Morgunblaðið - 15.08.2020, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020
Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að
hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is
og panta tíma til skoðunar.
Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is
Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis
á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi.
STILLHOLT 21 - AKRANESI
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar
án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi
flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í
eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð.
Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH
Innhurðir og flísar frá Parka
Heimilistæki frá Ormsson
Nýlega barst í póst-
kassann fjölpóstur með
límmiða sem á stóð „af-
þakkaðu fjölpóst og
stuðlaðu að minni papp-
írsnotkun“. Fyrst hélt
ég sendinguna vera frá
Íslandspósti og liður í
sparnaðarátaki þeirra
við að minnka útburð
og lækka kostnað. En
svo sá ég að þetta var
merkt Reykjavíkur-
borg.
Við nánari eftirgrennslan sá ég
frétt um fjölpóstinn á vef Reykja-
víkurborgar þann 10. júlí sl. Þar
kom fram að Reykjavíkurborg
dreifir miðum heim til íbúa sem ger-
ir þeim kleift að afþakka ómerktan
fjölpóst með því að setja merkimiða
utan á póstkassann. „Þannig getur
fólk stuðlað að minni notkun auð-
linda, vegna pappírs, prentunar og
dreifingar og vegna söfnunar og
endurvinnslu á pappírnum“, eins og
segir frá Reykjavíkurborg. Hægt er
að velja þrenns konar límmiða eftir
því hvað er afþakkað og fjölda frí-
blaða sem óskað er eftir.
Svör við sleggjudómum
Ýmsar spurningar vakna. Hvers
vegna er Reykjavíkurborg að berj-
ast gegn dreifingu á upplýsingum á
pappír til almennings, upplýsingum
sem oft eru gagnlegar og jafnvel
mikilvægar? Þetta vinnur gegn
prentiðnaðinum og því starfsfólki
sem þar vinnur. Er ekki verið að
draga úr möguleikum fyrirtækja og
einstaklinga til að auglýsa sína
þjónustu þegar Reykjavíkurborg
hvetur einstaklinga til þess að loka
fyrir mikilvæga dreifileið upplýs-
inga?
Þegar fjallað er um sjálfbærni
pappírs og prentiðnaðar er mikil-
vægt að horfa til margvíslegra
sleggjudóma sem eru viðhafðir í
garð pappírs. Pappírsiðnaðurinn er
leiðandi á heimsvísu í sjálfbærum
aðföngum, endurnýjanlegri orku og
háu hlutfalli endurvinnslu.
Í vor var gefið út 16
síðna upplýsingarit af
Samtökum iðnaðarins,
IÐUNNI fræðslu-
setri, prentsmiðjum í Samtökum
iðnaðarins, stéttarfélaginu Grafíu og
pappírsinnflytjendum. Ritið ber
nafnið „Sleggjudómar og stað-
reyndir um pappír og prent“.
Í ritinu er farið yfir eftirfarandi
sleggjudóma og staðreyndir um
prentiðnað og pappír:
- Sleggjudómur. Pappírsnotkun
felur í sér mikla sóun.
- Staðreynd. Pappír er ein mest
endurunna vara heims.
- Sleggjudómur. Pappír er slæm-
ur fyrir umhverfið.
- Staðreynd. Pappír er ein fárra
raunverulega sjálfbærra vara.
- Sleggjudómur. Pappírsfram-
leiðsla er orsök losunar gróðurhúsa-
lofttegunda um allan heim.
- Staðreynd. Orkan sem er notuð
til framleiðslunnar hér á landi er að
mestu endurnýjanleg.
- Sleggjudómur. Rafræn sam-
skipti eru betri fyrir umhverfið en
pappírsbundin samskipti.
- Staðreynd. Rafræn samskipti
hafa einnig veruleg áhrif á umhverf-
ið.
- Sleggjudómur. Stafræn tækni er
ákjósanlegur samskiptamáti.
- Staðreynd. Margir neytenda
meta mikils samskipti á pappír.
Pappírsiðnaður hugar
að umhverfinu
Prentiðnaðurinn hefur átt undir
högg að sækja og er stór hluti bóka-
prentunar farinn úr landi. Flestar
prentsmiðjur eru með Svansvottun
á Íslandi og allar prentsmiðjur í
Samtökum iðnaðarins eru um-
hverfisvottaðar. Enginn iðnaður á
Íslandi er eins umhverfisvottaður
og prentiðnaðurinn.
Aðeins efsti hlutinn af trénu, um
13%, er nýttur í pappírsiðnaðinn og
annað er nýtt í vistvæn hús, hús-
gögn og orkunotkun. Á einu ári
tekur eitt tré að jafnaði til sín 22 kg
af koltvíoxíði og gefur frá sér súr-
efni. Þegar eitt tré er fellt vegna
pappírsiðnaðar eru gróðursett að
lágmarki þrjú á móti.
Nytjaskógar vaxa hraðar og
þannig næst að hleypa meira súr-
efni í andrúmsloftið ásamt því að
draga úr koltvíoxíði. Líkt og tré þá
tekur pappír koltvíoxíð úr andrúms-
loftinu og gefur frá sér súrefni. Ef
við drögum úr pappírsnotkun verð-
ur síður forsenda hjá skógarbænd-
um að gróðursetja og þá eykst kol-
tvíoxíð í andrúmsloftinu og súrefni
minnkar.
Markpóstur er mikilvægur
upplýsingamiðill
Markpóstur er öflugur auglýs-
ingamiðill. Það gildir t.d. um efnis-
mikla vörulista eins og IKEA-vöru-
listann sem dreift er sem fjölpósti.
Einnig Bókatíðindi sem dreift er
skömmu fyrir jól. IKEA hefur þurft
að grípa til þess ráðs að bjóða sér-
stakan merkimiða á póstkassann ef
fólk vill fá IKEA-bæklinginn. Með
því að vinna gegn fjölpósti er verið
hindra að almenningur geti fengið
áhugaverðar og jafnvel mikilvægar
upplýsingar frá ýmsum félögum og
félagasamtökum.
Reykjavíkurborg mætti alveg
nýta sér betur það tækifæri sem
felst í dreifingu upplýsinga á pappír
til íbúa einstakra hverfa. Það væri
liður í auknu íbúalýðræði og betri
upplýsingamiðlun til almennings,
t.d. varðandi breytingar á deili-
skipulagi eða öðrum skipulags-
málum.
Netnotkun eykst og hefur
einnig áhrif á umhverfið
Um 4,3 milljarðar eða 60% jarð-
arbúa nota internetið. Netnotkun
veldur tæplega 4% af heildarút-
blæstri gróðurhúsalofttegunda sem
er svipað og vegna flugsamgangna í
normal ári. Margar gagnlegar upp-
lýsingar um kolefnisspor netnotk-
unar fást á vef BBC. Sjá:
https://www.bbc.com/future/art-
icle/20200305-why-your-internet-
habits-are-not-as-clean-as-you-
think.
Það þarf frekari fræðslu til al-
mennings um hvernig má minnka
kolefnisspor netnotkunar. Það
mætti til dæmis benda starfsfólki
fyrirtækja á að senda „hlekki“ með
tölvupósti innan fyrirtækja, en ekki
senda alla skrána. Með venjulegum
tölvupósti er kolefnissporið ein-
göngu 4 g CO2, en ef mynd er send
með getur það verið um 50 g CO2
og streymi á myndböndum veldur
mun meira útstreymi gróðurhúsa-
lofttegunda.
Pappírsnotkun hefur
áhrif á skógrækt
Pappírsnotkun og þar með prent-
un á pappír skiptir sköpum fyrir
skógarbændur. Notkunin er hluti af
þeirri hringrás sem þarf til að halda
sjálfbærri þróun gangandi. Um
pappír og notkun hans má segja
eftirfarandi:
- Endurvinnsluhlutfall pappírs og
pappa er hærra á Íslandi árið 2018
en í flestum nágrannalöndum okkar
eða um 93%. Til samanburðar er
endurvinnsluhlutfall plasts á Íslandi
um 56% (Umhverfisstofnun, 2020).
- Skv. evrópskri rannsókn kjósa
neytendur að lesa prentaða útgáfu
bóka (72%), tímarita (72%) og dag-
blöð/fréttir (55%) frekar en staf-
ræna útgáfu (www.twosides.info/
concumer-choice/).
- Sífellt vaxandi hlutfall pappírs
er framleitt úr sjálfbærum skógum
og enginn pappír er framleiddur úr
trjám regnskóga.
- Skógareyðing er ekki af völdum
pappírsiðnaðar. Pappírs- og prent-
iðnaður er ábyrgur og sjálfbær.
Til umhugsunar fyrir lesendur
áður en þið afþakkið fjölpóst! Þið
gætuð misst af gagnlegum upplýs-
ingum. Með því að nota pappír
stuðlum við að ræktun nytjaskóga
og leggjum þannig okkar lóð á
vogarskálarnar í baráttunni gegn
loftslagsbreytingum. Í skógum eru
veruleg tækifæri í bindingu kolefnis
með aukinni ræktun og bættri um-
hirðu. Allt þetta skiptir máli fyrir
velferð okkar í framtíðinni.
Reykjavíkurborg afþakkar
fjölpóst með fjölpósti
Eftir Þorkel
Sigurlaugsson
»Er það eðlilegt hlut-
verk Reykjavíkur-
borgar að berjast gegn
dreifingu upplýsinga á
pappír til almennings
þegar pappírsnotkun
stuðlar að ræktun
nytjaskóga?
Þorkel
Sigurlaugsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður velferðarnefndar
Sjálfstæðisflokksins.
Heimurinn lifir nú
fordæmalausa tíma,
og þeir, sem byggja
þessa jörð, eiga eftir
að búa við helvítisveir-
una og afleiðingar
hennar um ókomin ár.
Vísindamenn munu
hins vegar leggja veir-
una að velli, enda eru
26 bóluefni á lokastigi
rannsókna og efnin
prófuð á tugþúsundum
einstaklinga. Verða
virkni þeirra og eitr-
unaráhrif könnuð áður
en efnin verða lögð
fyrir til samþykkis.
Bretar, Banda-
ríkjamenn og Kín-
verjar vinna saman
Við Oxford-háskóla
í samstarfi við Astra-
Zeneca í Cambridge
og kínverska líftækni-
fyrirtækið Sinovac
Biotech er unnið að
rannsóknum, sem
komnar eru langt á
veg, og verið að prófa á þúsundum
heilbrigðisstarfsmanna í Brasilíu.
Auk þess stefna þýska fyrirtækið
BioNTech og bandaríski lyfjarisinn
Pfizer að því að prófa bóluefni sín á
allt að 30 þúsund ungum sjálfboða-
liðum. Hið sama er uppi á teningn-
um hjá bandaríska lyfjafyrirtækinu
Moderna og kínverska fyrirtækinu
Sinopharm sem hafa prófað bóluefni
sitt á 15 þúsund manns í Sameinuðu
arabísku furstadæmun-
um. Þá fylgist Alþjóða-
heilbrigðismálastofn-
unin með þróun 139
bóluefna til viðbótar,
sem enn eru á frum-
stigi rannsókna.
Ýmislegt hefur
gleymst
Í umræðunni um hel-
vítisveiruna hafa aðrar
hörmungar, sem lengi
hafa fylgt mannkyni,
fallið í skuggann – eða
jafnvel gleymst: styrj-
aldir, hryðjuverk, of-
beldi, fátækt, misrétti,
mismunun og líkamleg
og andleg vanlíðan.
Enginn vafi leikur á, að
vísindamönum tekst að
vinna bug á helvítis-
veirunni. Ýmislegt hef-
ur breyst í kjölfar veir-
unnar og margt á enn
eftir að breytast – flest
til hins betra, því þeir
sem byggja þessa jörð
verða að breyta hegðan
sinni. Ekkert bóluefni
verður hins vegar fund-
ið við þessum hörm-
ungunum sem fallið hafa í skuggann
eða jafnvel gleymst: styrjöldum,
hryðjuverkum, ofbeldi, fátækt, mis-
rétti, mismunun og líkamlegri og
andlegri vanlíðan. Það er verkefni,
sem við blasir – og þarfnast úr-
lausnar.
Veiran verður
lögð að velli
Eftir Tryggva
Gíslason
Tryggvi Gíslason
» Í umræðunni
um veiruna
hafa aðrar
hörmungar fall-
ið í skuggann:
styrjaldir,
hryðjuverk,
ofbeldi, fátækt,
mismunun og
líkamleg og
andleg vanlíðan.
Höfundur er fyrrverandi skólameist-
ari Menntaskólans á Akureyri
tryggvi.gislason@gmail.com
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is