Morgunblaðið - 15.08.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 15.08.2020, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ákvörðun ríkis-stjórnar Ís-lands í gær um að herða eftirlit með kórónuveirunni við landamærin má horfa á í ýmsu samhengi enda málið margbrotið, flókið og mik- illi óvissu háð. Ákvarðanir er- lendis hafa án efa haft áhrif og má þar nefna þá staðreynd að Ísland var komið á rauða listann hjá Noregi og að Bretar hafa hert mjög aðgerðir sem meðal annars hefur leitt til fjöldaflótta Breta yfir Ermarsundið til að forðast tveggja vikna sóttkví dveldu þeir lengur í Frakklandi. Þessar aðgerðir og fleiri álíka koma ekki til af góðu, veiru- faraldurinn er ekki að hjaðna, þvert á móti. Þegar horft er á heiminn er smitum að fjölga og þegar litið er til þeirra landa sem Íslendingar eiga mest sam- skipti við, heimsækja mest og fá flesta ferðamenn frá, er þróunin svipuð. Á móti má segja að dauðsföll í heiminum hafa ekki náð alveg sömu hæðum og þau náðu í því sem kalla má fyrri bylgjuna, en munurinn á heimsvísu er þó ekki mikill og fer minnkandi. Munurinn er á hinn bóginn mik- ill á dauðsföllunum í vor og nú þegar horft er til landanna sem við eigum mest samskipti við og vitaskuld hlýtur einnig að þurfa að horfa til þess. Á þessu mis- ræmi í þróun á fjölda tilfella og dauðsfalla hefur ekki fengist skýring og raunar er það furðu lítið rætt. Mögulegt er að dauðs- föllum fjölgi eftir því sem tíminn líður í þessari annarri bylgju faraldursins, þó að allir voni að sjálfsögðu að svo fari ekki. Sér- fræðingarnir hafa hafnað því að veiran hafi veikst, en um það voru vangaveltur, og þá er möguleiki að læknar þekki veir- una betur nú en áður og að fólk komist fyrr undir læknis- hendur. Þetta eru þó aðeins bollaleggingar og æskilegt væri að botn fengist í það hvers vegna dauðsföll hafa haldist niðri þrátt fyrir annan uppgang veirunnar á Vesturlöndum, enda hlýtur slíkt að geta haft áhrif á ákvarðanir um lokanir landa. Oft getur það reynst fólki erf- itt að taka afstöðu og ákvarð- anir en þeim mun erfiðara sem upplýsingar eru ófullkomnari. Ríkisstjórn Íslands stóð frammi fyrir ákvörðun um aðgerðir þar sem upplýsingar eru afar ófull- komnar og ákvörðunin erfið og umdeilanleg eftir því. Enginn getur fullyrt með vissu hvaða leið af þeim níu sem sóttvarna- læknir nefndi í nótu til ráðherra sé sú besta. Raunar segir sitt um óvissuna að sóttvarnalæknir nefndi níu leiðir og segja má að með því hafi verið viðurkennt að hvaða ákvarðanir og aðgerðir sem er megi rökstyðja og rétt- læta. Eðlilegt er að það hafi komið í hlut ríkisstjórnar- innar að taka ákvörðunina um aðgerðir og jafn eðlilegt í ljósi óvissunnar að augljóst er að ólík sjónarmið ríktu innan ríkisstjórnarinnar ef marka má ummæli síðustu daga og svo þá ákvörðun sem fyrir liggur. Enn fremur er eðlilegt að fyrirtæki í ferða- þjónustu lýsi áhyggjum yfir þróuninni en engu að síður lýsa sumir í þeirri grein skilningi á ákvörðuninni. Þeir hafa líklega í huga að það kynni að vera skammgóður vermir að hafa meira opið ef afleiðingarnar yrðu að smitum í landinu fjölg- aði mjög eins og hætta hefði verið á. Erlendir ferðamenn hópast ekki til landa þar sem smit eru útbreidd hvort sem landamærin eru opin til fulls eða hálfs. Þetta breytir því ekki að nú hljóta að koma fram kröfur um að aðgerðir til að styðja við þessi fyrirtæki taki mið af breyttum forsendum. Hætt er við að atvinnuleysi í ferðaþjón- ustu fari aftur hækkandi og er atvinnuleysi í landinu þó tals- vert fyrir. Fækkun í hlutabóta- leiðinni kann að snúast við og áform um að hætta henni þarf ef til vill að endurskoða, að ein- hverju leyti í það minnsta. Þegar rætt er um efnahags- aðgerðir vegna veirunnar verð- ur þó hér eftir að horfa til þess að það ástand sem nú ríkir verð- ur að líkindum viðvarandi um nokkra hríð, eflaust fram á næsta ár og mögulega lengur. Þess vegna skiptir nú mestu máli að horfa til langtímaað- gerða til að styðja almennt við vöxt atvinnulífsins, ekki aðeins til skammtímaaðgerða til að hjálpa fyrirtækjum að fleyta sér yfir skammtímaerfiðleika. Þegar rætt er um efnahags- aðgerðir verður líka fljótt ljóst að flest er óljóst, eins og til dæmis má sjá við lestur minnis- blaðs sem fjármálaráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í gær. Þar eru ýmsar tölur nefndar um ávinninginn af erlendum ferða- mönnum, aukin kaup Íslendinga hér á landi vegna minni ferða- laga og vangaveltur um mögu- legt framhald á hvoru tveggja. Það sem upp úr stendur er að óvissan er mun meiri en al- mennt þegar reynt er að spá fyrir um efnahagsmál og er þá langt til jafnað. Vona verður að ríkisstjórnin hafi í allri óvissunni hitt á réttan tölulið í tillögum sóttvarnalækn- is. Um leið verður að vona að fljótlega verði hægt að stíga skref í átt að eðlilegra ástandi. Vissulega verðum við að læra að lifa með veirunni, eins og bent hefur verið á, en æskilegt er að það verði sem næst því lífi sem fólk hefur átt að venjast. Horfa þarf til lengri tíma í aðgerðum vegna veirunnar} Ákvörðun í óvissu Á liðnu vori var kórónuveiran bremsa á samfélagslega virkni. Leikhúsum var lokað. Tónleikum var aflýst. Mörgum skólabygg- ingum læst. Vinnustaðir sendu starfsfólk heim og göturnar tæmdust. Sam- staða ríkti um að kveða veiruna í kútinn og að- gerðir skiluðu árangri. Þótt veiran hafi uppvakin minnt á sig á undanförnum vikum er mikilvægt að halda samfélaginu virku. Finna ábyrgar leiðir til að lifa lífinu; halda skólum opnum, fyrirtækjum gangandi, listalífi kviku. Heilsa þjóðarinnar ræðst nefnilega af mörgum þáttum, andlegri næringu og líðan, samskiptum við aðra, já- kvæðum hugsunum og frelsi. Sóttvarnareglur taka í auknum mæli mið af því. Í framhalds- og háskólum eru nándarmörk nú einn metri í stað tveggja í vor. Börn í grunn- og leik- skólum þurfa ekki að lúta nándarreglum og heimild hefur fengist til æfinga og keppni í íþróttum. Hár- og snyrtistof- ur standa opnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og þjónusta af ýmsum toga blómstrar. Listviðburðir eru enn takmörkunum háðir, þar sem nándar- og fjöldasamkomu- reglur gera menningarstarf ýmist ómögulegt eða fjár- hagslega óráðlegt. Slíkt getur menningarþjóð ekki látið stöðva sig og við getum fundið leiðir til að njóta menningar og lista. Til dæmis standa vonir til að gildandi nánd- arreglur í skólum og íþróttastarfi fáist fyrr en síðar yfir- færðar á leikhúsið, svo leikarar á sviði geti haf- ið æfingar. Með beinum stuðningi hins opinbera gæti viðburðahald hafist, þrátt fyrir reglur um hámarksfjölda. Hugmyndir í þá veru hafa verið ræddar, þar sem stuðning- urinn fæli frekar í sér hvata til aukinnar menn- ingarvirkni frekar en bætur vegna glataðra tækifæra. Samhliða þarf að tryggja listamönn- um réttindi sambærileg þeim sem launþegar almennt njóta, en sjálfstætt starfandi listafólk hefur í mörgum tilvikum fallið milli skips og bryggju þegar kemur að rétti til atvinnuleys- isbóta. Almennar sóttvarnareglur, aðgerðir á landamærum, persónulegt hreinlæti og ábyrg hegðun hvers og eins okkar er forsenda þeirr- ar samfélagslegu virkni sem við æskjum. Við getum með réttum viðhorfum og lausnamið- aðri hugsun blásið lífi í menningarstarf og þannig sam- félagið allt. Við getum fylgt íslenska ferðasumrinu eftir með íslenskum menningarvetri. Undanfarnir mánuðir hafa sýnt að við búum í sterku samfélagi, því þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður er staðan almennt góð. Atvinnu- stig er betra en óttast var, kaupmáttur og einkaneysla er meiri, opinberar framkvæmdir að aukast og skólastarf er að hefjast. Með samstöðu og bjartsýni að leiðarljósi mun- um við sigrast á aðstæðunum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Virkni mikilvægust Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þegar varðskipið Týr fór tileftirlitsstarfa í Síldar-smugunni undir lok síð-asta mánaðar var komið við í Þórshöfn í Færeyjum og rúm- lega 141 þúsund lítrar af skipagas- olíu keyptir fyrir 57.349 Bandaríkja- dali, sem samsvarar um 7,8 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari Ásgeirs Erlendssonar upp- lýsingafulltrúa við fyrirspurn Morg- unblaðsins. Skipagasolía er talsvert ódýrari í Færeyjum en á Íslandi og því hef- ur Landhelgisgæslan gripið til þess ráðs að láta varðskipin taka olíu í Færeyjum þegar þau eiga leið um hafsvæðið við eyjarnar. Landhelgisgæslan hefur alþjóð- legum eftirlitsskyldum að gegna á hafsvæðinu nálægt Færeyjum sem aðili að Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðiráðinu. „Þegar varðskip Land- helgisgæslunnar hafa verið við eftir- litsstörf djúpt austur af landinu eða við æfingar með dönsku varðskip- unum hafa íslensku varðskipin gjarnan tekið olíu í Færeyjum enda sparast með því töluverðir fjár- munir sem hægt er að nýta til að fjölga úthaldsdögum varðskipanna og sinna öðrum lögbundnum hlut- verkum,“ segir Ásgeir Erlendsson. Gæslan gætir ráðdeildar Sú stefna hafi verið mörkuð hjá Landhelgisgæslunni að gæta skuli ráðdeildar og aðhalds í rekstrinum og því hafa skip Landhelgisgæsl- unnar keypt olíu í Færeyjum frá aldamótum samhliða öðrum verk- efnum í austurhluta lögsögunnar. Á þessu ári hafa varðskip Landhelgisgæslunnar þrívegis keypt olíu í Þórshöfn. Týr tvisvar (júlí og mars) og Þór einu sinni í febrúar. „Þá er rétt að geta þess að í bréfi sem sent var Landhelgisgæsl- unni árið 2018 kemur fram það mat Tollstjóra að olía í olíutönkum skipa sem koma til Íslands frá útlöndum sé hluti af fylgifé farsins og af þeim sökum undanþegið gjaldskyldu á grundvelli a-liðar 1. tl 1. mgr. 6. gr tollalaga nr. 88/2005,“ bætir Ásgeir við. Í mars 2017 svaraði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dóms- málaráðherra, á Alþingi fyrirspurn frá Gunnari I. Guðmundssyni, vara- þingmanni Pírata, um úthaldsdaga Landhelgisgæslunnar. Þar kom fram að Landhelgisgæslan setti olíu á varðskipin í 32 skipti frá 1. janúar 2013 til 24. febrúar 2017. Hluti olíu sem keypt var í útlöndum var vegna erlendra verkefna, t.d. við landa- mæragæslu í Miðjarðarhafi. Oftast var olía keypt í Færeyjum eða í 14 skipti á tímabilinu. Sjö sinnum var tekin olía á Möltu, fjórum sinnum á Spáni, fjórum sinnum á Íslandi og þrisvar sinnum á Ítalíu. Meðalverðið á olíulítranum á Íslandi var 91,15 kr., á Spáni var meðalverðið 81,17 kr., í Færeyjum var það 72,08 kr., á Möltu var það 69,5 kr. og á Ítalíu 68,7 kr. hver lítri. Þegar olíukaup Landhelg- isgæslunnar komu til umræðu á árinu 2017 leitaði Morgunblaðið skýringa hjá Jóni Ólafi Halldórssyni forstjóra Olís. Skýringin var sú að sögn Jóns, að reglurnar eru þær að ef skip tekur olíu í einu landi og næsta viðkomuhöfn er í öðru landi borgar viðkomandi útgerð hvorki kolefnagjald né virðisaukaskatt. Jón tók tilbúið dæmi. Ef grunn- verðið er 60 krónur fyrir lítrann á Íslandi og Færeyjum og Gæslan væri að taka olíu á varðskipin hér þyrfti hún að borga kolefnagjald sem er 6,30 krónur, 76 aura í flutn- ingsjöfnunargjald og svo kemur virðisaukaskattur ofan á sem er 16 krónur. Þannig að hér á Íslandi bætast við 22-23 krónur og verðið væri því komið í 82-83 krónur lítr- inn. Þetta væri meðal annars ástæð- an fyrir því að íslenskar kaup- skipaútgerðir taka stóran hluta eldsneytis í erlendum höfnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskipin Það sem af er árinu 2020 hafa Þór og Týr siglt þrisvar til Fær- eyja til að taka olíu. Með þessu sparast töluverðir fjármunir, segir Gæslan. Enn sigla varðskip til Færeyja að taka olíu Olíukaup í Færeyjum » Týr – júlí 2020, 141.790 lítrar af eldsneyti. » Týr – mars 2020, 157.887 lítrar af eldsneyti og 2.200 lítr- ar af smurolíu. » Þór – febrúar 2020, 800.021 lítri af eldsneyti og 6.000 lítrar af smurolíu. » Týr – september 2019, 126.088 lítrar af eldsneyti og 2.000 lítrar af smurolíu. » Týr – maí 2019, 152.154 lítrar af eldsneyti » Þór – maí 2019, 609.490 lítrar af eldsneyti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.