Morgunblaðið - 20.08.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Malbika þarf nýtt undirlag fyrir
hlaupabraut við nýjan frjálsíþrótta-
völl ÍR í Mjódd. Rangt efni var not-
að við fyrstu malbikun og því þarf
að hefja framkvæmdir að nýju.
Að sögn Ingigerðar H. Guð-
mundsdóttur, formanns ÍR, er nú
unnið að því að fræsa gamla undir-
lagið. „Það er verið að fræsa þetta
upp til að hægt sé að malbika aftur.
Næsta sumar á síðan að leggja tart-
an á brautina,“ segir Ingigerður og
bætir við að leggja verði sérstakt
malbik undir tartan. Að öðrum kosti
er hætta á því að hlaupabrautin
skemmist á skömmum tíma. „Það
var búið að malbika en það var ekki
í lagi. Ég kann ekki alveg á verk-
fræðina en malbikið verður að hafa
ákveðna eiginleika þegar það er
undir svona efni,“ segir Ingigerður.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að kostnaður vegna mistakanna
hlaupi á ríflega hundrað milljónum
króna. Aðspurð segist Ingigerður
ekki geta staðfest það, en bendir á
að allur kostnaður falli á Reykjavík-
urborg. „Borgin á þessi mannvirki
og ég þekki ekki kostnaðarhlutann
á þessu. Ég þori því ekki að nefna
neinar tölur. Eina sem ég hef verið
að reyna að gera er að koma að-
stöðunni í stand. Þetta er rosalega
flottur völlur og við bíðum spennt
eftir því að fá brautina,“ segir Ingi-
gerður.
Mistök í verklýsingu
Að því er heimildir Morgunblaðs-
ins herma má rekja framangreind
mistök til verklýsingar fram-
kvæmdarinnar. Segja heimildar-
menn blaðsins að óskað hafi verið
eftir röngu efni í lýsingunni. Verk-
takinn Jarðval sf., sem hefur séð
um framkvæmdina, kvaðst ekki
vilja tjá sig um málið. Vísaði hann
jafnframt á borgina og sagði málið
vera í farvegi.
Morgunblaðið sendi fyrirspurn til
Reykjavíkurborgar við vinnslu
fréttarinnar. Engin svör bárust.
Mjög dýrkeypt mistök
Mistök í verk-
lýsingu kosta ríf-
lega 100 milljónir
Morgunblaðið/Arnþór
Framkvæmdir Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna mistakanna hlaupi á
ríflega hundrað milljónum króna. Fellur kostnaðurinn á Reykjavíkurborg.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn
almannavarnadeildar ríkislögreglu-
stjóra, segir ný fyrirmæli ríkissak-
sóknara um sektarviðurlög brota á
sóttvarnareglum ekki hafa í för með
sér stefnubreytingu af hálfu lög-
reglu hvað varðar aðgerðir til að
takmarka útbreiðslu faraldurs kór-
ónuveirunnar.
Fyrirmælin voru birt á vef emb-
ættisins á þriðjudag. Er þar meðal
annars mælt fyrir um að brot á
skyldu til að fara eða vera í sóttkví
geti varðað 50 til 250 þúsund króna
sekt. Brot á reglum um einangrun
varða á sama tíma 150 til 500 þús-
und króna sekt.
10 til 100 þúsund krónur fyrir
grímuskyldubrot einstaklings
Sekt einstaklings, sem notar ekki
andlitsgrímu, ákvarðist þá eftir al-
varleika brots – frá 10 og upp í 100
þúsund krónur. Leysa fyrirmælin af
hólmi fyrri fyrirmæli ríkissaksókn-
ara sem tóku gildi 27. mars, sam-
kvæmt þágildandi sóttvarnareglum.
Spurður hvort
lögreglan muni
fylgja þessum
fyrirmælum eftir
með öðrum hætti
en gert hefur
verið hingað til,
til að mynda með
stífara eftirliti,
segir Víðir að
hún hafi frá upp-
hafi nálgast þau
sóttvarnaverkefni sem faraldrinum
fylgja, „með leiðbeiningar- og þjón-
ustuhlutverkið í forgrunni“.
„Lögreglan hefur ekki beitt harð-
ari úrræðum á borð við sektir nema
í tiltölulega alvarlegum tilfellum, og
ég held að það verði leiðarljósið í
þessu, að minnsta kosti til að byrja
með, að aðstoða fólk við að nota
grímurnar þar sem það á við,“ segir
Víðir í samtali við Morgunblaðið.
„Það er mjög afmarkað hvar er
grímuskylda, það er fyrst og fremst
í almenningssamgöngum, og ég hef
svo sem ekki mikla trú á því að
þetta verði umfangsmikið verk-
efni.“
Hvað lögregluna varði feli nýju
fyrirmælin því ekki fyrir sér neins
konar stefnubreytingu hvað að-
gerðir varðar.
„Þetta er náttúrulega bara þann-
ig að þegar reglur eru settar þá
þurfa að fylgja þeim einhver úrræði
ef þær eru brotnar. En allt er þetta
þannig að lögregla beitir vægustu
úrræðum sem eru í boði hverju
sinni. Og í þessum tilfellum hafa
leiðbeiningar og tilmæli einfaldlega
virkað mjög vel. Fólk hefur viljað
vera með í þessu verkefni. Þannig
að ég á ekki von á að það verði nein
stefnubreyting á því.“
Fyrirmælum fylgi ekki stefnubreyting
Lögregla beiti vægustu úrræðum hverju sinni 50 til 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví
150 til 500 þúsund króna sekt fyrir brot á einangrun Leysa af hólmi fyrri fyrirmæli ríkissaksóknara
Víðir
Reynisson
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Hjónunum Þórunnborgu Jónsdóttur
og Ragnari Eiðssyni á Bragðavöllum
á Djúpavogi brá heldur betur í brún
þegar tengdadóttir þeirra kom fær-
andi hendi með risasvepp sem hún
hafði fundið utan við bæinn. Hvítur
sveppurinn vóg rúm fjögur kíló og
var um 102 cm að ummáli. „Sonur
minn hélt náttúrulega að þetta væri
bolti,“ segir Ragnar og hlær. Svepp-
urinn er af tegundinni jötungíma og
er vel ætur. Því má ætla að fjöl-
skyldan muni eiga fullt í fangi næstu
vikur við að matreiða ferlíkið.
Fimmtándi sveppurinn
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
sveppafræðingur hefur þegar fengið
veður af risasveppnum þegar blaða-
maður slær á þráðinn. Hún stað-
festir að þetta sé jötungíma, tegund
risasveppa sem eigi það til að rata í
fjölmiðla og sé algengasta tegund
svokallaðra gorkúlna. „Þetta fannst
fyrst þegar einhver krakkageml-
ingur var úti að leika í Smárahlíð í
Hrunamannahreppi. Þetta er sirka
fimmtánda stykkið sem finnst frá
1980 en vekur auðvitað alltaf at-
hygli,“ segir Guðríður. Sveppurinn
sjálfur er eins og köngulóarvefur eða
rörakerfi, sem vex neðanjarðar en
hvítu boltarnir í raun aldin
sveppanna. Það sé ætt meðan það er
enn ungt og hvítt.
Risasveppur á Austfjörðum
Jötungíman
vegur fjögur kíló
Finnst af og til
hérlendis
Stór Eins og sést er sveppurinn 102 cm í ummál eða á við strandbolta. Jöt-
ungíma er stærsti sveppur í heimi og getur náð allt að 3 metrum í ummál.
Bolti Þórunnborg Jónsdóttir með sveppinn stóra, sem vegur rúm fjögur
kíló og er 102 cm að ummáli. Sveppasúpa í öll mál út árið, segir húsbóndinn.