Morgunblaðið - 20.08.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020
ALVÖRU
VERKFÆRI
145
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
Þorláks helga biskups og þar er þess
getið að hann hafi hrunið ofan á naut
en eitt þeirra hafi bjargast fyrir heit
á Þorlák,“ segir hún.
Í sumar var haldið áfram með
rannsókn á þessum helli og torfhlað-
inni tóft framan við hann. „Minj-
arnar eru á talsvert miklu dýpi sem
gerir aðgengi erfiðara en ella. Feng-
in var vélgrafa til þess að grafa niður
á minjarnar og aðstoða við að af-
hjúpa þær. Í ljós kom stór torfhlaðin
bygging sem er framan við hellinn.
Ekki er búið að grafa í gólflög tóft-
arinnar og því ekki hægt að segja til
um það á þessu stigi hvaða hlutverki
hún hefur gegnt. Rannsókn inni í
hellinum sjálfum er heldur ekki haf-
in, að öðru leyti en því að búið er að
gera þrívíddarlíkan af honum sem
hægt verður að nota til þess að skoða
hann nánar, gerð hans og stærð,“
segir Kristborg. Hún segir að svo
virðist sem hellirinn hafi verið graf-
inn út um miðja 10. öld og hann kom-
inn úr notkun nokkru fyrir 1206.
Einstök varðveisla
Tóftin framan við hellinn er mjög
heilleg vegna þess að hún hefur fyllst
af hruni úr þaki (og að hluta til veggj-
um) og svo virðist hún hafa verið fyllt
af sandi. Veggir hennar hafa því
varðveist að miklu leyti og eru þeir
allt að 1,5 m háir innanmáls þar sem
þeir eru hæstir. Er það einstök varð-
veisla á torfhlöðnu mannvirki sem er
yfir 800 ára gamalt. Ekki komu
margir gripir í ljós við uppgröft sum-
arsins en þó fannst laglegur, skreytt-
ur bronsgripur auk annarra hvers-
dagslegri gripa á borð við brýni.
Auk uppgraftarsvæðis framan við
hellismunna var grafinn skurður við
munna annars hrunins hellis, við hlið
meints Nautahellis. Þar komu í ljós
yngri minjar sem líklega eru frá 14.-
15. öld. Þær geta bent til þess að
þessi tiltekni hellir hafi verið lengur í
notkun en Nautahellir eða að hluti
hans hafi verið endurnýttur eftir að
hann hrundi en ekki liggur ljóst fyrir
hvenær það var.
Athuganir sem gerðar voru fyrr í
sumar benda til þess að mikill fjöldi
manngerðra hella hafi verið í túninu í
Odda en þeir hafa ýmist hrunið eða
lokast/verið lokað. M.a. eru sterkar
vísbendingar um að hellar hafi verið
á tveimur stöðum í Gammabrekku,
en svo nefnist hæsti hóllinn í túninu.
Fleiri óþekktir hellar?
Kristborg segir að gerðar hafi ver-
ið tilraunir til þess að sannreyna til-
gátur um lokaða hella með einni gerð
jarðsjár (GPR) og verði spennandi
að sjá hvort mælingarnar sýni hol-
rými þar sem útlit er fyrir að hell-
arnir séu.
Enn á eftir að vinna úr rannsókn-
argögnum sumarsins og ákveða í
kjölfarið hver næstu skref verða.
Ljóst er að rannsókn á helli og tóft
framan við hann heldur áfram og
frekari rannsóknir verða gerðar á
meintri seltóft. Kristborg segir einn-
ig mikilvægt að halda áfram að kort-
leggja útbreiðslu manngerðra hella í
túninu og kanna aldur þeirra en það
séu ákveðnar vísbendingar í þá átt að
þeir tilheyri valdatíma Oddaverja,
eða fram til um 1300.
Manngerður hellir frá 10. öld
Rannsókn í Odda á Rangárvöllum miðar vel Sjónum beint að ævafornum manngerðum hellum
Oddi var eitt helsta höfðingja- og menntasetur Íslands til forna Oddaverjar voru mikil valdaætt
Ljósmynd/Fornleifastofnun Íslands
Oddi á Rangárvöllum Sögufrægur kirkjustaður, menntasetur og valdamiðstöð Oddaverja á þjóðveldisöld. Frægastir þeirra eru Sæmundur fróði og Jón
Loftsson sem tók Snorra Sturluson í fóstur. Yfirlitsmyndin sýnir uppgraftarsvæði sumarsins. Efst er kirkjan í Odda sem reist var 1924.
Minjar Uppgraftarsvæði sumarsins.
Sjá má glitta í hellismunnann.
Nautahellir? Séð inn í hellinn sem
að líkindum er frá 10. öld
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Fyrstu niðurstöður rannsókna sum-
arsins lofa mjög góðu um fram-
haldið,“ segir Kristborg Þórsdóttir
fornleifafræðingur sem stýrir forn-
leifarannsókn í Odda á Rangár-
völlum. Þar var eitt helsta mennta-
og höfðingjasetur Íslendinga á þjóð-
veldisöld.
Oddarannsóknin er umfangsmikið
rannsóknarverkefni sem hefur að
markmiði að varpa ljósi á ritmenn-
ingu á staðnum á miðöldum með
áherslu á tímabilið 1100 til 1300.
Verkefnið hlaut styrk í vor úr sjóðn-
um Ritmenning íslenskra miðalda
(RÍM). Það skiptist í þrjá verkþætti:
1) fornleifarannsókn, 2) umhverfi og
mannvist og 3) miðstöðin Oddi
(valda-, kirkju- og lærdómsmiðstöð).
Rannsóknin er margþætt en mesta
áherslan er á að varpa ljósi á það
hverjar efnahagslegar undirstöður
miðstöðvarinnar í Odda voru.
„Verkefnið er lagt upp til þriggja
ára og er það því rétt að byrja,“ segir
Kristborg. Hún segir að fyrr í sumar
hafi fundist mjög fornleg tóft þar
sem heita Kampastaðir í landi Odda
og sagnir eru um að hafi verið sel og/
eða býli fyrr á öldum. „Fyrstu athug-
anir á þessari tóft voru gerðar með
kjarnabor á dögunum og virðast þær
benda til þess að þar hafi verið árs-
tíðabundin búseta sem gefur ein-
dregið til kynna að þar hafi verið sel.
Ekki er búið að aldursgreina rústina
námkvæmlega en afar líklegt er að
hún sé frá því tímabili sem er til um-
fjöllunar í Oddarannsókninni.“
Nokkrir manngerðir hellar
Í túninu í Odda eru nokkrir þekkt-
ir manngerðir hellar, þar af þrír sem
hafa hrunið. Kristborg segir að við
forrannsókn sem fram fór árið 2018
hafi verið komið niður á áður óþekkt-
an uppistandandi manngerðan helli
sem hafi að öllum líkindum tengst
svonefndum Nautahelli.
„Sá hellir er nefndur í jarteinabók