Morgunblaðið - 20.08.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.08.2020, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 0. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  195. tölublað  108. árgangur  EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ! Grísagrillsneiðar Kryddlegnar 800KR/KG ÁÐUR: 1.599 KR/KG Lambaleggir Grillmarinering 985KR/KG ÁÐUR: 1.699 KR/KG -42% -50% Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 20.—23. ágúst -25%Bændamarkaður NÝ ÍSLENSK UPPSKERA! DANSFLOKKURINN FRUMSÝNIR ÆVI Í SEPTEMBER NÝ PRJÓNA– LÍNA FYRIR BÖRN HAFA ÞURFT AÐ FÆKKA VEITINGA- STÖÐUM SJÖFN OG SALKA 36 GLEÐIPINNAR 22HLYNUR PÁLL 56 Andrés Magnússon andres@mbl.is Fjármálaráðherra telur að aukin ríkis- útgjöld í baráttunni við kórónuveiruna geti skilað 200 milljarða króna vexti á næstunni, en nú þegar hafi aðgerðirn- ar skilað 80 milljörðum króna út í efna- hagslífið. Halli ríkissjóðs vegna við- bragða við veirunni, sem sennilega verði hátt í 300 milljarðar króna á þessu ári, sé því engan veginn glatað fé. Þetta kemur fram í grein sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, skrifar á miðopnu Morgunblaðsins í dag. Þar segir m.a. að aukin ríkisútgjöld séu í raun eina leiðin fram á við til þess að verjast afleiðingum kórónuveirunn- ar á samfélagið og endurreisa efna- hagslífið. Fátítt er að formenn Sjálf- stæðisflokksins tali fyrir stórauknum ríkisútgjöldum, en í samtali við Morg- unblaðið segir Bjarni það enga stefnu- breytingu. „Nei, þetta var ekki erfitt val fyrir mig sem formann Sjálfstæðisflokksins. Miklu frekar að ég fyndi til ánægju með að okkur hafi tekist að byggja upp þá stöðu á liðnum árum að geta tekist á við svona áföll,“ segir Bjarni og minnir á að það hafi ekki verið óumdeild stefna að greiða niður skuldir jafnört og gert var, sumir hafi einmitt viljað verja auknum tekjum til alls kyns nýrra ríkisútgjalda en þá hefði ekkert borð verið fyrir báru. „Nú stöndum við einfaldlega frammi fyrir tekjutapi og því að bótakerfin þurfa að grípa sterkt inn í. Þá þarf að velja milli þess að grípa til tímabundins hallareksturs á ríkissjóði eða gríðalegs niðurskurðar og harkalegrar tekju- aukningar ríkisins, sem við þessar að- stæðu myndu gera illt verra.“ Bjarni segir að horft verði til þessa við gerð nýrrar fjármálastefnu ríkisins. Áfram verði fylgt eldri áætlun um framlög til einstakra málefnasviða, en engin ný útgjöld önnur en til þess að fást við kórónuveiruna. Hins vegar verði þar fjárfestingarátak til þess að auka framleiðni og nýsköpun, ásamt með betri ríkisrekstri. „Á okkur hvílir sú skylda að fara betur með takmark- aða fjármuni til þess að leggja grunn að nýjum vexti og sjálfbærni í ríkisfjár- málum.“ Bjarni bendir á að í sumar hafi einkaneysla farið langt fram úr vænt- ingum. „Það er vísbending um að fólk hafi trú á því að við séum á réttri leið og trú á íslensku efnahagslífi, en viðbrögð Seðlabankans og nýlegar kauphækk- anir höfðu einnig sín áhrif.“ Veiruhallinn ekki glatað fé  Fjármálaráðherra segir halla á ríkissjóði geta skilað 200 milljarða króna vexti  Aukin ríkisútgjöld eina leiðin fram á við gegn veirunni og til nýs vaxtar MSamstaðan skilar árangri »33 Fiskmarkaðurinn í Grimsby á Eng- landi tók að starfa á ný í júní eftir að hafa verið lokað í lok mars vegna lít- illar eftirspurnar og sóttvarna- ráðstafana stjórnvalda. Þangað kemur nú reglulega fiskur frá Ís- landi, en verð hefur verið mjög lágt undnafarna daga og mun þróunin næstu vikur og mánuði meðal ann- ars ráðast af sóttvarnaaðgerðum breskra stjórnvalda. Veitingageirinn í Þýskalandi er enn í erfiðri stöðu, en aldrei hefur sala sjávarafurða í smásölu verið meiri þar í landi. Þjóðverjar keyptu 236 þúsund tonn af sjávarfangi á fyrstu sex mánuðum ársins fyrir 2,4 milljarða evra. »26 Markaðir virkir en óstöðugir Vonir standa til að hægt verði að opna Dýra- fjarðargöng í október. Til stóð að opna göng- in 1. september, en heimsfaraldur kórónu- veiru og illviðri í vetur hefur sett strik í reikninginn. Guðmundur Rafn Kristjánsson, fulltrúi Vegagerðarinnar í verkinu, segir að göngin séu farin að líta vel út, en að enn sé of snemmt að segja til um dagsetningu fyrir opnun ganganna. „Þetta er aðeins á eftir áætlun,“ segir Guðmundur. „Við vonumst til að geta opnað í október, en við þurfum að fresta þessu um alla vega mánuð vegna veir- unnar og veðurs. Veðrið í vetur hafði talsverð áhrif, það var svo vont veður í Dýrafirði að það var ekki hægt að komast inn í göngin í nokkra daga. Svo hafa orðið tafir á aðföngum og erlendir starfsmenn þurft að fara út af veirunni,“ segir Guðmundur og bætir við að síðustu forvöð fyrir opnun séu áður en snjó tekur að festa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefna á opnun Dýrafjarðarganga í október
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.