Morgunblaðið - 14.11.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 14.11.2020, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 er bæði spennandi og ógnvekjandi Bókin fæst í Eymundsson UNGMENNABÓKIN Buick Lesabre til sölu Árgerð 1/1988, ek. 126.000 km. Bensínknúinn, 3.800 cc slagrými, 232 hestöfl, sjálfsk., cruise control, skráður 5 manna. Armpúði, litað gler, rafdrifnar rúður, segul band, 2ja svæða miðstöð, vökvastýri, samlæsingar, loftkæling, rafdrif- nir hliðarspeglar, útvarp, gírskipting í stýri, rafdrifið sæti ökumanns, rafdrifin framsæti, samlæsingar, reyklaust ökutæki, tauáklæði, höfuðpúðar á aftur- sætum, veltistýri. Ný ryðvarinn. Mjög góður bíll. Verð tilboð – Sími 893 7065 Guðni Einarsson Ragnhildur Þrastardóttir „Frumniðurstöður faraldsfræði- legrar rannsóknar á Covid-19- tilfellum á Landakoti benda til þess að smit hafi borist inn á stofnunina með nokkrum einstaklingum en einnig er talið hugsanlegt að sum smit á milli starfsmanna megi rekja til eðlilegra náinna samskipta vegna fjölskyldu- og vinatengsla utan vinnustaðar,“ segir í skýrslu um al- varlega hópsýkingu á Landakoti sem Landspítalinn kynnti í gær. Ástand húsnæðis, loftskipta og að- búnaðar á Landakoti er talið ófull- nægjandi með tilliti til sýkingar- varnasjónarmiða. Það er líklega meginorsök dreifingar kórónuveiru- smitanna innan Landakots þegar al- varleg hópsýking Covid-19 kom þar upp um miðjan október. A.m.k. tvö afbrigði veirunnar greindust. „Þetta mat er rökstutt með nokkrum atriðum, í fyrsta lagi þá er ekki loftræsting á sjúkrastofum á Landakoti, í öðru lagi var kæfisvefnsvélarmeðferð beitt hjá einkennalausum einstaklingi sem greindist síðar Covid-19-smitaður. Þekkt er að kæfisvefnsvél eykur dropaframleiðslu einstaklinga og að vélin dreifir úðaögnum frá önd- unarfærum sem geta svifið í loftinu í meira en klukkustund. Hér hafa lé- leg loftskipti líklega magnað upp aukna sýkingarhættu og smitdreif- ingu á SARS-CoV-2,“ segir í skýrsl- unni. Hópsýkingin var tilkynnt 22. október en líklega höfðu einhverjir sjúklingar og/eða starfsmenn smit- ast af veirunni um viku fyrr. Í henni smituðust 46 sjúklingar Landakots og 98 starfsmenn. Að minnsta kosti tíu sjúklinganna hafa látist úr Co- vid-19. „Það var greinilega gríðar- lega mikil dreifing á smitefni innan Landakots því hlutfall smitaðra meðal útsettra var mjög hátt,“ segir í skýrslunni. Þar segir að æskilegt hefði verið að mönnun hefði verið nægjanleg svo mögulegt hefði verið að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna á deild- ir. Einnig er nefnt að það sé óheppi- legt að starfsmenn séu að fara á milli deilda til að sækja margvíslegan búnað, lækningartæki, hjálpartæki o.fl., sem er sameiginlegur með legudeildum Landakots. Þá lágu margir sjúklingar í tvíbýli þar sem tveggja metra fjarlægð var ekki tryggð og var einungis eins metra fjarlægð á milli rúma. Sam- eiginleg salernis- og sturtuaðstaða fyrir sjúklinga fjölgaði sameigin- legum snertiflötum þeirra og gátu smit því borist þannig á milli fólks. Aðbúnaði starfsmanna á Landa- koti er ábótavant. Engin loftun er í búningsaðstöðu sem er þröng og býður einungis upp á þrjár sturtur fyrir alla starfsmenn. Þá hafa sumir starfsmenn ekki aðstöðu í aðalbún- ingsherbergjum þrátt fyrir að þeim sé skylt að klæðast fötum frá Land- spítala á vinnutíma. Framkvæmdir eru í matsal Landakots svo starfsmenn borða oft á stigapöllum. Kaffistofur á legu- deildum eru litlar svo oft reynist erf- itt að halda tveggja metra fjarlægð en þar þarf fólk að taka niður grím- ur til að matast. Margir þættir komið saman „Það hafa áður komið upp sýk- ingar í starfseminni hjá okkur sem við höfum náð að stöðva þannig að það virðast þarna hafa komið saman ótrúlega margir þættir sem ein- hvern veginn gerðu það að verkum að þetta fór svona illa. Ég vona að það séu ekki líkur til þess [að sam- bærilegt hópsmit komi upp innan Landspítala aftur],“ sagði Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, í samtali við mbl.is í gær. Að hennar sögn reynir starfsfólk Landspítala sífellt að undirbúa sig fyrir að hópsmit komi upp. „Maður er að reyna að vinna eftir því sem er fyrirsjáanlegt en er á sama tíma að undirbúa sig undir alla mögulega þætti sem geta komið á óvart. Það geta vissulega komið upp svona sýkingar hvar sem er.“ Búin að læra rosalega mikið Í skýrslunni segir að styrkja þurfi stöðu sýkingavarnadeildarinnar og fjölga starfsfólki hennar. Æskilegt sé að hafa öflugra og skipulagðara eftirlit með grunnþáttum sýkinga- varna. Þá þurfi að bæta húsnæðis- aðstæður öldrunarsviðs og m.a. bæta þætti eins og loftræstingu og fjölga einbýlum með sérsalerni og sturtuaðstöðu fyrir sjúklinga. Spurð hvort ráðist verði í þær úrbætur sem lagðar eru til í skýrslunni segir hún: „Við tökum þennan lærdóm og förum í að forgangsraða því sem þar kemur fram og reyn- um að hrinda eins miklu af því í framkvæmd og við mögulega getum, hvort sem það er á Landakoti eða annars staðar. Við erum búin að læra rosalega mik- ið rosalega hratt.“ Ástand spítalans ófullnægjandi  Meginorsök dreifingar sem olli hópsýkingu á Landakoti  Engin loftræsting á sjúkrastofunum  Léleg loftskipti mögnuðu upp sýkingarhættu  Starfsfólk spítalans býr sig sífellt undir hópsmit Atburðarás kórónuveiruhópsýkingar á Landakoti 11.-29. október 2020 Fj öl di ti lfe lla 15 10 5 0 Smitrakning og aftursýn yfirferð á sjúkragögnum tilfella leiðir í ljós að hugsanlegt er að nokkur tilfelli hafi ver- ið með mjög væg, óljós eða ódæmigerð einkenni á tímabilinu 12. til 19. október. Við smitrakningu rakningarteymis uppgötvast að eitt tilfellanna sem greindist með skimun í tengslum við hópsýkingu hafði fengið einkenni sem gátu samrýmst Covid-19 þann 12. október. Viðkomandi fór á þeim tíma í skimun og voru niðurstöður prófs neikvæðar. 22. OKTÓBER Fyrstu tilfelli Covid-19 greinast á deildum R og U. 29. OKTÓBER Lok fyrstu viku. Ekki hægt að lýsa yfir að hópsýkingu sé lokið því fleiri tilfelli greind- ust í annarri viku. 24. OKTÓBER Fyrstu Covid-19-tilfell- in greinast á deild Q. 23. OKTÓBER Fyrstu Covid-19-tilfellin greinast á deildum T. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 16. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. október októberDagsetning á upphafi einkenna Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson/LSH Landakot Stjórnendur Landspítalans sátu fyrir svörum á fjarfundi með blaðamönnum í gær vegna skýrslunnar um kórónuveirusmitin á Landakoti. Smit af Landakoti bárust bæði á Reykjalund og á hjúkrunarheim- ilið Sólvelli á Eyrarbakka við flutning sjúklinga þangað. Ekk- ert er rætt um það í skýrslu spítalans um hópsýkinguna á Landakoti. Embætti landlæknis mun gera aðra rannsókn á hópsýk- ingunni. Spurð hvort ekki sé hægt að læra af því, og hvort búið að sé að ákveða að haga slíkum flutningi með öðrum hætti, segir Alma Möller landlæknir: „Því get ég ekki svarað en það er eitt- hvað sem við kom- um til með að skoða.“ Fara þurfi yfir í dag og á næstu dögum hvernig bregðast eigi við því sem fram kemur í skýrslunni. Skoða flutn- ing sjúklinga RÁÐAST Í AÐRA RANNSÓKN Alma Möller Þrjár breytingar verða gerðar á sóttvarnareglum hérlendis með nýrri reglugerð heilbrigðisráð- herra sem kynnt var í gær. Reglu- gerðin mun gilda í tvær vikur, frá 18. nóvember til 2. desember. Tíu manna samkomubann verður enn í gildi, en svokölluð einyrkjastarfsemi verður heimiluð. Til að mynda verður heimilt að opna hárgreiðslu- stofur, rakarastofur og nuddstofur á ný, svo lengi sem fjöldatakmörk verði virt. Þá verða íþróttir barna og ung- menna, bæði með og án snertingar, heimilaðar og takmörk í framhalds- skólum verða rýmkuð. Innan fram- haldsskóla mega að hámarki 25 ein- staklingar koma saman, en tveggja metra regla verður enn í gildi og grímuskylda ef ekki er hægt að uppfylla tveggja metra regluna. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra segir að breytingin inn- an framhaldsskólanna sé gerð til þess að liðka fyrir frekara staðnámi í framhaldsskólum. Engar breytingar verða gerðar á fyrirkomulagi á landamærum að þessu sinni, en sóttvarnalæknir hef- ur lagt til að tvöföld skimun við komuna til landsins, sem er nú val- kvæð, verði gerð að skyldu. Svandís segir að sú umræða hafi ekki verið kláruð á ríkisstjórnarfundi í gær en að ákvörðun verði tekin á næstu dögum. Breyta takmörkunum á starfsemi og íþróttum Atvinna Skýrsla um kórónuveirusmit á Landakoti Heimilt Börn og ungmenni mega stunda íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.