Morgunblaðið - 20.08.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.08.2020, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Við erum hér til að aðstoða þig! - • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 tengjast áheyrendum með tækninni. Meir en nokkru sinni fyrr erum við að fjárfesta í og horfa skapandi á nýjar aðferðir til að styðja og efla þessar tengingar stafrænt séð. Hvort sem er með streymi, með gervigreind að hluta eða öllu leyti, eða með áhrifarikari frásögn.“ Hanson sagðist ekki velkjast í vafa um að þegar horft yrði um öxl til kórónuveirutímabilsins yrði það viðurkennt sem drifkraftur sem gagnaðist eftir faraldurinn. „Munu sviðslistirnar taka stakkaskiptum með tímanum? Auðvitað. Þegar við opnum aftur verður samfélagsfirð á milli sæta. Reglur í gildi um veirupróf og skimanir svo áheyrendur, tónlist- armenn og starfslið verði óhult. Við munum laga okkur að aðstæðum og hugsa upp á nýtt hvernig og hvað við gerum. Ný form stafrænnar upplifunar leysa ekki af hólmi lifandi konserta og þá eðlislægu og tilfinningadrifnu krafta sem tengja okkur. Ég býst við að vera ekki einn um að þrá þann dag þegar ég get sest í tónleikahöll- ina umkringdur öðrum sem deila dá- læti sínu á tónlist.“ Hver vill halda Ólympíuleika? Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó hefur verið frestað til 2021 vegna viðvarandi COVID-19-veirufarald- urs. Það hefur aldrei gerst áður að nútíma Ólympíuleikum hafi verið frestað. Nokkrum hefur verið aflýst vegna styrjaldarátaka, þar á meðal áformaðir leikar 1940 í Tókýó. Leik- arnir í Antwerpen 1920 fóru fram undir langvarandi áhrifum spænsku veikinnar ógurlegu 1918-19 og þeir liðu fyrir það. David Clay Large hjá Evrópu- stofnun Kaliforníuháskólans í Berkeley (IES) segir það eiga eftir að koma í ljós hvort frestuðu leik- arnir í Tókýó fari fram 2021. Farald- urinn sýnir þess engin merki að vera dvínandi og verði svo áfram, eins og virðist vera, fara leikarnir ólíklega fram næsta sumar. „Getur verið að þeim verði aftur frestað? Ólíklega segja japönsku mótshaldararnir og stórbokkar Al- þjóðaólympíunefndarinnar. Áhugi fyrir leikunum er sagður hruninn í Tókýó og nær ómögulegt yrði að finna aðra borg í staðinn sem viljug væri til að taka á sig þá risavöxnu fjárhagslegu áhættu sem mótshald- inu fylgdi. Eftir allt er ekkert íþróttamót eins háð alþjóða- samgöngum og Ólympíuleikarnir. Stór körfubolta- og knattspyrnumót má hugsa sér sem sjónvarpsmót ein- vörðungu. En Ólympíuleikar hafa allt eins verið hátíð þjóðanna í áhorf- endastúkunum sem og í röðum keppendanna. Vissulega gætu lang- tíma áhrif kórónuveirunnar á leik- ana orðið þau að færri borgir vilji halda þá. Borgir sem hljóta „hnoss- ið“ munu líklega fjárfesta í miklu minna mæli í nýjum íþróttamann- virkjum, hótelum og samgöngu- kerfum en nú er. Tókýó hefur þjáðst tvisvar. Hver vill verða Tókýó núm- er þrjú?“ spurði Large. Hollywood í öndunarvél Faraldurinn hefur lagt listir og menningu í rúst. Í miklum meiri- hluta landa heims hefur þýðing- armiklum menningarstofnunum ver- ið lokað að fullu leyti eða hluta til – og margar þeirra eru lokaðar enn þann dag í dag. Dyr sumra munu kannski aldrei aftur opnast, sagði sagði Jonathan Kuntz, kvikmynda- fræðingur hjá School of Theater, Film, and Television í Kaliforníuhá- skóla í Los Angeles. Hann bætti því við að veiran hefði drepið nær allar greinar viðskipta- módels kvikmyndafyrirtækjanna í Hollywood og líklega myndi engin öndunarvél nokkru sinni lífga þau við. Og enn bráðari vandi væri að listamenn um allar jarðir hefðu ver- ið skildir eftir tekjulausir. Milljónir manna hafa verið sviptar tekjum frá ferðaþjónustunni sem er mjög háð viðburðum á sviði menningar. „Kreppan hefur afhjúpað djúpstætt og brothætt vistkerfi menningar- innar. Menn verða að taka höndum saman til að bjarga menningar- arfleifð sinni,“ sagði Jonathan Kuntz. Bætið hrópunum við Faraldurinn sagði strax til sín á vettvangi íþróttanna, á öllum stigum þeirra voru æfingar og keppni stöðvuð. Afleiðingarnar varða ekki bara frestun leikjanna og heilu mót- anna, stuðningsmenn eyða ekki lengur neinu fé á íþróttakrám, eng- inn ferðast á mót og samfélögin njóta ekki teknanna af íþróttunum sem áður, segir Rick Cordella, fjár- málastjóri hjá bandarísku streymis- veitunni Peacock. „Út úr myrkrinu eru fyrstu íþróttir atvinnumanna að hefja aftur leik – vitaskuld við gjörbreyttar að- stæður: tómir íþróttavellir, liðs- belgir til að leikmenn haldi heilsu, þulir og útsendingarstjórar sem vinna úr fjarlægð. Unnendur heima við vilja horfa ekki minna en áður. Staðreyndin er að við sjáum nú metáhorf á útsendingar frá hokkí, golfi, knattspyrnu, hafnabolta og körfubolta. Augljóslega er þanþol í löngun okkur í íþróttir,“ sagði Cordella. Stóra spurningin væri hverjar lang- tíma breytingarnar og sálrænu áhrifin yrðu. Íþróttirnar stæðu mis- jafnlega vel að vígi. Golf og bíla- kappakstur væri eins á að horfa sem fyrr en leikur í NFL-deildinni þyrfti stúkufylli hrópandi áhorfenda inn í sjónvarpsmyndina. Jafnvel eftir að bóluefni verður komið til sögunnar gæti svo farið að hluti unnenda íþróttanna vilji ekki standa í röðum eftir að komast inn á leikvangana og sitja þröngt innan um 60.000 manns, þeim ókunnuga,“ sagði Cordella. Gullöld safnanna lokið (í bili) Fyrir faraldurinn var þróttur al- þjóðlegra listasafna mikill. Nærðu þau sálir gesta um heim allan með margvíslegum hætti. Veiran breytti öllu og hefur þurft að loka 90% safna um víða veröld, að mati UNESCO. Og það verður þung áskorun að opna þau aftur. Gullöld safnanna er lokið, í bili að minnsta kosti, sagði James S. Snyder, fyrrverandi for- stöðumaður Þjóðminjasafns Ísraels. Hann segir mikilvægt nú að missa ekki sjónar á gildi safnanna sem miðstöð andlegrar næringar þegar þau vinna sig út úr myrkri kór- ónuveirufaraldursins. Þeir njóta sem fyrst knésetja veiruna Í innleggi sínu segir Baltasar Kor- mákur að kvikmyndaiðnaðurinn muni aðlaga sig að nýjum veruleika og færa sig til þeirra landa sem fyrst vinni á kórónuveirufaraldrinum. „Þegar faraldrinum sló niður á Ís- landi var ég að leikstýra efni fyrir Netflix. Eftir hálfs mánaðar lokun tókst okkur að fá þá til að leyfa okk- ur að ræsa starfsemina að nýju með eigin aðferðum og öryggis- ráðstöfunum. Við vorum tilraunadýr sem áttu að leiða í ljós hvað virkaði. Við stöðvuðum tvö tilfelli en ekkert kom upp á tökustað. Ég er sann- færður um að fyrirtæki eins og okk- ar sem skima fólk og senda í próf að- stoða við að rjúfa útbreiðslu veirunnar. Það er svo mikið að gera akkúrat núna að vírusinn er ekki vandamálið heldur það að við finnum ekki fólk sem við þurfum.“ Hvernig faraldurinn eigi eftir að breyta kvikmyndaiðnaðinum í fram- tíðinni segir Baltasar muni ráðast af því hvað landið gerir. „Íslenski iðn- aðurinn mun vaxa vegna faraldurs- ins, ekki spurning, ásamt nokkrum löndum öðrum sem tekið hafa á veir- unni styrkri hendi undir forystu vís- indamanna, með þolinmæði til lang- frama að leiðarljósi en ekki óðagoti.“ Hann segir Bandaríkin hafa tekið ruglingslega á vandanum og því verði vandasamt að koma kvik- myndaiðnaðinum þar aftur í gang. „Ég held að þið munið sjá banda- rísku fyrirtækin framleiða meira og meira í öðrum löndum áður en þau telja sig örugg með að snúa aftur heim.“ Framtíðin eftir faraldurinn  Kórónuveiran hefur lagst þungt á menningu, listir og íþróttir  Hollywood sögð vera í öndunarvél  „Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn mun vaxa vegna faraldursins, ekki spurning,“ segir Baltasar Kormákur AFP Óviss framtíð Fólk utan við Louvre-safnið í París í Frakklandi. Um 90% allra safna í heiminum hefur verið lokað tímabundið. Þegar þau koma aftur út úr myrkri kórónuveirufaraldursins telur Menningar- og menntastofnun Sameinuðu þjóðanna að æði mörg þessara safna verði ekki opnuð aftur að óbreyttu. BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Ef til vill hefur kórónuveiran ekki lagst jafn þungt á nokkra geira samfélagsins og þá sem auðga okk- ur og skemmta, frá menningu og listum til íþrótta. Tónleikahallir eru lokaðar, gripir í söfnum safna ryki, kvikmyndahús eru gjaldþrota. Sé uppáhaldslið þitt yfirleitt að spila er það á tómum uggvekjandi leikvangi – með þeim áhrifum að leikurinn býður okkur ekki lengur upp á æs- andi undankomu frá veröld vanda- málanna heldur minnir okkur á kreppur hennar. Klisjan um sveltandi listamann hefur öðlast nýtt gildi því hundruð þúsunda manna í þessum iðn- greinum eru ýmist atvinnulaus eða bíða eftir því að verða sagt upp. Svo er það bylgjuverkanin; lokað að- dráttarafl gerir endurreisn ferða- þjónustunnar ólíklegri; börn læra ekki lengur um menningu og sögu frá fyrstu hendi; fáir njóta sköpunar og dægradvalar sem auðgar bæði lífið og gerir það skemmtilegra. Smátt og smátt er verið að opna fyrstu samkomustaðina aftur – vita- skuld með félagslegri firð milli við- staddra. Knúið fram af nauðsyn og með sköpunargáfuna sem aflgjafa er stafræn sköpun að færast í aukana. Fátt verður eins og það var. Þannig hljóðar upphaf umfjöll- unar tímaritsins Foreign Policy þar sem velt er vöngum yfir áhrifum kórónuveirufaraldursins fyrir fram- tíð menningar, íþrótta og skemmti- greina. Þar leggja valinkunnir að- ilar af mörkum, þar á meðal Baltasar Kormákur kvikmyndaleik- stjóri. Dagurinn sem músíkin dó Að kvöldi 6. mars sat Marc C. Hanson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar San Franc- isco, á sínum venjulega stað í Davis- tónleikamiðstöðinni og fylgdist með flutningi á sjöttu sinfóníu Mahlers. Hann segist hafa áttað sig á því þá að þetta yrði lokaviðburðurinn í þessu húsi um langan aldur. „Dag- inn eftir varð Sinfóníuhljómsveit San Francisco fyrsta hljómsveitin í Bandaríkjunum öllum til að aflýsa lifandi tónleikum vegna fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda. Í augsýn eru engir tónleikar í húsinu okkar,“ sagði Hanson. „Þó ég geti ekki spáð um framtíð- ina þá veit ég það samt að þegar hlustendur snúa aftur verður það líklega arfleifð faraldursins að hafa hraðað getu listgreinarinnar til að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.