Morgunblaðið - 15.08.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020
B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
Nýjar sendingar
sierra borðstofustóll kr. 23.900 lipp skenkur kr. 75.500
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Skipulagsstofnun hefur ákveðið að
lagning Örlygshafnarvegar um
Látravík í Vesturbyggð skuli ekki
háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta
vekur nokkra athygli þar sem fyrir-
hugaður vegur liggur um vernd-
arsvæði samkvæmt aðalskipulagi
sveitarfélagsins og um svæði á nátt-
úruminjaská (Breiðavík, Hvalátra
og Keflavík). Þá eru fornleifar, sem
njóta verndar, í innan við 100 metra
fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu.
Hægt er að kæra ákvörðunina til
úrskurðarnefndar umhverfis- og
auðlindamála og er kærufrestur til
14. september. Við mat á fram-
kvæmdinni leitaði Skipulagsstofnun
álits Náttúrufræðistofnunar, Um-
hverfisstofnunar, Minjastofnunar
og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
auk sveitarfélagsins Vesturbyggð-
ar.
Liggur út að Látrabjargi
Um er að ræða vegarspotta, 1,75
km að lengd, fyrir ofan Hvallátra og
er hann hluti vegar sem liggur út að
Látrabjargi. Raskið verður bundið
við 13 til 30 m breitt svæði á leið-
inni.
Það er Vegagerðin sem annast
mun framkvæmdina. Fram kemur í
ákvörðun Skipulagsstofnunar að nú-
verandi vegur sé að hluta til niður-
grafinn, mjór og beri ekki þá um-
ferð sem um hann fari. Oft skapast
vandamál í rigningu þar sem fljótt
myndast djúpir pollar í veginum
sem ógerlegt er að ræsa burt. Um-
ferð hefur farið stigvaxandi um frí-
stundasvæðið á Hvallátrum og við
núverandi aðstæður á háannatíma
hafa landeigendur talið allt að 500
bíla á dag sem þýðir um 1.000 bíla
gegnumstreymisumferð.
Áætluð efnisþörf við vegagerðina
er tæpir 34 þúsund rúmmetrar og
mun efnið fást með skeringum.
Teknir verða 52 þúsund rúmmetrar
og mun umframefnið notað til að
laga bratta fláa á núverandi Örlygs-
hafnarvegi, í grennd við fyrirhugað
framkvæmdasvæði. Allur frágangur
verður í samræmi við verklag við
framkvæmdir af þessu tagi og unn-
inn í samráði við eftirlitsaðila Vega-
gerðarinnar, landeigendur og full-
trúa Umhverfisstofnunar.
Vegagerðin telur að nýi vegurinn
muni hafa óveruleg áhrif á landslag,
með tilliti til sérstöðu eða fágætis
þess, en talsverð neikvæð áhrif á
ásýnd svæðisins vegna skeringa
meðfram vegi. Með góðri hönnun,
frágangi og eftirliti með fram-
kvæmdum verði hægt að draga
verulega úr þessum áhrifum. Stuðl-
að verði að því að röskun á landi
verði sem minnst og takmarkist
fyrst og fremst við fyrirhugað fram-
kvæmdasvæði.
Nokkur áhrif á fuglalíf
Náttúrufræðistofnun vann rann-
sókn á gróðurfari og fuglalífi á
svæðinu í fyrrasumar. Rask vegna
framkvæmdanna verður á 5 hektara
svæði og liggur veglínan um órask-
að og allvel gróið svæði. Bein áhrif
verða að mestu á vistgerðir með
lágt verndargildi en á 300 til 400
metra kafla fer hún yfir gróið svæði
og þverar língresis- og vingulsvist
(hátt verndargildi), grashólavist
(hátt verndargildi) og hrossanál-
arvist, auk þess sem hún mun liggja
nærri starungsmýrablettum (með
mjög hátt verndargildi). Áhrifin
verða staðbundin. Þá telur Nátt-
úrufræðistofun að búsvæði mófugla
muni óhjákvæmilega raskast og
æskilegt sé að kortleggja betur
varp innan svæðisins. Nýr vegur
muni þó einnig hafa jákvæð áhrif
þar sem hann dragi stórlega úr um-
ferð í frístundabyggðinni og þar
með hættunni á að ekið sé yfir
kríuunga í varpi við veginn. Loks er
nefnt að nýja veginum gæti fylgt
slysahætta fyrir fugla og menn
vegna ritubyggðar í Látrabjargi, en
flughæð ritu er gjarnan einungis
örfáa metra frá jörðu.
Minjastofnun hefur skoðað forn-
minjar á svæðinu og telur ekki
ástæðu til að gera athugasemdir við
framkvæmdina svo lengi sem forn-
minjar verði merktar á áberandi
hátt og starfsmönnum við vega-
gerðina gert viðvart um staðsetn-
ingu þeirra.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar
er því sú sem fyrr segir, að fram-
kvæmdin þurfi ekki að fara í um-
hverfismat.
Vegur lagður um við-
kvæmt verndarsvæði
Liggur að Látrabjargi Fer ekki í umhverfismat
Örlygshafnarvegur
um Hvallátra
Ný veglína
Látravík
Látravatn
Bjargtangar
Látrabjarg
Ný veglína skv.
deiliskipulagi
Núverandi
vegur
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Breiða
vík
LÁTRADALUR
Hvallátrar ■
612
„Núna þurfa bændur þurrk í eina
viku og þá erum við komnir á beina
braut,“ sagði Aðalsteinn Þorgeirs-
son á Hrafnkelsstöðum í Hruna-
mannahreppi í samtali við Morg-
unblaðið. Fyrri slætti lauk hann
fyrir nokkru, bar þá áburð á túnin
sem nú eru vel sprottin eftir hlýindi
og rigningu um nokkurt skeið. Ann-
ar sláttur sumarsins er því nú fram
undan og beðið er eftir góðri spá sem
veit á heyskaparveður í nokkra
daga.
Á Hrafnkelsstöðum er Aðalsteinn
með um 70 ha. tún sem í fyrri slætti
skiluðu honum góðum og næringar-
ríkum heyjum. „Menn eru ábyggi-
lega allir búnir með fyrri sláttinn.
Uppskeran er fín og heilt yfir er
staðan á heyskap hér í uppsveit-
unum góð.“
Þreytt á ósköpum
„Hér hefur rignt mikið í tals-
verðan tíma og við erum orðin þreytt
á þessum ósköpum. Fyrri hluti sum-
ars var þó mjög góður tími, eftir leið-
inlegan vetur,“ segir Oddný Steina
Valsdóttir bóndi á Butru í Fljótshlíð.
Þar á bæ stendur seinni sláttur yfir
og nú þarf að ná hánni í hús. Fyrri
sláttur sem flestir bændur á svæðinu
luku í júlí gekk vel og að því leyti er
fólk komið fyrir vind. Flestir Fljóts-
hlíðarbændur heyja í rúllur, en í vöxt
færist í Rangárvallasýslum að heyj-
að sé í stæður og flatgryfjur, þá
einkum á stærri búum ella að nokkr-
ir taki sig saman til slíkra vinnu-
bragða svo sem með tækjakosti.
„Við fengum svakalega flottan
þurrk í júlí,“ segir Einar Freyr El-
ínarson, bóndi í Sólheimahjáleigu í
Mýrdal. Á þeim dögum segir hann
flesta hafa náð fyrri slætti og nú sé
seinni lotan tekin við. Í ferðaþjón-
ustu, sem sé mikilvægur atvinnuveg-
ur í Mýrdal, sé staðan hins vegar tví-
sýn. Á vetrum hafi ferðamenn frá
Bandaríkjunum og Eyjaálfu gjarnan
dvalist á svæðinu, en verði sennilega
sjaldséðir á næstunni. sbs@mbl.is
Seinni slátturinn
nú á Suðurlandi
Vel er sprottið eftir
rigningarnar í sumar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heyskapur Sumar í sveitunum.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Viðtökurnar hafa verið gríðarlega
góðar. Þetta er enda mikið þarfa-
þing,“ segir Örn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Ísrörs.
Fyrirtækið hóf í vor að selja svo-
kölluð kælirör fyrir bjór. Um er að
ræða rör sem grafið er ofan í jörðu
og þegar þrýst er á einn takka
skjótast upp fimmtán ískaldar
flöskur af bjór. Tilvalið fyrir garð-
inn eða pallinn, að sögn Arnar.
„Við vorum að flytja inn vegg-
þétta frá fyrirtæki í Þýskaland og
það fyrirtæki bjó til þetta rör.
Þetta mun vera þekkt aðferð þar í
landi, rör er grafið í jörðu og svo
er sett stöng ofan í það með
pumpulyftu. Á þá stöng hengir þú
15 bjóra og kuldinn í jarðveginum
kælir bjórinn. Hann er alltaf í
kringum 6-7 gráður. Svo er lok yfir
þessu til að hleypa rakanum út.
Þetta er ekki flókið; þegar gest-
irnir koma þá kippir þú lokinu af
og tekur snúning. Bjórarnir koma
svo upp eins og fyrir töfra.“
Örn segir að Þjóðverjar hafi
byrjað að nota þessa aðferð til að
kæla bjór í sandinum í fjörum.
„Svo er sagt. En svo höfum við
reyndar líka heyrt að þeir hafi
stolið hugmyndinni frá Dönunum.“
Hægt er að horfa á myndband
sem sýnir hvernig rörið virkar á
heimasíðu Ísrörs. Segir Örn að
rörið kosti rétt um 33 þúsund
krónur og það fáist keyrt heim að
dyrum. Kaupendur geta fengið
jarðvegsbor lánaðan til að koma
rörinu niður, og kennslustund frá
sérfræðingunum sjálfum ef á þarf
að halda.
„Það hafa margir verið að
hengja þetta neðan í pallana hjá
sér eða við hliðina á pottinum. Það
eru oft miklar pælingar um stað-
setninguna. Svo hafa margar frúr
gefið mönnum sínum rörið í
afmælisgjöf.“
Morgunblaðið/Eggert
Nýjung Örn Sigurðsson hjá Ísröri segir að mikill áhugi hafi verið á kælirörum
fyrir bjór. 15 flöskur eru grafnar í jörðu og koma kaldar upp þegar hentar.
Kæla bjórinn í röri
sem grafið er í jörð
„Koma upp eins og fyrir töfra“