Morgunblaðið - 14.11.2020, Side 6

Morgunblaðið - 14.11.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Í nýju umhverfismati fyrir lagningu og niðurrifi háspennulína á höfuð- borgarsvæðinu er aðeins gert ráð fyrir einni 220 kílóvolta Lyklafells- línu en ekki tveimur mun öflugri lín- um. Hins vegar er áfram gert ráð fyrir tilfærslu línumannvirkja fjær byggð á höfuðborgarsvæðinu og nið- urrifi gamalla lína sem liggja í eða við byggðina. Lengi hafa verið til skoðunar breytingar á flutningskerfi raforku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þær felast í gerð nýrra raflína og niðurrifi annarra. Gert var umhverf- ismat á suðvesturlínum. Forsendur þess voru að geta brugðist við spurn eftir aukinni flutningsgetu raforku í tengslum við áætlanir sem þá voru uppi um uppbyggingu virkjana og stóriðju á suðvesturhorni landsins og hins vegar tilfærslu flutnings- mannvirkja frá byggðinni. Gert var ráð fyrir byggingu Lyklafellslínu frá fyrirhuguðu tengivirki við Lyklafell að Straumsvík og Ísallínu 3 frá tengivirkinu við Hamranes að Straumsvík. Þær voru forsendur þess að hægt væri að taka niður Hamraneslínur 1 og 2 sem liggja frá Geithálsi að Hamranesi og Ísallínur 1 og 2 sem liggja að álverinu. Gert var ráð fyrir að Lyklafellslína yrði 400 kV og auk hennar kæmi önnur 400 kV lína samhliða og þær áttu að liggja meðfram Búrfellslínu 3. Fram kemur í tillögu að matsáætl- un sem Landsnet hefur lagt fram að ekki er þörf á sömu flutningsgetu og gert var ráð fyrir og þess vegna sé nú aðeins ráðgerð ein 220 kV lína í stað tveggja 400 kV lína áður. Áfram sé þörf fyrir að færa línumannvirkin fjær byggð á höfuðborgarsvæðinu. Breyttar forsendur Síðan hafa fallið dómar um ógild- ingu eignarnáms og framkvæma- leyfa vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda Landsnets á Reykjanesi. Framkvæmdir við Lyklafellslínu sem fyrirhugað var að ráðast í fyrir tveimur árum frestuðust af þeim sökum. Í þessum dómum kom meðal annars fram að gera þyrfti grein fyr- ir raunhæfum valkostum, bera þá saman og rökstyðja val að teknu til- liti til umhverfisáhrifa. Þá kemur fram í tillögunni að lögð hafi verið fram stefnumörkun stjórnvalda um flutningskerfi raforku og greiningar á lengd jarðvegskafla. Þá byggi áætlanir Landsnets nú á forsendum byggðaþróunar á höfuðborgarsvæð- inu. Í nýja umhverfismatinu er ætlun- in að meta áhrif Ísallínu 3 samhliða Lyklafellslínu 1. Stofnað hefur verið verkefnaráð um undirbúning fram- kvæmdarinnar þar sem fulltrúar sveitarfélaga og hagsmunasamtaka á línuleiðinni eiga sæti. Gert er ráð fyrir að umhverfismatinu geti lokið í september á næsta ári. Ein Lyklafellslína í stað tveggja öflugri  Nýtt umhverfismat vegna raflína við höfuðborgarsvæðið Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Hafnarfjörður Hamraneslínur 1 og 2 voru færðar frá Skarðshlíðarhverfi á síðasta ári. Þær munu hverfa af landakortinu þegar nýjar línur verða lagð- ar. Glæsilegt 130,8 fm, sumarhús á tveimur hæðum með 2 stofum, 2 baðherbergjum og 4 svefnherbergjum. Húsið stendur á 1.250 fm eignarlóð úr landi Húsafells í Borgarfirði. Um er að ræða mjög vandað hús á tveimur hæðum, byggt árið 2006. Ytra byrði hússins er sérvalið lerki og stallað stál á þaki, harðviður undir þakskeggi. Gluggar og hurðir eru harðviður (mahogany). Húsið er klætt að innan með ölri. Sérsmíðuð innrétting í eldhúsi. Gólfhiti með rafmagns- stýringu á neðri hæð. Gengheilt parket á gólfum utan flísar í votrýmum og eldhúsi. Húsið er byggt sem heilsárshús. Steyptir sökklar og gólfplata, hitaveita, ljósleiðari. Stór sólpallur er við húsið með heitum potti, aðstöðu fyrir grill og innréttingu með útivaski. Sjón er sögu ríkari! Hægt að bóka skoðun á fastnes@fastnes.is Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali. Sími 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnes HRAUNBREKKUR 14 311 BORGARNES Verð 58.000.000 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hefur verið gríðarlegur styrkur af því fyrir borgina og viðbrögð hennar að hafa tilbúnar viðbragðs- áætlanir og samhæfða neyðarstjórn til að takast á við þau verkefni sem faraldurinn hefur kallað á,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi gagnrýndi starfsemi neyðarstjórnar borgarinnar í grein í Morgunblaðinu í gær. Sagði Vigdís að neyðarstjórn- inni hefði verið falin stjórnun og rekstur borgarinnar, Dagur væri einráður þar með embættismenn Reykjavíkurborgar sér við hlið. Alls hefðu verið haldnir um 70 fundir frá því í janúar fram hjá kjörnum borg- arfulltrúum og fundargerðir hvergi birtar en fyrst kynntar í borgarráði í byrjun þessa mánaðar. „Neyðar- stjórn Reykjavíkur hefur tekið sér óeðlilegt vald,“ skrifaði Vigdís. Dagur segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að neyðarstjórnir sveitarfélaga séu hluti af almanna- varnakerfi höfuðborgarsvæðisins, og landsins. „Þær gegna lykilhlut- verki við að bregðast við hvers kon- ar viðburðum eða vá og hafa það hlutverk ásamt almannavarnanefnd að búa sveitarfélögin undir aðsteðj- andi hættur. Það hefur verið mér sérstakt metnaðarmál sem formaður almannavarna höfuðborgarsvæðsins að öll sveitarfélög væru með neyðar- stjórnir sem þekktu hlutverk sitt og væru í þjálfun til að búa sig undir hvað eina sem upp getur komið. Ekki hefur veitt af. Um tíma var neyðarstjórn borgarinnar að vinna skv. fjórum mismunandi viðbragðs- áætlunum í vor. Vegna kórónuveiru- faraldurs, vegna yfirvofandi verk- falla, vegna óveðurs og vegna hugsanlegra eldsumbrota á Reykja- nesskaga.“ Auk Dags sitja í neyðarstjórn þau Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri um- hverfis- og skipulagssviðs, Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðar- sviðs, Árný Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, Lóa Birna Birg- isdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og starfumhverfissviðs, Óskar J. Sand- holt, sviðsstjóri þjónustu- og ný- sköpunarsviðs, Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri og Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Þá er Dagný Ingadóttir, deildar- stjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, starfsmaður hópsins og ber ábyrgð á fundarboðun, undir- búningi funda, fundarritun og úr- vinnslu í samráði við borgarstjóra. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að neyðarstjórnin gegni því hlutverki að „samhæfa aðgerðir og grípa til neyðarráðstafana þegar neyðarástand skapast til að for- gangsraða lögbundinni þjónustu, samfélagslega mikilvægri starfsemi, tryggja almannaheill og lágmarka hugsanlegan samfélagslegan skaða“. „Neyðarstjórn hefur heimild til að taka ákvarðanir og stofna til út- gjalda umfram það sem segir í fjár- hagsáætlun í neyðartilfellum enda sé um slík tilfelli að ræða að af- greiðsla þeirra þoli enga bið. Borg- arráð veitir aðrar nauðsynlegar heimildir vegna sérstakra fjárútláta og er á neyðarstigi í viðbragðsstöðu þar sem nauðsynlegt getur verið að kalla til aukafundar,“ segir enn- fremur um hlutverk neyðarstjórnar. Dagur hafnar því að neyðarstjórn hafi farið út fyrir verksvið sitt eins og staðhæft var í bókun sjálfstæðis- manna í borgarráði á dögunum: „Ljóst er af fundargerðum neyðar- stjórnar að hún hefur með tímanum farið út fyrir verksvið sitt eins og það er skilgreint. Þá hefur ekki verið kallað eftir sjónarmiðum borgarráðs og annarra fagráða þrátt fyrir að tími hafi gefist til þess. Þessir starfs- hættir eru ekki í samræmi við af- markað starfssvið neyðarstjórnar,“ sagði þar. „Neyðarstjórn hefur hvergi í störfum sínum farið út fyrir valdsvið sitt. Þvert á móti er það vel skil- greint í samþykktum erindisbréfum neyðarstjórnar og viðbragðsáætl- unum. Engin dæmi hafa verið nefnd um annað. Neyðarstjórn borg- arinnar hefur fundað reglulega með borgarráði vegna faraldursins og miðlað upplýsingum víða,“ segir Dagur. Hann segir jafnframt að hér eftir verði fundargerðir neyðarstjórnar lagðar fram og birtar opinberlega eins og aðrar fundargerðir í borgar- kerfinu. „Fram að því að beiðni kom um annað voru haldnir fundapunkt- ar – þar voru færðar inn umræður um ýmsar upplýsingar, eins og nöfn heimila þar sem smit höfðu komið upp – þeir voru ekki ætlaðir til op- inberrar birtingar heldur sem vinnu- gögn neyðarstjórnar. Borgarráðs- fulltrúar hafa hins vegar fengið aðgang að þeim í trúnaði.“ Hver er kostnaður við starfsemi neyðarstjórnar? „Starf neyðarstjórnar miðar að því að halda kostnaði samfélagsins og samfélagslegum áhrifum af alvar- legum viðburðum og viðfangsefnum í lágmarki. Við getum verið mjög stolt af því hvernig hefur gengið og ekki dregur úr því stolti ef við rýn- um þetta í alþjóðlegum samanburði. Þeir sem eiga sæti í neyðarstjórn borgarinnar eru yfirstjórn borg- arinnar og framkvæmdastjóri Heil- brigðseftirlits Reykjavíkur. Þótt þessum verkefnum hafi fylgt mikið álag og stöðug verkefni utan hefð- bundins vinnutíma, um kvöld og helgar meira og minna allt þetta ár, fá þeir sem sitja í neyðarstjórn ekki sérstaklega greitt fyrir störf sín vegna hennar eða störf sín á verk- sviði almannavarna.“ Skiptar skoðan- ir á valdsviði neyðarstjórnar  Fundargerðir verða hér eftir birtar Morgunblaðið/Eggert Skólastarf Eitt af því sem neyðarstjórn hefur fengist við er að halda skólastarfi gangandi á tímum kórónuveiru. Dagur B. Eggertsson Vigdís Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.