Morgunblaðið - 20.08.2020, Page 20

Morgunblaðið - 20.08.2020, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir það ekki koma á óvart að borgarstjóri minnist á þau sam- komulög sem gerð hafa verið milli ríkis og borgar um framtíð Reykja- víkurflugvallar, en að borgin þurfi að efna sinn hluta og breyta að- alskipulagi til að tryggja óbreytta starfsemi þar til annar flugvall- arkostur finnst. Hann bendir á að enginn annar völlur sé í stakk bú- inn til að taka við einka- og kennsluflugi og skynsamlegast sé að bíða niðurstöðu rannsókna úr Hvassahrauni. Reynist þær já- kvæðar þá geri þær hraunið að vænlegum kosti og ef ekki, þá þurfi að finna nýja lausn fyrir flug- starfsemina, eða að skipta um skoðun og halda í óbreytt ástand. Sigurður segist „ekki vera viss um að þetta sé mest aðkallandi verk- efni á Íslandi í dag,“ og að ekkert kalli á að færa æfingarflug hér og nú. Frekar væri að styðja við. Ekki mest aðkallandi verkefni SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON SAMGÖNGURÁÐHERRA Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri krefst þess að ríkið efni samkomulag og finni „án tafar“ nýjan stað fyrir einka- og kennsluflug utan Reykja- víkurflugvallar. Sigurður Ingi Jó- hannsson samgönguráðherra segir málið ekki aðkallandi og enginn kost- ur blasi við til lausnar. Í bréfi borgarstjóra, dags 8. júlí síðastliðinn, til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er rakið að frá aldamótum hafi ríkið gefið fyr- irheit um að finna kennsluflugi nýjan stað utan Reykjavíkurflugvallar. Sérstaklega er vísað til samkomulags frá árinu 2013 á milli borgarinnar, Icelandair og ríkisins, þar sem gert var ráð fyrir því að Reykjavíkurflug- völlur myndi víkja í áföngum og „inn- anríkisráðuneytið og Isavia muni hafa forgöngu um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað“. Skýrslur um flugvallarkosti Árið 2007 skilaði samstarfsnefnd samgönguráðuneytis og Reykjavík- urborgar af sér úttektarskýrslu um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkur- fluvallar. Í henni var bæði horft til staðsetningar á nýjum innanlands- velli, en einnig til þess að byggja sér- stakan völl fyrir einka- og kennslu- flug. Fram kemur að finna megi síðarnefnda kostinum stað á Hólms- heiði eða Afstapahrauni, en þó er til- tekin nauðsyn þess að „[flugvöllur] fyrir einka- og kennsluflug verði ekki ákveðinn fyrr en að stefnumótun liggur fyrir“. Í kjölfar umrædds samkomulags árið 2013 var skipaður stýrihópur þeirra þriggja aðila, svokölluð „Rögnunefnd“. Henni var falið að gera athuganir á fimm kostum fyrir framtíðarstæði innanlandsflugvallar. Niðurstöður hópsins útilokuðu alla kosti utan Hvassahrauns, en ekki fór fram sérstök skoðun fyrir einka- og kennsluflug. Vorið 2018 var enn skipaður stýri- hópur til að greina valkosti um fram- tíðarhorfur flugvallarmála á SV- horni landsins. Í skýrslu hópsins seg- ir að ekki hafi verið greint hvar hagkvæmast væri að koma aðstöðu fyrir einka- og kennsluflug fyrir, en jafnframt tekið fram að „slík starf- semi fer illa saman með umferð stórra farþegavéla og á því ekki heima á helsta millilandaflugvelli landsins“. Þar er nefnt að sá kostur þurfi að koma til skoðunar að upp- bygging einka- og kennsluflugvallar í Hvassahrauni gæti nýst sem fyrsti áfangi við gerð alhliða innanlands- flugvallar. Viðhorf flugskóla Blaðamaður ræddi við Matthías Arngrímsson, skólastjóra Flug- félagsins Geirfugls, og Björn Inga Knútsson, forstöðumann og rekstrarstjóra Flugakademíu Ís- lands, um þeirra sýn á málið. Matt- hías rekur að til þess að standa undir nafni þurfi kennsluvöllur að hafa tvær brautir, skýli og snjómoksturs- þjónustu. „Flugvöllurinn þarf að vera heilsársvöllur,“ segir hann og vísar í að völlur á láglendi sé forsenda vegna veðurskilyrða. Björn Ingi segir að þar á bæ fari flugkennsla fram bæði á Keflavíkur- og Reykjavíkurvelli, en á undanförn- um árum hafi þrengt mjög að kennslu í Keflavík vegna forgangs millilandaflugs og „nánast hafi verið búið að úthýsa okkur þar“. Hann tel- ur að í venjulegu árferði sé það á „engan hátt“ raunhæft að kennslu- flug flytjist alfarið til Keflavíkur. Matthías tekur undir það og gengur svo langt að segja að slíkt „endi með því að flugkennsla leggist af“. Hvor- ugur þeirra sér annan kost en að kennsluflug haldi áfram í Reykjavík enda sé enginn annar kostur í aug- sýn. Kostnaður og tími við flutning Í vetur er fyrirhugað að hefja veð- urathuganir í Hvassahrauni sem munu standa yfir í tvö ár. Samkvæmt skýrslu stýrihóps frá árinu 2018 er áætlað að undirbúningur og gerð fullbúins innanlandsflugvallar geti tekið allt að 15 ár frá því ákvörðun um að fara í verkefnið hefur verið tekin. Þar er einnig áætlað að kostn- aður við fyrsta áfanga sem gæti nýst til einka- og kennsluflugs gæti numið allt að 8 milljörðum kr. Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og nefndar- maður í „Rögnunefndinni“, segir að allir kostir utan Hvassahrauns hafi verið slegnir af borðinu en það merki ekki að kosturinn sé sjálfkrafa fýsi- legur, heldur þurfi frekari rannsókna við. Hann tiltekur að þær flugpróf- anir sem þar hafi verið fram- kvæmdar hafi verið á farþegaþotum en þarfir minni flugvéla hafi ekki ver- ið kannaðar sérstaklega í þessu sam- hengi. Uppbygging á sérstökum velli fyrir einka- og kennsluflug sé því á sama byrjunarreit og ekki sé raun- hæft að slíkur verði til á næstu árum. Staðsetning kennsluflugs umdeild  Borgarstjóri krefst þess að ríkið finni einka- og kennsluflugi nýjan stað utan Reykjavíkurflugvallar  Ráðherra segir borgarstjóra þurfa að halda sinn hluta samkomulagsins og tryggja starfsemi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reykjavíkurflugvöllur Óvissa ríkir um framtíð einka- og kennsluflugs í Reykjavík. Aðrir kostir eru vandfundnir. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því að Minjastofnun veiti lengri frest til að gera athugasemdir við þau áform stofnunarinnar að óska eftir friðlýsingu menningarlandslags á Álfsnesi og við Þerneyjarsund. Þetta staðfestir Bjarni Brynjólfsson, upp- lýsingafulltrúi borgarinnar. Frestur var veittur til 27. ágúst en borgin tel- ur málið svo umfangsmikið að lengri tíma þurfi til að vinna álitsgerð. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi í málinu fyrir endur- vinnslufyrirtækið Björgun hf. Fallist Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á tillögu Minjastofnunar er útséð um að fyrir- tækið geti nýtt lóð þá við Álfsnesvík sem borgaryfirvöld hafa úthlutað því. Þar á efnisvinnsla og hafnarað- staða fyrirtækisins að vera til fram- tíðar. Björgun hefur mótmælt áformum Minjastofnunar harðlega. Einstakt landslag Orri Vésteinsson prófessor, sem er sérfróður um staðinn, sagði í grein í Morgunblaðinu í júlí að við Þerneyjarsund væri einstakt menn- ingarlandslag. Þar hefði verið ein af fimmtán kauphöfnum á Íslandi sem reglulega var siglt til á síðmiðöldum. Með því að afmarka iðnaðarlóð inni á miðju þessu svæði væri landslags- heildin eyðilögð. Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti Íslands og þjóð- minjavörður, hvatti til þess á sínum tíma að staðurinn yrði varðveittur fyrir raski. Borgaryfirvöld hafa lýst því yfir að þau séu hlynnt því að þrjú minja- svæði sem finna má í grennd við fyr- irhugað athafnasvæði Björgunar, Kauphöfn við Þerneyjarsund, Sundakot og Glóra, njóti hverfis- verndar. Ekki sé þó tímabært að festa slík hverfisverndarsvæði í að- alskipulag nú, en það verði gert í tengslum við skipulag Sundabrautar og ákvörðun um endanlega legu brautarinnar þegar frumhönnun framkvæmdar liggur fyrir. Borgin bendir á að fyrirhugað svæði Björg- unar liggi á milli minjasvæðanna í Sundakoti og Glóru og uppbygging þar muni ekki raska þeim minja- þyrpingum. Minjastofnun horfir hins vegar á landslagið í heild og tel- ur að starfsemi Björgunar á svæðinu muni hafa í för með sér óafturkræfan skaða. Borgin vill lengri frest til umsagnar  Minjastofnun vill friðlýsa Álfsnes Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is AFMARKANIR & HINDRANIR Fjölbreyttar lausnir til afmörkunar á ferðamannastöðum, göngustígum og bílaplönum. DVERGARNIR R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.