Morgunblaðið - 15.08.2020, Side 44

Morgunblaðið - 15.08.2020, Side 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Tónlistarmaðurinn Jónsi, eða Jón Þór Birgisson, gaf í gær út lagið „Cannibal“ en í því syngur með honum tónlistarkonan Elizabeth Fraser úr hljómsveitinni Cocteau Twins. „Cannibal“ er þriðja smá- skífan sem kemur út af nýrri plötu Jónsa, Shiver, sem kemur út 2. október á vegum Krunk útgáf- unnar. Shiver er upptökustýrt af Jónsa og A.G. Cook, stofnanda PC Music, að því er fram kemur í til- kynningu. Myndband við lagið er svo samstarfsverkefni Jónsa og Giovanni Ribisi og eins og í mynd- bandi við áður útgefið lag af plöt- unni, „Exhale“, er einn dansari í forgrunni allan tímann en Ribisi leikstýrði því einnig. „Þegar Sigur Rós var að byrja þá var alltaf verið að bera okkur okk- ur saman við Cocteau Twins og það fór í taugarnar á mér. Ég vildi ekki að það væri verið að bera okkur saman við neinn,“ er haft eftir Jónsa. Fyrir nokkrum árum hafi hann byrjað hlusta á sveitina og átt- að sig þá á samanburðinum. Honum hafi þótt Cocteau Twins frábær. „Í Shiver er kafað djúpt ofan í mannlega vitund okkar og teng- ingu við náttúruna þar sem lífrænn og draumkenndur hljóðheimur Jónsa mætir vélrænni og fram- úrstefnulegri upptökustjórn A.G. Cook. Með þessu óvenjulega sam- starfi heldur Jónsi áfram að þenja út mörk listformsins og skynjunar okkar,“ segir um plötuna í tilkynn- ingu. Jónsi syngur með Elizabeth Fraser Skapandi Jónsi kemur víða við í listinni. Haldreipi fegurðarinnar Verk Ingibjargar leitast við að snerta á grunnviðleitninni til list- sköpunar og undirstöðu myndlistar, línu og myndbyggingu en eru um leið hluti af frásögn sem raðast saman úr brotum sem glittir í. Því til marks er til sýnis verk sem inniheldur ljós- Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Í myndlist er hægt að tjá eitthvað sem er ekki hægt að útskýra nákvæmlega með orðum, og það er eitthvað mjög heillandi við það,“ segir Ingibjörg Sigurjónsdóttir myndlistarmaður um sumarsýningu Skaftfells sem er í hennar höndum og ber titilinn Mon ciel, mi cielo. Hvað ertu raumverulega að meina? „Fyrri partur titilsins kemur frá leikfangi sem var það fyrsta sem ég keypti fyrir mína eigin peninga, pes- eta á Mæjorka. Þetta er plasteftirlík- ing af Hello Kitty, en á umbúðunum stóð Mon ciel, mi cielo. Það tengist við eitt lykilverk á sýningunni,“ segir Ingibjörg þegar blaðamaður spyr hana hvað hún sé eiginlega að meina með titlinum. „Seinni hlutinn [hvað ertu raunverulega að meina?] kemur út frá þessari stanslausu spurningu sem er alltaf tengd myndlistinni, listaverkum og því að kljást við tilveruna,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg sýnir eigin verk í formi teikninga, stafrænna prenta og skúlptúra, ásamt völdum verkum eftir listmálarann og leirlistamann- inn Benedikt Guðmundsson (1907- 1960), en Ingibjörg ólst upp innan um verk hans þar sem afkomendur hans voru nánir fjölskylduvinir. „Ég ólst upp í kringum þessi verk því dóttir hans og fjölskylda bjuggu á efri hæðinni – þessi fjölskylda er öll mjög skapandi og það er nálgun þaðan sem hefur mótað mig mjög mikið,“ segir Ingibjörg. Benedikt var leirlistamaður, listmálari og menntaður kjötiðnaðarmaður sem vann ötullega að list sinni, gerði áræðin málverk og fíngerðar pastel- teikningar.„Hann var mjög virkur í listinni og var í kreðsu með öðrum áhugamálurum, bílamálurum og svo atvinnumálurum eins og Gunnlaugi Scheving og Þorvaldi Skúlasyni. Verkin okkar eru eins ólík og verið getur en við eigum sameiginlegan flöt í trú á erindi listarinnar, þótt nálgun okkar sé alveg úr sitt hvorri áttinni,“ segir Ingibjörg. mynd eftir afa Ingibjargar, sem á sér fallega sögu. „Ég á ljósmynd sem afi minn tók þegar við vorum að byrja að átta okkur á því að hann væri langt leiddur af Alzheim- er-sjúkdómnum. Hann var að missa tengninguna við raunveruleikann og staðreyndir en hann hafði einhverja beintengingu við fegurðina, þessi haldreipi sem við höfum,“ segir Ingi- björg og heldur áfram: „Þetta er ljósmynd sem hann tók þegar hann stóð alveg heillaður við gluggann í einhverri ítalskri leiguíbúð sem við vorum í. Hann tók aftur og aftur myndir af sólsetrinu og af skýjunum. Mér þóttu þessar myndir vera svo merkilegur vottur um þetta hald- reipi fegurðarinnar. Þessi mynd hef- ur lengi verið mér hugleikin og lenti í einu verkinu sem var á sýningunni og á sinn þátt í að gefa sýningunni þennan titil, himinninn minn - mon ciel, mi cielo,“ segir hún. Skúlptúrinn skýr í sinni tilvist Á sýningunni er að finna skúlptúr, gylltan stöpul, sem er ætlað að kalla fram ákveðna tilfinningu. Hann samanstendur af skrifstofupappír í stærðinni A3, sem er síðan gylltur eftir á líkt og gert er með biblíur. „Síðan raða ég á hann vandlega völd- um hlutum, sem eru ágætis dæmi um þessa ómerkilegu hluti sem ég vinn gjarnan með, sem búa yfir einhverri óuppgötvaðri merkingu,“ segir Ingi- björg. Ekkert skýrt svar sé við því hver merkingin sé, en á sama tíma sé það alveg ljóst. Eitthvað sem er óskýrt en skýrt um leið. „Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem maður á að vera að gera. Það er fáranlegt að eyða pening í að gylla skrifstofupappír en um leið þá verð- ur þetta að vera svona. Það er líka það sem er spennandi; listin er oft ekki lógísk við fyrstu sýn en hún fylgir sínum eigin rökum. Eitthvað sem virðist fyrst ekki meika sens, meikar síðan sens,“ segir hún. Raunveruleg merking hlutanna  Verk Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Benedikts Guðmundssonar til sýnis á Sumarsýningu Skaftfells  Kafað inn í raunverulega merkingu hlutanna  Teikningar, stafræn prent og skúlptúrar Ljósmynd/Margrét Bjarnadóttir Gylltur Þessi gyllti stöpull hefur einhverja merkingu, sem undir hverjum og einum er komið að túlka. Ljósmynd/Vigfús Bjarnason Sólsetrið Afi Ingibjargar hafði ekki gleymt fegurðinni þrátt fyrir greiningu sína og tók fallega mynd. C vítamín Bragðgóðar tuggutöflur með appelsínubragði. Frábær kostur fyrir þá sem eiga erfitt með að kyngja stórum töflum. Hentar öllum aldri. Fæst í apótekum og flestum stórmörkuðum Málverkasýningin Draumar verður opnuð í dag kl. 14 í Listmunahúsi Ófeigs við Skólavörðustíg. Á henni sýna Hulda Vilhjálmsdóttir og Val- garður Bragason ásamt börnum sínum Braga Þór Valgarðssyni og Nínu Maríu E. Valgarðsdóttur mál- verk. Hulda og Valgarður eru starfandi listamenn og hafa börn þeirra í gegnum tíðina oft málað verk með þeim . Draumar hjá Ófeigi Listadýrð Eitt af verkum sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.