufaraldursins á íbúðaútleigu til ferðamanna, sem og uppbygging almennra leiguíbúða, er talin skýra lækkunina. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hefur margt gerst á þessum stutta tíma,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, formaður Hamp- félagsins og framkvæmdastjóri Ozon ehf. sem flytur inn CBD-vörur. Tæpt ár er nú liðið síðan félagið var stofn- að en í kjölfarið var Sigurður fyrstur til að hefja innflutning á snyrtivörum sem innihalda virka efnið CBD, sem unnið er úr hampi. Nú er svo komið að umræddar snyrtivörur er að finna í fjölda versl- ana og apóteka. Um er að ræða vara- salva, bólukrem, húð- og verkjakrem og sitthvað fleira, alls sautján vörur frá þremur framleiðendum. Sigurð- ur er langt í frá eini innflytjandinn. Til að mynda greindi Viðskiptablaðið frá því í vikunni að vörur sem tónlist- armaðurinn Emmsjé Gauti flytur inn hafi selst upp á skömmum tíma. „Þetta er að nálgast sextíu aðila sem selja vörur okkar, apótek og verslanir. Margir sem voru skeptísk- ir í byrjun eru núna að taka trúna. Þeir verða vitaskuld spenntir þegar þeir sjá hvað viðskiptavinir eru ánægðir með vörurnar,“ segir Sig- urður. Hér á landi er CBD skilgreint sem innihaldsefni í lyfi og fellur því undir lyfjalög. Því er ekki leyfilegt að flytja efnið inn sem fæðubótarefni til einkanota. Tillaga þess efnis hefur verið lögð fram á Alþingi og kom Sigurður fyrir velferðarnefnd þings- ins þegar málið var til umfjöllunar þar. Hann kveðst binda vonir við að breyting verði á næsta vetur. Það sé ekki seinna vænna því síminn stoppi ekki frá fólki sem er að leita að slík- um fæðubótarefnum. „Mér fannst jákvætt hljóðið í þeim í velferðar- nefnd. Eina var að þeir virtust vilja hafa einhverja stjórn á því hvar þetta væri selt.“ Mikil ásókn í CBD-vörur hér  Vonast eftir fæðubótarefnum í vetur Vinsældir Ýmsar snyrtivörur sem innihalda CBD fást nú í apótekum. Rauði krossinn á Íslandi hefur fest kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum sem er liður í stórtækri endurnýjun flotans. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, fram- kvæmdastjóri RKÍ, segir að það hafi verið mjög hátíðlegt að veita nýju bílunum viðtöku. RKÍ hafi í 90 ár komið að rekstri sjúkrabíla og það sé hluti af „DNA-mengi“ fé- lagsins. Hún segir það löngu tíma- bært að endurnýja gamla flotann sem sé úr sér genginn, en nýr bíll hefur ekki bæst við síðan 2015. Einhver rekistefna hafi verið í samningum við ríkið en það hafi verið leyst með góðu samstarfi allra aðila. RKÍ er eigandi bílanna en heilbrigðisstofnanir og slökkvi- lið um allt land sjái um akstur þeirra í gegnum þjónustusamning við ríkið. Sex bílar hafa þegar þegar verið teknir í gagnið og nýir munu bæt- ast ört í flotann. Kristín segir að á næsta ári verði keyptir 35 bílar til viðbótar og því um gríðarmikla fjárfestingu að ræða. Kaupverð hvers bíls er um 25 milljónir króna en að hennar sögn er öll fjár- mögnun tryggð og frágengin. Nýtt útlit og betri aðstaða Bílarnir hafa nýtt útlit og eru með svokölluðu „Battenburg“- mynstri. Kristín segir að mörgum finnist þeir komnir í heim kvik- mynda við þá ásýnd, en bílarnir séu mun sýnilegri í umferðinni og góð reynsla sé af slíkum merkingum. Bílarnir hafa aukið burðarþol og betri akstureiginleika en þeir eldri og eru búnir loftfjöðrun sem auð- veldar mjög akstur á sjúkrabörum inn og úr afturrými. Ný hönnun að innan skapar betra umhverfi bæði fyrir sjúkraflutningamenn og sjúk- linga. sighvaturb@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sjúkrabílar Rauði krossinn á Íslandi hefur tekið fyrstu skref í stórtækri endurnýjun sjúkrabílaflotans. Nýir sjúkrabílar Rauða krossins  Stórtæk endurnýjun bílaflotans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.